Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, október 28, 2004

Hvaað er verið að skrökva að manni að það verði tunglmyrkvi kl 24.. Þarna er ég búin að hanga úti í korter og ekkert gerist. tunglið glennir sig blindfullt og ekki nokkurn myrkva að sjá. bíður örugglega eftir að maður sofni...
Ég var í afmæli hjá Láru. þar var fullt af góðu fólki og þvílíkar kræsingar eins og hennar er von og vísa.Kristján söng nokkur góð gömul lög og spilaði á gítarinn sinn.
Ég var aldeilis heppin í dag, vetrardekkin sem Kiddi pantaði fyrir mig komu vitlaus þ.e.a.s. það komu loftbóludekk og hann sendi þau bara til baka, ég var að segja Svönu og Nonna frá því , og þá gáfu þau mér bara þessi fínu nagladekk á þessum fínu felgum ssvo nú er vodafonekagginn tilbúinn í hvað sem er. og lítur út fyrir að vera nýr bíll allavega svona felgu og dekkjalega séð.. á morgun skal ég þvo hann og taka til inni í honum....Lofa því .
Við Binna sátum og hekluðum eftir hádegið. og ég fór og synti í kvöld...Á morgun verður sundlaugin lokuð vegna eitraðs andrúmslofts þar inni. því það er verið að lakka gólfið í íþróttasalnum.
Nú nenni ég ekki að bíða lengur eftir þessum bannsettum tunglmyrkva.... Góða nótt..

þriðjudagur, október 26, 2004

Í Ísland í bítið í morgun kom andlitið á Adda allt í einu á skjáinn í Idolauglýsingunni frá Ísafirði. Ég veifaði í skjáinn...Mamma hér...
Það væri hægt að fara að kalla stofuna mína Ponsjóframkvæmdir.. þar hrúgast upp ponsjó í öllum regnbogans litum.. og ekki versnaði það við að fá Möggu í Borg í heimsókn í gærkvöldi. Hún var með flottar heklhugmyndir..Smári hristi bara hausinn ;á nú að fara að hekla meira....
Ég verð að fara og sjá fjósið hjá Báru á Gróustöðum ..Hugsið ykkur..Kýrnar fara út og inn eins og þeim langar,, skoða snjóinn hrista hausana og fara svo inn og leggja sig á mjúkar dýnur.. (Í mínu ungdæmi þurftu kýr alltaf að liggja á hörðu) Svo ef kýrnar hafa hægðir, kemur sjálfvirk fjósaskófla og mokar, . Þær ráða því þegar þær éta og eru með spjald á sér sem segir frá hvað og hvenær og hversu mikið þær láta ofan í sig, það sést síðan á tölvuskjá.. það eina sem vantar er robot sem mjólkar þær.. en það á örugglega eftir að koma samkvæmt þessu...Alveg förðulegt....

sunnudagur, október 24, 2004

Ég ætla að finna eitt eða tvö ljóð í hverri viku sem mér líka vel , og ljóð dagsins í dag er eftir Sigga Pönk og heitir :

Ljóð til þín.

Hver hugsun
er ljóð til þín
Hver gjörð.

Hvernig ég held á pennanum
sem strikar ást mína á blað
er ljóð til þín.
Hvernig ég ligg í rúminu
og gái að því
að skilja eftir pláss fyrir þig
við hlið mér.

Ég er ljóð til þín
þú skrifar lífsljóð mitt
með tilveru þinni.
Góðan daginn. gott er nú blessað veðrið. Það er sunnudagsmorgun og ég er að bögglast við að mála skrifstofu heimilisins. heilsufarið er hrein hörmung og þrátt fyrir slatta af verkjatöflum er ég hreint að steindrepast í bakinu. Alveg vonlaaust að liggja og sofa.. nú öfunda ég fólk sem sefur út sem kallað er .. Ég hef nú aldrei verið mikið fyrir að sofa út, en nú virðist það það eftirsóknarverðasta í heimi. Ekki hefur nú tekist að lækna þennan krankleika, en kannske er ég bara of óþolinmóð. Svei og fjandinn.
En að skemmtilegri hlutum. ég fór í skemmtilega ferð í gær, með Höllu og Lóa, við fórum upp að Arnkötludal þar hef ég aaldrei komið áður , og svo fórum við yfir að Óspakseyri þar sem Sigrúnvar með Útrýmingar sölu. Loka sölu í KBÓ og prúttmarkað .. Við prúttuðum í habít og gerðum góð kaup.. kerti , jólasevíettur og ég keypti efni í jólagardínur fyrir nýja eldhúsið mitt, Halla keypti gommu af blómapottum og Lói keypti heilan haug af málningarburstum, og ég keypti apa .. það var fullt af fólki , og gaman. ég er að hekla ponsjó á Bjarteyju pínulítið og fínt..
Ég hlakka til að Ester komi heim með nýjan bíl það er alltaf svo spennandi að kaupa bíla,, Addi og Hildur skiptu síðast og Nonni og Svana keyptu rútu...

