Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, júlí 28, 2003

NÚ ER 33 AFMÆLISDAGUR hÖNZKU . semsagt 33 ár síðan ég eignaðist hana hér á sjúkrahúsinu hjá henni Dúddu ljósmóður.
Vikan á eftir var ekki beint skemmtileg, Dúdda læddist samt út til okkar eftir hádegið, og Svanný og Jana komu í heimsókn, þessar elskur. Svanný gaf Hönzku lítil fín prjónuð útiföt. sem hún átti lengi, því hún var lengi svo lítil enda ekki nema 9 merkur...þ.e. tvö og hálft kíló. Síðan horfði ég út um gluggann og sá alla fara af stað í verslunarmannahelgarferðalög ´, mér er afar minnisstætt hvað ég var að drepast úr öfund yfir því. Gústi mátti alls ekki vera að því að heimsækja okkur því hann var að heyja...........
Við héldum saman upp á daginn með því að fara í kaffi og rjómatertur út á Sævang til Hrafnhildar og Grétars. síðan fórum við. gríðarstóra hringferð ..upp Steingrímsfjarðarheiði
yfir þorskafjarðarheiði og í þriðja lagi yfir Tröllatunguheiði....þrjár heiðar hvorki meira né minna. svo beint í gríðarlega góðan kvöldmat hjá Hildi og Adda..mmmmmmmmmmmmmmmm

föstudagur, júlí 25, 2003

Hamingja ræðst af samskiptum fólks.. spjalli um daginn og veginn.. góða veðrinu.. og barasta trallalla.............
Jú jú ..það eru litlu persónulegu hlutirnir í lífi manns...
Það er aftur að koma helgi alveg furðulegt hvernig dagarnir þjóta áfram..
Hamingja... það er hið stórkostlegasta fyrirbæri sem maður upplifir ... en af hverju hún ræðst.
Spurning?

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Ég fór Út á Drangsnes kl átta á laugardagskvöldið og hoorfði á skemmtiatriðin og söng með fólkinu við bálið það var gaman en erfitt af því ég var búin að baka allan daginn, fór heim kl 12
og svaf sætt og vært.
Það er aldeilis búið að vera nóg að gera Aldeilis svakalega skemmtileg Sumarhátið Sævangs. og bakkelsið dugði það var stóra takmarkið mitt. Ég komst út til að taka nokkrar skemmtilegar myndir, og svo skelltum við okkur starfsstúlkurnar ég og Hrafnhildur okkur til spákonunnar sem var á svæðinu, Það var Veiga Buck. Sabba og Magga fóru líka til hennar og Dísa og Simmi, og fullt af öðru liði. það var bráðskemmtilegt. Sabba hjálpaði okkur í eldhúsinu, það var mjög fallega gert, án hennar hefðum við drepist, og orðið okkur til skammar þrátt fyrir góðan undirbúning
Nú er ég aftur í fríi í einn dag....Kóngur einn dag. trarararararararara.....
Ester ætlar að skreppa í Borgarnes og ég fæ kannske að fara með hó hó...
maður á sko að nota fríin sín til að ferðast s.kv. íslenskum staðli
Ferðast Ferðast Ferðast.... andskotinn hafi það. Ég held ég verði að slá stóru hringferðina af. og líka ferðina upp í Öskju sem ég var svo bjartsýn á í vor. Ég verð alveg örugglega dauð eða komin í kör þegar ég get farið að fara í hringferðina. Kannske ég komist í bæinn svona einn dag einhverntíman til að fara á köttinn og drekka þar kaffi í rólegheitum.

mánudagur, júlí 14, 2003

Detti mér nú ekki allar dauðar lýs úr höfði. var í fríi í dag og Lukku datt í hug að fara í sund að Reykhólum. Ég fór og nappaði Bíu með og við fórum í sund og skoðuðum hlunnindasafnið, þar var ansi viðkunnanleg stúlka sem gætti safnsins. svo fórum við í kaupfélagið í Nesi og keyptum ekkert. og svoheim og á mínútunni í Leiðarljós. svo í kaupfélagið og keypti nærbuxur á 969 kr. og tvö lítil kvikindi til að fara með í bað. Fór svo upp í upplýsingamiðstöð þar sem ég mátaði Jón Örn tvisvar í skák og hann mátaði mig þrisvar í staðinn.
Síðan hjálpaði Svana mér að fara með gamalt drasl í kerru út á hauga. og seinast á dagskrá var að fara út að borða á Riis í boði Strandakúnstar í tilefni af 10 ára afmæli félagsins. það voru þvílíkar kræsingar að eigin vali. Við vorum sjö sem mættum og var það bráðskemmtilegt.
Góða nótt.

