Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, febrúar 28, 2004

Þetta er búið að vera dagur hinnar miklu hreyfingar, Árla morguns hjólaði ég, og eins og það væri ekki nóg rölti ég tæpa 9 kílómetra eftir hádegið, réttara væri að segja að ég hefði barist áfram í vestanroki þar til ég komst á fyrirhugaðan áfangastað sem var Hólmavík, síðan fór ég með Guja og Möggu, ÁgústuHöllu og Birnu út að Kirkjubóli í heimsókn og þar næst á café riis með Höllu og co að háma í mig pizzu og tilheyrandi , meiningin er að ljúka deginum með meiri hreyfingu á balli hjá Bjarna trúbador á riis, hvernig sem það gengur nú.

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Good morning.. Við María Lovísa fórum með til Jónu í gær það var mjög gaman. Svo fórum við á öskudagsball, Þar var margt af skrítnum búningum. og fínum ,líka hræðilegar grímur, blóðugar og ógeðslegar, eins og andlitin í screem, aumingja Ágústa Halla litla var voða fín og hræðilega hrædd við þessar ljótu grímur, ég skil ekki af hverju er verið að búa til svona fyrir börn, þetta er algjör horror. Tómas og Brynjar voru mjög flottir, og nafna og Sylvía voru svaka fínar, Sylvía var með blóm í munninum svo hún gat ekki brosað og nafna var með sítt hár í bleikum töfflum og prinsessukjól.
Dagrún var náttfatakrútt með bangsa, og strákarnir voru galdramenn í skikkjum. Agnes var vampýra frekar óhugnanleg, og Jakob var hvítur í andlitinu og skaust fram og aftur. Svo var tunnan slegin sundur og ég segi það satt að ég er skíthrædd um börnin þegar mestu frekjurnar henda sér á nammið þá er nú ekki verið að spá í hvort troðið sé á litlu börnunum og þeim hrint...Ég myndi leggja til að tunnan sé tóm og namminu dreift um allt húsiðog sérstakir stórir nammidreifinganemendur í því.
Nú Unnsi gaf mér rauðmaga stóran og myndarlegan..hafiði áður heyrt um myndarlega rauðmaga ..Ég slægði hann og steikti í kvöldmatinn..mmmm.. ég elska að borða steikta rauðmaga og það hefur einhvernvegin spurst út.

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Gúddag. gaman að lesa umsagnir um spurningakeppnina,,, Ef fólk getur ekki mætt á keppniskvöld eftir góugleði þá verð ég nú bara að segja að það eru hreinræktaðir aumingjar. ég frétti að skikkjurnar sem við leikfélagslið fundum í búningasafninu, hefðu verið notaðir til að flassa með á 100 ára verslunarammælinu. en það er nú ekki alveg rétt, hinsvegar fékkst Matti ekki til að fara í púffbuxur sem tilheyrðu skikkjunum, og þessi korselett og sokkabönd sem við Stína hefðum átt að vera í voru ekki til. en hvað um það.
Hattur Gunnars á Hlíðarenda var frá ræningjunum í kardó.
Og mér þótti verst að geta ekki látið ljós mitt skína með fullt nafn´Línu langsokks sem er Ingilína Victoría Kóngódía Engilráð Eiríksdóttir Langsokkur. en við klikkuðum nú á því og það var alfarið mér að kenna, og hananú.
Ég er að sækja mig í hjólreiðunum og setti persónulegt met í morgun á hjólinu og hjólaði 10 km án þess að stoppa og það tók 24 mínútur
Síðan 6 í viðbót..
Salbjörg er búin að auglýsa litlu sætu íbúðina þeirra Sverris í Bræðraborginni til sölu, og nú skella þau sér örugglega útí framleiðslu á litlum sætum krílum ef þau komast í stærra húsnæði. flott fyrir Leikfélagið í framtíðinni. Nýjasta krílið er heilmikil selskapsdama og mjög ánægð með að allir séu að vesenast með hana og segja gilli gilli.

