Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, júlí 27, 2008

Laugardagur til lukku er sagt. Það var fallegt veður í afmælisveislunni hennar Árdísar minnar á Undralandi og alveg æðislegt kvöld með fjölskyldu og vinum. Undirbúningurinn gekk stórvel og allt á síðustu stundu eins og venjulega.
Þá er líka adrenalínið á fullu og allir á fullu. Stóra Strandakúnstartjaldið ... dúkuð borð og stólar... Fiskaker með klaka fyrir þá drykki sem skyldu kaldir vera ... potturirnn góði fyrir eldinn....snyrtilegur eldiviðarstafli við geymsluvegginn .... fullt af tjöldum veislugesta....Metallicufáni á klakakassanum....Hljóðfæri og míkófónn....
Humarsúpa og brauð.... Holusteikt lambalæri og meððí.... og deserinn var rabbarbaragrautur með rjóma ....allt alveg hrikalega ljúffengt....Klapp klapp klapp fyrir duglega fólkinu sem útbjó þetta allt.
Afmælisbarnið fékk gjafir góðar....(Afmæli hennar er 3. ágúst)... henni voru sungin kvæði sem urðu til á sjötta tímanum og voru æfð á þeim sjöunda... hún fékk ræður sem fjölluðu á skemmtilegan hátt um innræti stúlkunnar frá fæðingu til þessa dags. Og þegar hún kom til Tals.... sem er skemmtilegur orðaleikur um vinnuna hennar.
og svo var sungið við eldinn þar til fór að morgna... allskonar "skátasöngvar" í anda Steinadalsfamilíunnar og Vodafone...
og fleiri góð lög allt til morguns....
Sólarupprásin var með fallegasta móti og himininn glóði líkt og væri Galdrastef á Ströndum í gangi.

föstudagur, júlí 25, 2008

'I dag fórum við frændsystkin suður á Akranes til að vera við útför hennar Dísu sem var konan hans Lýðs móðurbróður. það var fallegt veður og falleg athöfn og alveg sérlega fallegur söngur, Sigmundur og Inga og Gunnar sungu og kór, og undirleikari var Viðar sem hefur strax fengið þá nafngift að vera hann Viðar "okkar" síðan hann flutti að Miðhúsum. Hann er alveg snillingur í tónlist. og hefur aldeilis nóg að gera í því og var að fara að spila við brúðkaup síðdegis, ..ekki dónalegt að gifta sig með þann orgelleik.
Til baka erum við svo komin, það var verið að hefla veginn um Hrútafjörðinn þegar við fórum í morgun og það lofaði góðu en í bakaleiðinn virtist eitthvað hafa mistekist því sumar holurnar voru þarna gapandi ennþá.
Á Undralandi var allt í fullum gangi að undirbúa afmælisteiti Árdísar sem verður þar á morgun og Brynjar sveiflaði sér í hengirúminu úti í garði alveg á fullu, stóra tjaldið komið þangað og eldiviðarstafli bak við húsið og gamli þvottapotturinn hennar mömmu beið þess að í honum yrði tendrað bál, Brekkusöngurinn verður á jafnsléttu því eftir er að búa til brekkuna og veðurguðirnir, Já veðurguðirnir....Það verður ýmislegt sem kemur á óvart....Bangsi Jónsson hékk hálfur út um eldhúsgluggann og ullaði á fólk sem fór þar framhjá, það gengur hægt hjá honum að læra að hegða sér vel. Við sáum Hvítabjörn fyrir ofan Litla-Fjarðarhorn, bangsi var bara einn og hinn rólegasti en við þorðum ekki að láta vita til að verða ekki að athlægi.
Svo voru nokkrir líka í Stóra-Fjarðarhornslandi framan við nýja bústaðinn þeirra Hjartarsona. Nú vonum við bara að enginn verði étinn í veislunni.
Harpa, Hinni og Hafdís voru að koma, Árný, Balli og Diljá, Hannasigga og Birgir.
Addi (skratti) sagði mér að fara heim og semja ræðu, huh semji hann bara sjálfur ræðu...Ég hef ekki tíma til þess eins og er, kannske á morgun....