föstudagur, júlí 11, 2003

Úti á setri í dag bakaði ég svo hefðbundna hrúgu af kleinum og tróð veitingum í fólk ásamt Grétari. Á morgun er héraðsmótinu.
Ég fór svo og gisti hjá Margréti vinkonu minni Karlsdóttur . Á fimmtudagsmorguninn fór ég til konu á Ísafirði sem tekur fólk í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð. Hún er líka með kristalla og þetta var alveg frábært. Ég er eins og ný manneskja .... Síðan klifraði ég með Sigríði Jóns Alfreðss upp á fjórðu hæð í kaffi til hennar...og blés ekki úr nös.... síðan fór ég í b+úðir Keypti þrjá apa og uglu með unga. smá föndurdót, prenthylki og geisladisk. Á heimleiðinni kom ég við á ljósmyndasýningunni í Ögri og drakk kaffi og hámaði í mig forboðnar heimabakaðar afar ljúffengar kökur.
Það gerist margt bráðsnjallt þessa dagana, ég var í fríi á miðvikudag og fimmtudag. og skellti mér til Bolungarvíkur á afmælishátíðina hennar Birnu litlu Hjaltalín sem átti sjötugsafmæli. Þaað var aalgjört æði, alveg meiriháttar, alveg yndislegt, flottasta tónlistarveisla sem ég hef verið í og hef ég nú heyrt margt dásamlega fallegt um dagana, stemmingin og veitingarnar og fólkið allt svo elskulegt.
Andsk.... Er ég alltaf heppin.. Ýmis lán í ólánum hér á þessum bæ.. Simmi bró lánaði mér krílislegu þvottavélina sína úr ´Lyngó. og Svana og Nonni komu með hana í kerru, og nú er ég byrjuð að þvo stóru þvottahrúguna..

laugardagur, júlí 05, 2003

ÉG hef aldrei áður skrifað minningargrein um þvottavél, en einu sinni um skip sem sökk. og aðra um elskulegan frænda minn sem dó orðinn gamall maður og lasinn.
Minningargreinin: IN MEMORIAN : Hún þvoði og þvoði og þvoði þvotturinn varð alltaf snjóhvítur (lika bláar gallabuxur sem ég átti) Það var hreinasta unun að þvo í henni þar til allt í einu í gær. þegar átti að fara að vinda þvottinn upphófst þvílíkur hávaði að það var eins og allir sálir fordæmdra í víti væru búnir að stofna kór og hljómsveit, allar hugsanlegar tegundir af væli, skerandi ískur högg og smellir að ég sem lá í rólegheitum og var að lesa, rauk upp og hélt að heimsendir væri skollinn á. Síðan grafarþögn....Mjög áhrifaríkt. Þegar é gáði var gúmmíhringurinn sem er stolt hverrar þvottavélar allur í kuðli og lokan dottin af. svo þar sem hún var orðin eld, eld, eld gömul og búið að henda henni fyrir aðra fínni þegar ég klófesti hana fyrir þremur árum. þá fékk hún bara eilífðarhvíld
BASTA og Hananú
Það er hátíð í bæ.... Þvottavélin mín er ónýt.. ég er búin að skrifa minningargrein um hana og tengdasonur minn fór með hana og jarðaði hana...Lukka ákvað strax að fara út á Riis og fá sér að borða af tilefninu... eins konar erfiát...Amen
Þarf að skrifa eitt lokabull og þá er breytingum í íslenska stafrófið lokið. Jón.
Nú er þetta allt komið inn, held ég, en ekkert gerist.
Best að fara að skoða.
Nú ætti þetta að vera komið í lag. Jón.