Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, maí 30, 2007

''Eg er búin að fara yfir þúsund km á þrem dögum fór í fermingu Dagrúnar , fór upp að Undralandi og í Steinó, fór vestur í Búðardal að skutla Hafdísi 'Asa og Bjarteyju, þau voru að fara suður með Jóhönnu Brynjólfs, það var svoo gaman að koma til Binna og Fanneyjar og spjalla um heima og geima og drekka kaffi. 'A heimleiðinni kom ég að þar sem Siggi Marinós og konan hans voru að draga rekastaur upp úr fjörunni Og var boðið í nammiveislu í Hvítuhlíð hjá þeim í rúgbrauð og smjör með'hangikjöt og kæfu, og pönnukökur og rjóma og sultu. Alveg himneskt. OG svo fór ég með Einari frænda yfir í Laugarholt og svo á 'Isafjörð í gær í póstferð með þórði til að læra að vera póstur,.... kom svo heim á þessum indælis póstjeppa sem er ekki með bilaðan dempara eins og gamli góði kagginn minn. skellti mér svo á kagganum í Bjarnarfjörð í heimsókn .
og fór svo aftur á í morgun á 'Isafjörð í aðra póstferð. Svo ætlaði ég að fara í föstudagsferðina en verð að fara suður í Reykjavík í staðinn í fokking hjartarannsóknina sem ég á að fara í, mæta á föstudagsmorguninn og mánudagsmorguninn, semsagt það þurfti endilega að eyðileggja fyrir mér helgina, ég er arfafúl yfir því, ég ætlaði að gera svo margt skemmtilegt, verð að reyna að gera það bara á morgun áður en ég fer.

mánudagur, maí 28, 2007

Annaríhvítasunnu.. svaka gaman í gær. þetta var með fjörugri fermingarveislum og það var bæði inni og útihátíð, tónleikar í sólinni í garðinum, börnin klifruðu í trjánum og Ungu stúlkurnar spiluðu á gítara og bassa og fermingarbarnið á trommur, tvær sungu og þetta var aldeilis frábær músik, Addi spiilaði og söng inni og Kristján og Siggi og Lára sungu líka...Inni var átveisla mikil þar sem fólkið snæddi holusteikt lambakjöt að hætti NonnaVilla og allt sem nöfnum tjáir að nefna með því. kaffi á eftir og risastórar stríðstertur sem freyddu í munninum og svo bragðgóðar að það gleymist aldrei. Dagrún fekk helling af fallegum og notadrjúgum gjöfum og peninga sem Tómas taldi saman svo engu skeikaði um leið og þeir skutust út úr umslögunum.'Eg verð nú að segja það samt að ég hefði frekar gefið henni flækjuhársprey heldur en krullublásaragræjur.... en hvað um það.. þetta var mjög spennandi, og sólin skein glatt. Nú er komið Hólmavíkurlogn ogvonandi hlýtt líka ég hef ekki haft tíma til að gá út hef verið að prenta út myndir og svoleiðis.

sunnudagur, maí 27, 2007

Hvítasunnudagur fermingardagur Dagrúnar 'Oskar á Kirkjubóli. Merkisdagur í fjölskyldunni. Allir komnir saman. Tvær litlu fjölskyldurnar. Hafdís 'Asi og Bjartey og Harpa Hinni og Diljá. 'Ardís, HannaSigga og 'Arný eru líka komnar og Simmi og Dísa....Vantar samt Gummó og Hlyn þarna frá Danaveldi...Hugsið ykkur mér finnst svo stutt síðan Hrafnhildur og Haddi voru að giftast í mega sólskini hér í kirkjunni. Og síðan tvö brúðkaup Svana og Nonni ,og Ester og Jón. Margar aðrar skemmtilegar uppákomur með tilheyrandi veislum ....skírnir...stórafmæli...'Aramót það er þegar allir árarnir fara á kreik og hittast við bálið. Og ýmsu er fórnað...
Nú ætla ég að setja hér textann við lagið mitt sem fór í hamingjulagakeppnina í ár.
Textinn sá er eftir okkur Dagrúnu fermingarstelpu.
Lagið heitir : Galdraþorpið og er að sjálfsögðu um Hólmaví.

Sé ég lítinn bæ, út við bláan sæ
gamalkunna götuslóð ég geng,
glaður máninn skín, dagsbirtan hún dvín,
draumar mínir rætast kannske hér.

Heiilluð ég er , af þorpinu og þér
húsin skökk og gömul heilsa mér,
Lítið bros þér frá , lýsir allt mér hjá.
hamingjuna finn ég kannske hér.

