Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, maí 31, 2004

Það hefur verið róstusamt þessa hvítasunnu fyrst dó Líni í Húsavík 28. maí á föstudaginn, svo dó móðir mín hún Signý 29. á laugardaginn og svo dó Raggi Kristjáns í gær, rétt þegar hann var búinn að fara í fermingarmessuna með honum Þórhalli litla, dóttursýni sínum. Það voru fermd átta börn ,Hekla Björk Jónsd, Björk Ingvars, Elín Ingimundar, og Herdís Henrys, og strákarnir voru Bjarki Einars, Indriði Reynis, Þórhallur Másson og Jón Örn okkar Haraldsson. Það var ofsa fín veisla sem Haddi og Hrafnhíldur héldu í Sævangi

þriðjudagur, maí 25, 2004

Sumarið virkar á mig þannig að ég fyllist hryyllilegum framkvæmdaeldmóði get varla sofið fyrir því ..helst allt að gera í einu, mála húsið utan, fara í sund og sólbað, gróðursetja fullt af fínum litlum blómum, taka til allsstaðar, mála grindverk, vera í vinnu, elda, baka, og hjálpa fjölskyldunni, þrífa bílinn, bóna það gerist kannske einu sinni á ári og þá bara öðru megin, fara í gönguferðir, sjóferðir, á tónleika, (ferðast) bara nefna það,, en yfirleitt þá gerist nú sorglega fátt af þessu, ég er þó ansi hreint seig við að liggja í leti, þvælast um og gera ekki neitt, lesa ruslbókmenntir og gera áætlanir sem ekki standast.

sunnudagur, maí 23, 2004

HOHOHO. sólskin og skítakuldi, ég lagði af stað út í Sævang í morgun en lenti á fatamarkaði og keypti þær þrjár flíkur sem ég gat troðið mér í undir því yfirskyni að mig bráðvantaði föt.. það er svo auðvelt að telja sér trú um slíkt.. verra þegar kemur að því að borga.... svo komu Sveinfríður, Hildur ,Addi og Brynjar í heimsókn Það var nú gaman.Svo fór eg í sólföt og fór út í garð til að verða sólbrún en þá var svo kalt þar að það var ekki hægt óg ég inn aftur, og nú er ég mest hrædd um að einnhver komi og sjái mig í þessum fötum áður en mér tekst að skifta.

fimmtudagur, maí 20, 2004

Tækjabúnaður á þessu heimili hegðar sér undarlega þessa dagana. Prentarinn minn prentaði út mynd af Rúgbrauði þegar ég ætlaði að prenta út mynd af Hólmavík....
Það er uppstigningardagur og þokkalegasta veður og sæmilega hlýtt.. (rosalega lítur þetta leiðinlega út) Jón og Siggi komu hér áðan og Jón fór með fullt af rusli í kerru fyrir mig á haugana.. 'Eg segi nú eins og 'Ardís ..það er alveg óþolandi að vera að bíða eftir að eitthvað gerist Andskotinn hafi það...

sunnudagur, maí 16, 2004

Og enner ég að bloggast á Kirkjubóli Jón er í Reykjavík og Ester er á leikæfingu hér er fullt hús barna og við fórum hingað því hér er barnvænasta umhverfi sem hugsast getur algjör barnaparadís. 'Eg,Hafdís Björk, 'Asi og Bjartey Líf og áðan fórum við til mömmu Signýju og hún var bara hress og fín og prjónaði pínulítið og fannst hún ver dáldið gömul að fá langa-langömmubarn í heimsókn. 'eg vona að við höfum náð góðum myndum úr þessari heimsókn

miðvikudagur, maí 12, 2004

Aldeilis frábært, Hér sit ég í splunkunýju skrifstofunni minni og skrifa á splunkunýrri tölvu með splunkunýtt kolsvart lyklaborð og svarta mús. 'Eg var búin að gleyma því hvað það er flott útsýni út um gluggana hérna.því það var alltaf dregið fyrir þá þegar sjónvarpið var hérna. 'Eg hef verið að vinglast um í dag og borga reikninga og uppræta verkefni sem ég hef ekki nennt að gera í sambandi við þessa sjúkrahússvist mína.
vænti þess að ég verði dugnaðarforkur á morgun,

þriðjudagur, maí 11, 2004

Veistu: að á tíu mínútum leysir fellibylur meiri orku úr læðingi en öll kjarnorkuvopn heimsins til samans.
Sjóðandi heitur dagur það sviðnar allt í kring um mann...Munur eða Morrinn Mhhhhö...
Grey morrinn... Lukkubangsi fór heim til mömmu sinnar í dag hann var svo hamingjusamur eftir þessa löngu og erfiðu útivist með ömmu....'Eg er mest hrædd um að ástarævintýrið í kaupfélaginu hafi varanleg áhrif á hann, þetta er áreiðanlega fyrsta ástin hans.

