Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, janúar 31, 2007

Jæja þá er Jón búinn að laga bloggið mitt svo ég get bloggað það þurfti að breyta orðum . ég hef ekki komist inn á það í þónokkra daga... Það birtir af degi smátt og smátt. Ekki var nú kæti í hug í gær yfir óförum landsliðsins okkar í handbolta og það að tapa fyrir þessum danaskröttum Hef ekki fleiri ljót orð um það. Hef samt miklu fleiri ljót orð ég er ekki viss um að ég þori að horfa á leikinn við Rússana. Jú okkar menn gerðu samt marga góða hluti í leiknum og mikið gaman þegar þeir fengu framlengdan leikinn ..eftir það fór allt á afturfæturna. Vörnin brást líka það gekk ekki upp Svona er þetta bara..sagði ungi maðurinn sem skoraði 15 mörkin í leiknum alveg niðurbrotinn.
'Eg fæ hryllilega gæsahúð af að huxa um þetta.

mánudagur, janúar 22, 2007

Aftur kominn mánudagur afskaplega hvítur og fagur allt snjóhvítt af frekar djúpum snjó.'Eg er ekki viss um að það sé heilsusamlegt að moka meiru af honum með handskóflu, 'Eg hf grun um að Halla sé stungin af til Hornafjarðar, allavega svarar ekki gemsinn hennar, og þá verð eg að drekka morgunkaffið mitt alein. sjitt...
'Eg er búin að baukast við að taka baðherbergið mitt smávegis í gegn mála og þrífa og henda gommu af drasli sem ég hélt að væri afar nauðsynlegt, það er allt annað að sjá þetta og flott að horfa í kring um sig ´þegar maður sest þarna niður. ég skrúfaði meir að segja upp rafmagnsdós sem Ölli reif einhverntíman lausa til að gá hvað væri undir henni held ég og var að leggja rafmagnið í eldhúsið niðri. Þetta hefur vaxið mér óskaplega í augum þeas. að ná í skrúfjárn ,skrúfu. plasttitt, og skrúfa þessa dós upp 'Eg er meir að segja búin að geyma lokið af henni í óratíma en loks hafði ég mig í þetta og nú er hún föst, lokuð og næs þarna í loftinu. brilliant...
Setti líka smá málningu kring um þvottavélina og það gjörbreyttist og þessi andstyggilegi bleiki litur sem ég málaði með þar einhverntíman í fornöld til að spara er á undanhaldi, gott mál það næsta skref er að taka meira til í þvottavélarhorninu, mér finnst þvottavélarhorn ekki nógu gott nafn á þennan flotta og gjörsamlega gjörnýtta stað, Hvað með miðstöðvarherbergi?? Hitakúturinn er nú þarna líka, og hillur og hengi fyrir ýmis verkfæri. Gólfflöturinn er að vísu dálítið tíkó ca. tveir og hálfur fermetri. öllu haganlega fyrirkomið , jú það er líka þvottakarfa þarna, útiföt og lappirnar af rainbow ryksugunni minni, fata með þvottadufti, flaska með mýkingarefni og þurkstatíf til að hengja þvott á. ég fékk kvörtun um að það sé ekki hægt að commenta á bloggið mitt af því það hverfi bara, mér finnst það nú skítt og vil fá að vita af hverju það stafar. ætla að spyrja Jón, Adda eða Sigga. Hannasigga getur samt commentað. Spurning.

laugardagur, janúar 20, 2007

Sat í gærkvöldi og horfði á tvær bíómyndir í tívíinu og saumaði í samanber textann "SINABER HÖND ÞÍN ER SÍFELLT SAUMANDI Í.. Ekkert syfjuð til kl hálf tvö..
Vaknaði og fór í trimmið gróf fyrst kaggann upp úr snjónum. Hitti Inda og Finnu sem á afmæli í dag.. Fór síðan heim og eldaði vondan hádegismat,, borðaði hann ekki, fór í heilsubað og langaði að laumast út á eftir í slopp til að gera engla í snjóinn á sólpallinum en þorði því ekki ef einhver myndi sjá til mín og þá yrði ég annað hvort kærð fyrir ósæmilega nekt á nærri því almannafæri eða að viðkomandi myndi deyja úr hræðslu. Nú er síðan eitthvert þorrahljóð í konunum , hittast á eftir kl eitt, svo þá getur fyrirhugaður torfæruakstur með Höllu á þeim flöskugræna ekki orðið, þar sem hún fer svo að vinna kl fjögur.... svei og fjandinn...

