Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

'A morgun er miðvikudagur Vigtin bíður eins og einhver örlaganorn eftir því að maður stígi á hana vonandi þokast í rétta átt. ÞAð er eftir vika hér, búið að vera gott að vera hér og senn líður að því að ég fari að brytja grænmetið mitt ofan í mig sjálf. og eins og allir vita er það hellings vinna.
'Eg byrjaði daginn á því að brokka á bretti í 30 mínútur og hjólaði 12 km . Það er takmarkið að að samanlögðu sundi , labbi og hjólreiðum verði ég búin að fara sem svarar leiðinni heim eða lengra áður en ég kem..
Svo eru nú allar þessar gönguferðir í og úr mat þetta er eins og stífasta vinna. en það er gífurlegt át í gangi og ekkert verið með neina fýlu við matborðið og mikið spjallað á glaðværum nótum.
Vá hvað ég ætla að gera margt skemmtilegt þegar ég kem heim....

2 Comments:

  • At 9:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Og eitt það skemmtilegasta sem þú gerir verður að nudda mig korteri eftir að þú kemur heim.........

     
  • At 10:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Skal gjört frú mín góð

     

Skrifa ummæli

<< Home