Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, mars 27, 2007

Fyrst er hér röflhornið:
'Eg er að fara á kaf í drasl hér á Höfðagötu7 og í kring, Bara garðurinn er fullur af drasli eftir veturinn þetta er alveg eins og hjá Önnu á Hesteyri ,heitir hún það ekki annars þessi gamla fyrir austan nema hér eru engar mýs og hafa aldrei verið. En hérna inni er allt á öðrum endanum, mig vantar Hönnu Siggu í vinnu svona þrjá daga, eða Björgunarsveitina eða bara einhvern sem getur tekið til hendinni.En þetta er nú inni hjá mér.
Svo er maður ekki að fíla götuna hérna fyrir utan ekket nema holur og ógeð og drullufor, líka á bakvið. Og leiðin inn á Kópnesbraut er ófær, ég skrapp til Brynju í dag. Eða niður á Höfða það er verið að krafsa upp úr höfninni kannske verður þetta einhverntíman þurrt EN núna algjör viðbjóður.

Svo er það skemmtilega
Nú fer að líða að árlegri sumarbústaðaferð kvenna. Ekki veit ég hverju ég á að finna uppá í ár til að vera hneykslanleg. HOHOHO.. En af því að engin fílar tónlistina mína þá ætla ég að koma með alveg nýja músik sem slær örugglega í gegn.
Svo væri gott að fá gott veður og svoleiðis. Og svo væri gott að senda svona tvær á skyndihjálparnámskeið ef það þyrfti að hnoða okkur Ester. Og ættum við ekki að hafa ákveðið þema.. eru ekki allir með þema í dag þykir voða fínt.. Og skíra helgina TD Hauskúpuhelgi í Húsafelli.. Borða svið og vera með hauskúpu skartgripi 'Ardís á áreiðanlega nóg fyrir okkur allar og ég á hauskúpusokka og svartadauðaflösku. Síðan verða sagðar magnaðar sögur eins og "Bláa höndin" og fara með atriði úr Hamlet "Að vera eða vera ekki" Við getum líka haft spurningakeppni eða karókí og spáð í spil.
Og svo að koma heim á sunnudaginn til að vera á spurningakeppni sauðfjársetursins. Ekki má nú missa af henni.

mánudagur, mars 26, 2007

Það er dýrlegur mánudagur á enda sólskin og logn og blíða.
síðustu vikur hafa farið í allskyns saumaskap vegna Jörundar og það hefur verið mjög gaman að fylgjast með æfingum á leikritinu og síðan frumsýningu og annarri sýningu.
Alltaf fjör í kring um leikfélag Hólmavíkur.
Næsta sýning á Bolungavík á föstudaginn langa og síðan sýning hér á Páskadag og svo fleiri .
Nú er næst Sumarbústaðaferðin kvennanna eins gott að fara að taka til kjúklingabitana. og sundfötin. og nokkra glæpareyfara

þriðjudagur, mars 20, 2007

Baðkerið með ljónafótunum er fundið, hyldjúpt og flott 'Eg þarf að fá mér dýptarmælir og mæla lengdina, 'Ihaaaa
'Eg var að lesa bloggið hennar 'Ardísar minnar hún er að hamast í innréttingunum búin að henda gamla parketinu, og gömlu eldhúsinnréttingunni..leggja nýtt parkett Og komin með aðra innréttingu ..sem hún er að finna út hvernig á að setja saman. Það væri nú aldeilis geggjað að vera með í því , og þá varð mér huxað til allra þeirra ára sem mig dreymdi um að eignast eldhúsinnréttingu´heima í Steinó... ég smíðaði reyndar skúffur úr rúsínukössum með krossviðarframhlið sem eru ennþá. OG borðkrók sem mér fannst fínn en það er nú búið að breyta honum. En ennþá er bara uppsláttur fyrir eldhúsborð með hengi fyrir. SVO SÆTT segja aðrar kellíngar sem eiga fullt af innréttingum með hurðum sjálfar . Svo eignaðist ég góða innréttingu hér á Höfðagötu 7. keypti tvo litla efriskápa og Jón Gísli minn gaf mér fína neðriskápa sem skranið rúmast vel í... svo er skemmtilegur skenkur sem ég fékk í afmælisgjöf frá fólkinu mínu hornskápur sem ég keypti og ísskápurinn okkar Hönzku úr Melbæ 12.
En þetta er nú ekki aldeilis nóg...nú er ég alveg friðlaus verð að setja hita í gólfið.
Get ekki sofið fyrir framkvæmdahugsjónum sem eru alveg að kála mér.. Verð að innrétta eitthvað.... Ætti líklega að fara í heimsókn til 'Ardísar að anda að mér málningar og límlykt, fá að skrúfa með henni og negla bök í skápa....Þetta er ekki bilun heldur framkvæmdagleði sem ég er heltekin af á þessum árstíma...smíða smíða smíða.
Og nú er helvítis rigning og rok og hláka hér og þar á landinu og vegfarendur ekki á grænu greininni allsstaðar....... Mér er svosem sagt að ég þrífist ekki nema hafa áhyggjur af einhverju.. og vegfarendur eru einmitt upplagt fyrirbæri til að hafa áhyggjur af þegar maður situr sjálfur á rassinum inni í stofu....
Fleira var það nú ekki í bili. Það er að koma kvöld og ég er ekki búin að sauma framan við ermina á skyrtunni hans Charlie gamla Brown.
Addi gerði flottar auglýsingar fyrir leikfélagið ég var að lesa bloggið hans um það þegar hann fór með Tómas og Silju í rútuna til Grundarfjarðar. ég hélt að það væri ekki til svona geðvonsku rútubílstjórabjánar í dag.
Rúllað ásmt Dúnu einn Drangsneshring í dag fórum í kaupfélagið á Drangsnesi og í kaffi á Bakka. 'I gær í sund í Laugarhól.

