Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, september 30, 2008

fyrstu snjókornin í dag..og Október byrjar á morgun..af hverju ætli hann heiti Október... Októ..og Septem..og upp með orðabókina !!! Ber hefur eitthvað með berjatínslu að gera og" ber samasem nakinn" hefur ekkert með hvorki krækiber eða bláber að gera , nú nema þá að vera nakinn í berjamó og blár af kulda..Bláber.... nú svo eru það Nóvember og desember.....Nóvem og desem ,,algjört fokking rugl og vitleysa en samt finnst kannske eitthvað um þetta í orðabókum.
Ég þarf að taka til fyrir veturinn úti á palli. Sumir grilla allan veturinn las ég í mogganum, annars er ekkert nema eitthverrt helvítis peningarugl í mogganum, rétt að það eru minningargreinar, varla nokkuð orð um heilsubætandi aðgerðir.
Ég er að huxa um að hætta að kaupa moggann annars finnst mér svo vinalegt að heyra útihurðina opnaða á kvöldin þegar Mundi eða Gústa eru að þeyta blöðunum innfyrir. en ég held það gæti verið ágætis sparnaðar aðgerð. Hægt að kaupa helling af kínakáli og tómötum í staðinn.
Það er samt alveg himneskt að fletta blaðaskröttunum með morgunmatnum ég er dulítið húkt á því. Það er nú samt hægt að lesa bara eitthvað annað. Ég er dálítill blaðafíkilsskratti.
Það á að fresta karókíkeppninni til fyrsta Nóv.
er ekki fyrsti Nóv. allraheilagramessa?? þá á að vera með fíflalæti og allskonar sprell.
ég las það nú samt ekki í mogganum..ætla að gá í "Sögu Daganna" Mér finnst alltaf gaman að vera með einhver læti og gauragang og er alveg skítsama þó einhver hneykslist á því...Hver morrinn skyldi hafa fundið upp sögnina "að hneykslast"
Það er tíðindalítið um þessar mundir....Ömurleg byrjun á bloggi.... Jú auðvitað er alltaf eitthvað að gerast..Búið að smala helling og þá elda ég einhverjar kássur fyrir smalafólkið... seinast bjó ég til skyrtertu með bláberjum og þau borðuðu það án þess að mögla..Fyndið orð "mögla"...vertekkaððessu mögli góði....
það er svosem ekkert til að gera veður útaf . Í gær fór ég og tíndi helling af krækiberjum í saft þau eru ekki frosin nema þau hafi frosið í nótt því það er grátt á fjallakollum. Það er fínt að drekka krækiberjasaft ég hef það á tilfinningunni að hún sé full af bætiefnum.
Mig langar dálítið til að fara í enskukennslu eitt en hún er svolítið dýr og svo er ég ekki viss um að það skili árangri. Það er eiginlega verra ..en mér skilst að það sé enginn maður með mönnum nema í námi, " þegar maður er að ferðast til annarra landa"...Andskotann ætli ég ferðist til annarra landa.... ég er reyndar búin að fara í svona ensku fyrir byrjendur fjórum eða fimm sinnum... einusinni fyrir óralöngu í Bréfaskóla S'IS. og það var ægilega gaman en ég er nú samt ekki enskumælandi af nokkru viti...Ilovejou...fuckyou..og shit...bara grín...

sunnudagur, september 21, 2008



Smalabílstjóri á fjöllum ...ég lopapeysumontrófa. í góða veðrinu í morgun...rétt á eftir gerði húðarrigningu.


Smalarnir sem fóru á Steinadalinn+heiðina í dag frá vinstri:

Jón, Jón Gísli, Jakob, Jón Gústi, Addi, Hinni, Arnór, Haddi, Hrafnhildurog Kristján.

Aldeilis yndislegur dagur í alla staði. Vaknaði hress og endurnærð eftir að sofa eins og steinn. Eftir morgunmat var sólskin og blíða.
Við Hrafnhildur fórum á tveim bílum fram á Steinadalsheiði með smalafólk,
svo eldaði ég mat fyrir allt smalaliðið sem kom rennandi blautt heim eftir helliskúr.
Ester hjálpaði mér að þvo upp og svo fór ég í Skarðsrétt, veðrið er einkennilegt og einkennist af ýmist sól eða tunglskini og svo svakalegri rigningu inn á milli.
Síðan eitt af þessum afar notalegu kvöldum með fólkinu á Svanshóli og réttardagsgestunum þeirra, kvöldmatur í hlöðunni og síðan setið við eldinn og spjallað um alla heima og geima, öðru hverju buldi rigningin á þakinu, litlu börnin fóru að sofa, unga fólkið fór á réttarball í Laugarhól, eldri deildin í heitapottinn.

