Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, desember 26, 2005

'Eg klikkaði á kirkjuferðinni í gær. ég þarf að skamma prestinn.. hvað á það að þýða að hafa messuna klukkan tvö. ég stóð í þeirri trú að það ætti að messa klukkan fjögur.. sennilega ætti að skamma mig..... Þegar ég loksins fann auglýsinguna sem Gústi hafði falið undir blaðahrúgu var orðið of seint að fara í kirkjuna ...Sennilega ætti ég að skamma Gústa.... Skamm skamm...'Eg vil að allar messurnar séu auglýstar á Hólmavík ´á sömu auglýsingu... Það gæti nú skeð að einhver sem hefur misst af einhverri messunni vildi fara í þá næstu eða bara breyta til....Fjandinn fjarri mér.....
'Eg lá í lestri góðra bóka í gærkvöldi og morgun alveg fram á hádegi... og svo fórum við Hannasigga til hólmavíkur og ég fórá jólatrésskemmtun og hafði gaman af. hitti fullt af fólki, mér finnst svo gaman að sjá öll litlu börnin í fínu fötunum sínum nú og fullorðna fólkið líka, kyrja gekk ég yfir sjó og land og heyra Bjarna syngja Hátíð í bæ.
Nú erum við á Kirkjubóli og förum senn heim að horfa á sjónvarpið....mitt... Síðustu forvöð.....
Jæja. Nú er annar í jólum og ég er í því að vera í notalegu fríi... Síðustu dagar fyrir jól voru alveg ótrúlegir. Skrifaði á öll kort og sendi Pakkaði inn Jólagjafirnar og kom þeim til skila 'Eg skauzt meðal annars til Reykjavíkur þann 21. í veislu hjá Hörpu Hlín og Hinriki. Þar sem splunkuný lítil prinsessa og langömmubarn mitt hlaut nafnið Diljá Hörn. Frekar óvenjulegt og ég kann strax mætavel við nafnið.
Svo var rokið norður daginn eftir til að afgreiða á markaðnum.Hanna Sigga kom með mér. við vorum komnar hálf þrjú ..Ester opnaði búðina fyrir mig
Svo komu Sigga og Gulli og sungu fyrir okkur jólalög. ÞAð seldust allar kleinurnar og ég bakaði fleiri um kvöldið.
Svo var síðasti markaðsdagur á þorláksmessu, og þá kláruðust kleinurnar aftur.
Mér tókst að ganga alveg frá markaðnum og Hannasigga ryksugaði allt og þreif. allt varð skínandi hreint og fínt í anddyri félagsheimilisins..Basta ... Síðan fórum við að laga til á Höfðagötunni 'Eg kláraði málverkið hans Lilla.. 'Eg vona að hann sé ánægður með það. 'A aðfangadag tókst mér að baka kleinur og dreifa þeim út um allt og síðan að -búa til jóla desertinn meðan Hanna Sigga æddi um með Rainbow ryksuguna .Kötturinn fylgdist með í brjáluðu stuði. síðan var hann lokaður inni á klói með opinn glugga teppi og fullt af mat. en við héldum upp í Steinó.. Það var glerhálka á leiðinni á tveimur stöðum.. verulega ískyggilegt.. en allt gekk vel..... Eftir kvöldmat opnuðum við jólagjafirnar það var ægilega spennandi eins og vanalega... Flottar gjafir eins og alltaf.. Hringdi í 'Ardísi....Lagðist síðan í lestur góðra bóka..'At yfir mig
vaknaði eins og versti fylliraftur á jóladagsmorgun. Öll lurkum lamin eftir ofátið undanfarna daga.....Eftir hádegið komu allir fjölskyldu meðlimir hér norðan Holtavörðuheiðar í heimsókn . Og það var fjör....

