Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, nóvember 24, 2006

'Eg fór út og keypti nokkrar jólagjafir í dag.
þetta er alveg hryllilegt óréttlæti að láta konur alltaf sjá um þetta þar sem á annað borð eru konur. Hugsið þið ykkur hvað það væri fínt að kallarnir sæju um þetta annað hvert ár.
Hugsið ykkur nú ef það væri líka hægt að gera þetta í sameiningu.
Þetta krefst bæði útsjónarsemi og skipulagningar og ég hef hvorugt þ.e.as. ég get skipulagt og fæ allskonar góðar hugmyndir, og finnst ægilega gaman að gefa fólkinu mínu jólagjafir, en þegar ég er komin út að versla. þá ruglast allt ,og ég kaupi kannske 3-4 gjafir handa einum og fatta svo á síðustu stundu að ég hef gleymt öðrum, segið ekki að þið hafið ekki lent í því líka.
svo eru bara sumir þannig að maður getur alls ekki fundið neitt sem þeim myndi hugsanlega líka, þeir eru sem betur fer í minnihluta, en svo eru aðrir sem maður finnur eitthvað sem mann langar beinlínis til að gefa þeim. 'Eg er farin að vera líka svo sein með þetta að það er alveg hræðilegt. alveg kófsveitt að búa til pakka kl hálf sex á aðfangadag,,,Reyndar gerðu krakkarnir þetta með mér þegar þau voru lítil og þá gekk það miklu betur. 'Eg fann í dag eina jólagjöf sem M'ER líkaði stórvel en ég er bara hrædd um að viðkomandi aðili fái margar eins.. semsagt að fleiri fái sömu hugmyndina...Þetta er einn í fjölskyldunni sem ég er aldrei í vandræðum með....
'Eg hef reynt að nota tímann hérna til að vera ekkert að pæla í þessu þangað til núna að ég fer að fara heim...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home