föstudagur, janúar 19, 2007

Gat það verið að þegar ég var í mesta commentastuði að þá skýst bloggið mitt upp á skjáinn.. dagurinn í dag byrjaði með heilsuræktinni fór síðan upp að Undralandi og gleymdi því sem ég var að sækja þar,, Eldaði svo mat sem var svo viðbjóðslegur á að líta að ég henti honum og keypti mér döðlur með súkkulaðihúð 150 grömm og hámaði þær í mig og drakk sprite zero með. það er föstudagur og hann er ekki á enda ekki veit ég hvað gerist næst nú er ég að fara að horfa á Leiðarljós ..'Eg þoli ekki ´þegar fólk er að reyna að vera fyndið og kallar þennann stórgóða og áhrifaríka þátt Leiðindaljós.. meiri bjánarnir.... og horfa örugglega bara á hundleiðinlega þætti. Vita minnsta kosti ekki hvað þeir eru að tala um. Halla fékk alveg hryllilega hugmynd um mig og vetrarferðir og ekki nóg með það heldur Mig og flugferðir líka...Má ég þá bara biðja um sumarferðir..Það er nú nóg að þurfa að fara á taugum út af þorrasblótinu.

mánudagur, janúar 15, 2007

'Eg vissi það að það er hægt að stóla á mánudagsmorgna til að vera í góðu skapi. Vaknaði yfirmáta eldhress og kíkti á snjóinn og krafsaði mig út úr dyrunum. það hefur alveg hrúgast niður þetta hvíta og búið að vera skítaveður framan af degi. 'Eg fór og verslaði helling af grænmeti til að svelta ekki í hel ef það yrði ófært út unm kjallaradyrnar því ekki dettur mér í hug að ganga um hinar,,,, Var að vesenast þetta fram og aftur og þegar ég var að elda mér grænmetisrétt í minningu Elludaga. var allt í einu komið sólskin úti , ég náði rétt að hugsa um að baka sólarpönnukökur áður en ég uppgötvaði það reyndust þó vera svaka bílljós sem lýstu inn um eldhúsgluggann. Og mér sýndist að einhver væri að reyna að keyra inn um gluggann, það reyndist vera Halla í torfæruakstri á (fallega flöskugræna bílnum), Við settumst í kaffidrykkju og grænmetisát og spjall um daginn..og veginn.. svo komu 'Asta og Dúna og við drukkum meira kaffi. Og sáum út um gluggann hvar Siggi kom með skóflu og sólstrandarhatt á hausnum og mokaði frá dyrunum og hvarf svo. ég kíkti til Jónu eftir að hafa farið í hálftíma brettagönguferð. eitthvað var ég nú stirð en ég hafði það... Dugleg ..Svaf pínulítið og missti af endanum á Leiðarljósi og fannst það afar leitt... en .....ekkert við því að gera..Og núna rétt áðan kom risavélskófla sem er að moka götuna og mokaði úr innkeyrslunni minni, það var nú fallega gert.

sunnudagur, janúar 14, 2007

Það er eitthvað svo skrítið með þennan janúar að það er eins og eitthvað ég held veðrið hafi leiðinleg áhrif á mig. það er jú vetur og eitthvað svo leiðinlegt og niðurdragandi í sjónvarpinu mynd um eitthvað hundleiðinlegt, ég er að reyna að hreyfa mig og sýna af mér einhvern dugnað en það vantar eitthvað upp á framkvæmdasemina,mér finnst líka vont að moka snjó út af þessu skrattans rifbeini sem ég hlunkaðist á á þorláksmessu annars gæti ég haft nóg að moka hérna í innkeyrslunni hjá mér, og það er einmitt svo hressandi og heilsubætandi að moka snjó það er allavega nóg af honum, Og ýmislegt sem er hressandi og heilsubætandi sem ég gæti gert ef ég nennti því, fjandinn hafi það, það er helst að hafa nóg af lestrarefni og liggja í því, Skal fara á bókasafnið á morgun, Verst ég er búin að lesa allar gömlu bækurnar en lengi má finna eitthvað, ég gæti lesið endalaust nú væri best að henda sér upp í rúm með bók, Samt langar mig meira til að gera eitthvað sem er ekki hægt, það er reyndar sunnudagskvöld og þá finnst mér að eigi að vera eitthvað alveg sérstaklega skemmtilegt í gangi og þegar það er ekki er ég hundfúl og sérlega leiðinleg. Kannski vakna ég eldhress í fyrramálið og finn mér eitthvað ánægjulegt að fást við, Mánudagar eru oft ágætis dagar að mínu mati þegar maður er búin að hanga heilan sunnudag og gera ekki neitt spennandi.....best að hætta þessu fokking þunglyndisrausi. Horfði á Kastljós með Dorrit áðan hún er ágæt.