Ævintýrabærinn, ævintýrabærinn,
ævintýrabærinn minn.

Töfra bæjarins, taka hjá mér völdin,
hvað er það sem gerist hér á kvöldin?
'I hvamminum við fjöruborðið safnast fólkið saman
við söng og dans og hlátrasköll, það er fjarska gaman,
eg geng þar að og gái, glaður eldur logar,
allir syngja og dansa, hjá bálinu ég stansa.

Þetta er ævintýrabær, heilluð ég er,
Fæ ég enn að eiga stund með þér,
'Eina ósk ég á, ef elska þig ég má,
hamingjuna finn ég kannske hér.

Ævintýrabærinn, ævintýrabærinn,
ævintýrabærinn minn.

Svo mörg voru þau orð en kannske fæ ég að birta fleiri seinna. nú er sólin að skella sér fram úr skýjum, Illugaskotta hringdi áðan ofan af Holtavörðuheiði, hún var að fara í útskrift norður, Jón og Nonni komu í kaffi, 'Ardís er uppi á Undralandi, og Hanna Sigga er að hvíla sig inni í stofu, Við tókum svo svakalega törn hér í gær ég kom öllu fyrir og tók til í skápum kössum og kirnum og hún fór með regnbogaryksuguna, moppur og klúta um allt og nú er orðið svo fínt að maður þorir varla að anda , og allir eru reknir úr skónum frammi. Messa í útvarpinu, snjór í fjöllum, Ferming framundan og ég verð að fara að draga fram gamla fermingarjakkann minn sem hefur verið svolítið ( misjafnlega stór) gegn um tíðina, en er alveg ´vel nógu stór á mig núna ...ÞAð er afar ánægjulegt.Tíhí. samt einkennilegt hvað föt geta stundum skroppið saman í skápunum.

sunnudagur, maí 20, 2007

Þá er lagakeppnin búin og fór fram með mestu prýði í gær í félagsheimilinu. það var reglulega notaleg stemming og vel sótt . Öll lögin og flutningurinn fínn, og lagið og textann sem vann átti Addi minn. Lögin fjögur skemmtilega ólík. Krakkarnir með nýtískulegasta lagið, Nonni Halldórs með sveiflu og fjör, við Sabba með rómantíkina og Addi með partístuðið.
Nú er næst að fara suður á eftir og ég hlakka til að klára prógrammið fyrir sunnan í vikunni og koma heim að því loknu. Búin að standa mig vel í hreyfingu synti á fimmtudaginn og í gær 1km. í hvort skiftið. Nú er að vona að Elsku kagginn minn standi sig enn eina suðurferð... um Hrútafjörðinn. 'I verðlaun efþað gengur verður hringferð um landið ....'A kagganum....Tíhí.. kreisífín hugmynd.

laugardagur, maí 19, 2007

Lagakeppni fyrir hamingjdagana. (Bæjarhátíð Hólmavíkur )í kvöld í félagsheimilinu á þessu laugardagskvöldi klukkan hálf níu. Þar stíga á stokk víkingar miklir. prinsessur og drottningar, og þessu fylgir náttúrlega allt það stress og skemmtilegheit eins og í öðrum Hólmóvisionkeppnum, það ríkir stríðsástand í búðunum og verða háð einvígi og hausar munu fjúka.......Mætið og takið þátt þegar hönskunum verður kastað, og raulið með.!!!!!

sunnudagur, maí 13, 2007

Afgangurinn af sólarhringnum crasy evróvision, crasy kosningar, Samt crasy gaman,
ég held samt að ég sé lítið gefin fyrir rosa hávaða og kjaftagang. kláraði lagið og textann kannske er það of seint. Jæja það verður þá að hafa það.
Fór í kosningakaffi hjá Framsóknarflokknum. Það voru engir aðrir með kaffi.
Fór norður í nótt og í sund í morgun og í plöntuferð með Höllu. og næst er að fara suður. bless í bili. Nonni minn tengdó skifti um bensíntank í kagganum og var snöggur að. snillingurinn.