laugardagur, mars 17, 2007

Þá er hér enn einn góður dagur,'Eg tók til í saumahrúgunni sem flæddi hér yfir eldhúsið mitt, stofuna mína, ganginn, Bílinn, allt fullt af Saumadóti pífum blúndum og plussi. 'Eg er hrædd um að þegar frumsýningin verði þá verði ennþá einhverjir buxnalausir. Annars er þetta allt að koma. Og ekki tjóar að láta deigan síga. 'A morgun þarf ég að sauma tvennar buxur, , Vesti, meiri blúndur á fallegu hórurnar og hatta á hefðarfrúrnar.
Gott að ánetjast svona leikfélagi. 'A morgun verður Pottréttapartí.

þriðjudagur, mars 13, 2007

Fór á Spurningakeppnina og sat svo við að sauma til kl hálfþrjú í nótt vaknaði kl átta og hélt áfram að sauma, sauma sauma sauma. Ef Skúli gerir breytingatillögu við frakkann þá klippi ég hann í ræmur..sko frakkann... En Skúli gerði ekki breytingatillögu við frakkann, Næst er að eiga við pilsin.. og frakkann hans SIR Walter Raleigh... Nýja skyrtu á Stebba svo hann verði ekki eins og niðursetningur við hliðina á Kristjáni sem er kominn í flotta skyrtu og vesti og buxur með fjórum gylltum akkerishnöppum og nú vilja allir fá buxur með minnstakosti fjórum ef ekki fimm svoleiðis hnöppum...tíhíhí... SIR Walter fór til Reykjavíkur í kvöld með Sir Vilhjálm Jakob í hálskirtlatöku og voru þeir komnir suður ávið Svignaskarð þegar við Svanhildur vorum að koma af æfingunni.
Það er Snjósáldur úti og ég sem ætti að vera ánægð og í góðu skapi er hundfúl út í helvítis endurgreiðslufokkingkjaftabull frá tryggingunum sem eru skítafyrirtæki til þess eins gert að halda uppi einhverju liði sem vinnur ekki vinnuna sína en fær borgað fyrir að senda saklausu fólki endalausar rukkanir borga ekki það sem á að borga og eyða í það pappír og peningum saklausa fólksins grrrrr.

sunnudagur, mars 11, 2007

Vaaá þarna kom stóra letrið !!! Mikið hroðalega er þetta leiðinlegur sunnudagsmorgunn það er ekki eitt heldur allt og ég hef ekki gert neitt af því sem ég ætla að vera búin með fyrir kl tvö í dag. SVO ég ætla bara að fara í útsýnarferð út að Kirkjubóli og í morgunkaffi hjá Jóni.

