Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

'Eg vaknaði kl 4í nótt og hugsaði í klukkutíma um það hvernig ég ætla að koma dótinu fyrir í bílnum á morgun..hlustaði á hvernig rokið hvein útifyrir, og sofnaði svo aftur... loksins.
Mér líður eins og krakka á þorláksmessu að bíða eftir að aðfangsdagur komi og jólin.

mánudagur, nóvember 27, 2006

'Eg er orðinn algjör veðurfréttageðsjúklingur.
OOOOhhhh hvað ég hlakka til að koma heim. það er ekki eðlilegur andskoti. Hugsið ykkur að koma í ófærðina á Ennishálsinum. Syngja eins hátt og ég get .. Country Road take me home.. ............besta mamma..... meðan kagginn veður yfir skaflana með fullt af grænmeti í stóru hundabúri afturí.. 'Eg ætti kannske að fara í Kattholt og fá mér nýjan kött afþví Skotta dó. hann gæti verið í búrinu á leiðinni...hjá kálinu.. samt held ég að ég fresti því þar til í sumar.
'Eg er búin að hjóla og labba í klukkutíma samtals í morgun og nú er það hádegismatur... Framsóknarvist í kvöld...
'Eg er búin að heimsækja Benna og Regínu, ég vildi óska að það væri hægt að yngja þau upp..
ÞAr sá ég aldeilis svakalega flotta mynd af sjálfri mér með gítar...Líklega frá 75 eða eitthvað svoleiðis.. 'Eg þorði ekki að biðja þau að gefa mér hana, það væri fínt að hafa hana á ísskápnum. Til að koma í veg fyrir óþarfa ferðir í ísskápinn. muhoooo

föstudagur, nóvember 24, 2006

Og þegar ég huxa mig um ..sko þetta með Jólagjafirnar.. er ég ekki alveg viss um að ég myndi vilja sleppa því að sjá um þær sjálf, en auðvitað væri gaman að hafa einhvern með sér í það skrafa og spá og spekúlera. Það væri æðislegt. Og hjálpa mér til við að útbúa þær.
Þó maður þykist vera vaxinn upp úr því sem maður gerir til að halda jól, þá er alveg glatað að láta á því bera krakkanna vegna. Mér finnst reglulega ljótt að vera að einhverju neikvæðnisrausi um jól. Heldur bara hafa gaman af þessu með börnunum ef maður er svo heppinn að eiga þau að.
'Eg hef alltaf látið mig dreyma um að fara.. Allir út í kvöldgöngu að horfa á stjörnurnar og norðurljósin. til að komast í jólastemmingu. Góða nótt.
Vitið þið hvað ..'I dag fórum við AnnaKristín út í bókasafn Hveragerðis og þar er gluggi í gólfinu eftir endilöngu og undir honum er djúp gjá þar sem eru flekaskil í jörðinni ...skrítið að sjá þar niður..og búið að setja ljós ofan í gjána...'Eg labbaði þar út á með hálfum hug en konan í bókasafninu sagði að glerið ætti að þola 900 kg svo það væri nú allt í lagi. það var afar merkilegt að sjá þetta. Og standa á flekaskilunum með lappirnar sitt hvoru megin við.
Og nú eru bara5 dagar eftir. Og nú verð ég að fara að skipuleggja hvernig ég ætla að hafa þetta .
'Eg fór út og keypti nokkrar jólagjafir í dag.
þetta er alveg hryllilegt óréttlæti að láta konur alltaf sjá um þetta þar sem á annað borð eru konur. Hugsið þið ykkur hvað það væri fínt að kallarnir sæju um þetta annað hvert ár.
Hugsið ykkur nú ef það væri líka hægt að gera þetta í sameiningu.
Þetta krefst bæði útsjónarsemi og skipulagningar og ég hef hvorugt þ.e.as. ég get skipulagt og fæ allskonar góðar hugmyndir, og finnst ægilega gaman að gefa fólkinu mínu jólagjafir, en þegar ég er komin út að versla. þá ruglast allt ,og ég kaupi kannske 3-4 gjafir handa einum og fatta svo á síðustu stundu að ég hef gleymt öðrum, segið ekki að þið hafið ekki lent í því líka.
svo eru bara sumir þannig að maður getur alls ekki fundið neitt sem þeim myndi hugsanlega líka, þeir eru sem betur fer í minnihluta, en svo eru aðrir sem maður finnur eitthvað sem mann langar beinlínis til að gefa þeim. 'Eg er farin að vera líka svo sein með þetta að það er alveg hræðilegt. alveg kófsveitt að búa til pakka kl hálf sex á aðfangadag,,,Reyndar gerðu krakkarnir þetta með mér þegar þau voru lítil og þá gekk það miklu betur. 'Eg fann í dag eina jólagjöf sem M'ER líkaði stórvel en ég er bara hrædd um að viðkomandi aðili fái margar eins.. semsagt að fleiri fái sömu hugmyndina...Þetta er einn í fjölskyldunni sem ég er aldrei í vandræðum með....
'Eg hef reynt að nota tímann hérna til að vera ekkert að pæla í þessu þangað til núna að ég fer að fara heim...