mánudagur, febrúar 23, 2004

ÍHAAAA !!!! Frá Hólmavík til Hafnar í Hornafirði eru 718 km sé farin suðurleiðin. ég er búin að hjóla á þrekhjólinu síðan í desemberbyrjun samtals í dag 745 km... svo að ég er komin 27 km áleiði áfram í átt til Egilsstaða. Að vísu er mín hringferð aðeins lengri en þessi venjulega því hún nær frá Hólmavík til Hólmavíkur...Sú venjulega hringleið er skv. dagbók verkalýðsfélags vestfirðinga, 1346 km .
Þar stendur líka að skv kjörþyngdar stuðli miðað við hæð þá er ég nákvæmlega 30 kg of þung..og eru það hagstæðari tölur en ég hef áður séð í svona vasabókum...
OJÁojá. annað kvöldið búið í stóru spurningakeppninni. og við leikfélagslið mörðum það á móti heilbrigðisstofnuninni og var það mikil barátta og hörð.
hin liðin sem unnu voru..Fiskvinnslan Drangur... Strandahestar...og Strandagaldur ..og nú uppgötvaði ég hvað ég er orðin agalega á eftir í barnabókmenntunum.. Jón er hinsvegar greini lega á blómaskeiði í þeim, enda les hann þetta allt á undanförnum árum fyrir börnin (og nú eru þau farin að lesa fyrir hann) , svo kom spurning til þeirra um Lukkuláka sem var bók sem hann hafði alltaf innan í skólabókunum sínum í gamladaga þegar hann átti að vera að lesa undir próf og fermingu og þessháttar.´´Ég gæti ekki held ég svarað nema úr Dísu Ljósálf og Gogg glænef. Jú og Hjalta og Ævintýrabókunum..
Ekki fengum við neina spurningu úr Potter eða Hringadróttinssögu, eins og ég er búin að liggja yfir þessu. en það var nú gaman samt að kynnast því. Einnig var ég búin að læra rómversku tölurnar, boðorðin , gömlu mánaðarheitin, og heiðar á Vestfjörðum. ekki kom neitt úr því.. Það kom myndaspurning af einhverjum hryllilegum manni sem mig minnti að væri morðingi en þorði ekki að viðra þá skoðun mína , hann hefði getað verið frændi einhvers í salnum. Enda reyndist það ekki vera svo .
Jæja þetta var bara góður sunnudagur, og nú er mánudagsmorgunn og ég fór aðr keyra nöfnu og Sylvíu í skólann,

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Þetta Sævangsþorrablót var nú það kostulegasta sem ég hef farið á tíhíhí.
Frekar fátt fólk, alveg svakalega mikið af góðum mat, stelpurnar stóðu sig vel með skemmtiatriðin, þær syngja alveg dásamlega Hlíf og Árdís, Sigga var alveg til sóma sköruleg og dugleg að vanda, en ekki veit ég hvað hefur hrjáð þessa karlmenn sem voru með þeim í nefnd, ekki létu þeir sjá sig á sviði,, skyldu þeir vera með einhverja fóbíu. Hljómsveitin þeirra bræðra var góð og þeir syngja stórvel, en heldur held ég að sumum hafi fundist þeir ekki vera nógu gamllaldags í lagavalinu, voru ekki með "undir bláhimni alveg á hreinu " og þessháttar. tóku þó algjört maraþon í gömlu dönsunum síðla á ballinu, ´tíu mínútna polkatörn, og verð ég að segja að ég stóð mig vel enda dansaði við þvílíkan polkasnilling... engan tangó tóku þeir og Geiri var ekki með nikkuna. Mér tókst að halda út að dansa allt til enda kl 3, en var orðin frekar sárfætt enda hafði ég ekki nennt að skipta um skótau. Í morgun vaknaði ég og fór kl 9 og hjólaði 15 km..Dugleg .. ég er að drepast úr sjálfsánægju. fór svo í freyðibað og svaf meira... fékk svo sms frá hönzku minni til hamingju með konudaginn mamma .. það gladdi mitt hjarta. helvítis samt konudags þetta og hitt.( Þetta var nú smá gult og grænt)... Nú er stóra keppnismálið að renna upp í kvöld, vonandi vinna þau fjögur lið sem eru fyrir framan hin á auglýsingunni...............