Spurning dagsins úr gömlu íslensku máli: Hvað er delinkvent?

föstudagur, október 22, 2004

Og svo ein spurning: Hvað er mónafar ????
'Eg er búin að vera svaka dugleg að hekla ponsjóa og húfur´ég segi ekki til hvers.... eitt rautt- eitt blátt- eitt bleikt - eitt ljósfjólublátt og- eitt dökkfjólublátt og -eitt allavegalitt úr dúllum. og eitt risastórt kremlitt + tvær húfur... og nú er ég eð hekla eitt lítið fjólublátt.. þetta er mjög gaman.. þetta gerir samtals 7 ponsjó og tvær húfur.. Framhaldið er í bígerð... tvö til þrjú stór og þrjú lítil, ókey. hekl hekl... síðan útrýmdi ég grænalitnum á skrifstofunni minni með því að rúlla yfir hann með rjómagulu, prufaði svo að mála loftið himinblátt en það er ógeðslega ljótt svo nú verð ég að mála það hvítt aftur. og klára hitt. verst hvað mér þykir leiðinlegt að mála veggi oj bara.
nú á sundhöllin ekki að vera lengur opnuð á morgnana svo það verur eitthvað lítið um meiri vinnu hjá mér ég átti að vera á fmorgunvakt alla vikuna nema á föstudaginn, þá er það trúlega síðasta vaktin mín ..
´*Eg var að hugsa um að gera lista eins og afkvæmin mín
Hvernig ég er...
Best að taka það í áföngum: Fyrst koma áhugamál mín.
Bifreiðaakstur, útivera , handavinna margskonar,, smíðar hekl málun og fleira. garðvinna , blóm og grjót og allskyns dót, Sund, gönguferðir sjóferðir, veiðar, ljósmyndun, ýmislegt nám, bóklestur, hangs og spjall með góðu fólki, söngur og gítarspil, hestar og kettir, matreiðsla stöku sinnum, uglusöfnun,, söfnun ilmvatnsglasa, föt og snyrtivörur , gamalt fólk. og síðan , fjölskyldan mín og allt sem þau eru að gera, og síðan ég sjálf alltaf númer eitt 'AsdísEGO. ég er fædd í Hrútsmerki......Sjónvarpsgláp og útvarpshlustun...hvar væri maður án þess... eða þá síminn.. dásamlegt samskiptatæki. Framhald síðar,,,, einskonar Guiding light,,,,
'Eg er að drepast í bakinu og læknamiðill ætlar að senda mér lækni kl 11 í kvöld..
'Eg var að upphugsa sparnaðaraðferðir og hér eru tíu þeirra :
Ekki kaupa blöð.
Ekki fara neitt á bílnum.
Ekki ferðast.
Ekki hringja í fólk.
Ekki kaupa föt.
Borða lítið og ódýrt.
Ekki fara í bíó eða leikhús.
Ekki fara á aðrar skemmtanir.
Ekki framkvæma neitt sem krefst innkaupa.
Ekki gera neitt.
Drepast úr leiðindum í framhaldi af þessu.
þetta lítur illa út...

miðvikudagur, október 20, 2004

Það er árla morguns og ég er svo svakalega árrisul þessa dagana. Ég kveikti á útvarpinu og úr því glumdi forleikurinn að Valdi örlaganna eftir Verdi síðan kom Ástardraumur eftir Lizst..aaaah.. ég veit ekki hvernig á að skrifa nafnið hans Lizsts það er örugglega z í því..Veðurfréttir ooh hvað ég er fyrir veðurfréttir,,,Verst að ég missi alltaf af Ströndum og Norðurlandi vestra, og það eru komnir Austfirðir áður en ég er svo mikið sem byrjuð að hlusta.. Eiga ekki annars landshlutar að vera með stórum staf ... aha ég náði Sauðanesvita Dugleg.11 vindstig. Það er greinilega logn hér á Hólmavík. Hólmavík er góður staður alltaf yfirleitt logn. og þegar er ekki logn þá andvarpar fólkið hér og stynur.. og heldur að það veri aldrei gott veður aftur..... Ágætt að hlusta á gömlu Gufuna árla morguns.. og nú er morgunbænin.. Presturinn er að tala um hvers virði er að eiga góða vini og að elska þá eins og sjálfan sig....Hrædd er ég um að mér gangi það illa... ég er er talsvert yfir meðallagi hvað eigingirni snertir , ekta egóisti...Fokking útvarpsskratti.. klukkan er 7...