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Náði því íhaaa!!!! eitt í viðbót .þá eru farin fjögur kg á þremur vikum. Samtals 18 á árinu. enda hefur þetta verið gott og gjöfult ár....Þrælmagnað...
í viðbót við það er ég búin að ná upp dulitlu þreki þótt enn vanti heilmikið á. og ekki skal láta deigan síga og kem heim... þrælmögnuð....

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

'A morgun er miðvikudagur Vigtin bíður eins og einhver örlaganorn eftir því að maður stígi á hana vonandi þokast í rétta átt. ÞAð er eftir vika hér, búið að vera gott að vera hér og senn líður að því að ég fari að brytja grænmetið mitt ofan í mig sjálf. og eins og allir vita er það hellings vinna.
'Eg byrjaði daginn á því að brokka á bretti í 30 mínútur og hjólaði 12 km . Það er takmarkið að að samanlögðu sundi , labbi og hjólreiðum verði ég búin að fara sem svarar leiðinni heim eða lengra áður en ég kem..
Svo eru nú allar þessar gönguferðir í og úr mat þetta er eins og stífasta vinna. en það er gífurlegt át í gangi og ekkert verið með neina fýlu við matborðið og mikið spjallað á glaðværum nótum.
Vá hvað ég ætla að gera margt skemmtilegt þegar ég kem heim....

mánudagur, nóvember 20, 2006

Nú sé ég framá slæma tíma..'A skipulagi sem gert var í den fyrir Hólmavík átti að rífa litla fallega húsið mitt á Höfðagötu 7 til að leggja framlengingu Bröttugötunnar þar í gegn. Nú vill fullt af fólki láta friða þennan skólaskratta sem er eins og partur af sláturshúsinu eins og hann lítur út í dag. Sumir vilja sko að það sé FARIÐ EFTIR SKIPULAGINU....Fjandinn hafi það. 'A sumrin kemur hver einasti ferðamaður sem kemur niður á tangann úr öllum rútunum sem koma á galdrasafnið og allt. og allir taka mynd af húsinu og garðinum mínum..Hefur einhver séð ferðafólk taka myndir af gamla skólanum ? nehei...Það dettur ekki nokkurri sál í hug. Niður með skólann !!

