Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Harpa´Hlín á ljóð í ljóðabókinni sem komin er út og heitir Ljóð.is.. Ég vil fá hana í Jólagjöf !!!!!!
Ég vaknaði klukkan sex í morgun og ætla að fara út að labba núna í morgunsárið í myrkrinu og horfa á dögunina.
Mér finnst svaka spennandi að sjá framkvæmdirnar í Víkurtúni 17.
Jón og Ester buðu okkur Adda í kvöldmat í gær,, ÞAð var Jólahlaðborðsstemming. svaka góður matur og, litlu stubbarnir að skottast fram og aftur. Mjög indælt og notalegt...
Það má mikið vera ef ég er ekki komin með jólastress, ..og ég sem þykist alls ekki vera jólastresstýpa..fuck.. Það eru allir allt í einu búnir að ryðja upp jólaseríum á húsin sín. Ég prufaði að kveikja á minni , Hún er skemmtilega hallærisleg, ( eins og eigandinn). kviknar bara á þremur ljósum.
Það er stutt öfganna á milli þessa dagana. Það þarf lítið til að koma mér í gott skap. En það þarf jafn lítið til að ég rjúki upp í verulega geðvonsku...Mér líkar það ekki,,Ég þoli ekki bilaðar Jólaseríur. Ég ætla að mála ganginn niðri beinhvítan, ég er orðin hundleið á þessum andskotans gula lit allsstaðar. Og ég vað haugfúl við vinkonu mína sem sagði mér í bestu meiningu að ég þyrfti að láta klippa mig því hárið á mér væri orðið allt of sítt.... Hún gat náttúrlega ekki vitað að ég er búin að panta mér klippingu..
Ég er að hugsa um að raka það alveg af...Nú eða safna því þó ég viti vel að það fer mér alveg hörmulega...samt finnst mér lukkutröll skemmtileg...
Horfir fólk annars virkilega bara á útlit,,,Sumir virðast hugsa eingöngu um það,, feitur eða ekki feitur,,sértu feitur gefur tilefni til allskyns takmarkalausra persónulegra árása,,hversvegna í +ósköpunum ?????? Og lymskulegar spurningar "hefurðu vVIRKILEGA grennst" mér sýndist það en ég var ekki viss ... og Sumir ættu nú ekki að hlakka til að borða jólamat... Frekar fara út að ganga eða þannig þú fyrirgefur... Ætlarðu að fá þér nýtt tjald fyrir árshátíðina O.s.frv.
SEM BETUR FER fyrirfinnst þó einstaklingar sem horfa frekar á persónuna. það er yndislegt að fyrirhitta slíkt yljar sálartötrinu og bætir hitt margfalt upp.

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Annars verð ég að fara að hugsa fyrir Jólagjöfum áður en ég verð stressuð yfir því..Mig vantar Hönzku í jólastuðið. það er svo notalegt að hafa hana syngjandi að ryksuga í kring um mann meðan maður er að gera eitthvað annað.
Tjá og tjamm sagði Guðbrandur heitinn á Broddanesi. ÞAð var nú glaðvær og góður kall.
Ég var að reyna að lesa alveg hundleiðinlega bók eftir Vigdísi Grímsdóttur "Hjarta tungl og bláir fuglar " Ég ætla að skila henni og kíkja í "Þýtur í rá og reiða eftir einhvern A.H. Rassmussenn.
Það er sýnilegt að þetta gengur ekki lengur.. ég meina leti Addi sagði í gær að ég væri komin á eftir með bloggið . ekki að furða það fer allur minn tími í að lesa það sem hin skrifa.
það er gott vetrarveður og ég ætla að fara út á Gálmaströnd þegar birtir og taka myndir af framkvæmdunum við Grindarkrókinn. Við Maja fórum og kíktum í heimsókn í Víkurtún 17 í gær og þar voru Addi og Hildur að slást með málningarkústum og sletta hvert á annað, Addi var ljósblár í framan og Hárið á Hildi var orðið dökkblátt. Svo hlupu þau skrækjandi um alla íbúðina með penslana á lofti og stofan er þakin í málningarslettum Við Maja fengum okkar skammt af málningu, og Maju fannst svaka gaman. Þegar við fórum var ég orðin eins og strákaherbergið á litinn. Víkurtún 17 þar sem fjörið er......
ÞAð hefur ekkki verið neitt púður í svona málarastandi síðan Jón og Ester voru að mála á Litlu Hellu. Baðið og Hryllingsherbergið, ÞAð máluðu þau reyndar með lakkmálningu sem þau skvettu hvert á annað og náðist ekki af aftur. Gott ef ekki er einhversstaðar málning á þeim enn. Það þarf greinilega að fara að hrista upp í öðrum fjölskyldumeðlimum. Skella sér í Jólasveinafíling...

