Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, maí 09, 2009

Það er sól og sumar í dag Öðruvísi var í gær en þá lenti ég í að sækja bíl og draga hann upp Ennishálsinn í foráttu skafrenningi og snjókomu, Árdís mín og vinkonur hennar á Blackfield sem kominn var á sumardekk. þetta var skemmtilegt, þær rétt sluppu líka yfir Holtavörðuheiðina áður en henni var lokað, en þar var líka vitlaust veður. Það var með eindæmum notalegt að koma í Undralandið eftir þetta. Ég heppin að vera búin að fá mér þetta glæsilega trukkadráttartóg.
Það er að bresta í Hólmavíkurlogn og sólskin, Andstæða þess er af doltið leiðinlegum uppruna hér á tanganum þar sem dæla hefur verið í gangi undanfarið og dælt rækjublönduðu klóaki upp úr brunni fyrir neðan Magga Jóhús, og rennur það ofanjarðar í afar grunnum skurði til sjávar, lyktin af þessu er angandi í MaggaJóhúsi og víðar um tangann. En sennilega er þetta krepputilraun til að spara. Samt soldið leiðinlegt, og maður er að afsaka þetta við fólk sem kemur að í heimsókn og er ekki orðið samdauna sparnaðarlyktinni. vonandi breytist vindáttin og fer að standa á haf út. Það er leiksýning , Elvar Logi í bragganum í dag og myndlistasýning á þróunarsetri og eitthvað fleira skemmtilegt.