föstudagur, september 19, 2008

Jón Gísli sagði mér að ég þyrfti að borga sveitarfélaginu fyrir leyfi til að fjarlægja strompinn af húsinu. Mér dettur ekki í hug að borga fyrir eitthvað sem er ekki búið að gera og verður örugglega aldrei gert. Strompurinn sá skal verða kyrr þar sem hann er. Ég get svosem borgað blaðið og umslagið en ekki einhverja fokking þúsundkalla. Mér finnst verulega ljótt af sveitarfélaginu að vera að reyna að hafa út úr mér fé á þennan hátt. Svo ég er bara að huxa um að flytja, kannske ég geti fengið leigt í Hilmi gamla. Það væri flott að standa á þilfarinu og spila sjómannalög á harmonikku. og mála myndir, það er í tísku að mála myndir af rusli.
það er auma andskotans vatnsveðrið. .I dag var ég rosalega hamingjusöm að vera á heimleið og hlusta á rosalega fallega músik, mér fannst svo gaman að vera á hraðferð í rigningunni, nú finn ég ekki uppáhaldstöskuna mína en allt sem var í henni liggur inni á eldhúsborði og ég skil ekki hvar í andskotanum töskufíflið er, þetta er frekar lítil hliðartaska úr gráum striga með brúnni leðuról og hún er vinsamlegast beðin að gefa sig fram. Þoli ekki týnda hluti. Nenni ekki út í bíl að gá. Það er ákveðið að smala á morgun, Þoli ekki þegar rigningin mígur inn um útihurðina uppi og niður í gang, aaarrrrgh. Sólfinnur stendur eins og einhver helvítis vatnsberi í stofuglugganum.

miðvikudagur, september 17, 2008

Gott kvöld það er komið svarta myrkur og haust og í gær var fellibylurinn Ike það var hvasst og rigning. Ég er aftur orðin ein í húsinu. Hrönn er farin heim og búið að loka safninu nema komi eitthvað fólk.
það á að smala um helgina og vonandi að það verði almennilegt veður, ég er með andlausasta móti, það hefur samt verið nógur tími til að huxa.
Nú fór ég til Reykjavíkur í gær og heim í dag. Brynjar fór áð Kirkjubóli og Pjakkur í Svanshól Addi og Jón á Bolungavík. Hildur að Núpi í Dýrafirði. Ég, Brynjar og Addi og Pjakkur eru komnir heim Hildur kemur á morgun, Við Árdís fórum á Gráa í morgunkaffi, Bakkus fékk nýtt skott.

laugardagur, september 06, 2008



Lítið músahús fyrir húsamýs og bannaður aðgangur fyrir kisur. reyndar var það naggrís og annað fyrir kanínu. kanínu strumpur á Kirkjubóli á ekkert lítið hús en risastóra geymslu.
Ég fór heim í Steinó í morgun og bætti við stjörnum sem vantaði í fjölskyldumyndina á húsveggnum. það var eftir að mála Emilíu og Arndísi Írenu. svo var ég að huxa um að færa nafnið á hinum veggnum og mála yfir það gamla því bannsett grenitréið sem er upp við vegginn er alltíeinu búið að vaxa uppfyrir aið déið og aið í miðju nafninu.Morrinn hafi það.
Eftir hádegið fór ég út á Strákatanga að hlusta á fyrirlestur um uppgröftinn þar og skoða. Það var spennandi.
Og svo fórum við Halla í berjamó og það voru alveg geggjuð ber ég hef aldrei séð annað eins.bláar og svartar breiður af berjum . Ég kom með fulla stóra fötu af aðal og bláberjum og helling af krækiberjum.
Svo fór ég í kvöldmat hjá Hildi og Adda og á morgun er smalað í Steinadal. Mæting fyrir kl níu. HannaSigga mín og Simmi bróðir eru komin til að smala þau fóru ásamt Svönu í berjamó í Kónghólnum.
Afmælisdrengurinn minn frá í gær kom voða kátur og hafði fengið myndavél í afmælisgjöf og smellti mynd af ömmu gömlu.
Ég er ennþá að drepast í hægri öxlinni hún er alveg ógeðslega óþolandi sérstaklega þegar ég ætla að sofa. Og reyndar við hin ýmsustu tækifæri. Mig langar að henda henni og fá nýja. Morrans vesen.
Ég er viss um að mig dreymir illa í nótt svo ég þori ekki að fara að sofa kannske fæ ég martröð og finnst að einhver sé að rífa af mér hægri handlegginn.
Verst að geta ekki ráðið alfarið hvað mann dreymir þegar maður sefur.

föstudagur, september 05, 2008



Þessi litli bær er farinn suður á land ásamt tveimur öðrum eins. Einn að Apavatni, einn í Kjósina, einní Skorradal.

Litla Húsasmiðjan mín fær ekki efni fyrr en í næstu viku,

Tölvan er eitthvað að klikka.

þriðjudagur, september 02, 2008

svei svei fallegi bíllinn (með flotta númerinu) hjá Adda klesstur milli þriggja bíla á ljósum.Allir sluppu við meiðsl. Voffinn stendur úti á flugvelli og bíður eftir skoðun.
Við Hildur ætlum að fara á eftir og kíkja á hann. Ég er í algjöru letikasti og nautstirð eftir berjaútsýnisferðina miklu. En Það er nú allt í lagi...Letir stafar af því að ég er að gera leiðinda verk í tröppunum hérna á H/7 þarf að fara að höggva í þær með meitli til að athuga hvað hefur verið múrað inn í þær það er nebblega dularfullt gat í miðjunni sem er fullt af einhverju bannsettu rusli, og Jón gísli segir að ég verði að kaupa eitur og drepa allan gróður í þeim því annars vaxi bara gras út úr steypuviðgerðinni