laugardagur, nóvember 22, 2003

Mér er því óhætt að vera væmin og tilkynna að ég elska börnin mín, tengdabörnin, barnabörnin og hana Bjarteyju litlu, og þar með er ég komin öld á undan tímanum.

Ég hlakka til jólanna og alls þess sem manni dettur í hug að gera einmitt þá, elda góðan mat, búa til konfekt og horfa á stjörnurnar. hangsa og spjalla, Kveikja á kertum spila á spil. og syngja, og lesa bækur, fara í kirkju, renna sér á sleða,og taka þátt í öllu skemmtilegu með fjölskyldunum mínum, Og hugsa um hversu maður á gott meðan fólkið er hraust osvfrv.

Mér dettur í hug að einhverntíman hafi ég verið í fýlu yfir jólunum og því að ég YRÐI að gera svo og svo mikið áður, það væri venja, það væri svo erfitt osfrv, þetta er þvílík della ,Ef maður ræður ekki við verkin... Bara sleppa þeim, Jólin eru annað en húsmæður sem eiga að vera hálfdauðar úr þreytu samkvæmt einhverju ritúali ef allt á að vera í lagi. Kveikja bara á kertunum og horfa á ljósin, og hugsa um fallegu Táknrænu jólasöguna um Jesú.
Húgó talaði um að Íslendingar ættu eftir eina öld í það að geta sagt hver öðrum að ´þeir elski hvern annan... Að tala um ást þykir væmið.
Sennilega þessvegna hrökk ég, gömul skrukkan svolítið við um daginn þegar lítill pjakkur sem er barnabarnið mitt og heitir Tómas Andri tilkynnti upp úr djúphugsum umræðum hvort tröll væru til í alvöru eða bara í sögum : " amma veistu !!!! ég elska þig... Dásamlegt. Ég flýtti mér að segja honum að ég elskaði hann líka en var samt pínulítið feimin við það. Hugsið ykkur......
Það er alveg dásamlegt veður. laufléttur snjór yfir öllu. Ég fór út eldsnemma til að taka myndir í myrkrinu. Þær eru þrælfínar. nú er klukkan orðin tíu og ég ætla að fá mér morgunverð og fara síðan aftur út og taka fleiri myndir.
Ég fór að hlusta á Húgó þórisson í gær. Ekki það að ég sé að ala upp börn ,En fannst áhugavert, kannske vita hvernig maður hefur virkað á sín börn. Þau eru allavega sjálfstæð. Ég held ég hafi reynt að sýna þeim það að það þýðir ekkert að vera að væla yfir hlutunum og ætlast til að aðrir komi alltaf hlaupandi og reddi málum.
Ég er mjög ánægð með hvernig þau fara að því og stolt af þeim.
Auðvitað getur margt misheppnast, en þá er að muna að það er eðlilegur hlutur. Ég er mjög ánægð þegar þau leyfa mér að taka þátt og vera með.
Ég vil fá að viðra skoðanir mínar og hlusta á hina, án þess að það sé tekið eins og einhver stjórnsýsla.

