Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, nóvember 04, 2006

Gott veður hér 24 dagar eftir... Nóg að gera við allskonar púl og labb og í gærmorgun var ég ein að synda í nýju stóru útisundlauginni þegar komu tveir menn frá fréttablaðinu að taka myndir í tilefni af opnun laugarinnar og ég varð þarna fréttamatur og synti fyrir þá afturábak og áfram. ný búin að læra að synda eins og höfrungur. þeir sögðu að ég myndi verða ..ásamt lauginni..í fréttablaðinu sennilega á þriðjudaginn.. Hryllingsmyndaopna...
Húsvörðurinn minn er að dingla sér í Reykjavík ásamt familíunni ég heyrði í henni í gær og þá var hún að versla í vígamóð eftir að tannlæknir barnanna var búinn að græða á þeim. þau eru væntanlega komin heim núna.
'Ardís og Hannasigga ætla að koma í heimsókn ef veðrið verður gott á morgun.
Það er geggjaður matur hérna.
´'Eg held að sumir sem ég þekki hefðu afar gott af því að vera hér í mat og púli einhvern tíma .
það er mest af eldri hjónum hér það er gott hjá þeim að hafa félagsskap og þau hjálpa hvert öðru þau eru líka þrælskemmtileg sem ég deili matborði með og fróð um margt.

2 Comments:

  • At 12:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott þú ert að hafa það gott, sjáumst á morgun !!

     
  • At 4:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það á að vera vitlaust veður á morgun og þið megið nú ekki fara í svoleiðis hinsvegar gæti það veður verið gengið yfir og megi það fara til fjandans fyrir mér því ég hlakka svo til að fá ykkur í heimsókn. ég keann ekki að finna tölvupóstinn minn svo ég get ekki sent ykkur póst nema svona smáorðsendingar á blogginu. En það er nú sími líka.

     

Skrifa ummæli

<< Home