mánudagur, júlí 21, 2008

Nú hefur verið svo margt að gera að ekki er einu sinni tími til að blogga, svona geta sumrin farið með mann, Nú er Hanna Sigga mín farin suður aftur og er búin að vera í sumarfríi hérna hjá mér og hún hefur verið að hjálpa mér heldur betur, málaði kerruhjól og húsgafla heila tvo daga og tók húsið í gegn inni svo nú er hreingerningailmur í hverju skoti og aldeilis hægt að sleikja gólfin ef manni dytti það í hug. 'Eg er búin að vinna slatta í húsasmiðjunni,sem Hanna Sigga kallar "KOFA" hafið þið heyrt annað eins,svei svei, og ekki nóg með það heldur finnst henni það fyndið,,,,oh... Ofan á sagarbygginguna er komið þak úr járnplötum svo nú má gera úrhellisrigningu fyrir mér ...plastþakið sem við Svanhildur strekktum svo vísindalega þarna yfir rifnaði bara í roki, ojá ojamm....Búin að reyta tonn af grasi úr blómabeðinu og fullt eftir samt. Það er jú sprettutíð. Í öllum eða þannig frístundum baka ég síðan kleinur sem étast eins og heitar lummur.
Núna um helgina var Bryggjuhátíð og ég fór út á Drangsnes í gær og borðaði grillaðan sel og marineraðan lunda. Og keypti selspik í krukku, harðfisk og hákarl, og keypti svo bókina "Ljóðaperlur úr Kaldrananeshreppi" sem bryggjuhátíðarnefnd hefur gefið út, Flott bók, flott framtak.
það var steikjandi sólskin og hiti og ég rápaði um megnið af deginum og skoðaði allt sem var um að vera.
Fór svo í Bjarnarfjörðinn yfir að Svanshóli og Laugarhóli og horfði á hin stórkostlegustu kraftaverk unnin, Þar var glímt við málmsmíði m.a. og risastór bautasteinn reistur upp við sundlaugina til minningar um stofnendur sundfélagsins Grettis og þá sem byggðu sundlaugina. Á steininn var svo festur áletraður málmskjöldur, og við athöfn í dag var steinninn afhjúpaður og stofnað hollvinafélag sundlaugarinnar.
Síðan var efnt til hátíðakvöldverðar úti í góða veðrinu að hætti Svanshólsbúa og gesta þeirra, spjallað og sungið frameftir kvöldi, afar notalegt, það var alveg heiðskírt og fullt tunglið skaust upp á næturhimininn, nokkru eftir að sólin var sest.
Þegar ég svo kom heim á Hólmavík var þar ekki nokkur sál á kreiki, sama blankalognið, allt ungviðið á balli á Drangsnesi með tjöld og annað sem tilheyrir útihátíð. Á svona kvöldum finnst mér eiginlega ekki tilheyra að fara að sofa en gerði það nú samt.
Fyrir utan allt annað var þetta afar merkilegur dagur í lífi mínu því ég náði ákveðnum langþráðum áfanga sem ég byrjaði að vinna að á afmælinu hans Jóns Gísla míns þann 19. maí. og hef reyndar verið að baksa við í 30 ár án verulegs árangurs, eða síðan Árdís mín fæddist.
Það er ekki alltaf af hinu góða að "fara yfir strikið" en það gerði ég nú akkúrat núna þennan 19, júlí 2008 og það á mjög svo jákvæðan máta og er ofboðslega hamingjusöm kona yfir því.
Sævangur í dag með kaffi hlaðborð og kraftakeppni sem Svanhildur stjórnaði með prýði. og var gaman að. ég tók þar skemmtilegar myndir sem og í gær.
Það var soldið skrítið að hafa ekki þarna strákana mína , en þeir eru í formúluferð úti í Hockenheim í Þýskalandi, þetta var vinningsferð í formúluleik, með Jón Gísla fyrir liðsstjóra, og Arnar, Jón, Jón Gísli, Arnór og Árdís mitt fólk, ásamt fleira fólki héðan. það má sjá að Siggi Atla náði sambandi við Jón og er það á Strandir.is.
Farin er ég svo að sofa, en verð á Sauðfjársetrinu að vinna á morgun og rifja upp gamla takta og fóðra heimaalninga.
Og svo Góða nótt.

mánudagur, júlí 14, 2008

Til Bahama eyja Bahama eyja.......
Nú er að smíða,,, ég er í fríi í dag og á morgun.og er búin að baka einn slurk af kleinum í morgun. og er að fara út að reyta svolítið gras og skrúfa saman eina húsgrind, maður gerir sko alltaf eitthvað svoleiðiss skemmtilegt í fríum, ....væri ekki fyndið að skrifa fríum með joði og ufsíloni þ.e. frýjum...og fyndið með einföldu þ.e. findið...muhoooo....og áherslu í ið..semsagt find-IÐ.
Hanna Sigga fór til Hrafnhildar að skoða myndirnar úr Danmerkurferðinni.
bless í bili...

laugardagur, júlí 12, 2008

Í bljúgri bæn og þökk til þín
sem þekkir mig og verkin mín
Ég leite þín, guð leiddu mig
og lýstu mér um æfistig.

Ég reika oft á rangri leið
sú rétta virðist aldrei greið
ég geri margt sem miður fer
og man svo sjaldan eftir þér.