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Þriðjudagur...Ég elska líka þriðjudaga... Ég fór og labbaði í klukkutíma í kvöld í allar áttir. hlustaði á öldugjálfur, smárigningu,
Ég elska´líka að labba í smárigningu, það er algjört æfintýri,... síðan steypti ég mér í algjört froðubað og þóttist vera gullfiskur.... Lukka lukkulega....

mánudagur, febrúar 16, 2004

Mánudagur...Loksins..Ég elska mánudaga..

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Það var skemmtileg íþróttahátíð í gær.. Og nú er kominn hundleiðinlegur sunnudagur,, það eina góða við sunnudaga er að það kemur mánudagur á eftir þeim. Jón Gísli ætlar kannske að fara í Steinó í dag að setja sólbekkshelvítið, djöfull verð ég fegin ef þeir komast einhverntíman upp og þá aðallega þessi stóri. Þá er það úr sögunni og einu atriði færra til að hafa áhuga fyrir.
þá get ég farið að vesenast í því sem mig langar til að gera hér.en það er mýmargt skemmtilegt, þ.e. ef það vildi gjöra svo vel að komast í verk áður en ég drepst. það góða við framkvæmdir hér á Höfðagötunni er að eg er ekki að ergja míg á því að fleiri þurfi að hafa áhuga á þeim verkum, aðeins að gleðjast með mér yfir því sem kemst í verk..
nú hætti ég þessu fýlulega rausi og fer út í sjoppu að fá mér kaffi og lesa blöðin.

laugardagur, febrúar 14, 2004

Ég hef aldrei séð annað eins og veginn hér suður frá Hólmavik..Þar sem áður var fíniríis malbik er nú ömurleg grjóturð. og þar sem malbikið var ekki, eru hyldjúpar holur fullar af drullu.þ.e. Leiðin út Tungusveitina,, djísus kræst ...Ég keyrði um þetta svæði í gær og hingað aftur komin þá hékk þykkt lag af drullu úr veginum utan á kagganum. Þetta er ótrúlega ömurlegt. manni fannst svo sjálfsagt að hafa þetta góðan veg.
Það verður ekki þægilegt fyrir víkingalögguna að hjóla eftir þessum malbikshrúgum út að Heydalsá til að hitta hestana sína, sem vondi kallinn rak hann burt með,, -grey manninn - aumingja aumingja hann.

föstudagur, febrúar 13, 2004

Það er föstudagskvöld og ég var í sálfræðigrufli þar sem stendur að maður eigi að hlusta á sinn innri mann, (allavega get ég ekki skilið það öðruvísi).. og treysta á dómgreindina.... þetta líst mér ekki á.. Það þyrfti nú alveg sérstakan afruglara fyrir minn innri mann /(konu).. og dómgreindin hefur nú aldrei verið til að hrópa húrra fyrir.... Ég er allavega ekki mjög upptekin af henni... það væri nú samt gott að hafa pínkupons af henni stundum... Nóg um það... Ég var úti í Víkurtúni að halda kettinum selskap.. hann lét sér fátt um finnast, en sat fyrir á nokkrum myndum.
Svo er ég búin að vera hér úti að horfa á norðurljósin og stjörnurnar það er hlýtt og blankalogn, alveg dásamlegt.
Hildur og Hannasigga og Árdís hringdu í mig og Árdís spilaði fyrir mig á blokkflautu......