laugardagur, maí 12, 2007

Kosningadagur 2007. Frekar kalt í veðri. Eitthvað furðulegt liggur í loftinu. 'Eg er búin að prjóna einn kraga í morgun og horfa á þrjá leiðarljósþætti, fara með öll þessi lambalæri sem ég keypti í Bónus til Auju, og heimsækja Ingu, og kjósa. Maður er vanur að fyrirhitta grafalvarlega karla í kjörstjórn enhér voru bara þrjár flottar og glaðlegar konur, Sögðu reyndar að það væru karlar í yfirkjörstjórn. Lýður frændi var við dyrnar með skilti sem á stóð Dyravörður. sennilega til að vernda konurnar í fyrsta lagi að halda á þeim hita ef atkvæðin lokuðu ekki á eftir sér. og vernda þær fyrir ribböldum sem myndu troðast þarna inn og abbast upp á fólk með óviðurkvæmilegar stjórnmálaskoðanir. Það er smá sólskin eins og vera ber hér í kjördæminu og kosningavaka á Cafe Riis í kvöld. 'Eg þarf að skipuleggja það sem eftir er af deginum.

sunnudagur, maí 06, 2007

Og það var þetta með sundið, það var hörkuhvassviðri og skítkalt úti ..Jæja við ætlum nú ekki að fara að verða úti við þetta, Vorum inni við notalegheit og borðuðum góðan mat. Vitið þið hvað , ég heyrði í útvarpinu áðan að það er dagur gegn megrun í dag Alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun....Megrunarlausi dagurinn. þar sem allir eiga að vera virtir jafnt þó feitir séu og láta sér líða vel, borða góðan mat og líta jákvæðum augum á allskonar fegurð hvort sem hún birtist í líkamshreysti í formi fitu eður ei. Það var nú kominn tími til að fitja upp á svoleiðis degi.
Annars er ég að tína saman pjönkur mínar einu sinni enn og kvíði nú svolítið fyrir Hrútafirðinum...en...Skrattinn hafi það... bara ef kagginn minn þolir þetta....þá skal ég að mér heilli og lifandi koma heim á næstu helgi líka.
Og úlfur í sauðargæru er og verður....úlfur í sauðargæru.

laugardagur, maí 05, 2007

Og enn er ég komin heim yfir urð og grjót dauðans í Hrútafirðinum. þvílíkur andskotans stórgrýtisvegarspotti + partur af Bitru Kollafirði og Tungusveit. Það ætti að draga vegamálaráðherra á rassgatinu eftir þessum hörmungar vegi eins og hann er um þessar mundir, Allavega láta hann hjassast á fólksbíl fullum af ráðherrum þarna fram og aftur í eina viku, helst nýjum bíl sem yrði þá ónýtur eftir þá vikuna.
ég verð samt að fara aftur á morgun Kom með fullan bíl af dekkjum, ég keypti alveg ofsafín sumardekk hjá Jamil, alveg ný dekk á felgum reyndar var þetta gjöf á tíu þúsund kall. Oft er þessi elska búin að bjarga mér.
'Eg réðist til atlögu við dekkjaskiptingu. og gekk berserksgang við það nema öðru afturhjólinu náði ég ekki af hvernig sem ég reyndi, kom semsagt heim á einu nagladekki og þremur flottum sumardekkjum á álfelgum. varð að treysta á að löggan næði mér ekki til að innheimta fimmþúsundkall sem ég á alls ekki til.
'Eg er búin að sitja við að pússa nafnskilti sem ég er að gera á bát fyrir skólabróður þórdísar á Dallandi,, (Björk útvegaði mér starfið), og alveg að klikkast við því ég ætlaði að vera búin að gera þetta, en maðurinn sem á bátinn datt í sjóinn og við það seinkaði verkinu.
Svo er ég ekki alveg ánægð með hvernig þetta hefur tekist. Jæja samt ókey því verður ekki breytt. Nonni kom í morgunkaffi og var samstundis settur í að pússa meðan hann drakk alveg bleksterkt kaffi mjólkurlaust af því ég gleymdi að kaupa mjólk. Hrafnhildur og Jón Örn eru líka búin að koma, og Svana kíkti inn og vantaði flórsykur. Það er skítkalt úti og ég er búin að mála í stafina en verð að fara að gera eitthvað í þessu með dekkið.
Nú svo kom hér ungur og elskulegur maður og færði mér ofsaflotta gjöf sem á eftir að koma að góðum notum við allskyns smíðar og föndur,, alveg rosaflott,, Takk, takk.
Einmitt það sem mig vantaði,,,
Já nú á ég eftir að horfa á tvo og hálfan þátt af Leiðarljósi sem Jóna tók upp fyrir mig. Og var ekki hugsað að fara í sund ,,, ég er hrædd um að sundklúbburinn minn sé búinn að gleyma mér ...eða eitthvað... mjög dularfullt. Það væri ekki gott... Verðum að hafa árshátíð eða þannig.