Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, október 31, 2006

Indriði móðurbróðir sem er mesti besservisser sem ég þekki fræddi mig á því í gær að staðurinn sem ég er að fara til standi á flekaskilum á sprungu sem opnast þá og þegar allavega búist jarðfræðingar við því alveg núna á næstunni samkvæmt nýjustu útreikningum og hverfur þá bærinn til ( helvítis)...Mín orð....það væri því vissara að halda sig heima ef maður vill ekki hitta þann gamla með hófana og skörunginn strax. Já það er margt sem ber að varast samkvæmt Indriða..
Einu sinni vorum við frændsystkynin ég og Simbi og Guðjón á Gili fara suður Þá tilkynnti minn maður Indriði með þungri áherslu jjaá þið farið nú ekki langt í dag,við vildum vita afhverju...Jú veðurspáin var svo ljót....Hann hafði reyndar heyrt bara á miðunum úti fyrir norðurlandi.... Læt ég svo þessum þðtti af Indriða lokið í bili

mánudagur, október 30, 2006

Er að hlunkast í Hveragerði á morgun í þrælkunarbúðir 'Eg hlakka ekkert rosalega til.. nema að koma heim aftur..
'Eg er einhvernvegin ekkert syfjuð og var að hlusta á einhvern flottan countrysöngvara syngja You are my sunshine svo ég fann textann og skelli honum hér.

The other night dear, as I lay sleeping
I dreamed I held you in my arms
But when I awoke, dear, I was mistaken
So I hung my head and I cried.

You are my sunshine, my only sunshine
You make me happy when skies are gray
You'll never know dear, how much I love you
Please don't take my sunshine away

I'll always love you and make you happy,
If you will only say the same.
But if you leave me and love another,
You'll regret it all some day:

You are my sunshine, my only sunshine
You make me happy when skies are gray
You'll never know dear, how much I love you
Please don't take my sunshine away

You told me once, dear, you really loved me
And no one else could come between.
But not you've left me and love another;
You have shattered all of my dreams:

:You are my sunshine, my only sunshine
You make my happy When skies are gray
You'll never know dear, how much I love you
Please don't take my sunshine away.

In all my dreams, dear, you seem to leave me
When I awake my poor heart pains.
So when you come back and make me happy
I'll forgive you dear, I'll take all the blame.

You are my sunshine, my only sunshine
You make me happy when skies are gray
You'll never know dear, how much I love you
Please don't take my sunshine away
Þau eru stundum afar falleg norðurljósin sem sveima um himininn innan um gommu af stjörnum. Hér á Ströndum er alveg fullt af þessum ljósum og fínt að fara í norðurljósaskoðun þegar maður er ekki að gera eitthvað annað. 'Eg meina reyndar að það sé betra að Horfa á norðurljósin heldur en að gera eitthvað annað.
Vonandi að veturinn verði góður og afar mikið af svona norðurljósum og stjörnum og tunglið skíni skært inn á milli. Sólskin á daginn og fullt af kertaljósum í svartasta skammdeginu.

fimmtudagur, október 26, 2006



OG kökukeflið sem ég fékk forðum frá leikfélaginu fyrir frábæran leik(sigur) sem Grýla í Jóladagatalinu. Mér finnst nú að það þurfi að taka það upp einu sinni enn og þá með sem flestum af upphaflegu leikurunum

miðvikudagur, október 25, 2006



'Isskápurinn og love story minibollarnir frá börnunum mínum. tvær haglega gerðar konur uppi á skápnum og ýmsar myndir t d Brynjar fjögra, Uppáhaldssöngvarinn minn, Hannasigga og Skotta og Blaðamynd af Þórólfi 'Arnasyni sem var flottasti borgarstjórinn í Reykjavík.


Tebollahilla úr kústsköftum ofl.


Húsdraugurinn ,litla viskýflaskan og NannaV.E 294.


Veðhlaupararnir dafna vel.


Litli bakarameistarinn situr og dreymir ljúfa drauma samkvæmt klukkunni


Uppþvottaaðstaðan og ljótu en góðu pönnurnar mínar.


Er alveg svaka flísaleggjari.