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Það er komin hláka trallallallala, og almennileg hláka, megi öll svellin fara til fj.......... og koma vor, Addi og Hildur og Brynjar eru að fara suður um helgina, ég ætla að vera heima passa Skottu, og halda fast utan um tómlega peningaveskið mitt, hlýt að komast einhverntíman seinna, fara á "Gráa" með Árdísi og í bíó með Hönzku,, Þarf að vinna við sögusafnið, er samt ekki í stuði.
Vodafonekagginn fór í smáskveringu inn í Smiðju í morgun og í ljós kom að glamur það og núningshljóð sem ég hef heyrt undanfarið, reyndist vera drifskaftið að nudda sér utan í púströrið, og var það fyrrnefnda orðið gljáfægt á kafla. þetta var lagfært á vísindalegan hátt með járnkalli, og núna er glamrið horfið. Ég fór úpp í skóla í dag með Maju og kíkti á föndurklúbbinn, þar eru að verða til allskyns ljómandi fallegir hlutir.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Fyrsta kvöld spurningakeppninnar búið og fullt hús og ofsa spennandi, Jöfn keppni og allt tókst vel. Liðin sem komust áfram voru hreppsskrifstofan , Hólmadrangur, bókasafnið og Bitrungar.
Lið þau sem féllu út voru Lyfsalan, Grunnskólinn Drangsnesi, Eldriborgarar og sparisjóðurinn,
Þetta var mikil tækni í gangi hljóðdæmi og myndir og Addi, Hildur og Jón Ragnar voru alveg til sóma, ekki má gleyma Bjarna tónlistarkennara sem átti stóran þátt í hvað vel tókst til og það hefur aldrei heyrst jafnvel um allt hús eins og núna. Veðrið er alveg yndislegt.

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Nú er ýmislegt skemmtilegt á dagskrá Bókasafnskvöld í kvöld, Spurningakeppnin á sunnudaginn, Þorrablót í Sævangi....Gaman að heyra að "Skógarpúkarnir" eigi að spila fyrir dansi þar, Ég hlakka til að heyra í þeim.
Góðviðrisdagur,,, ég skil ekki ..það vantar að ég komist í heimspekilegar hugleiðingar um lífið og tilveruna, það sem vantar er að komast í stuð að gera eitthvað sem vit er í, eða maður hefur löngun til, mér virðist nú samt að þetta " að hafa ekki löngun til að gera eitthvað " hrjái slatta af kvenfólki um þessar mundir, og þá meina ég utan vinnunnar,,, ég haugast upp í rúm og les og sef, alveg endalaust, er það kannske eitthvað tímabundið,, eða á maður ekki bara að njóta þess að lesa allskonar bækur og dorma þess á milli,,, einhverskonar vetrarhýðiskvikindi, s.b.r. birnir, samt finnst mér að ég eigi endilega að nota þennan tíma til að framkvæma eitthvað stórkostlegt..

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Það er nærri því aftur kominn fimmtudagur ..á morgun og ég hef ekkert bloggað heldur er ég búin að sofa í heila viku ...að undanskyldri vinnunni...þó hún er á nóttunni..vinnan.. Ég fór á þorrablót sem var bráðskemmtilegt, fínustu skemmtiatriði og vel leikin, góður matur, og alveg þrælgóð hljómsveit úr Keflavík ...Þúsöld... flott innlegg í trimmið .....nú ég lifði þetta af og, næsta skemmtun var að Guji kom og kláraði að flísaleggja ganginn í fyrradag,, og kom svo aftur í gær of setti fúguna er það ekki kallað að hann "fúgaði",, Magga og´Agústa Halla komu líka, og borðuðu hjá mér misheppnaðan fiskirétt,, vonandi tekst betur næst..
Á morgun verður bókasafnskvöld og ég baka kleinur.
Ég er á næturvöktum þessa vikuna og fer að passa Brynjar í dag kl hálf þrjú.