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Oft hafa nú spaugstofumenn farið á kostum en aldrei held ég eins og í gærkvöldi alveg frábærir kallarnir.
Svo sá ég litla afar hjartnæma þakkargrein í Mogganum frá 'Arna Bondsen til kjósenda sem ég las upphátt fyrir nokkrar konur. og hvað haldið þið... kvikindin hlógu bara.... og ég sem var alveg að fara að gráta yfir þessu. Grey kallinn....
'I gær doblaði ég Hönnu Siggu með mér í verkfæralagerinn og leit á sagir......Semsagt ég ætla ekkert að vera að hugsa um þessa stórtónleika sem ég var að láta mig langa á. er enda búin að fara á eina tónleika á þessu ári og það eru ekki nema einir tónleikar á ári í boði á framkvæmdaáætlun hjá mér......Nú nú ...Þessa aura ,sem ég spara með því að fara EKKI á tónleikana er ég að huxa um að nota í sögina...Frábært...ekki satt...
'Eg keypti þarna dálítið af skrúfum og nöglum og sá fullt af dóti sem ég held að ég þurfi endilega að eignast, en keypti ekki....Dugleg litla kellíngin..ég er mjög hreykin af mér. 'I dag eftir hádegið skruppum við AnnaKristín á Selfoss og ég keypti sjö jólagjafir. En betur má ef duga skal...Vorum svo komnar aftur í kaffinu (teinu) í tertuna og rjómann. 'Ardís ætlaði að koma en var heillengi að moka Gandalf hinn gráa út úr Bjarnarstígnum og finna annað bílastæði, og hætti við ferðina enda hundljót veðurspá.
'I sjónvarpinu í gærkvöldi hjá Jóni 'Olafs var einhver maður sem söng New York New York og þvílíkt baul....
Má ég þá heldur biðja um þetta lag með 'Asdísi Leifsdóttur takk fyrir.

laugardagur, nóvember 18, 2006

Búin að fara í bæinn í afmælið, við HannaSigga hentumst í Hagkaup og fundum bangsa sem við skírðum Einsa af því afmælisbarnið Diljá Hörn er einsárs í dag. 'A leiðinni í afmælið sat ég með Einsa frammí og hann veifaði í alla sem voru við hliðina á okkur á ljósum og HannaSigga hafði af því megnustu áhyggjur, þetta er mjög notaleg íbúð sem þau eiga og afmælisbarnið réðist á Einsa og kúskaði hann niður á gólf og Einsi Bangsi varð voða glaður eins og "litli glæni hattinn í hattabúðinni "forðum daga. Við hittum Hadda og Hrafnhildi ,Jón Örn og 'Arnýju,Hrönn og fleiri, Þetta var mjög gaman.
Svo lögðum við á stað upp í 'Arbæjarhverfi og villtumst og fórumí hringi við umferðamiðstöðina en fundum á endanum réttu leiðina, 'Eg fór austur og kom á réttum tíma í kvöldmatinn.
Þegar ég kom hingað í tölvuna og setti á Strandir.is blasti við mér þessi fína mynd af H.7. meðal annars ...takk, takk, þetta var svooogaman að sjá húsið mitt. flottar myndir. nú eru eftir tíu dagar hér...
Nú er ég aldeilis búin að takaáðí..í morgun Vaknaði svoleiðis stútfull af orku og labbaði á brettinu í hálftíma kl hálf átta, fór svo eina umferð í tækjunum og endaði á hjólinuí korter. er núna á leiðinni í morgunmat og ætla svo í sund fyrir hádegi ,og eftir matinn í bæinn í afmæli Diljáar. og vera svo komin aftur fyrir kvöldmat helst það er gott veður en dálítið frost,

