Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, febrúar 23, 2010

'I dag er búinn að vera bylur...það er víst vetur..ég er búin að mála slatta og fara tvær ferðir í kaupfélagið af því ég gleymdi málningu sem ég ætlaði að kaupa í fyrra skiptið. en sú seinni ferð varð ekki til fjár því Hjörtur hafði stungið af og ekki hægt að láta annað fólk blanda málningu. það hefur fennt fyrir gluggana og ég er að hugsa um að fara að sofa eða skríða upp í rúm með góða bók. Dúna kom í kaffi og sviðasultu með mús það var algjört nammi. mjög þjóðlegt...

sunnudagur, febrúar 21, 2010

Þau Jón Gísli og Svana og Nonni eru búin að vera að einangra og setja járnið á heila hlið í dag hér á H/7 þetta er snilld. Og þau eru búin að vera eins og Tarsan í trjánum í þessarri klifurgrind sem er stillans....Alveg er ég viss um að stillans er dönskusletta...
ég er hinsvegar buin að elda kjötlæri og skjótast tvisvar yfir Steingrímsfjarðarheiði.

laugardagur, febrúar 20, 2010

Það er frekar, nei afar gott veður,nærri því logn ,Já ég ætlaði að segja eitthvað annað, Nonni og Svana og Jón Gísli voru hér í dag að vinna í hlið þeirri á húsinu sem snýr að upptökum Höfðagötunnar. þau koma kannske á morgun líka,Ég hef ekki verið dugleg í dag, búin að hanga og prjóna og horfa á gamla þætti með Ómari Ragnarssyni. Ég sá að það kom kranabíll með Skútuna hans Sigga, hún hafði sokkið við bátabryggjuna og það var búið að veiða hana uppúr,

þriðjudagur, febrúar 16, 2010

Rafmagnspípan ,morgunkaffið,besta kaffi í heimi. og viðbjóðslega leiðinlegt blað.
Það er mesti munur að vera með ennisljós og Joly gleraugu
Spurningin :Úr hvaða skepnu kom þetta egg?
Þetta er alveg splunkuný uppfinning ..Rafmagnspípa.
Spurningin er...Hvað er þetta?
það er soldill vetur úti núna seinni partinn í dag. föndur eftir hádegið og soleiðis ég er búin að saga fullt af gluggum á þrjá burstabæi kötturinn Lúsífer er alveg spinnigal þegar veðrið er svona. Ég er líka alveg spinnigal. eins og kattarófétið.

laugardagur, febrúar 13, 2010

Ég hef ekki bloggað lengi en nú er kominn tími til að tjá sig aðeins um lífið og tilveruna hér á hólmavík Hér er logn dag eftir dag eftir dag. Það eru þrír menn með hjálma að labba út stóru bryggjuna og draga á eftir sér uppblasinn bát og í honum stendur eii maður sem er líka með hjálm Þetta er á allan hátt mjög dularfullt.en skýrist með því að nú ætla þeir að draga bátinn upp með krana ónei nú hoppuðu tveir þeirra í sjóinn.og nú sá þriðji og nú eru þeir að svamla þarna fram og aftur. fimm gulir hausar og einn bátur sem héðan úr glugganum mínum séð virðist vera á hvolfi.
ég fór og lagaði kaffi og bjó til vöfflur kl tíu því þá ætlaði Jón Gísli að koma að smíða en hanner nú ekki kominn enn svo ég át vöfflurnar og drakk kaffið en í þessum töluðum orðum er hann að renna sér hér framhjá á gula smíðabílnum sínum. Báturinn hefur aftur snúist við einn svartur kall á bryggjunni einn gulur í bátnum og þrír að synda....
Sig Atlas. hafði afmælisveislu í galdra tjaldinu í gærkvöldi þar var á boðstólum eðalbjór og pinnar með allskonar góðgæti...Kallinn er snillingur....Fullt af skemmtilegu fólki...