miðvikudagur, desember 14, 2005

Ekki nóg með þetta . samkvæmt síðasta bloggi hef ég farið á TÓNLEIGA.. það leiðréttist hérmeð ég fór á tón LEIKA
Það er ekki bara erfitt að byrja á jólakortaskrifum heldur gera örlögin manni erfitt fyrir Ég lfór út að Kirkjubóli og var þar í dag að ég hélt með fullt af kortum í poka sem ég ætlaði nú að nota tímann til að skrifa á . þe kortin,, þegar ég kom úteftir voru engin kort í pokanum,, þau virðast hafa skriðið upp úr honum og orðið eftir á eldhúsborðinu.. hefur einhver heyrt um jólakort sem eru að reyna að koma sér undan því að það sé skrifað á þau?.. já þá er það þannig hér á bæ.
Og ekki bara það heldur er ég með allt Í rassgati í sambandi við jólagjafainnpökkun og þessháttar. Oft hefur maður nú verið seiin í þessu.......Kæru vinir og ættingjar væri ykkur sama þó þið fengjuð gjafirnar ykkar bara í febrúar???????????? plíííííís...það er markaðsdagur á morgun. Og ég er dottin í jólastress.... vonandi bara í kvöld. Fór á tónleiga það var flott hjá unga fólkinu !!!!!!
Það er alveg ótrúlega erfitt að koma sér að því að skrifa á jólakortin...og ætlaði ég ekki að vinna grunnvinnu í því strax eftir jól í fyrra ? mig minnir það allavega og nú er komið að jólum strax aftur og ekkert búið að gera. 'Eg er húsvörður og amma á Kirkjubóli í dag. Hjónin hér eru í skreppitúr á suðvesturlandið. Barnagæslan fer þannig fram að Sigfús fékk að fara heim með Trausta og Jón Valur fékk að fara að heimsækja Stefán svo ég er hér barnlaus og ætla að skrifa á jólakort en sem stendur er ég að fara yfir bloggsíðurnar og má ekkert vera að ´því að gera neitt annað....... ég er búin að gera eldhúsið mitt innfrá að trésmíðaverkstæði og það verður törn að hreinsa það til að geta bakað fyrir markaðinn á morgun það verður örugglega sag í kleinunum..

mánudagur, desember 12, 2005

Þegar leið á morguninn fóru undarlegir hlutir að gerast.....
ég hringdi og pantaði hraðamælisbarka í Vodafonekaggann.
Ég fékk bíl í skóinn frá þýskum jólasveini sem hafði lent í vandræðum.
HannaSigga fær jólafrí og kemur 22. des Hæ hó.
Veðrið er áfram skrítið og alls ekki jólalegt.
Gummó sendi mér mann sem rífur sig úr fötunum.
Ég er með grænmetisfóbíu....
Skil ekki hvað allt er andskoti fokking leiðinlegt allt í einu. Veðrið í gær var algjör viðbjóður. það var þó notalegt á markaðnum mínum. Fólk og fallegur söngur hjá Láru og Kristjáni.
Nú er mánudagur og þeir hafa allt til þessa verið góðir. það er ekki eins og það séu að koma jól en þau koma nú trúlega samt hvað sem gengur á. það er koldimmt úti og birtir ekki um miðjan daginn. ég vaknaði klukkan fjögur og fór að mála mynd. það væri ágætt að kenna veðrinu um, en það er ekki hægt að koma öllu á veðrið, það var gott að heyra allskonar atvinnuleg hljóð úti um áttaleytið. Ég gæti alveg þegið það að vera syfjuð en er það ekki, bara andskoti upptrekkt og framúrskarandi fíflaleg.