föstudagur, nóvember 17, 2006

Bloggið mitt komið í lag þökk sé Jóni. Hann sagði mér hvernig ég gæti lagfært það. 'Eg gat ekki komið inn því sem ég var að skrifa af því það var hornklofi á undan...SSSS eins og Kiddi frændi segir.
'Eg er boðin í afmælisveislu á morgun hjá Hörpu og Hinna.. Prinsessukrílið Diljá Hörn á eins árs afmæli. Litla skottan.
mig langar á stórtónleika í Laugardagshöllinni 5.des en það er svo dýrt að ég held ég kaupi frekar sög sem mér finnst að ég þurfi endilega að eignast til að saga niður jólagjafir.
Hafið þið heyrt máltækið að eitthvað sé manni (fjöður um fót).
Það gengur maður fyrir mann (fram af manni) við að þakka manni fyrir að stytta því stundirnar (stytta því aldur) með skemmtilegheitunum í gærkvöldsvökunni.
'Eg er að reyna að vera ekki útbelgd af monti yfir því.
Hinsvegar hef ég svosem ekkert fyrir því að vera svona svakalega skemmtileg, og fólkið sem með mér var Anna Kristín og Magnús Már ekki heldur.
Það hefur nú verið lengi haft á orði hjá skemmtinefndum að þær skemmti sér langbest sjálfar yfir því sem þær hafa verið að gera.
Sem dæmi um þetta breyttum við og sungum Grasate í staðinn fyrir Jameson og viskýglösin breyttust í grasaglös. eða þannig
það er skítakuldi úti en snjólaust, Kvöldvakan í gær tókst vel. ég fór á matreiðslunámskeið í gær , mikið að gera.. og sá grasker í fyrsta sinn, mig hefur alltaf langað til að sjá grasker, Það var eldað algjört sælgæti og ég keypti uppskriftapésa sem verður aldeilis notaður þegar ég kem heim. Vest að ég get ekki haft með mér nóg af fersku grænmeti upp á veturinn, en þá er bara að kroppa úr því sem til er. Þetta er Pollíanna sem talar.. Strandaskotta..

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Það er ískalt í veðri og ég er orðin hrædd um að ég verði úti inni í herberginu mínu. ofninn er sjóðandi heitur en samt skítkalt. ég ætla að sofa með lambhúshettu í nótt því mér verður svo kalt á öðru eyranu og nefinu.
'A vigtinni í morgun kom í ljós að ég hef tapað sem svarar sex smjörlíkisstykkjum á þessum tveim vikum sem ég er búin að vera hér.
'Eg er að vonum hæstánægð með þann árangur.
Nú andar suðrið....eins og segir í leikritinu Skjaldhömrum eftir Jónas 'Arnason.
'I dag á ég bara eftir að vera fjórtán daga...OG... í gær var fyrsti dagurinn sem ég gat labbað hér alveg til kvölds án þess að vera með verk í bakinu eða draga hægri löppina á eftir mér. ÞAð er aldeilis ótrúlegur munur og vonandi að það endist. 7.9.13. Og á eftir er viktin. Og í gærkvöldi gat ég ekki sofnað strax og hnoðaði saman þremur vísum af leirburði sem ég og borðfélagar mínir Anna Kristín og Magnús að austan, ætlum að þruma yfir liðinu á fimmtudagskvöldvöku, við lagið "þá stundi Mundi" Við ætlum að fá Kötu til að vera með okkur til halds og trausts, hún segist ekki geta sungið en ég trúi því nú ekki alveg. Hún er svo hress og ágæt. Meira seinna.

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

'I morgun var geðvonskukastið horfið og komið gott veður úti. ég dreif mig í trimmið og síðan í sjúkranudd . og skaust svo til Reykjavíkur eftir hádegið og náði í dót sem var heima hjá Hönnusiggu. Heiðin alauð og ég var eldfljót.
'Ella ( Elín Sigríður) kom í heimsókn og við renndum á Selfoss á kaffihús þar sem ég fékk mér einn tvöfaldan EXPRESSO. og það var alveg dýrlegt, Ella fékk sér kaffi latte.
Nú eftir kvöldmat er þá eftir að fara og synda. og fara snemma að sofa.
Vigtin í fyrramálið.
Ella er að fara norður að kúga út úr fólki eitthvað um ferðamál .