Sú ein er bæn í brjósti mér
ég betur kunni þjóna þér
því veit mér feta veginn þinn
að verðir þú æ drottinn minn
+++++++.

Ó þá náð að eiga Jesú
einkavin í hverri þraut
ó þá heill að halla mega ,
höfði sínu í drottins skaut
Ó það slys því hnossi að hafna
hvílíkt fár á þinni braut
ef þú blindur vilt ei varpa
von og sorg í drottins skaut.

Eigir þú við böl að búa
bíðir freistni sorg opg þraut
óttast ekki bænin ber oss
beina leið í drottins skaut
Hver á betri hjálp í nauðum?
hver á betri vin á braut?
hjartans vin sem hjartað þekkir
Höllum oss í drottins skaut.

Ef vér berum harm í hjarta
hryggilega dauðans þraut
þá hvað helst er herrann Jesús
hjartans fró og ´líknar skaut
Vilji bregðast vinir þínir
verðirðu einn á kaldri braut
flýt þér þá að halla og hneigja
Höfuð þreytt í drottins skaut.
++++++++
Þú ert guð sem gefur lífið
góða jörð og nóttt og dag
þér til dýrðar syngjum saman
sólarljóð og þakkarbrag.

Undir blessun þinni búa
blóm og dýr og allt sem er
Lífsins undur okkur gleðja
yndisleg úr hendi þér.

Guð sem færir fólki jarðar
frelsi, gleði, brauð og hlíf
þakklát börn þín syngja saman
sólarljóð um eilíft líf.



Ekki hefur nú gefist tími til að blogga mikið undanfarið, tveir dagar heima og ég úti að rótast í garðinum Mála og saga timbur í burstabæi moka mold og grjótast, baka kleinur í öllum frístundum og gaman gaman, þess á milli, flutningabílstjóri á Ísafjarðarleiðinni---Hólmavík. Er á vesturleiðinni heim eða heiman -á Steingrímsfjarðarheiðinni...
Fór til Selfoss í fyrradag að vera við útför og til baka um kvöldið,
Vestur í gær og til baka.
Hringdi á landsspítalann til að vita hvernig Pálínu minni Presley hefði reitt af á skurðarborðinu.en var barasta boðið uppá að tala við kellu sjálfa, sem var hin kátasta eftir stóraðgerðina og kvaðst hafa verið vöknuð um hádegi. og var önnum kafin við að segja hjúkrunarfólkinu óborganlega brandara. Gamla seig. Sagði að það væri dekrað við sig. Hún er nú algjör snillingur, svo hriungdi hún áðan og sagðist vera búin að fá geisladiskinn með laginu mínu, og heimtaði græjur og er núna að láta liðið á deildinni dansa......
Birgitta er svo búin að eignast stelpu... pínulitla... níu merkur.. ég notaði náttúrlega tækifærið og sagði Önnu að ég hefði heyrt í dag að það væri búið að nefna hana og hún héti Pálína Arna =Anna og Aron og ættarnafnið Presley. en hú trúði því mátulega og hló svo þakið ætlaði að rifna af spítalanum, vonandi er það bara til þess að hún nái sér fljótt. Gamla skútukellingin.

föstudagur, júlí 11, 2008

Smella skal á myndina tvís til að stækka hana


Svona eru augun í manni alltaf á litinn þegar maður er að fara út að ræna banka

laugardagur, júlí 05, 2008



falleg og stílhrein skreyting við húsið Svönu og Nonna. Takið eftir appelsínunum sem hafa vaxið í tréinu.

föstudagur, júlí 04, 2008



Önnur mynd úr strumpagarðinum, auglýsing um diskinn með Hamingjulagi ársins 2008 á eldhúsglugganum
Við myndina átti að standa að þetta væri Höfðagata sjö ofurskreytt á hamingjuhelginni.


Höfðagata sjö "Sæberg" ofurskreytt á Hamingjuhelginni.... Í sjónmáli eru fjórir afar merkilegir bláir bílar "Hamingjuvoffinn Herbie" Torfærubíll Kalla, Snjóbíllinn Mummi sem reyndar var utangarðs," Keppnis-kassabíll Brynjars og Tómasar, og Bláu Hestakerruhjólin frá 1950......Strumpahliðverðirnir vísa veginn, Blái vitinn lýsir sem aldrei fyrr og aragrúi hamingjusteina eru við garðinn og í tröppunum, og orkubúsveifurnar blakta og skrjáfa í blænum sem einkenndi þessa indælu daga.

Það má raula ýmislegt við Bahamalagið hans Ingó yfir í " svo gaman- að vera á Ströndum --- vera á Ströndum --- vera á Ströndum. og svo skellum við okkur á milli til Bahama eyja....
Dásamlegt