Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, nóvember 20, 2006

Nú sé ég framá slæma tíma..'A skipulagi sem gert var í den fyrir Hólmavík átti að rífa litla fallega húsið mitt á Höfðagötu 7 til að leggja framlengingu Bröttugötunnar þar í gegn. Nú vill fullt af fólki láta friða þennan skólaskratta sem er eins og partur af sláturshúsinu eins og hann lítur út í dag. Sumir vilja sko að það sé FARIÐ EFTIR SKIPULAGINU....Fjandinn hafi það. 'A sumrin kemur hver einasti ferðamaður sem kemur niður á tangann úr öllum rútunum sem koma á galdrasafnið og allt. og allir taka mynd af húsinu og garðinum mínum..Hefur einhver séð ferðafólk taka myndir af gamla skólanum ? nehei...Það dettur ekki nokkurri sál í hug. Niður með skólann !!

2 Comments:

  • At 4:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég myndi nú ekki stilla þessu svona upp kæra vinkona. Það er ekki eins og eins dauði sé annars brauð í þessum efnum. Það álít ég fjarstæðu.

    Húsið þitt er bara gullmoli og ætti að fara á póstkort.

     
  • At 7:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    húsið mitt er svo sannarlega góður moli og það er komið á heila síðu í bók um grafíska hönnun á norðurlöndum bókin sú heitir North by North. einnig er það á geisladiski sem Hilmar Jensson gaf út með mjög sérkennilegri gítarmúsik. og einnig á veggspjald vegna útgáfu plötunnar. forsíðumynd af því var framan á Læknablaðinu eitt sinn. Þetta er reyndar allt sama myndin.úr myndröð sem Guðmundur Magnússon Prófessor við listaháskóla 'Islands tók af eftirtektarverðum húsum og umhverfi þar sem ekki búa arkitektar en bara venjulegt fólk.

     

Skrifa ummæli

<< Home