Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, nóvember 18, 2006

Búin að fara í bæinn í afmælið, við HannaSigga hentumst í Hagkaup og fundum bangsa sem við skírðum Einsa af því afmælisbarnið Diljá Hörn er einsárs í dag. 'A leiðinni í afmælið sat ég með Einsa frammí og hann veifaði í alla sem voru við hliðina á okkur á ljósum og HannaSigga hafði af því megnustu áhyggjur, þetta er mjög notaleg íbúð sem þau eiga og afmælisbarnið réðist á Einsa og kúskaði hann niður á gólf og Einsi Bangsi varð voða glaður eins og "litli glæni hattinn í hattabúðinni "forðum daga. Við hittum Hadda og Hrafnhildi ,Jón Örn og 'Arnýju,Hrönn og fleiri, Þetta var mjög gaman.
Svo lögðum við á stað upp í 'Arbæjarhverfi og villtumst og fórumí hringi við umferðamiðstöðina en fundum á endanum réttu leiðina, 'Eg fór austur og kom á réttum tíma í kvöldmatinn.
Þegar ég kom hingað í tölvuna og setti á Strandir.is blasti við mér þessi fína mynd af H.7. meðal annars ...takk, takk, þetta var svooogaman að sjá húsið mitt. flottar myndir. nú eru eftir tíu dagar hér...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home