laugardagur, mars 10, 2007

Þá er nú komin enn ein helgi ég er ekki í gír til að gera neitt af viti. þe.a.s. vinna að einhverju mjög áhugaverðu og spennandi verkefni. það er ekki nóg að rausa um að maður hafi hug á að gera eitthvað og koma svo ekki neinu í verk.
Mér finnst að ég hafi reyndar verið svona leiðinleg oft á þessum árstíma ( ekki er það skammdegisþunglyndi)...hlýtur að vera einskonar... Framkvæmdaleysisþunglyndisfýla.
Reyndar ráðast framkvæmdir að vissu leyti af efnahag...Peningafýla...Gæti þeim ekki rignt niður einu sinni í lífinu .... Það vantar ekki hugmyndirnar til að eyða þeim í....
Málning, loft og gólflistar, einangrun. nýir gluggar, útihurð, gólfefni í eldhúsið bárujárn ...fjandinn hafi ´það allt saman, Það er nú ekki það að ég hafi það ekki notalegt,, nei þetta er bara eitthvað sem grípur mann á hverju vori að fara endilega að vinna í einhverju svona, og ekki nóg með það maður sofnar á kvöldin með gólflista á heilanum og vaknar með loftlista og gluggalista á heilanum.
Arídú...Okkar maður á Víðidalsá var í sjónvarpsfréttunum í gær að trilla með Symfóníunni.. Það væri nú gaman að sjá allt prógrammið. Vér og Oss Oss og Vér Félagar í leikfélagi Hólmavíkur hefðu átt að skella sér í bæinn, En það er Góugleði á Hólmavík í kvöld og þar þarf fólk að vera líka. Það er gott veður í augnablikinu, 'Eg þjáist af inniveru ER að huxa um að leggjast út...
Svana og Nonni tóku fullt af dóti heim í Steinó til geymslu..Kassana hennar Hönnu Siggu og ´stóru dýnuna og það kom hellings pláss í staðinn.
'Eg ætla að taka pínulítið til og henda einhverju það er gott fyrir sálina .

miðvikudagur, mars 07, 2007

Þetta er nú ekki hægt með þessar flutningabílaveltur fyrir framan hólinn á Kirkjubóli. Til að losna við þær ætti bara að gera eins og Jón var að tala um um daginn og færa veginn upp fyrir húsið upp á og eftir túninu... þar yrði vegurinn beinn... og taka af blindhæðina hjá Sævangi í leiðinni.
Nóg er af túnunum.... það er af sem áður var.
Þessu er hérmeð komið á framfæri við vegagerðina !!!

laugardagur, mars 03, 2007

Búin að fara til Reykjavíkur á mánudaginn hitta þar doktor í hjörtum og umhverfi þeirra, bráðskemmtilegur náungi...Kom aftur á þriðjudaginn og Jóna með mér. það var mjög gaman að fá hana með og leiðin styttist um helming þó ég sé nú ekki gefin fyrir að vera að flýta mér neitt svona á langleiðum. Vikan er búin og endaði vel nema nú er sunnudagskvöld og alveg dauðans leiðinlegt aarrrgh veit ekki hvað ég á af mér að gera, langar í mat sem ekki er til eins og t.d. fiskikökur. þá er enginn fiskur til.... langar í rauðmaga langar í súkkulaði langar í ís.,... það er ekkert til sem er leiðinlegra en fokking sunnudagskvöld nema ef það væru sunnudagsmorgnar.....
Þó eru nú alltaf skemmtilegar undantekningar það er aldrei svo..
Jóna kom, í heimsókn um miðjan daginn og það var fínt við fórum síðan á rúntinn en ekkert sáum við merkilegt í þeirri ferð, Tunglmyrkvi í gærkvöldi merkilegt nokk....það er skrítið að sjá það
. Það er óveður í aðsigi að sjá í veðurspánni og það fer alveg hrikalega í mínar fínustu. 'Eg gerði tilraun til að labba út í verksmiðju í morgun þar sem Jón Gísli var að vinna við að einangra herbergi. það verður fínt þegar það er búið. ég gafst hinsvegar upp við þessa vegalengd.... meiri druslan, og sótti svo bílinn minn til að keyra þangað..... fór svo að fræsa pínulítið úti í Hlein og það gekk vonum framar. Nú vantar mig eitthvað til að lesa ..er búin með allt bókasafnið og meira til....Verð líklega að fara að skrifa bækur sjálf..... Er nú alveg ágætis barnabókahöfundur eins og hefur sýnt sig..... Hætt þessu bulli.. ætti alls ekki að skrifa nema á mánudögum sem eru mínir uppáhaldsdagar.

fimmtudagur, mars 01, 2007



Silja í snjónum í kvikmyndaverinu á Steingrímsfjarðarheiði