Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, maí 28, 2006

Það var virkilega gaman á þessu söngvakvöldi, eins og reyndar öllum söngvakvöldum hér í borg nú til dags, sérlega vandaður flutningur og undirbúningur á öllu prógramminu, þökk sé öllum sem að því komu, Það er gaman að sjá troðfullan sal af fólki að hlusta á heimamenn á Ströndum syngja og spila og undirtektirnar voru frábærar. Við eigum alveg fullt af góðum (semjendum)...Aldrei séð þetta orð fyr... og flytjendum sem létu okkur í té lögin sín og textana, lögðu sálina sína í það að gera sem best og það tókst mjög vel,.
Nú eru kosningarnar afstaðnar og ég tryllti út í Broddanesskóla til að kjósa, kom við í Undralandi og tók með mér til baka hillurnar sem ég var búin að gefa 'Ardísi í geymsluna, 'Astæðan sú að mig vantaði þær í herbergi Bjarkar Illugaskottu frá Blönduósi/Canada. svo hún geti lagt frá sér fötin sín þegar hún kemur. Þetta er nú örugglega fátæklegasta herbergi í heimi , en það er gífurlega góður andi í því og það er nú aðalatriðið..Sagði ekki Einar Benediktsson "Ef inni er þröngt ,tak hnakk þinn og hest...Fólk hefur ýmsan hátt á með það, Björk Illugaskotta fer norður að Gjögri til Canada eða upp að Öskju og nýtur þess að horfa á stórbrotna náttúru... 'Eg Strandaskotta tek kaggann minn og fer eitthvað, horfi á norðurljós og stjörnur og sit og hlusta á fugla og læki og þögnina. Köttur heimilisins sem heitir Skotta Dillirófa fer út um nætur og veiðir smáfugla sér til gamans. Ekki veit ég hvenær dillirófan á afmæli en við hinar eigum sama afmælisdag 16. apríl, við erum furðuskottur og í Hrútsmerkinu. Ekki get ég annað sagt en að ég er mjög ánægð með útkomu kosninganna. Samt finnst mér alltaf leitt að til þess að einn vinni þarf annar að tapa.
'(Eg veit líka að sumum finnst það fíflaleg hugsun).
Það er gaman að hafa Adda og Brynjar sofandi hér inni í stofu, Við gáfumst upp við að horfa á kosningasjónvarpið og nú er klukkan að verða tvö. 'A morgun fara þeir aftur suður og svo fara þau í sólarlandaferð í viku áður en þau koma norður til að vera.
Það kom fullt af góðu fólki að hjálpa Adda að bera inn búslóðina sína, og svo fór það út í Sævang að setja upp flekana fyrir sauðfjársetrið, svo hjá því má segja að það sé kraftaverkadagur. Sendi góðar hugsanir till allra ættingja og vina og hlunkast í rúmið ..Þó fyrr hefði verið.

föstudagur, maí 26, 2006

Já það er kominn föstudagur og það fer ekki framhjá neinum að það eru kosningar á morgun. Búslóð Adda og Hildar er komin á staðinn með Gæja, og Addi og Brynjar eru á leiðinni norður. Það er líka Stóra Lagakeppnin annað kvöld í félagsheimilinu, um hamingjulagið í ár það verður nú spennandi og gaman. Það fæddist lag og texti sem ég sendi í keppnina...... Fyrr um daginn verður í félagsheimilinu kosningakaffi Hálistans og Joðlistinn verður með kosningakaffi í Bragganum. 'EG verð að fara að kjósa úti í Broddanesi af því ég drullaðist ekki til að fara og kjósa utankjörstaðar hér.
Það er komið heitt hreint vatn í húsið hér og það er alveg dásamlegt nýr heitavatnskútur... og ég sem hef farið hér heima síðasta hálft árið í snöggar sturtur með kolryðguðu vatni og frekar köldu. lét mér nú líða aldeilis vel í fullu baðkeri af sjóðandi heitu vatni í dag. 'Eg hlýt að breyta um lit og verð ekki svona brún áfram nema eftir sólböð oþh. 'Eg tók svakalega tiltektartörn á mánudaginn og smíðaði í leiðinni nýja innréttingu í (þvottahúsið) í kring um nýja hitakútinn þetta er mjög fínt þó ég segi sjálf frá. Það er svooo gaman að laga eitthvað til. svo var ég að taka til í herbergi Bjarkarinnar hún ku vera komin til landsins telpan. og í framhaldi af þessu varð ég veik og lá eins og klessa í rúminu með hita og svaf heilan sólarhring eða tæpa tvo. en er nú að skríða saman. Samt er ég eitthvað ferlega asnaleg...HEHE.. aldrei þessu vant.. Og svo náðist stóráfangi í dag....

