Sunnudagur... Fór og synti í morgun, og svo í messu hér í kapellunni, ég skil ekki af hverju í ósköpunum þarf endilega að vera að strekkja með sálmana alltaf upp á háa C. hér syngur fólkið í salnum og alltaf er verið að hvetja kirkjugesti heima og annarsstaðar til að syngja með. þetta er haft í svo hárri tónhæð að þeir sem ekki eru óperusöngvarar , og á ég þá við venjulegt fólk sem hefði gaman af að syngja með , það getur ekki sungið nema í hárri falsettu og úr því verður þvílíkt píp mér liggur við að segja algjört fokking nágaul. Nú svo er ég oft að hugsa, Skyldi prestunum ekki leiðast að vera að þylja alltaf sama staglið messu eftir messu. Hver stjórnar þessu eiginlega , messusvörin og svoleiðis nokk. Og mega þeir ekki tala frá sínu brjósti. Eða hvað.... Þeir ættu allavega að hafa menntun til þess. En þetta er nú kannske ekki hægt að alhæfa. Séra Baldur í Vatnsfirði sagði einhverntíman að yngri prestarnir þyrðu ekki að tala þannig. 'Eg fór í eina messu þar sem hann talaði og sagðist vel og náði vel til fólksins. Það var á 100 ára afmæli Unaðsdalskirkju á Snæfjallaströnd og hann talaði um að fólk ætti ekki að láta sólina setjast yfir reiði sína. Það væri ekki hollt . Og sagði sögur því til sönnunar . Einnig talaði hann þá um brottflutning fólks úr sveitunum og að þeir sem eftir væru þyrftu að þjappa sér saman heldur en að eiga í stöðugu þrasi.....Nóg í dag ..sendi ástarkveðjur til vina og vandamanna..
Síðustu innlegg
- Langur laugardagur. Dugleg að strita í þjálfun. hj...
- Komnir tíu dagar, það voru steinbítskinnar í matin...
- Þetta gengur bara fínt hér ég er búin að dinglast ...
- takk Hildur mín fyrir að skella myndinni inn. ÞA...
- Fyrir þá sem sjá ekki Fréttablaðið:Þegar Fréttabla...
- Það er nú svo að prógrammið er að vaxa mér yfir hö...
- Það er prýðilegt veður í dag og vona ég að sé eins...
- Búnir fimm dagar, 23 eftir. Þetta hefur verið eigi...
- 'eg er búin að púla samkvæmt spjaldskrá þjálfara í...
- Gott veður hér 24 dagar eftir... Nóg að gera við a...
2 Comments:
At 10:22 f.h., Nafnlaus said…
Elsku snúllan mín, þín er sárt saknað. Hólmavík er ekki söm án þín.
Hér er búið að vera skítaveður síðan þú fórst. Flýttu þér heim og galdraðu góða veðrið til baka.
JJ fór að þinni fyrirmynd og skellti sér í 3-4 viku endurhæfingu í Stykkishólm. Þar er ekkert sjónvarp, ekkert útvarp og hann myglar úr leiðindum. Heima er best.
Kolkrabbaknús frá Kiðlingi
At 1:13 e.h., Nafnlaus said…
Oh takk elsku krúttið mitt sendi ykkur algkört big kolkrabbaknús úr útlegðinni
Skrifa ummæli
<< Home