Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, júní 30, 2003

Þetta er skrítið ...nýtt útlit á blogginu til að skrifa í

sunnudagur, júní 22, 2003

Ég hef verið að lesa Sjálfstætt fólk á kvöldin og nóttunni. Þetta er ekkert smá flott ritverk.....
Vodafone kagginn minn verður betri og betri með hverjum deginum.
Hvernig var þetta með Sæmund fróða ? Seldi hann ekki sál sína skrattanum? Og fékk svo fullt af púkum til að vinna fyrir sig gegn því að lofa að moka kolum í næsta lífi...? Ok svo svindlaði hann bara og riftaði samningnum helvízkur, Lét skrattann telja hrísgrjón sem hann subbaði út um allt.
Það kom upp gosbrunnur í bakgarðinum í gær, í ljós kom að það var í sundur sundur leiðslan að húsinu og hrepparar grófu holur sem fylltust af vatni, Ein afleiðingin er sú að þyngsta þvottavél í heimi stendur hér frammi á gangi og ég á eftir að tosa henni á sinn stað aftur,
Ég er líka að vinna í orkubúsgarðinum, það er nú lítið en skemmtilegt.
Ég er nýlega búin að fara til höfuðstaðarins, tvisvar. Í fyrra skiptið gisti ég hjá Árdísi og Aðalbirni. Í seinna skiptið . Gisti ég hjá Hönnu Siggu og hjálpaði henni að koma dótinu sínu fyrir á nýja staðnum Það er á Rauðarárstíg 34 annarri hæð. Við löbbuðum í Blómaval, og ég keypti efni í platta. Svo fórum við í Laugardalslaugina. og hringdum síðan í Simma og Dísu og fórum með þeim á kaffihús, og þau keyrðu okkur heim. Í bæði skiptin fór ég með Láru skvísu suður og við komum aftur daginn eftir.´´Eg fór líka í búðir með Árdísi og Jóni það var Gaman. Við komumst samt ekkert á köttinn í þetta sinn.
Sauðfjársetur: skemmtileg vinna. Baka, bera fram kaffi og spjalla við fólk...Svo eru heimaalningar sem börnin fá að fara með og gefa. Siggi kom og bjargaði mér í morgun og fór með mér að gefa þeim.. Eitt lambið slefaði á nýju skóna mína...Ég er nefnilega hálfgerður klaufi að gefa heimaalningum...

laugardagur, júní 21, 2003

Þetta er nú alls ekki hægt...þarna er ég búin að kveljast og þjást í nærri mánuð af því ég hef alls ekki komist inn á bloggið mitt til að skrifa og nú hringdi ég bara í Jón og hann reddaði þessu í hvelli.. Dásamlegt... Það hefur svo margt skemmtilegt gerst að ég man ekki helminginn af því.

miðvikudagur, júní 04, 2003

Ho Ho Ho...Við erum búin að opna sauðfjársetrið... með pomp og pragt á sunnudaginn.. og það kom fullt af fólki... í kaffi og Fjölskyldufótboltann... flott.. Bíllinn minn rann í gegn um skoðun í morgun ...án athugasemda...VISSI´ÐA Íhaaaaaa.
Ég slapp naumlega frá Gunnu á Ljótunnarstöðum inni í Staðarskála með því að laumast út um kjallaradyrnar út í rútu til Einars sem flúði út á undan mér, hún leitaði á klósettunum og um allt húsið.
Þegar við vorum búin að borða varð mér litið upp og sá þá hvar hún stóð við skenkinn og starði á mig, ég gaf Einari merki og hann flúði út með það sama. Hún kom síðan og þjarmaði að Stefaníu og Hrafnhildi og við vorum dauðhrædd um að hún myndi elta þær út í rútu. Þær komust út heilar á húfi og öll börnin líka. Einar brenndi af stað og stóð rútuna í botni þar til við vorum komin úr augsýn Staðarskála.
Árdís er komin í heimsókn í sumarfrí og er að glomma í sig kleinur hér um hánótt, nú förum við að sofa eftir viðburðaríkann dag. Bless Grýla mín

sunnudagur, júní 01, 2003

OOOOOOOOOOOOOO...Mig langar á Hróarskeldu..........