laugardagur, maí 20, 2006

Húrra fyrir herra LORDI og hans þungarokkurum Frábærir karlar og búningarnir þeirra. 12 stig frá mér. svo fannst mér litháenarnir flottir.... ´Þetta var samt þrælfyndið og spennandi ROKK HALLEL'UJA.. Það er búið að vera fjör í dag Jón Gísli og 'Ardís að klára að skipta um gluggana á Undralandi það er alveg rosa flott.
Bangsi Jónsson sat í körfunni sinni með lampa hjá sér og fannst þetta nú vera fullmikið af því góða og það fór ryk á treyjuna hans og enginn dustaði það af eða skipti sér af honum fyr en ég bjargaði honum og ryksugaði hann pínulítið. ('Eg bakaði pönnukökur sem étnar voru með rjóma og bláberjasultu. Nokkuð sem ég ætla aldrei að gera aftur ) Samviska mín leyfir það alls ekki, Allt í einu skaut hún nefnilega upp kollinum eftir margra ára dásvefn...'Eg fór líka með pönnsur til sauðburðargrúppunnar heima í Steinó. þar voru 'Asdís og Margrét Vera að hamast við að gefa lömbum pela undir stjórn Svönu. Og Hanna sigga ætlaði að vatna. Gústi smíðaði stíur í gríð og erg og svo komu Nonni, Agnes og Jakob líka. ég fór aftur í Undraland og hafði til kvöldmat fyrir yfirsmiðinn og herragarðseigandann. og það var algjört nammi og afar heilsusamlegt að auki. Uppskrift frá Höllu og við vorum búnar að prófa það á fimmtudagsjúróvisionkvöldinu. Þetta er brokkoli/kjúklingaréttur bakað í ofni og ostur og fleira góðgæti ofan á mmmm. Nú ætla ég að skoða myndirnar sem ég tók.

mánudagur, maí 15, 2006

Siggi og Jón eru búnir að vera alveg ótrúlega þolinmóðir að losa nýju tölvuna mína við einhvern vírusófögnuð sem hafði settst á skjáinn og vildi ekki fara.Ef þeir tækju sér tímakaup sem sérfræðingar þá væri ég í vondum málum. En það hafðist að lokum að vinna sigur á ófétinu. og vona ég að ég þurfi ekki að angra þá meira með svona vírusakvabbi. 'Eg hef verið að mála fyrir utan vegg þar sem er sól í dag og það er svakalega skítkalt úti og ég var nærri króknuð þrátt fyrir sólina og dálítið logn.
Hitakútur heimilisins hrundi þegar ég steig ofan á köttinn, hefur ekki þolað hávaðann og sló út rafmagninu. ok er nú ekkert heitt vatn hér á H / 7.
Fór í klippingu til Láru í kvöld og fékk að fara í sturtu það var himneskt.
Það er ferlega asnalegt og forneskjulegt að verða að hita vatn í uppþvottinn.
'Eg er æðislega ánægð með klippinguna. Lára er snillingur.
Dagurinn í gær byrjaði með því að ég steig óvart ofan á skottið á kettinum þar sem hann var að gæða sér á kjúkling úr dós fyrir framan þvottavélina.Það heyrðist ferlegt mjaaaaaá og kattarskarnið beit sig fasta í ökklann á mér til að losna við mig af skottinu, mér varð hryllilega hverft við og stökk upp í loftið og öskraði af öllum lífs og sálar kröftum. Kisa þaut upp á loft sármóðguð hefur náttúrlega haldið að þetta væri kvikindisskapur í mér. Stuttu seinna sá ég hana vera að sleikja sig upp við einhverja útlendinga sem sátu úti á Galdrasafnsflöt..Nú er ég með gat á löppinni og risastóran marblett þar sem hún læsti annarri vígtönninni í....

laugardagur, maí 13, 2006

Fann þetta á blogginu hans Adda Sól og ákvað að stela því því mér finnst það svo flott.

