Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, júní 27, 2005

Nú er mér nóg boðið hvað haldið þið að hafi blasað við mér í morgun þegar ég fór út. Helvítis drullu skíta andskotans klóaks vatn í innkeyrslunni minni.
Ég klifraði inn í bílinn en það fór smá ógeð inn í annann 17 000 króna íþróttaskóinn minn. segi nú bara eins og væri ég Jón Alfreðsson, djöfull og helvíti, hann hefði nú kannske orðað þetta aðeins öðruvísi t.d. að helv. kerlingarp. hefði nú ekki þurft að vera svo andsk. vitlaus að fara að vaða í þessu. en ég var svo fúl að ég hugsaði þetta bara.
þetta er algjörlega gjörsamlega óþolandi ég æddi út í kjallara á 13. og dröslaði pokanum yfir niðurfallið. Hver andskotinn er það sem bannar að það sé sett niður rotþró fyrir Höfðagötu 7. ætli það sé verkfræðingurinn fyrir vestan sem er enn að hugsa. hann ku vera búinn að hugsa mikið og sjá að það mætti gera "þetta "skilst mér ," eða hitt"
en lengra nær það nú ekki. Svei og fjandinn.
Jæja Ég reyndi að setja tvær myndir á bloggið mitt í dag og þær fóru á Hildar blogg en nú eru þær horfnar Addi minn segir að þegar eitthvað svona tekst ekki þá hafi ég gert einhverja vitleysu og þannig hlýtur þetta að vera ég ætla að reyna aftur á morgun. þetta var góður dagur.
Ég fór í sund kl 10 í morgun og átti sundlaugina ein það var einkar notalegt. hangsaði svo hjá Viktoríu í upplýsingamiðstöðinni.
Þar næst fór ég með Danna að ná í krossviðarmyndina hans og Óli skellti henni upp á húsvegg á Varsjá ég er bara ánægð með hana.
Í kaffinu fór ég út á sauðfjársetur og splæsti á mig kaffi og meððíi hjá Hrafnhildi minni og Stínu og spjallaði við þær dágóða stund. síðan fórum við Saga yfir í Bjarnarfjörð í Svanshól og ég heimsótti Ingu líka.
þegar heim var komið. hringdi Siggi galdrameistari og við réðumst í að flytja myndirnar mínar af bakgarðinum yfir á austurhús galdrasafnsins sem snýr að götunni, það er alveg sýnilegt að það vantar galdrasafn í þetta þorp sem er á myndunni.

laugardagur, júní 25, 2005

Hohohó sagði jólasveinninn.....Það mígrignir og allir eru að mála húsin sín, Húsið hjá Svönu og Nonna tekur aldeilis stakkaskiptum, það verður alveg svakalega fallegt. :Eg er búin að gera enn eina krossviðarmynd, fyrir Danna til að setja framan á Varsjá, Jón Gísli minn heldur að hún muni valda árekstrum á Riishorninu,
Danni ætlar að þvo fyrir mig bílinn í staðinn. Ég var nú heldur betur hreykin af sjálfri mér í gær, þannig var að í fyrrakvöld losnaði hliðarrúðan í bístjórahurðinni á bílnum mínum úr sleðanum sem hún situr í OG ég greip hana þegar hún var að detta niður í hurðina þar sem hún hefði brotnað í mél. Svo í gær tók ég á mig rögg og skrúfaði hurðina í sundur og límdi rúðuna aftur í sleðann setti allt saman og....eins og nýtt...gamla seig.
Létt og laggott er farið að æfa fyrir Hamingjudaga. við verðum með þrjú lög. Einhver var að röfla um auglýsinguna um hagyrðingakvöldið.fannst að það hefði átt að auglýsa hvaða hagyrðingar yrðu. Mér finnst nú meira spennandi að vita það ekki , en sýnist sitt hverjum... Það er stórtraffík á Galdrasafninu upp á dag hvern...Björk Illugaskotta er að spóka sig uppi á hálendinu þessa dagana, Skotta Dillirófa virðist hafa yfirgefið okkur endanlega..einn daginn þegar hún var ein heima ákvað hún að þetta gengi ekki lengur. við höfum ekki fundið hana en hún borðar hjá hlunkunum hennar Viktoríu. Annar þeirra virðist nú reyndar líka vera á einhverju
ralli. Jameson er búinn að setja kattalúgu í útidyrnar hjá þeim.

sunnudagur, júní 19, 2005

Sunnudagsmorgunn og hálfgert leiðinda veður. Furðuleikar í dag á Sævangi. Árdís mín fór suður í gær sagði að það væri betra að fara á kvöldin og minni umferð., ætlaði út með Hörpu þegar hún kæmi í bæinn. Kattarskarnið reyndi að veiða Jón lærða í gær og olli skelfingu með því athæfi sínu, sennilega verða haldin réttarhöld yfir kvikindinu, þar sem hún verður látin verja heiður sinn sem veiðiköttur, en ekki eingöngu nútíma dósamatarletidýr.
Ég var að mála í gær og sturtaði niður fullri dós af okkurgulri málningu og þegar ég var að sópa henni í dósina aftur með stórum bursta þá flaug hann úr hendinni á mér út í loftið og lenti með slettum og gauragangi (Burstinn fljúgandi) og ég var heillengi að þrífa ósómann upp. Ég er komin með stress út af bæjarhátíðinni og því sem ég hef álpast til að ætla að framkvæma.."Svei og fjandinn hvaða hvaða " eins og stendur í einu af mínum uppáhalds kvæðum eftir Hallgrím Pétursson, gott ef ekki í passíusálmunum. Ojamm. Lukka er í fýlu og þá er hún verulega leiðinleg.

