Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, maí 22, 2005

Það er kalt í veðri og ekki útlit fyrir að hlýni næstu viku..Í gær var eurovision...Æðisleg hlöðuveisla... uxahalakvöld... mmmm...Dagurinn í dag er ekki til...

þriðjudagur, maí 17, 2005

Það er greinilega komið sumar, allt að grænka og sauðburður á fullri ferð. sumarið og Þórhildur,Skúli og börnin komin að Víðidalsá, Búið að ferma 8 börn í Hólmavíkurkirkju í gær, þar á meðal hana Agnesi mína Jónsdóttur. Það var reglulega falleg athöfn og þetta unga fólk stórglæsilegt,og óska ég þeim öllum til hamingju. Björk er komin frá indíánunum í vinnu hjá galdrasafninu og leigir aftur hjá mér herbergi með vaski. Ég rúllaði til Reykjavíkur síðasta miðvikudag, Var þar við útför Kjartans. Við HannaSigga komum svo norður á fimmtudagskvöldið og Tómas og Silja Dagrún með okkur úr Borgarnesi. Á laugardaginn fórum við svo til Siglufjarðar að vera við útför Sigfúsar. Komum síðan til baka um kvöldið.
Svo var fermingarveisla Agnesar í gær. Árdís mín kom líka sunnan að og HarpaHlín og Hinrik kærastinn hennar. Jón Gústi annar og Lára komu líka heim. Haddý og Kiddi og stelpurnar komu líka norður og fleiri og fleiri. Það er búið að vera gæða veður í gær og dag.
Lukka keypti sér vita í Reykjavík og ég setti hann út í garð í gær, þetta er lítill og laglegur hálfviti.

þriðjudagur, maí 10, 2005

ÞAð er óralangt síðan ég hef bloggað það er bara ekki tími til þess ...Mikið að gera í stóru húsi...Ég ,Halla og Inga fórum á fimmtudagskvöldið út á Drangsnes og þar á aðalfund eldriborgara í kvöldmat og djamm..söngur og gítarspil og dans á eftir með harmonikkuleik.
Á föstudagskvöldið fórum við Addi á fund Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Og aftur á laugardagsmorguninn. Ég fór svo í heimsókn á Svanshól og lá í leti í heita pottinum og borðaði grillmat og grænmeti sem Halla snillingur matreiddi. Um kvöldið í Laugarhól með gítar og harmonikku einsog svona langömmu sæmdi skv. kvæðinu og spilaði ásamt Adda, Ólafi Sveini frá Tálknafirði sem spilaði á munnhörpu, Hauki Vagns með bongótrommu og Helenustokk, manni sem heitir Elías sem sleit tvo strengi á gítarnum mínum. Og fólkið söng og söng og hafði gaman.
Nú á sunnudaginn var eg staðarhaldari á Kirkjubóli og sá um ferðaþjónustuna. Og í gærkvöldi var haldinn hressilegur íbúafundur um væntanlega hólmavíkurhátíð og umhverfisátak flott það.
Og í morgun fór ég með vodafonekaggann The Rocket. í skoðun og hann fékk enga athugasemd ÍHAAAAAAAAAA.