KANNSKI
Kannski verðum við að hitta ranga fólkið áður en við hittum rétta fólkið,svo að við kunnum að vera þakklát þegar við hittum loksins þann sem hentarokkur.Kannski opnast dyr hamingjunnar á einum stað um leið og þær lokast á öðrum,en oft störum við svo lengi á lokuðu dyrnar að við sjáum ekki hinar semhafa opnast.Kannski er besti vinurinn sá sem þú getur rólað þér með á veröndinni ánþess að segja orð og síðan gengið í burtu og liðið eins og þú hafir átt eitt besta samtal ævi þinnar.
Kannski er satt að við vitum ekki hvað við höfum átt þangað til að við missum það, en það er líka satt að við vitum oft ekki hvers við höfum saknað fyrr en við öðlumst það. Það eitt að gefa einhverjum alla okkar ást tryggir ekki að viðkomandi elski okkur á móti. Ekki búast við ást í skiptum fyrir ást; bíddu þangað til ástin vex í hjörtum annarra og ef það gerist ekki, skaltu þakka fyrir að ástin hafi vaxið og dafnað í þínu hjarta.
Kannski tekur það einungis mínútu að brjóta einhvern niður, klukkutíma að láta sér líka við einhvern og einn dag að verða ástfanginn af einhverjum,en það getur tekið lífstíð að gleyma einhverjum.
Kannski ættir þú að reyna að ná í einhvern sem fær þig til að brosa, vegna þess að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ekki fara eftir útliti,það getur blekkt. Ekki fara eftir auðævum, þau geta horfið. Finndu einhvern sem fær hjarta þitt til að brosa.Þegar þú fæddist varstu grátandi og allir í kringum þig voru brosandi. Lifðu þannig að þegar þú deyrð verðir þú brosandi og allir í kringum þig grátandi.

föstudagur, maí 12, 2006

Já Bílaskoðun það er nú meira fyrirtækið... Corollan fékk skoðun eftir ég var búin að vera dulítið dugleg í hryðjuverkabætingatrefjastarfsemi sem mér er lagið og elsku kagginn minn fékk líka skoðun í annarri atrennu þegar hafði bættst í hann splunkunýr handbremsubarki og bremsuklossar. (Skúli ) hérna í garðinum er líka varahlutalager aldraðra tercela 4x4.
'Eg fór í fólksflutninga yfir í Djúp í dag, fór með fólk sem kom með rútunni yfir í Svansvík og það var svo mikið sólskin að ég var alveg að bráðna og sofna á leiðinni heim. Svo hafði Guiding light verið fært til útaf listahátíð í Reykjavík.. og maður er ekki einu sinni látinn vita...svei og fjandinn.