sunnudagur, júní 12, 2005

Sunnudagskvöld og fröken Skotta Dillirófa er alveg búin að samþykkja okkur hér á Höfðagötu 7 ..sem betur fer... Hún kemur og fer og veit nú alveg að hún á núna heima hér. OG í gær vitið þið barasta hvað??? þetta litla kvikindi var búin að miða út annað hrafnsungaflykki galdrasafnsins og veiðigleðin ljómaði af henni þegar Björk sá til hennar og gat afstýrt því að hún myrti ungann... Þvílíkt og annað eins.
Ég er búin að mála þriðju myndina mína og á bara eftir að koma henni upp.
Á henni er annar endinn á litlu sjávarþorpi sem byrjaði á síðustu mynd.....
Á morgun verð ég hvunndagshetja á ný fram á næsta föstudag.
Það komu yfir áttatíu manns á galdrasýninguna í dag.
Við Bía og Sigurður Kári fórum í kaffihlaðborð á Sævangi..nammmmminammm..
Lukka vill láta sönghópinn okkar heita ,,Graðar gellur,, en það gengur nú alls ekki á svona Bæjarhátíð, svo hún skal ekki komast upp með það.

fimmtudagur, júní 09, 2005

Þetta er stórskrítinn dagur. Hildur mín og Brynjar minn lögðu af stað suður eftir hádegið, það er alveg svakalega autt og tómlegt hér, við Björk og Skotta skröltum innan um húsið, Björk eldaði sérlega holla og nærandi súpu til að hressa okkur við, verst er að ég held að ungfrú Skotta hafi verið að uppgötva að þau séu farin suður en vonandi rjátlast það af henni.
Ég verð að lofa henni að tala við þau í síma.

miðvikudagur, júní 08, 2005

Undarlega leiðinlegt veður en afar grænt allt út að sjá, gróðurinn hefur fengið þessa langþráðu vætu sem vantaði allt var orðið skrælnað. Sennilega er hlýtt úti, ég er að vinna í því að komast út, ég er í mjög svo nauðsynlegri fataviðgerð. Hildur fór með Brynjar í leikskólann, og hafði farið í björgunarsveitarpeysuna mína og vetrarhúfu, og líktist ég veit ekki hverju. allavega ekki Hildi sem alltaf er svo snyrtilega til fara, ég vona bara að hún fari ekki í þessari múnderingu upp í skóla, þá verður alveg sýnilegt að ég er búin að spilla henni síðan þau fluttu. púff púff. Vonandi geta Siggi og Sæsi sett upp trönurnar aftur í dag.

þriðjudagur, júní 07, 2005

Það er rok og búin að vera rigning og fiskatrönurnar hans Sæsa hafa fokið um koll, það er hryllilegt að sjá þetta .Ég þori ekki að gá norður fyrir garðinn minn hvort myndirnar mínar hafi fokið líka. ÆÆ og þarna er Sæsi kominn og stendur og horfir yfir eyðilegginguna og náttúrlega ekkert hægt að laga þetta fyr en lægir, ég vona að þeir gefist ekki upp, það verður bara að setja fótstykki á þetta úr stórum röftum.
Hildur eldaði kjúkling og við þrjár og Brynjar erum að springa í loft upp.
Ég fór út í kaupfélag áðan og það var ekki skemmtilegt. Það var hryllilega leiðinlegt.
Ég fór líka til læknisins í dag og hann sprautaði í einhverja taug og sagði að ég myndi kannske lagast eitthvað eftir tvo daga en yrði kannske vont fyrst. Ég er búin að hafa mig hæga síðan.
Það er mjög gaman að hafa Hildi og Brynjar hér, Addi fór suður í gær með Guja og byrjaði að vinna í dag fyrir sunnan. Hildur ætlar að fara á fimmtudaginn, Skotta er farin að fatta það að hún á hérna heima núna, en kannske leggst hún í sorg þegar þau fara. Þá verðum við bara fjórar eftir, tvær skottur , ég og Lukka og leggjumst líka í leiðindi.
Það eru skólaslit á morgun og Jón Örn er að fara í stigspróf í tónlist einmitt núna. Jón Gústi er farinn að vinna í KSH í búðinni.

laugardagur, júní 04, 2005

Skrítið . það hefur verið svo mikið að gera hjá mér....Hvaða bull er þetta annars...Jú ég hef verið afar upptekin af því að mála tvær myndir á stórar krossviðarplötur og festa þær norðan á garðinn minn. þar sem snýr út að Hólmadrangsplaninu. Ég ætla að gera eina enn en hún verður áframhald af hinum og kemur til með að sýna lítið þorp O.S FRV. á þeim sem komnar eru er himinn og haf, klettar og bátar. Ég hef ennfremur fengið vinnupláss til að vinna fyrir Strandagaldur og er það úti úti í Hlein. Ég var að þrífa þar dálítið til og byrja þar á mánudaginn. Það er laugardagur í dag og í gær var föstudagur..merkilegt nokk....
Nú erum við Brynjar bara heima og foreldrar hans eru á kennararalli.
það er fokking landsleikur í sjónvarpinu .fuss og svei.