'Eg var að flísaleggja fyrir ofan vinnuborðið í pínulitla eldhúsinu mínu um helgina. Tók af þessu tilefni myndir einn hring í eldhúsinu sem er með 7 fermetra gólf, merkilegt hvað kemst hér fyrir af litlu persónulegu mununum mínum því hér eru tveir gluggar og einar dyr og er þó ekki allt með ekki gólfið sem eftir er að laga og matborðið sem lenti í slysi.

þriðjudagur, október 24, 2006



Eitt í byggingu


Þetta er í Hleinarsmiðjunni hjá okkur 'Astu og Dúnu. Hornið mitt þar sem lítil garðhús með burstabæjarsniði verða til

'Eg er komin á þá skoðun að hringlandaháttur sé af hinu góða,,allavega í mínu tilfelli. og ekki orð um það meir.


Mikið elskaður litli voffinn, Hann kom í kirkjuna á Hólmavík á tónleika en varð svooohræddur við hávaðann að litla voffahjartað barðist um og hann gat bókstaflega ekki hugsað sér að vera þarna inni að hlusta.


Þetta er falleg og bráðskemmtileg mynd
Það er kominn vetur og smá hvítt úti en fínt veður. 'Eg er að drepast af því ég get ekki tekið ákvarðanir get ekki fjandinn hafi það ...ALDREI.. Algjör hringlandi og það á ofsahraða ég þekki enga manneskju sem getur skipt svona fjótt um skoðanir eins og ég. Eins og byssuskot bang bang og ég fer heilan hring í ákvarðanatöku snillingurinn.
Líka með allskonar rökstuðningi. Líka með eða móti. Og það sem ég geri eða geri ekki er alltaf samkvæmt skyndiákvörðunum. Smá sýnishorn: 'Eta ekki þennan súkkulaðimola !!! kannske gæti ég fitnað af honum...núnú ner þá feit fyrir... og steypi mér yfir hann á næsta andartaki og gleypi hann....Gott eða ekki ..Hann var nú afar góður á bragðið það hefði verið slæmt að missa af því...og svo er mjög æskilegt samkvæmt vísindalegum rannsóknum að það sé hollt fyrir konur að borða súkkulaði.

Taramtatammm.
'Eg ætla að vera afbragðs dugnaðarforkur í dag..og flýta mér að því áður en ég hætti við það,,kannske ekki í allan dag en...

sunnudagur, október 22, 2006



Hér gefur að líta sögulega heimsókn... Strandarútubílstjórar og konur þeirra, sem komu í heimsókn í flugstöðina í dag og var vel fagnað.

Þau sungu fyrir okkur og við sungum rútubílasöngva fyrir þau. Hér er hópurinn og þessi glæsilega nýuppgerða gamla bifreið frá fjallagarpinum Guðmundi Jónassyni.



Hér eru þau Guðmundur, Guðjón og Inga á Hóli að glugga í bókina.


Hér gefur að líta Bjartsýniskvartettinn Há-GARG

sem söng í flugstöðinni í dag

Samansett úr upphafsstöfum nafnanna okkar.H.G =Herselía Guðrún, A fyrir 'Asdís, R fyrir Ragnheiður og G fyrir Guðjón.

Guðjón las síðan um svaðilfarir Strandapósts fyrr á tímum. og hér fyrir neðan er mynd þar sem gluggað er í Strandapóstinn.

Ég er búinn að gera skoðanakönnun um sjálfa mig.

Takið þátt í henni með því að smella á linkinn fyrir neðan.

