Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, september 27, 2006

Leiðrétting Krukkurnar BIÐU... Það var einhver ellihrumleiki að hrjá blessaða myndavélina mín á smaladaginn svo því miður eu þetta einu myndirnar sem tókust en það var fullt af öðru fólki sem ég reyndi að ná á filmu og tókst ekki....Skollans...
Og nú er það karókíkeppnin....... Skemmtilegur hópur......Eftir að hafa hlustað á sjálfa mig syngja á spólu í gær fór ég að sofa og var með stanslausa martröð í alla nótt... 'Eg syng fyrir Galdrasafnið ..... 'Eg vildi að ég gæti galdrað í mig fallega söngrödd... ég er ekki ósvipuð galdrasafnskrummunum í rómnum.... Þeir eru messósópranar.


Heima í eldhúsi á H7.bíu nokkrar krukkur fullar af himneskri hollustu.


Afi Nonni prufar nútímatæknina ( Fjarstýringu á Pjakk ) ekki dugar það..Hrafnhildur horfir á.


Síðan var haldið til Hólmavíkur þar rakst ég á Afa Nonna (Jón Loftsson) og vinina Jón Örn Haraldsson á Pjakk, Pjakkur er mikill uppáhaldshestur og ber sig vel þótt aldraður sé.

Litadýrð: Dagrún og 'Asi


efri röð: Arnar, Jón Gústi II, Jón Gísli Leitarstjóri, 'Asi og HannaSigga.

fremri Jakob, Arnór og Jón



Jón Gústi II Tilbúinn í slaginn,,,,Við þokuna...


Jón, Addi Dagrún og 'Asi


Sylvía íbyggin á svip, örugglega ekki að huxa um óþekkar rollur.


Addi og Dísa Björk. Bubbi til hliðar


Hér koma myndir frá smalamennskunni í Steinadal í þokunni Þar var Arnór Jónsson fremstur í vlokki enda sérlega ratvís drengurinn

sunnudagur, september 24, 2006

'Eg sé stóra svarta flyksu sem svífur til og frá eftir því hvernig ég rúlla hægra auganu til og í gærkvöldi sá ég alltaf ljósglampa þegar ég leit til hægri. Kristján Sig,segir að ég verði að fara strax til augnlæknis. hann ætti nú að vita það og ég ætla að tala við einhvern á morgun.....Þá get ég farið í bíó í leiðinni....
Þegar eg var nú alltíeinu farin að heyra raddir líka áðan þá leist mér ekki á blikuna hér alein úti á Kirkjubóli. það kom svo í ljós mér til mikillar ánægju að það voru strumpar að tala saman inni í stofu í sjónvarpinu.
Nú varð mér alltíeinu ljóst af hverju þunglyndi mitt stafar... Það var GOLF á föstudaginn í staðinn fyrir Leiðarljós og mér sýnist að það verði líka GOLF.... AAARRRGH,.... eftir helgina eða þá knattspyrna á þessum tíma og ekkert sem maður fær að sjá af íbúum Springfield fyr en á föstudag. Nærri öll vikan eyðilögð....hvernig stendur á því að það er leyfilegt að fara svona með mann. Getur þessu ösnum sem stjórna sjónvarpinu ekki dottið í hug að gleðja mann með því að sýna þetta á öðrum tímum. svo er verið að endurtaka einhverja leiðinlega þætti . En það er ekki verið að endurtaka þessa ágætu mest spennandi krassandi, indælis skemmtilegustu Leiðarljósþætti. Djöfull þoli ég ekki fokking fólk sem talar illa um uppáhaldsþættina mína með einhverjum upphöfnum yfirlætissvip og glotti...fíflin...og svo kemur upp úr kafinu að þau laumast til að horfa líka en það má enginn vita það. svo aðrir sem horfa ekki og vita þar af leiðandi ekkert um hvað þeir eru að tala bara eitthvert bölvað bull....Andskotann kemur líka einhverjum við þó maður horfi á þessa þætti . Halda að þeir séu eitthvað gáfaðir ef þeir horfa ekki á þá og horfa svo á eitthvað alveg .........'Eg er hætt í bili....
nú er liðin einhver sá alleiðinlegasti laugardagur sem um getur á þessu herrans ári.
Þó með ágætu ívafi samt það er aldrei svo að ekki séu einhverjir ljósir punktar. Jón Gísli hjálpaði mér að saga efni í hús þökk sé honum kærlega fyrir það !!! og efnið sótti ég að Kirkjubóli samkvæmt leyfi Jóns. 'Eg er staðarhaldari á Kirkjubóli og hér voru bráðskemmtileg hjón´sem voru að fara norður á Strandir og fengu afbragðs veður í gær. það hlýtur að vera afskaplega ánægjulegt held ég að vera svona hjón sem hafa gaman af að skoða landið sitt, ferðast saman, og þau áttu varla orð til yfir náttúrufegurðina og höfðu svo gaman af þessu öllu, þau langaði að fara yfir í 'Ofeigsfjörð en sneru við hálfnuð með leiðina út með Ingólfsfirðinum og ætla að fara seinna og þá í fylgd með fleirum. ´'Eg fór með þeim upp að virkjun í morgun og upp á Stíflu svo þau gætu séð fram á Þiðriksvallavatn. það er nú ein perlan, en það er ekkert sem bendir fólki á að fara þarna uppeftir og skoða hvað það er fallegt þarna.
Sýndi þeim síðan Sauðfjársetrið og þau ætla að koma á Hrútadóma ef þau geta næst.'I dag er svo sama góða veðrið og ég er loksins búin að koma öllum berjunum mínum fyrir í ýmsum myndum. á bara eftir að grobba meira af því og taka myndir ofan í frystikistunni. Líka búin að þrífa mesta berjasukkið í eldhúsinu það var orðið allt blátt. Sendi svo Haddý litla dollu af berjum með Svönu sem var að fara á Bó.
Ester og Magga fara líka á Bó Sædís bauð þeim með sér.
Ojammog já. nú er ég hér að taka á móti gestum og bíða eftir gestum , nóg að gera ef maður nennir.
Nonni og JónGísli eru eitthvað að stússa í rollum í Steinó með Gústa. reka þær heim og láta þær út til skiptis...