þriðjudagur, október 19, 2004

Hvusslags er þetta eiginlega með Helga Pé.. Diskurinn er ekki kominn í búðir.
ég fékk dúndur diska tvo hjá Höllu og tók upp á spólur til að hafa með mér í bílnum. dúndur músik. Rosalega langar mig að læra að setja inn myndir á bloggið mitt. kannske hefur einhver tíma einhverntíma til að kenna mér það...áður en ég verð svo kölkuð að ég geti ekki lært það....
Í morgun þegar ég fór framúr gat ég bara ekki labbað á hægri löppinni, það var svo vont, nóttin var þannig að ég vaknaði á korters fresti og var alveg að drepast.. ég er búin að dobla læknirinn til að sprauta í bakið og sjá hvort þetta lagast ekki, hann var nú ekki stórhrifinn af því en ætlar að reyna.
Það er snjór úti og frost. ég er búin að gera pínulitla stássstofu uppi í fremri endanum á stóru stofunni, þá er ég komin með þrjár stofur. .geri aðrir betur í sínum stóru húsum. ein samstarfskona mín á sjúkrahúsinu í gamla daga sagði einhverntíman að húsið mitt væri skítakofi... ég hef alltaf verið hálf móðguð yfir þeirri yfirlýsingu síðan ´fyrir hönd hússins. þetta er svo euinstaklega notalegt hús og býður upp ´á svo marga möguleika. hlýtt og notalegt.
Ég er að búa til jólagjafir alveg fullt af þeim tíhíhí

laugardagur, október 16, 2004

Bjartur dagur eftir kolsvarta nótt. Eg hef ekki uppgötvað það fyrr'á ævinni hversu notalegt það er að geta sofið á nóttunni. Það er sólskin og gott veður, allir nema ég eru að fást við matargerð heima á búgarðinum. en ég sit við stjórnborðið í sundlauginni og vildi óska að ég væri komin ofan í áðurnefnda sundlaug,,, en það kemur að því,,, andleysi mitt er algjört,,,

mánudagur, október 11, 2004

ókey þarna tókst mér að klúðra síðasta bloggi tvisvar á ... alltaf seig.... ólseig gamla skútukellingin... Það er mígandi rigning komin... fólk er samt að synda.....
Það eru komin út lög með Helga pé, sem eru aldeilis snargeggjað æði alveg óhemju flott og rómantísk.. 'Eg hef heyrt þrjú þeirra og ég sat alveg að drepast úr tilfinningasemi með tárin í augunum þetta vaaar svoooo æðislega flott..Vaja con dios.....
Það eru komin út lög með Helga pé, sem eru aldeilis snargeggjað æði alveg óhemju flott og rómantísk.. 'Eg hef heyrt þrjú þeirra og ég sat alveg að drepast úr tilfinningasemi með tárin í augunum þetta vaaar svoooo æðislega flott..Vaja con dios.....
Það var umræða á einu bloggi hér á dögunum um hvort bloggin lýstu hugarástandi viðkomandi.. Mér virðist að það geti lýst hugarástandi viðkomandi ef hann-- eða hún bloggar ekki um tíma...og eru taldar ýmsar ástæður.."Hef ekki haft tíma " Það gerist ekkert" o.s frv. Síðasta vika finnst mér að hafi verið afspyrnu leiðinleg og hef ég þó ekki yfir neinu bitastæðu að kvarta.. Þó tók nú steininn úr með helgina. Gjörsamlega andstyggilega leiðinleg.. oft hefur nú verið leiðinlegt um helgar en aldrei eins og þessa helgi... Þó verð ég samt að játa að það voru einstöku örsmáir ljósir punktar þó hinir væru yfirgnæfandi.. og ég verð líka að játa að það kemur ein og ein skemmtileg . ojamm...
'I morgun vaknaði ég og gat ekki hreyft hægri handlegginn. þessir skankar eru að verða algjör vandamálapakki. 'Eg reyndi að synda en það gekk alls ekki. og var í vandræðum að koma mér í föt svei og fjandinn... 'Eg drullaðist til læknis og hann horfði á mig og tilkynnti " Frosin öxl "
Flest getur nú frosið.. Það er eins og þursabit sem hleypur í bakið á fólki....'Eg heimtaði lækningu eins og skot og hann sprautaði í þetta sterum.. Lagast "kannske á tveim þrem dögum.. pja.. Ranka ætlar að redda tiltekt kvöldsins í Svimming pool-inu. Góð Ranka "rausnarkellíng eins og stendur í kvæðinu.. ekki rekur hún samt hænsnabú mér vitanlega. En Reddari góur er hún.