mánudagur, nóvember 13, 2006

'Eg er búin að vera öskufúl í allan dag maður setur símann á fokking silent í matar og kaffitímunum og gleymir því svo á og heyrir ekki þegar fólk hringir í mann.
Tómas minn er 8 ára í dag og Harpa Hlín mín er nýorðin 25 ára... hugsa sér hvað tíminn líður hratt.
Þetta er skrítið að vera í svona umhverfi maður þarf ekki einu sinni að fara út, labba á bretti 20 mín, hjóla til Selfoss 12 km, synda frá kl. fjögur og fram að Leiðarljósi. lyfta og toga, til að þjálfa ýmsa vöðva, gera jafnvægisæfingar, og borða 5 sinnum á dag.
labba í og úr mat 2 og 1/2 km á dag. hanga í tölvu og símanum og lesa blöðin. Þetta er hellings vinna, og svo dettur maður niður dauður á kvöldin. Að sjálfsögðu með bók og gleraugu.

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Sunnudagur... Fór og synti í morgun, og svo í messu hér í kapellunni, ég skil ekki af hverju í ósköpunum þarf endilega að vera að strekkja með sálmana alltaf upp á háa C. hér syngur fólkið í salnum og alltaf er verið að hvetja kirkjugesti heima og annarsstaðar til að syngja með. þetta er haft í svo hárri tónhæð að þeir sem ekki eru óperusöngvarar , og á ég þá við venjulegt fólk sem hefði gaman af að syngja með , það getur ekki sungið nema í hárri falsettu og úr því verður þvílíkt píp mér liggur við að segja algjört fokking nágaul. Nú svo er ég oft að hugsa, Skyldi prestunum ekki leiðast að vera að þylja alltaf sama staglið messu eftir messu. Hver stjórnar þessu eiginlega , messusvörin og svoleiðis nokk. Og mega þeir ekki tala frá sínu brjósti. Eða hvað.... Þeir ættu allavega að hafa menntun til þess. En þetta er nú kannske ekki hægt að alhæfa. Séra Baldur í Vatnsfirði sagði einhverntíman að yngri prestarnir þyrðu ekki að tala þannig. 'Eg fór í eina messu þar sem hann talaði og sagðist vel og náði vel til fólksins. Það var á 100 ára afmæli Unaðsdalskirkju á Snæfjallaströnd og hann talaði um að fólk ætti ekki að láta sólina setjast yfir reiði sína. Það væri ekki hollt . Og sagði sögur því til sönnunar . Einnig talaði hann þá um brottflutning fólks úr sveitunum og að þeir sem eftir væru þyrftu að þjappa sér saman heldur en að eiga í stöðugu þrasi.....Nóg í dag ..sendi ástarkveðjur til vina og vandamanna..

laugardagur, nóvember 11, 2006

Langur laugardagur. Dugleg að strita í þjálfun. hjólaði á Selfoss þ.e. 12.km. á þrekhjólinu og það er nú það lengsta sem ég hef hjólað síðan ég kom.
Jórunn nokkur frá Reykholti bauð mér og annarri konu með á Selfoss síðdegis og við kíktum í Europris. og keyrðum einn hring á bílasölunni af því ég sá svo geggjaðan bláan bíl þar.
Karlakórinn kom og söng hér það var meiriháttar og þar var Gunni frændi frá Kirkjubóli og varð með okkur fagnaðarfundur eins og íslendingar sem hittast í útlöndum. Simbi var hinsvegar ekki með hann var uppi í Skorradal ásamt Guja að dytta að sumarbústað sem þau eiga svo hann fjúki ekki.
'Eg ræsti svo kaggann til að liðka hann aðeins ogkeyrði niður á Shell og hitti Villa Roy Shellstjóra, Villi er alltaf hress og sjálfum sér líkur og okkur kom saman um að það þyrfti endilega að fara að koma Indriða og Finnu hingað í grænmetisdvöl á Hælinu.
Til skýringar þá var Villi (fullu nafni Vilhjálmur Björn Hannes Roy) í sveit í gamla daga hjá þeim heiðurshjónum.
Bless í dag, sé ykkur eftir 19-20 daga.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Komnir tíu dagar, það voru steinbítskinnar í matinn í hádeginu..mikið þykir mér sú fiskategund góð. og náttúrlega allskonar gæða grænmeti og gúmmúlaði. 'Eg er búin að vinna í tækjum og labba á bretti alveg helling ,og synda..Reyndar í innilauginni...Það er alveg sæmilegt veður hér, samt vetur í kring. Heyrði í Jóni og vestanveðrið braut stóru girðinguna á ferðaþjónustugarðinum staurarnir kubbuðust af við jörð.eins og andskotans fúasprek og ég sem var nýbúin að klára að skrúfa síðustu spelina í hana. það ætti aldrei að nota nema gegnsósa rauðavið rekinn norðan úr ballarhafi. 'Eg gleymdi að spyrja hann hvort óðalssteinarnir hefðu fokið líka. Ljóta óveðrið. Maður hangir yfir veðurfréttunum og fylgist með þeim eins og sjúklegur veðurfréttafíkill. 'Eg ætla að nota helgina vel til að trimma. karlalór Reykjavíkur á að koma hér og syngja á morgun, 'Eg ætla að hringja í Simba frænda.