fimmtudagur, maí 11, 2006

Það er eins og sumir dagar séu hlýir sólskinsdagar þó það sé ekkert sólskin og skítkalt. En ég brá mér aðeins frá í morgun og þegar ég kom heim aftur lagði á móti mér kaffiilm langt út á götu og þegar ég nálgaðist meira þá heyrði ég kjaftagang og einhverjir voru að skrafa saman í eldhúsinu. Dularfullt og eins og í flottri glæpasögu. ég læddist nær og kíkti inn. OG sjá.... þarna voru Jón og Siggi ... ég fékk líka kaffi og svo upplýstist málið þeir voru búnir að hringja í Snerpu og tölvan......Og nú verð ég að fara aftur til gærdagsins....'I gær kom ég heim og settist við sjónvarpið niðri og heyrði þrusk uppi sem tilheyrði ekki því að kötturinn væri að hoppa þar og skoppa. Þá læddiust ég upp og þar sat Siggi og var að tengja forláta svarta tölvu sem Jón hafði komið með handa mér (og ég er ekki einu sinni farin að borga í henni.) Aukasjóðurinn minn fór allur í Bifreiðaskoðun. ... Svo þurfti að fá eitthvað frá Snerpu og ég hringdi í morgun en ekkert gerðist...Og þarna voru þeir búnir að græja þetta allt...snillingarnir... (Þetta er nú ruglingslegasta frásögn sem ég hef séð)
Og nú get ég skoðað allt mögulegt ( það vantaði litina á gömlu tölvuna).. og heyrt viðtöl og skoðað myndbönd..........(Það vantaði líka hljóðkort í gömlu tölvuna) semsagt Jibbí.. svo ég fór og eldaði nautakjöt og hafði hádegismat fyrir blessaða drengina Takk Tölvukarlar!!! og nú sit eg hér og það er allt í hrærigraut í hausnum á mér.. Þarf að forgangsraða og skipuleggja ýmislegt sem er ekki mín
sterkasta hlið . oftast kemst nú samt allt í verk sem ég ætla að gera -og þá án skipulags -.
Þá er bara að setjast aðeins niður með kaffisopa og láta sig dreyma.

miðvikudagur, maí 10, 2006

Það er sem ég hef alltaf sagt að sumir geta aldrei leynt því hvað þeir eru gloppóttir.
Ég fór með gamla bílinn minn í skoðun í gær og þar var einn sperrtur stórlax sem gat ekki hamið karlrembuna og spurði (fokking kurteis að vanda) hvernig geturðu keyrt á þessarri helvítis druslu.????hehehe.mér sárnaði nú smá,
OG mér sem þykir svo vænt um bílinn minn....Hann skilar mér allt sem ég þarf að fara. og er svo ævagamall og skemmtilegur. Ég myndi ekki vilja eiga Helvítis andskotans jeppadruslu eins og sá bratti á þó mér væri gefin hún. ég myndi skammast mín og finnast að aurunum væri betur varið í annað. Það er nú eitt að vera ánægður með sitt. en að þurfa endilega að vera að naggast út í aðra fyrir að vera öðruvísi. sumir meta fólk líka eftir peningum .

mánudagur, maí 08, 2006

Það er svo þykk þoka í kvöld að þegar ég var að koma frá Kirkjubóli þá sást ekki einu sinni á milli stika.
þetta er eins og á Skeljavíkurhátíð forðum....

sunnudagur, maí 07, 2006

Jamm Ættarhugboðið fari norður og niður, það er greinilega ekki á það að treysta þegar enski boltinn er annars vegar, svo Árný mín hafði betur og Jón dúsir enn í fyrsta sætinu. Það voru þessir sænsku gaurar sem hugboðið flaskaði á. Það (ættarhugboðið) hefur sosem brugðist fyrr eins og krosstré og aðrir raftar.Það er búið að vera alveg geggjað sólskin í dag og ég er sólsteikt og soðin (Skinka-Svínka).
Ennfremur búin að vera staðarhaldari á Kirkjubóli og í Galdrasafninu meðan fólkið var í Perlunni Bara búin að vera nokkuð dugleg að eigin mati, hengja út þvott og fremja hryðjuverk í boddíviðgerðum á bifreiðum svo þær fái skoðun, þær mega víst ekki líta út eins og gatasigti. Búin að skrúfa saman helling af þökum og hliðum á litlu húsin mín.spila á gítarinn minn úti á flugvelli á síðasta degi spilavítis eldri borgara. svo komu fljúgandi frá Akureyri í kaffi á sjöuna Skúli Gauta Víðidalsárbóndi og flugkennarinn hans Ragnar. Ég fór með þá í útsýnisferð upp á stíflu og heim á óðalið hans Skúla. Hann spilaði svo á gítarinn minn og söng Eyvind fjalla. sem ég tengi alltaf við sérlega skemmtilega helgi á Laugarhóli þegar ég heyrði þetta fyrst í æfingabúðum hjá leikfélaginu þegar draugagangurinn var sem mestur og verið var að æfa Tobacco Road, það var fjör.