http://www02.quizyourfriends.com/takequiz.php?quizname=061022184542-388247

Nú púbblissa ég póstinn!
Nú er það sunnudagur. 'Eg var svakalegur dugnaðarforkur í gær í flísalögn og endaði með því að koma öllum flísunum á sinn stað líka í kring um innstungur sem ég var búin að vera að mjálmast yfir að ég gæti örugglega ekki. Skúli bauð mér í einstaklega kjarngóða og bragðgóða kjötsúpu uppi á búgarðinum á Víðidalsá og svo kraftmikil var súpan að það rauk úr eyrunum á mér þegar ég rauk heim til að til að klára verkið og sagaði flísar svo flísarnar ruku í allar áttir. og gaf svo sjálfri mér sumarfrí í verðlaun skellti mér í það og kom heim í morgun á tuttugu mínútum sléttum. Fimm mínútum of seint í æfingu hjá bjartsýniskvartettinum en var fyrirgefið seinlætið.
Vitið þið hvað það er gaman að saga flísar það er bókstaflega geggjað. Og svona flísasög er alveg kolgeggjað verkfæri...Jón Gísli lánaði mér hana.... Nú verð ég að fara í hausþvott ekki dugar að mæta með hanakamb úti á flugvelli að baula með kvartettinum mínum.

miðvikudagur, október 18, 2006

Litla kisan mín er dáin..hún Skotta Dillirófa. Hún hafði lent í einhverju hræðilegu og ég fór með hana til læknis sem dró stóra flís úr bakinu á henni, þá virtist hún lagast en svo fór hún að fá stóra kúlu hinumegin sem stækkaði og stækkaði og hún hætti að geta farið upp stigann nema með hörmungum, ´hún var orðin eins og kameldýr með þessa kúlu og það mátti ekki snerta hana af því hún fann svo mikið til. Svo í gær þegar hún var úti þá hafði þetta opnast og var orðið að risastóru sári og hú lá bara og horfði afar angistarfull í kring um sig og var eiginlega eins og hún væri hryggbrotin.og svo dó hún bara. Kisulóran. 'Eg sakna hennar nú nú heyrist ekki lengur dynkur uppi kl 6 á morgnana og frekjulegt mjálm til að hleypa sér út. eða tipl í stiganum þegar hún var að hlunkast niður. Já það munar um svona kött.

mánudagur, október 16, 2006

Búin að smíða smávegis í síðustu viku. frekar löt var að dúlla við að prenta myndir á boli það er gaman en þær tolla ekki alveg nógu vel það er trúlega byrjendastraujunaratriði. 'Eg gerði tvær hrikalegar vitleysur í byrjun smíðaverkefnisins.en þær get ég nú lagað. 'Eg hef hangsað og étið of mikið og drukkið of mikið kaffi, en nú verð ég í smíðastuði á morgun mánudag væntanlega...held það... finnst það...
Það ríkti mikil eftirvænting í gær vegna söngvarakeppninnar, Það var kósí kaffi og kleinur í kaffistofu sauðfjársetursins í Sævangi frá þrjú til fimm og fannst mér gott að setjast niður að spjalla og hangsa meira, Svo heim í bað og enn betri slökun áður en ég reif mig upp og fór í veglega matarveislu á Café Riis...(Sem Rísfólkið s.b.r (ísfólkið)..bauð öllum sem tóku þátt í keppninni í), með þeim bestu svínum sem ég hef borðað steikt, og geggjað góðir kjúklingar . og Takk fyrir mig kæru Rísarar þetta var dásamlega góður matur. Stuðningshópur Adda mætti í bolum með áprentuðum myndum af Adda 'AFRAM ADDI...og Addi alveg nærri því táraðist þessi elska því við vorum svo flott og komum honum á óvart, og ég táraðist líka næstum því af því honum fannst þetta svo fallegt af okkur en hann átti það svo sannarlega skilið.
Fór svo með Adda og Hadda og Hrafnhildi fyrst í partí hjá 'Asdísi Leifs og svo á Rísball þar sem Stebbi Jóns og Bó (okkar þ.e. Bjarni Ómar) ekki Bó Hall... spiluðu fyrir dansi. þeir eru algjörir snillingar og gaman að hlusta á þá. Stuðmenn...
Letidagur í dag, var að koma mat í frystikistuna, og nú er útlit fyrir að verði smá vetur á morgun .

