Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

ÞAð er komin hláka og ég veit ekki hvað. það er bara eins og það sé komið vor alltaf öðru hvoru örlar á vori í sálina.
Svo örlar á annarri hugsun sem örugglega er frá skrattanum.
ooo það er nú ekki nema febrúar...það getur ennþá komið hafís og hyldjúpur snjór og óveður.. EN.. við höfum nú lifað slíkt af áður og því ekki núna líka. Þessvegna skil ég ekki af hverju maður er að láta svona hugs hrella sig.. bévítans rugl....
Er að fara að sinna litlu galdraleirmununum á eldhúsborðinu.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Nú gerði ég einhvern skrattann og veit ekki hvað kemur út úr því. samt held ég að tölvan mín sé farin að taka sjálfstæðar ákvarðanir, en Addi segir að það sé rangt það sé alltaf ég sem geri eitthvað.úff púff
Sunnudagsmorgunn..eins og Bjarni Ómar og Kristján Sigurðsson sungu svo flott í gærkvöldi.. alveg var (hvað segir unga fólkið) geeeeðveikt gaman á þessu menningar og listakvöldi skólans. Ég á bara ekki orð til að lýsa því hvað mér fannst gaman...Flott, æðislegt, geggjað, frábært, meiriháttar...Stemmingin, og allt. Öll þessi tónlist oh dásamlegt, Spunameistarar leikfélagsins Bjarki Þórðar og Úlfar Hjartar fóru aldeilis á kostum. Listamaðurinn Bergur Thorberg með kaffimyndirnar sínar. rosalega hefði ég nú viljað eiga fyrir einni mynd. en ekki ber að sýta það.
Mikið rosalega þykir mér vænt um allt þetta fólk, og mikið rosalega erum við heppin hér á Hólmavík að hafa nappað Bjarna og fjölskyldu hingað frá Raufarhöfn , Og Stefaníu, Ég skil vel að Raufarhafnarbúar sitji með sárt ennið (nú eða Súrt eins og ein kfrænka mín sagði hér í den) og syngi um Ó-vinabæinn fyrir vestan.
Nú óskum við bara að Nonni Halldórs brilleri með lagið sitt í Skagafjarðarkeppninni. í gærkvöldi heimtaði salurinn að hann tæki
lagið Strandamenn, og það stóð nú ekki á því..
Það er held ég ekkert til eins gott fyrir geðheilsuna eins og söngur og spil.
Og það er alltaf eitthvað að gerast skemmtilegt .

mánudagur, febrúar 07, 2005

Það er aldeilis búið að vera fjör hér í norðvestrinu, geysifjörugt Idolkvöld á föstudaginn með pólitísku ívafi, góðum mat og drykk að vanda.
Tvöfalt fertugsafmæli í Bragganum hjá Hafdísi og Kela Þar var dúndur stemming sungið dansað etið og drukkið og spjallað, reglulega notalegt.
Spurningakeppnin í gær fór vel af stað. Stína stóð sig með prýði.
Smá örðugleika gætti í í hljóðgræjunum til að byrja með en Bjarni lagfærði það og setti monitor upp á sviðið. svo alltaf .smá örðugleikar með heyrnina hjá eldriborgurum .en allt reddaðist það.
Alltaf er samt einhver Í nöldrinu, og mér heyrist að fólk hafi myndað sér þær skoðanir fyrirfram að Addi yrði endilega að vera í þessu áfram, en það er nú bara eins og hvert annað bull . Og ég fer ekki ofan af því að þetta var til sóma hjá Stínu..
Nöldrarar ættu að reyna að temja sér jákvæð og uppbyggjandi viðhorf, en mér gengur illa að skilja svona niðurrífandi hugsunarhátt. því hlýtur að líða illa nú eða það er eitthvað að heima hjá því.
Og nú ætla ég að hætta þessu nöldri í bili..