laugardagur, desember 10, 2005

Hó Hó.. ÞAð er nóg að gera ...í stóru húsi... Ég er búin að setja jólaskreytingu á handriðið á tröppunum hjá mér og kring um útihurðina ég er ógeðslega hreykin af .þessarri skreytingu. svona í bland við samviskubit.. hún kostaði dáldið og ég hefði kannske getað varið þeim peningum í eitthvað skynsamlegt.... en ég semsagt lét freistast þegar ég sá hvað metrinn kostaði nikið minna en í KSH..svona afsökun eins og hjá innkaupafíkli.... EN nú finnst mér semsagt ég vera (maður með mönnum) það sem maður getur verið fáfengilegur.. En ég geði nú þetta fyrir HÚSIÐ svo það gæti verið eins og hin húsin.....Í gærkvöldi fór ég út að Kirkjubóli og þá voru þvílík rosalega falleg norðurljós. Náttúruna toppar enginn.
ÞAð var jólahlaðborð í gærkvöldi sem ég fór á ásamt öðru góðu fólki.. Maturinn var æði og ég borðaði svo mikið að ég var nærri dauð úr ofáti og ætla aldrei að gera þetta aftur. Bjarni Ómar og sönghópurinn hans skemmti með söng, ÞAð verður gaman að fá þau til að syngja á markaðnum 18.des. Bjarni spilaði svo fyrir dansi og toppurinn var í restina þá fengu ég og Jón Gísli og Brynja alveg dásamlega tónleika þegar aðrir voru farnir heim. ÞAð var flott Mér finnst að við ættum að fá þorláksmessutónleika með Bjarna eins og Reykvíkingar með Bubba. hann syngur Bubbalögin ennþá betur en Bubbi sjálfur..Kannske ekki betur en afar GÓÐUR.
Ég er að fara að baka kleinur í þúsundasta skipti ..Þær eru líka afar góðar..
Hó Hó.. ÞAð er nóg að gera ...í stóru húsi... Ég er búin að setja jólaskreytingu á handriðið á tröppunum hjá mér og kring um útihurðina ég er ógeðslega hreykin af .þessarri skreytingu. svona í bland við samviskubit.. hún kostaði dáldið og ég hefði kannske getað varið þeim peningum í eitthvað skynsamlegt.... en ég semsagt lét freistast þegar ég sá hvað metrinn kostaði nikið minna en í KSH..svona afsökun eins og hjá innkaupafíkli.... EN nú finnst mér semsagt ég vera (maður með mönnum) það sem maður getur verið fáfengilegur.. En ég geði nú þetta fyrir HÚSIÐ svo það gæti verið eins og hin húsin.....Í gærkvöldi fór ég út að Kirkjubóli og þá voru þvílík rosalega falleg norðurljós. Náttúruna toppar enginn.
ÞAð var jólahlaðborð í gærkvöldi sem ég fór á ásamt öðru góðu fólki.. Maturinn var æði og ég borðaði svo mikið að ég var nærri dauð úr ofáti og ætla aldrei að gera þetta aftur. Bjarni Ómar og sönghópurinn hans skemmti með söng, ÞAð verður gaman að fá þau til að syngja á markaðnum 18.des. Bjarni spilaði svo fyrir dansi og toppurinn var í restina þá fengu ég og Jón Gísli og Brynja alveg dásamlega tónleika þegar aðrir voru farnir heim. ÞAð var flott Mér finnst að við ættum að fá þorláksmessutónleika með Bjarna eins og Reykvíkingar með Bubba. hann syngur Bubbalögin ennþá betur en Bubbi sjálfur..Kannske ekki betur en afar GÓÐUR.
Ég er að fara að baka kleinur í þúsundasta skipti ..Þær eru líka afar góðar..

miðvikudagur, desember 07, 2005



Hér er mynd sem Hanna Sigga tók af mér og litlu stelpunni hennar Hörpu.

laugardagur, desember 03, 2005







Addi, Hildur, Brynjar og Hanna Sigga fóru til Hörpu og kíktu á litlu dömuna og tóku myndir fyrir langömmu Ásdísi á Hólmavík. Hægt er að smella á myndirnar til að sjá stærri útgáfu og hægrismella til að prenta mynd út.