sunnudagur, október 15, 2006

Já það er þetta með október...HAnn er bara hálfnaður og ég man ekki einu sinni hvað gerðist fyrstu vikuna nema ég var að færa smíðadótið mitt út í Hlein. Nú og svo fórum við kempurnar ég og Halla laugardag og sunnudag sjöunda og áttunda á Hvammstanga... 'A námskeið í silfurskartgripasmíði hjá Einari Esrasyni Það var mikil og vegleg reisa. Við komum heim með fullt af silfri útskrifaðar með láði og frægar um alla Húnavatnssýslu. Bestar... á flottasta bílnum... Gistum á gistiheimili "Hönnu Siggu" á Hvammstanga þar var heitur pottur hann var að vísu tómur og sjónvarpið var jafn hundleiðinlegt og hér en við létum það lítt á okkur fá og lásum úrvals glæpasögur sem við höfðum með okkur í staðinn. Góðar..

mánudagur, október 02, 2006

Kominn október úff..hvað ætli hann beri í skauti sér ??? vonandi allt gott... nú verð ég að slá í með það sem ég ætla að framkvæma.sjitt...


Jólatréin mín eru greinilega farin að ná upp í miðjar hlíðar... það var algjört lúxusbílasafn á hlaðinu... Hestakerran frá Smáhömrum með flottu hestamyndinni á, plús hryllingsvagninn hans Bubba og nokkrar litlar kerrur. en hér verða bara sýndir þessir tveir..Gandalf hinn grái og Rakettan mín.


Þarna erum við uppi í Hlíðar-(Deildar)-skarði ég greyið og lyddan búin að gera alla þrælstressaða á leiðinni upp ég skammast mín ógurlega þetta gekk bara ljúft. (fokking ég)


'Ardís ekki stinga gat á Nonna


náði þér... hahaha...


Þarna er ein


Jú líklega er það ær..rolla..


Neei þetta er steinn....juuú víst það hreyfðist sjáið bara sjálf


Þarna ertu rolla.... hmmm


Hér er smalafólkið mitt að reyna að koma auga á kindur áður en lagt er af stað þea þeir sem ekki hlaupa í felur ef bólar á myndavél

sunnudagur, október 01, 2006

ÞAð er óhætt að segja að vikan er búin að vera lífleg í meira lagi, að ekki sé meira sagt.
Það eru galdrar og gjörningar í loftinu. Furðuvika. 'I dag varð ég skelkuð í meira lagi þegar ég fór í bíltúr með fjórum afkvæmum mínum á fjallajeppa Jóns Gísla. hann fór með okkur upp áHlíðarskarð.Gamla heyskaparveginn hans Jónatans. Samt væri ég nú alveg til í að fara þetta með honum aftur.. núna.. Því ég fékk að fara þarna niður aftur sjálf á bílnum..og það gekk bara vel. 'Ardís og Jón fóru með mér niður en Jón Gísli og Arnar löbbuðu fram fjallið. Þetta er þrusu vagn og vegurinn er snarbrattur og hallandi og ég veit ekki hvað. Fallegt útsýni, gamlar mógrafir og allskyns pyttir. Það var semsagt verið að smala í Steinadal eina ferðina enn. Síðan fór ég heim og bjó til tvo fiskrétti, annan góðan en hinn afar misheppnaðann...
'I gær var svo söngvarakeppnin það var svaka fjör og vel heppnað og má sjá ýmsar hryllingsmyndir af því á Strandavefnum. það er ekki hægt annað að segja en að mannskapurinn hafi gefið allt í þetta. Góður og kátur og skemmtilegur hópur... Það þjappar fólki saman að vera saman í söngstuði. Bjarni 'Omar átti náttúrlega veg og vanda af skipulagi þessu og á heiður skilinn. Og eins Rísfólkið "Hljómar eins og 'Isfólkið" að halda keppnina á sínum vegum.
Siggi Atla komst í fataskáp Báru Karls og var í Glimmer og bleiku dressi sem hann faldi undir galdrabúningnum til að byrja með. en reif sig síðan úr í miðju lagi. Aðrir voru venjulegri en samt allskonar trix í gangi. Það hafa verið æfingar alla vikuna.. en ég þurfti að æða til Reykjavíkur á fimmtudag fór með Ester og kom aftur á föstudag með Höllu. Augnlæknir kíkti í augun mín og gaf þeim bara góða einkunn og ég var ofsalega fegin. Var búin að vera smá áhyggjufull út af þessu.
Annað allt gott. Veður, stjörnur og norðurljós.