Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

takk Hildur mín fyrir að skella myndinni inn. ÞAð var snjór hér yfir öllu í morgun en ágætis veður samt. ég fékk ferlega sniðugt kort frá Björk myndin er af Norn sem er að fara í flug á nornakústi og er með lykil sem hún beinir að kústinum til að geta sett í gang eins og á nýjum bílum. 'Eg fór í sundlaugina í gærkvöld og síðan í Þurrgufu þar sem vatni er stökkt á glóandi ofn 'Eg alltaf heppin fór þarna inn og rakst í ofninn og er nú brennimerkt á rassinum Tvö þverstrik... En þetta er fínt gufubað með eucalyptus ilmefni í vatninu.Nú er ég búin að vera hér í 8 daga. Það er dálítið skrítið að vera hér einmitt á þessum árstíma. mér gengur ekkert ofsavel að labba og kemst ekki gegn um húsið nema tylla mér niður þetta er líka óraleið. en syndi og hjóla og streða í tækjum Fór í vigtun í morgun og er kát yfir því fékk broskall límdan á prógrammið.
Það er fullt af hjónum hérna það eru skrítin fyrirbæri og merkileg. En ég get ekki varist þeirri hugsun að það sé svolítið þægilegt og dettur í hug hvað það væri æðislegt fyrir Indriða móðurbróðir og Finnu að vera hér í mánuð. Þau myndu alveg fíla það í tætlur.
Og fleiri og fleiri.

1 Comments:

  • At 8:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já nú sé ég þig:)Auðvitað færðu broskall, svo er bara að brosa og huksa jákvætt:) þá líður þetta miklu hraðar, og allt í lagi að hvíla sig á göngunum þetta eru líka svo langir gangar!!

     

Skrifa ummæli

<< Home