laugardagur, janúar 06, 2007

Og í dag er 13. dagur jóla 6 janúar 2007. og jólunum lýkur að þessu sinni með kertaljóshafi og flugeldar og sólir í bland. 13 hefur lengi verið happatalan mín. Gleðilegt ár.


Hrímið á stráunum , sérlega hrífandi í lok ársinns 2006 sem var mér sérlega ævintýralegt og dásamlega hrífandi ár.

Veðrið, vinátta, vor og haust, vetur og sumar sólin, fjöllin, fuglarnir og gróðurinn, Lognið og rigningin, skoppandi lækir, Tunglskin, stjörnur, snjór, fólkið, börnin, Kertaljós, kærleikur,Tónlist, ást. Ein allsherjar listasymfónía. Strandir.is.

,



Gamlaársbrennukastalinn logar,


Þarna er nú farið að skyggja verulega


Tómas og Brynjar að snæðingi


Kósí notalegheit hjá Hálfa grenitrénu.


Flottasta hárgreiðslan


Þarna náðust nokkur af yngra fólkinu, Aftari röð alltaf frá vinstri ekki veit ég af hverju.
'Arný Huld, Arnór, Dagrún 'Osk, Jón Gústi Yngri, Brynjar Freyr, Jón Örn Agnes og Vilhjálmur Jakob,

Fremri röð: Tómas Andri, Jón Valur, Sigfús Snævar og 'Asdís nafna mín.



Piltarnir glaðbeittir á svip heldur minni snjókögglakoma á þeim.

Frá vinstri: Arnar Snæberg, Jón Gísli, Jón og Jón Gústi.



Þarna erum við að reyna að vera hryllilega virðulegar, ég vona að það hafi náðst betri myndir á myndavélina hennar 'Ardísar, Jón var nýbúinn að hella kóki og appelsíni yfir sína myndavél svo hún var ónýt.


Við konurnar í bananastuði meðan risastórir snjóhnullungar skella ofan úr loftinu á okkur

Frá vinstri :'Eg Gamla. og dætur mínar, Hrafnhildur 'Ardís Björk, Svanhildur og Jóhanna Signý



Þetta er felumynd af systkinunum Stóra spurningin : Hvar er Hanna sigga að gaufast???


Og þá eru það myndir frá gamlaársdegi heima í Steinadal.

Herramennirnir Sigfús Snævar,Tómas Andri . Jón Valur og Brynjar Freyr að bíða eftir því að fá eitthvað á diskana sína meðan fullorðna fólkið treður sér til að vera fyrst.

mánudagur, janúar 01, 2007

Það besta sem er til í lífinu eru vinir og fjölskyldur. ég óska ykkur gleðilegs nýjárs með þökk fyrir ljúfar stundir á liðnu ári og árum. Klukkan er hálf fjögur á nýjársnótt og ég var að keyra Hildi, Adda , 'Ardísi og HörpuHlín á bangsaball í bragganum. Hanna Sigga hreiðraði um sig heima hjá Tómasi og Brynjari. og við vorum að syngja áðan. Og í dag komu allir í gamlárspartí í Steinó. Þar voru allir nema Hafdís ,'Asi. Bjartey, Lovísa og Sylvía, Harpa, HinrikÞór og Diljá. 'A morgun verður afmælisveisla Jóns Arnar að vanda hjá Hrafnhildi og Hadda og þar verða H+H og Diljá, 'I fyrradag var afmælisveisla sem Brynja og JónGísli héldu fyrir 'Asdísi en hún átti afmæli í gær og svo annan í nýári á Sigfús Snævar afmæli.Við gerðum hellings tilraunir til að ná myndum af öllum.Eftr að sjá hvernig það hefur tekist. en nú ætla ég að henda mér í rúmið og vona að mig dreymi vel. Góða nótt.