Mér dettur oft í hug saga af gömlum manni á elliheimili,
sem sagði í mæðutón "Þú átt þú átt" þegar aðstoðarkonan sagði við hann "nú átt þú að fara að hátta... ( hún sagði reyndar ´"nú eigum við að fara að hátta ). hehe
Ég held maður ætti að sleppa þessu "þú átt" að gera þetta svona og svona.
Ég hef uppgötvað að bloggið mitt er mjög hversdagslegt miðað við djúphugsaðar pælingar annarra. það er helst þegar Ættarhugboðið tekur völdin og er að láta ljós sitt skína.....
Til marks um hversu herbalife te er örvandi fékk ein vinkona Lukku sér óvart tvö glös af því eitt kvöldið. skildi svo ekkert í því að henni var alveg ómögulegt að sofna.
Eftir að vera búin að taka til í allri íbúðinni á mettíma heldur en að gera ekki neitt, lesa eina bók, setja í þvottavélina, og raula kántrý lög á meðan, og taka dansspor með og gera leikfimisæfingar ´tókst henni að fara að sofa aftur, þá var klukkan orðin fimm.
Það er að vísu koffín í drykknum , vaaá, En hvað fleira ??? kannski pínku ögn af amfetamíni ??????
Semsagt ef þú lesandi góður þarft að vinna á nóttunni ..fáðu þér herb. te....

föstudagur, nóvember 21, 2003

Ég er búin með húsaviðgerðina...ÞAð halda allir að þetta hafi alltaf verið svona...Svei og fuzzum.
Gaman að lesa í bæjarins besta um fjáreign Broddaneshrepps Gaman þegar þeir verða sameinaðir Hólmavíkurhreppi Hahahaha. ÞAð er nú ekki að furða þó þeir eigi inni eins og þeir hafa sparað greyin. Dæmi: þegar var eitt sinn sótt um styrk til kaupa á smíðatólum fyrir börnin í Broddanesskóla ,Og þar meðal tvo hamra, þá mátti alls ekki kaupa nema einn.... fleiri slík dæmi og ennþá hlálegri...

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Ég verð víst að fara að ljúka við bardagann við járnplöturnar, það á nebblega að fara að kólna í veðri.
best að ráðast á þær ekki seinna en núna.
Og ekkert varð af málaralistarnámskeiðinu aarrggh.
ég var ferlega fúl ÞAð sannast að maður á ekki að vera að hlakka til einhvers. en það var óneitanlega hagstæðara fyrir budduna. Ég hef áhyggjur af þessu brölti í heilagri þrenningu, að láta sér detta í hug að fá að kasta eggjum í menn... vonandi verða þau ekki handtekin eða eitthvað enn verra, ég verð ekki í rónni fyr en þau eru komin aftur heil á húfi. Þau líta líka grunsamlega út. Munið að kaupa jólagjöf handa mér!!!!!

mánudagur, nóvember 17, 2003

Það er ennþá alverg frábært veður vonandi verður logn í allan vetur..Ég er búin að gera lúmskulega áætlun um ýmislegt. vonandi stenst það. Það er nú ekki í mínu eðli að gera langtímaáætlanir enda alltaf hægt að breyta þeim. En Ég ætla að klekkja á fröken Lukku og koma á óvart. Mig langar til Írlands....

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Alveg er ég nú búin að lesa öll bloggin. gaman að þú Hanzka mín skulir vera búin að komast í tölvu. takk Árdís mín fyrir myndina af Árdísi litlu Krause, það er mikill heiður að fá svona litla nöfnu.
Ég held að ég sé búin að vera með veikina sem Addi fékk um daginn. mér er búið að vera illt í hverju einasta beini og liðamótin á mér eru öll föst og ómöguleg.samt er ég að lagast, en er samt ennþá ómöguleg og alveg kraftlaus eins og bíll með ónýta heddpakkningu.
Ég er búin að lesa allt of mikið og horfa alltof mikið á sjónvarpið.

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Lukka er í ham og ætlar að vera búin að léttast um tíu kíló á jólum með náttúrulegum aðferðum.Tíhíhí.
Ganggólfið er glóðvolgt og æðislegt, takk Jón Gísli minn þú áttir hugmyndina.
ÉG hóf viðgerð á framhlið hússins í morgun , ekki veit ég hvenær henni lýkur, enhún stefnir að því að stórflóðum linni þá er vestan óveður geisa með rigningum miklum.
Verst að ég virðist vera í frekar lítilli þjálfun til járnsmíðalegra atriða svosem að negla pappasaum.
Eftir tíu nagla var ég búin að berja jafnoft á fingurna á mér.
Áfram verður síðan haldið á morgun.
Síðan gerðust þau undur og stórmerki að Maddi kom og tengdi hitavírinn í ganggólfinu og var snöggur að.
Hvað skyldi verða það þriðja í framkvæmdum húsabóta??????