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Þetta gengur bara fínt hér ég er búin að dinglast í ýmsu í dag búin að bíða eftir að Heiða hársnyrtidama opni stofuna sína á Hólmavík og var farin að líta út eins og lukkutröll sem ég verð alltaf þegar hárið á mér síkkar.
Og nú gafst ég upp við að safna hári og fór í klippingu.
Síðan fór ég í andlitsbað og nudd hjá snyrtifræðingnum.
Hún var næstum búin að æla þegar hún sá andlitið á mér sem er illa flagnað eftir klórinn í sundlauginni.
Hún dekraði við mig í klukkutíma og eftir það er ég með mjúka og verulega gljáandi húð í andlitinu en nýja hárgreiðslan farin fjandans til.. Já já svo keypti ég náttúrlega doldið af kremi og andlitsvörum eins og kona sem ætlar að koma heim eftir tuttugu daga með voða fínt andlit.
Það er hér kvöldvaka í kvöld og vaktin sem þekkir mig frá fornu fari kom trillandi með gítar og nú ætlum við tvær kellur...Anna Kristín frá Seyðisfirði og ég að syngja nokkra gamla slagara og láta hina syngja með.. við höfum aldrei rekið upp bofs saman fyr en áðan og æfðum í fimm mínútur og gekk vel Bara vaða í það.

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

takk Hildur mín fyrir að skella myndinni inn. ÞAð var snjór hér yfir öllu í morgun en ágætis veður samt. ég fékk ferlega sniðugt kort frá Björk myndin er af Norn sem er að fara í flug á nornakústi og er með lykil sem hún beinir að kústinum til að geta sett í gang eins og á nýjum bílum. 'Eg fór í sundlaugina í gærkvöld og síðan í Þurrgufu þar sem vatni er stökkt á glóandi ofn 'Eg alltaf heppin fór þarna inn og rakst í ofninn og er nú brennimerkt á rassinum Tvö þverstrik... En þetta er fínt gufubað með eucalyptus ilmefni í vatninu.Nú er ég búin að vera hér í 8 daga. Það er dálítið skrítið að vera hér einmitt á þessum árstíma. mér gengur ekkert ofsavel að labba og kemst ekki gegn um húsið nema tylla mér niður þetta er líka óraleið. en syndi og hjóla og streða í tækjum Fór í vigtun í morgun og er kát yfir því fékk broskall límdan á prógrammið.
Það er fullt af hjónum hérna það eru skrítin fyrirbæri og merkileg. En ég get ekki varist þeirri hugsun að það sé svolítið þægilegt og dettur í hug hvað það væri æðislegt fyrir Indriða móðurbróðir og Finnu að vera hér í mánuð. Þau myndu alveg fíla það í tætlur.
Og fleiri og fleiri.
Fyrir þá sem sjá ekki Fréttablaðið:Þegar Fréttablaðið bar að garði í nýju sundlaug Heilsustofnunar NLFÍ var Ásdís Jónsdóttir frá Ströndum þar að leik.