föstudagur, september 22, 2006

Klukkan er að verða átta og sólin er að koma upp ég er að huxa um að koma mér í föt og fara út með myndavélina, það er að koma október, og það er einhvernveginn alveg ótrúlegt.
Ofsafallegt veður maður!! heiðskírt og logn, Frammi á frystikistu standa nú fimm ílát full af berjum bæði kræki og blá og aðalbláberjum sem þykja víst fínni en önnur ber, mér finnst öll ber góð og sýnir það kannske að ég sé ekki haldin þessu aðalbláberjasnobbi...Samt er ég farin að hallast að því að þau séu betri,og er þar af leiðandi með samviskubit gagnvart hinum tegundunum...'Eg fór með Höllu og Pat að tína í gær kl 7 og við vorum smástund, það dimmir orðið um hálf níu...
Loksins (líka í gær) tókst mér að klára stóru skjólgirðinguna sem ég byrjaði á árið 2001....með söginni góðu og nokkrum skrúfum, Ester var búin að mála spýturnar, 'Eg held ég hefði orðið ágætis smiður ef ég hefði farið í smíðaskóla á yngri árum, minnsta kosti finnst mér ég vera góð í þessu.. hohoho, saga spýtur þvert með rafmagnssög. og skrúfa þær upp....Tek að mér svona smáverkefni : Skilyrði stóll og borð og gott veður..Og efniviður sem aðrir leggja til....

föstudagur, september 15, 2006

Dúna kom í kaffisopa í gær og við fórum út í Hlein okkur klæjar í fingurnar að fara að þrífa þarna. Það hillir undir að við fáum heita vatnið. en við fórum með smá hitakönnu heldur en ekki neitt það má reyna að þrífa gólfið með því að hella á það.
Svo fór ég inn að Borðeyri þar sem Sveinn Karlsson setti nýja púströrið undir Kaggann ,Það var afturhluti sem þurfti að skipta um , fremri hlutinn er fínn, úr Skúla.
'A leiðinni inneftir var svooo fallegt veðrið og ég var alveg dáleidd af því. og stútfull af hamingjutilfinningu, vegurinn góður og maður lætur hugann reika (það í bland við að hafa hann( hugann) við aksturinn)...Það er ekki hægt annað en að hugsa um allt sem er fallegt. sólin skein og fjöllin stóðu á haus í sjónum. Ef ég hefði getað staðið á haus líka þá hefði ég hoppað út úr bílnum og gert það. en það er víst liðin tíð að geta gert svoleiðis æfingar. Gott að geta þó staðið í lappirnar.... Og alveg stórkostlegt að geta keyrt..... Viðgerðin gekk vel og svo varð ég að skreppa inn að Fjarðarhorni og kíkja á JónGísla minn og Kidda frænda.Þeir eru að klæða húsið með rauðri klæðningu það verður rosalega flott.
'A heimleiðinni á mínum nú hljóðláta kagga skellti ég góðri spólu með hljómsveitinni "Grunntón" í tækið og söng fullt af jólalögum með eins og "ég sá mömmu kyssa jólasvein" sem er eitthvert flottasta lag hljómsveitarinnar með brjáluðum trommutakti hjá Bjarna... Góð þessi hljómsveit..
Mér finnst að það eigi að auglýsa á strandavefnum karókíkeppni vinnustaðanna, sem Súper Strandanova...tíhí... Nú vaknaði ég eldsnemma og þvoði bílinn...