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Mig langar að gera eitthvað spes en ég veit ekki hvað það á að vera.Ég rakst á Jón og Ester úti í sjoppu áðan þar sem þau voru að háma í sig hamborgara og gos.
Hrafnhildur mín var kosin hreppari ársins og fékk tvo bikara.
Hvernig væri nú annars að gefast upp. Nú er ég búin að eyða helmingnum af sunnudeginum í að gera ekki neitt.
Fór á hreppsárshátíðina í gær. það var mjög góður matur að hætti Bíu , hún getur gert ómerkilegustu lambalæri og venjulegar kartöflur að hreinasta sælgæti, og kaka með ís á eftir var aaaaalveg frábær. svo var sungið og sungið .og dansað og dansað. Bangsabandið reyndist vel og héldu orkan stuði.

laugardagur, nóvember 08, 2003

Ég er búin að búa til slatta af afmælisdagatölum til jólagjafa og nú er að finna upp á einhverju öðru.
ekki þýðir að gefast upp.
Ljóð dagsins er eftir Sigga pönk og heitir:

LJÓÐ TIL ÞÍN

Hver hugsun
er ljóð til þín
Hver gjörð.
Hvernig ég held á pennanum
sem strikar ást mína á blað
er ljóð til þín
hvernig ég ligg í rúminu
og gái að því
að skilja eftir pláss fyrir þig
við hlið mér

Ég er ljóð til þín
Þú skrifar lífsljóð mitt
með tilveru þinni.

Svakalega rómantískt og fallegt !

Ég fór síðan út og gerði við girðinguna á garðinum mínum sem hefur dregist alltof lengi.
Árdis mín: kíktu á Slektið og settu upp spurningalista ég er svo lengi að því: allskonar spurningar ???
Íííííhaaaaaaaaaaaaaaa!
Dásamlegt DÁSAMLEGT!!!!!!!!!!!!!!!
Ég vaknaði í morgun (klukkan tíu) klár og hress.Daddaraddadaddaraddadaaaaaaaaaaaaaa.
Kíkti út um dyrnar og sá Snerpubílinn fyrir utan björgunarsveitarMagnúsarLýðssonarhúsið. Ég rauk í föt og það rauk úr heilabúinu á mér þegar ég rauk út og yfir...yfir og út....Og húkkaði Jón Arnar yfir til mín að líta á tölvuna mína biluðu. Hann gerði við hana í hvelli, tengdi mig við Snerpu og setti vírusvörn í hana....

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Það sem gefur lífi mínu gildi (fyrir utan börnin mín ,barnabörn barnabarnabörn og vini ) Er ..
a.) bíllinn.
b.) tölvan.
c.) ýmiskonar handverk (nuddið )
Gítarinn minn..
Hvað ætli bili næst... bíllinn...sjö níu þrettán... ''Eg er að bilast!!!!!!!!!!!!
'Eg er ekki eins stressuð yfir þessu með tölvuna úr því ég kemst hingað upp í bókasafn að kíkja í tölvuna þar. og fyrst stóra þvottavélamálið er leyst, þá held ég að þetta leysist líka.
'Eg er enn ekki búin að ákveða hvort ég á að fara á árshátíð hreppsins. Það er spennandi námskeið sama daginn sem ég fer á , og svo leyfir efnahagurinn ekki mikla útúrdúra frá þessum hefðbundnu matarinnkaupum og klósettpappír andskotans.
Nú er það svart ..og þó nú er það tölvan mín sem er biluð ..eins og ég er búin að vera montin af því að hún hefur aldrei bilað og það er engin vírusvörn í henni.. andskotans fíflagangur..þetta er eins og þegar fólk er að grobba af því að það fari aldrei í inflúensusprautu af því það sé svo notalegt að vera heima með flensu... mér í koll kemur.. sennilega er eitthvað- til í því að það sé margt líkt með skyldum. sbr. Ennisættina... óhugnanlegt......