þriðjudagur, maí 04, 2004

Lukka er í brjáluðu stuði og að drepast úr óþolinmæði vegna framkvæmda.
Komin er eg í Kirkjubólstölvu enn. þetta er lúxus í annars tölvu hallærinu. ekki hefði mig grunað þetta um 1995 t.d. að ég ætti eftir að verða tölvuvædd kona og gífurlega háð tölvu í lagi.. það er eins og í gamla daga þegar ekki var rafmagn og ekki voru bráðnauðsynlegustu hlutir eins og þvottavél, þurrkari, eldavél, hrærivél, ryksuga, ísskápur, frystikista, og græjur, og fleira dót sem manni fannst fjarlægir hlutir. Svo þegar þetta var komið til búskaparsögunnar þá varð það eitthvað svo sjálfsagt og svolítið misjafnlega ómissandi. eins og tölvan mín er í dag..... raftækin komu reyndar ekki til búskaparsögu Steinadals fyrr en 1973 og 4.. þar áður var notast við salt og súr og bursta, grænsápu, sólóeldavél og þvottasnúrur, segulband og grammófón sem var knúið áfram með rafhlöðum. o.s.frv.
'Eg fór á tónleika út að Drangsnesi í gærkvöld það var Norðurljósakórinn og Gunnlaugur B. og Stefanía. það var gaman.
Stríðstertur og kaffi á eftir.
Stóra loftplötumálið er ekki komið í höfn og horfur með iðnaðnaðarmenn á reiki. ég er samt búin að fá ákveðnar hugmyndir um það hvernig það verði leyst. það að þurfa að bíða eftir svona nokkru á vægt til orða tekið ekki við mína framkvæmdaglöðu persónu.

laugardagur, maí 01, 2004

Hildur mín lánaði mér ferðafélaga suður, hann var nýbúinn að fara til vestmannaeyja með Adda. Það er lítill lukkubangsi. eins gott að hann hitti ekki Bangsa Jónsson hann hefði kannske reynt að kenna honum einhverja ósiði.
Lukkubangsi stóð sig vel á spítalanum, sat á náttborðinu hjá öllum blómunum sem ég fékk í afmælisgjöf, og gerði honör við alla sem komu að heimsækja mig. Gætti að litlum pakka með uglu frá Flórens á 'Italíu, sem ég fékk í safnið mitt.
Hann var alveg að drepast í bílveiki á leiðinni norður ældi tvisvar í farþegasætið og seinast í veskið mitt.
ekki vildi hann nú fá að sitja á húddinu gegnum göngin eins og B.Jónsson á leið í páskafríið.
'Eg er búin að sjá "Frænkuna" hjá Leikfélaginu tvisvar, þau fara vel með hana og eru í 'Arneshreppi í dag, 'I fyrsta skipti í níu ár sem Sabba fer ekki í 'Arneshreppinn, hinsvegar fór 'Asi með og verður áreiðanlega látinn sminka konurnar.
Tölvan mín er biluð holyshit og fokkifokk. andskotans leiðindi.... EN fátt er svo með öllu illt, og ég er komin út að Kirkjubóli og fæ að blogga hjá honum Jóni mínum, búin að lesa öll bloggin gott mál það.
Sumarið lofar góðu og Jón er búinn að gera vinnuplan fyrir sauðfjársetrið og við vinnum þar ég , Hrafnhildur og Grétar.
Það er allt á framkvæmdasviði á Höfðagötu 7. Stofan og eldhúsið komið niður í Undirheima, en vinnusvæði allfarið upp á efri hæðina. það kemur rosa vel út. Hönnuður hússins þ.e. 'Ardís yrði hrifin af því sem hefur bæst við síðan hún var hér um páska.
Grundarás þ.e.Guji frændi sá um smíðavinnuna og Svana Nonni og Agnes fluttu (fjöll) þ.e.a.s. stofuna niður og allt hitt upp. þau eru mögnuð, en það vissi ég nú fyrir, þetta virtist í fyrstu gjörsamlega óvinnandi verk. Þeim brást samt ekki góða skapið.
Eg er komin heim, það var alveg dásamleg heimkoma... eftir þriggja vikna dvöl í höfuðborginni. þar af frá fimmta apríl til tuttugasta og þriðja á Landsspítalanum , tvo daga á rauðakrosshótelinu. og fjóra daga heima hjá Hönzku. Þetta voru algjörir endurbóta og dekurdagar að ekki sé meira sagt, ''Eg náði að fara fjórum sinnum í sund og á leiksýningu á hundrað og einum Frábært... áður en ég fór í þetta niðurskurðardæmi, ( annað fólk fer í uppskurði). Síðan var ég í höndum lækna og hjúkrunarliðs sem lappaði upp á boddíið, líka frábært. Og ég er semsagt komin heim, með tvö smá göt á annarri hliðinni. ekki samt með slagsíðu gamla skútan. það stendur nú til bóta.