fimmtudagur, september 14, 2006


meiri morgunmatur


Nammi


Morgunmatur á Höfðagötunni

Ef vel er að gáð situr Skotta fyrir framan ugluhúsið og hvílir sig


Kærasti Skottu ekki veit ég hvaðan hann er eða hverra katta
Enn þetta dásamlega septemberveður. Skotta hefur ekki látið sjá sig innandyra síðan í gær og skýringin blasti við þegar ég kom út í morgun....KÆRASTI... sem hún daðraði við og gerði sig fína og líklega fyrir þangað til hann rauk á hana. Nú er semsagt kynlíf katta stundað í djöfulmóð hér í garðinum og hann dælir í hana kettlingum. Ljóta vesenið...
Nú er það ljótt.. 'Eg gleymdi að gefa kattarskömminni pilluna á sunnudaginn en bætti úr því á þriðjudag ..það virðist ekki hafa verið nóg því nú veður hún breimandi hér um allt og er alveg að drepast úr greddu...greyið...
Það er dýrlegt veður og ég var að setja skápana í garðáhaldahænsnakofann minn og næsta skref er að þétta hann með festifrauði,, verra með hurðina hana verður að smíða eftir kúnstarinnar reglum og ég nenni því ekki ..enn.. koma dagar...koma ráð...
Í morgun vaknaði ég eldsnemma og er búin að vera svaka dugleg og búa til fullt af bláberjasultu.. gamla skútan.. Borga fullt af reikningum, Ná í dekkið mitt til Danna,
'I gær fórum við Ester til að skoða nýju búðina hjá Sigfrid og 'Omari og það er sannarlega fínt þar. þar sá ég klukku með Sweet dreams letrað á og keypti hana .Þetta er nú einu sinni nafnið á uppáhaldsbíómyndinni minni.

mánudagur, september 11, 2006

Jæja eftir miklar rannsóknir og áhyggjur af stígvélunum komst ég að því að þau höfðu fundist og verið raðað snyrtilega upp við vegg hér í nágrenninu . ég varð ofsakát og fór strax í þeim á berjamó í rigningunni.
Það er búið að smala heima einu sinni o0g fór það þokkalega fram í vestan hvassviðri á laugardaginn. Það kom fullt af fé . 'Eg held að minnst af því hafi verið frá Steinadal. Broddnesingar fóru með sínar kindur en mörgu átti bara að sleppa aftur..Skil það nú ekki ....bara til að streða við að smala því aftur. finnst það hálf fáránlegt. en hef víst aldrei fengið gullið fyrir að hafa vit á kindum.... Við Nonni fórum á tveimur bílum og fluttum smalana fram á heiði, það var mikill vatnagangur í ánum. '
í gær fór ég svo í afmælisveislu Brynjars hjá Adda og Hildi Hann var voða glaður og ekki spillti það að Tómas kom líka .
Svo fór Nonni í Stóra púströramálið ...og framdi kraftaverkaviðgerð á sparibifreiðinni það var frekar erfitt að ná gamla dótinu burt en gekk vel að koma hinu saman. Þá er gamli kagginn eftir en það kemur nýtt púströr í hann núna eftir helgina og þá verður þessi útgerð væntanlega hljóðlátari en hún hefur verið undanfarið.

laugardagur, september 09, 2006

HJ'ALP Ef einhver sem sér þetta hefur fundið gömul græn gúmmístígvél liggjandi á götunni fyrir framan gamla kaupfélagið í morgun þá á ég þau.... OOOOOég vona að einhver hafi tekið þau til handargagns mig vantar þau svo....

fimmtudagur, september 07, 2006

Já þetta hefur verið góður dagur ég er búin að vera í stuði að taka til. Anna mín Jörg. er búin að vera í heimsókn í þrjá daga og við erum búnar að hreinsa mikið af berjum og tína fullt af kræki og bláberjum. hún kom með alla helstu dvd tónlistardiskana sína og lofaði mér að heyra og sjá. það verður ekki af henni Pálínu Önnu skafið að hún er eitt tónlistarséní. og algjör Pollíanna.. hún kom líka með sænsku Hagström nikkuna sína að lofa mér að prófa ...Geggjuð flott nikka.... Hún lagði svo af stað suður aftur í dag á rauða "Lettanum" sínum splunku nýja, með fullt af berjum og " Ella prestsins ( þ.e. Elvis aron Presley fullu nafni) á full sving. Hún hringdi áðan og var komin heim í Graceland. 'Eg er að baka hryllilega hollt brauð "a la Björk" með spelt hveiti ,rúsínum, hörfræjum, sólblómafræjum, graskersfræjum, eggjum, bláberjahrati, léttri AB mjólk og svona mætti ennþá lengi telja..... ojáojá.... í stuði með guði.

Nei takk séra Páll ekki stela blóminu frá tröllinu


Séra Páll og tröllskessan


Saftin mín....ó berjasaft með mikinn kraft


Hér er ýmislegt spennandi að að gerast Tröllin eru í losti...


Þessi mynd heitir unnið í drottni yfir morgunkaffinu....