Smellið á myndina til að fá stærri útgáfu!

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Það er nú svo að prógrammið er að vaxa mér yfir höfuð, 'Eg hökti hér endanna á mill í húsinu til að reyna að ná í skottið á öllu því sem ég á að gera, 'I morgun svaf ég yfir mig og vaknaði kl tíu mínútur yfir átta og hafði verið að dreyma þær Ennissystur frænkur mínar og missti af sundleikfimi sem búið var að skrá mig í. herfilegt það.... 'Eg laumaðist í morgunmat og reyndi að láta lítið fyrir mér fara og fór svo í tækjasalinn og hjólaði eins og skaðbrennt svín, klukka 11. fór ég í sjúkranudd þar sem nuddarinn reyndi fyrst að grilla á mér bakið með einhverri svakalegri græju. og síðan að úrbeina það í korter. ég var eftir þetta hjólliðug og fín.
Fór í kennslutíma í sundlauginni til að æfa betri tækni við að synda án froskalappa. Það gekk nú svona og svona. Maður verður að hugsa .... 'Aður en maður sekkur...
Síðan fór ég í svartar buxur og sniglabolinn minn og í kaffi og næst á dagskrá er hinn daglegi glæpaþáttur frá Springfield í sjónvarpinu..
'I fréttablaðinu í dag ..Þriðjudag.. er svo mynd af mér í sundlauginni ég er barasta nokkuð ánægð með hana, hausinn stendur uppúr en boddíið er í kafi að mestu leyti.
Nú svo er að labba smávegis á bretti á eftir og lýkur þessarri útsendingu frá deginum í dag hér með. 22 dagar eftir..

mánudagur, nóvember 06, 2006

Það er prýðilegt veður í dag og vona ég að sé eins heima á Ströndum. 'Eg fór í leikfimi í morgun og var heldur ófimleg. Verri hliðin á mér fúnkerar bara ekki nógu vel. jamm og svo í léttustu útigönguna sem mér leyfist að fara í. og þegar inn var komið fór ég í tækjaþjálfun sem mér gengur vel með. Hjóla og svofrv. Lyftingameistari er ég góð get enda setið á rassinum við það. Eftir að hafa hámað í mig grænmetið og drukkið grasate með kræsingunum. fór ég í heilsubað sem er aaalveg óóóggeeðslega goootttt. bara ofan í stórt baðker með heitu vatni og ilmandi olíu. síðan fór ég upp í rúm og las glæpó og svaf og núna er komið kaffi sem er reyndar tedrykkja með jurtatei. og á eftir ætla ég að fara og synda helling. Leiðarljós í dag enda mánudagur. og er það afar gott fyrir sálina.
'Eg vil ekki láta drepa Saddam Hussein mér finnst að þó hann sé algjör skítur og búinn að láta drepa fullt af fólki þá sé það ekki til bóta að drepa hann líka. bara hafa hann í fangelsi. Það eru margir aðrir sem hafa líka staðið fyrir drápum á fólki og eru samt lausir og sprellifandi.

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Búnir fimm dagar, 23 eftir. Þetta hefur verið eiginlega góðviðrisdagur hér sólskin af og til ogekkert svakalega hvasst. 'Ardís og Hannasigga komu í heimsókn og færðu mér Blóm og fullt af blöðum. svo borðuðu þær kvöldmat með mér . Þeim gekk vel heim og það var lítil hálka á veginum yfir heiðina. Það var rosa gaman að fá þær.og kvöldið hefur verið ágætt .
'I morgun synti ég í útilauginni 600 metra .þetta er 25 metra laug. mér finnst ekki hægt að synda í innilauginni ,hún er lítil og heit eins og pottur. en svo eru góðir pottar bæði með nuddi og án þess.
'Eg er alltí einu farin að geta synt skriðsund. það er svolítið gaman. og svo fór ég og labbaði á bretti og gerði æfingar í tækjasalnum eins og ég á að gera.
Eitthvað hefur þetta verið í meira lagi því nú drattast ég áfram með meiriháttar slagsíðu.
Veit ekki hvort ég nenni að horfa á Örninn. fer kannske bara í bólið með rómantískan
glæpareyfara.
Rúmið sem ég sef í er eins og hænsnaprik það er svo mjótt.
ég á areiðanlega eftir að velta fram úr því. En það er góð dýna í því
og ég sef eins og klessa og dreymi helling af skrítnum draumum.

laugardagur, nóvember 04, 2006

'eg er búin að púla samkvæmt spjaldskrá þjálfara í morgun synda samkvæmt minni eigin dagskrá og fara á tónleika hjá 'Arnesingakórnum sem kom hér um kaffileytið. 'Eg vona að það verði gott veður á morgun svo 'Ardís og Hannasigga geti komið í heimsókn....
Fyrir endanum á stóru útisundlauginni er risahátt tré svo ef ég syndi baksund þá sé ég toppinn á því þegar ég er komin yfir laugina . Þetta er skemmtilegt tré og í kring um það eru átta birkitré frekar lítil og kræklótt. 'Eg hefði aldrei trúað því hvað mann getur hrakið af leið í sundlaug ,svona undan vindi.
'Eg skoppaði á öldunum eins og gömul seglslúta á reki.
Það vill til að ég er alltaf ein í þessarri stóru útilaug þegar ég hef farið.. Nú og þegar ég var búin að þessu öllu þá gat ég varla drattast við að labba í matsalinn sem er óraleið og dró á eftir mér þessa löpp sem er ekki til friðs. Þetta er górillufótur.
en þetta er nú ekki að marka enn ég þjálfast væntanlega á öllu þessu vafstri. Með 'Arnesingakórnum var 'Armann Stefánsson... pabbi hans Inda sem var hjá okkur í sveit í Steinadal og kona 'Armanns. gaman að hitta þau. Hann sagði að Indriði væri að læra á Bifröst. Kannske að Finnur þekki hann.
Það er stórt og gott bókasafn hérna og þessi tölva sem er afar góð fyrir sálina.
Gott veður hér 24 dagar eftir... Nóg að gera við allskonar púl og labb og í gærmorgun var ég ein að synda í nýju stóru útisundlauginni þegar komu tveir menn frá fréttablaðinu að taka myndir í tilefni af opnun laugarinnar og ég varð þarna fréttamatur og synti fyrir þá afturábak og áfram. ný búin að læra að synda eins og höfrungur. þeir sögðu að ég myndi verða ..ásamt lauginni..í fréttablaðinu sennilega á þriðjudaginn.. Hryllingsmyndaopna...
Húsvörðurinn minn er að dingla sér í Reykjavík ásamt familíunni ég heyrði í henni í gær og þá var hún að versla í vígamóð eftir að tannlæknir barnanna var búinn að græða á þeim. þau eru væntanlega komin heim núna.
'Ardís og Hannasigga ætla að koma í heimsókn ef veðrið verður gott á morgun.
Það er geggjaður matur hérna.
´'Eg held að sumir sem ég þekki hefðu afar gott af því að vera hér í mat og púli einhvern tíma .
það er mest af eldri hjónum hér það er gott hjá þeim að hafa félagsskap og þau hjálpa hvert öðru þau eru líka þrælskemmtileg sem ég deili matborði með og fróð um margt.

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Ferðin gekk vel Kagginn í fínu formi en ansi er hann ellilegur við hliðina á þeim stórgripum sem hér eru í bílastæðinu 'Eg lagði honum snyrtilega undir stóru tré með verri hliðina í hvarfi. Við hannasigga fórum á Mýrina og hittum þar Adda og Hildi. það var mjög gaman. 'Eg þekki hér ekki nokkurn kjaft...Það er fínt. Vona að húsverðinum mínum ógurlega gangi vel á Höfðagötunni ...