Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, desember 30, 2002

Sunnudagur 28. Ég og Hanna Sigga skelltum okkur til kirkju að Óspakseyri. Mér finnst kirkjan á Eyri einhvernvegin alltaf vera mín kirkja. Kannske af því ég er að miklu leyti frá Gili. Sólrún og Jón og Ella fóru líka, og Indi og Finna, Svo voru Hákon, Lilja, Steina og Lóa, Gunnhildur og Kalli með lítinn strák., og Sigga og Gulli. Sigga var að taka við af séra Ágústi sem er orðinn of gamall. Við Sólrún fórum með kerti á leiðið afa og ömmu á Gili, og Lýðs móðurbróður.
Öllum var síðan boðið í kirkjukaffi út að Enni á eftir. Það var svaka flott veisla og allir átu eins og þeir hefðu verið í svelti um jólin.
Víð Hanna Sigga fórum svo í Hættuspil út að Kirkjubóli eftir að hafa sofið helling þegar heim kom. Pétur frændi var þar og í þetta skipti vann Jón Jibbí. Ókey blessbæ
Föstudagur 26. og laugardagur 27. liðu í dýrðarinnar rólegheitum, nuddaði fullt af fólki, og hittum fólk, fórum út á Skeiði í jólabúð, fórum út að Kirkjubóli í Hættuspil og´´eg vann hahaha. Hanna Sigga nuddaði mitt gamla og þreytta bak með úrvals olíu og það var þvílíkt notalegt. hún er mjög lagin við þetta. ég var eins og splunkuný manneskja á eftir.
Annar í jólum 2002. Við Hanna Sigga rifum okkur á fætur þ.e.a.s. ég reif mig á fætur og las heila bók, brandarabókina sem Gústi fékk í jólagjöf. Hún er ágætis hlátursvekjandi bók. og þarna flissaði ég ein frammi í stofu þangað til HannaSigga kom að gá hvað væri á seyði og spurði hvort ég væri að verða vitlaus, en ég las bara fyrir hana nokkra brandara..
Svo fórum við inneftir og ég flytti mér að finna texta fyrir Lilla frænda af því hann ætlaði að vera forsöngvari á jólatrésballinu.
Nú nú svo fórum við og ég spilaði og Lilli og allir sungu og jólasveinarnir komu, og einn jólasveinninn kom og skoðaði pínulítinn mann í jólasveinafötum sem var þarna með henni Hildi mömmu sinni, og litli maðurinn var voða glaður og ekkert hræddur við stóra jólasveininn.
Magga bauð okkur í kvöldmat. Guji var ekki heima hann var úti á Broddanesi að smíða hurðir hjá Jónsa og Ernu.
Snemma að sofa með jólabók Há fún.

föstudagur, desember 27, 2002

Jóladagur; viðbót: Haldið þið ekki að ég hafi gleymt því að við HannaSigga og Lukka skruppum í messu klukkan fjögur. Það var í Kollafjarðarneskirkju, og Lukka hélt að heilagur andi kæmi yfir hana, en hann gerði það nú reyndar ekki. Ég söng með liðinu og reyndi að hlýja Lóu frænku á höndunum.
Þegar heim kom missti ég af stríðsátökum þeim sem Jón lýsir í blogginu sínu en mér skilst að Hanna Sigga hafi reddað því með ritningargreinum sem hún heyrði Siggu prest fara með í kirkjunni. Elskið náungann og hvert annað og lifið í friði. og ,, Þið hefðuð barasta átt að fara líka í messu bræður mínir og systur og aðrir ættingjar og vinir.
Ég held að hún sé að huxa um að fara að læra til prests ....AMEN.... Ekki veitir nú af að messa yfir liðinu öðru hvoru.
Jóladagur: Ég vaknaði eldsnemma og læddist um húsið til þess að Gústi og Hanna Sigga myndu ekki vakna. Erfiðlega gekk að komast fram úr rúminu og ennþá verr að koma fjárans sokknum á fjárans vinstri löppina á mér. Ég er nefnilega svo asnaleg öðru megin í bakinu á morgnana. En þetta hafðist eins og vant er um síðir, og ég læddist niður í eldhús og fékk mér kaffi og smá hangikjöt. Skoðaði gjafirnar mínar og las pínulítið. Alveg finnst mér yndislegt að fara snemma á fætur á jóladagsmorgnum á undan öllum öðrum og rápa um og njóta þess að taka til morgunkaffi og lesa.
Þegar ég var búin að kveikja á útvarpinu án þess að hugsa að þau væru sofandi, og var að hlusta á veðurfréttir þá vaknaði Gústi og kom í kaffið og fór svo út að gæta að úrkomumælinum. Ég skrapp inn á Höfðagötu að ná í sveppi, aspas og laufabrauðið sem ég gleymdi. Ég gleymdi svo laufabrauðinu aftur, en kippti með mér stóra kringlótta sóffaborðinu mínu til að hafa það í herberginu niðri til að spila á því. Þegar ég kom heim var klukkan samt ekki nema hálf ellefu. og Hanzka að vakna.
Við tókum síðan til óspilltra málanna að Undirbúa hlaðborðið, brytja ávexti, þeyta rjóma og rífa niður brauð
í heitan brauðrétt a la Bía... ávaxtakaka að hætti Esterar. Smákökur og hjónabandssæla Svönu...nýbakaðar galdrakleinur.. Rúgbrauð, flatbrauð, saltkex, og jólasíld, hangikjötssalat og rækjusalat stór rækjukaka. hvít og brún lagterta, og eftirréttir voru svo ávextir og ís og appelsínudesertinn minn. Svo komu Nonni, Svana, JónGústi, Agnes Vilhjálmur Jakob, Addi, Hildur og Brynjar Freyr, Jón, Ester, DagrúnÓsk, Arnór, Sigfús Snævar, og Jón Valur. Jón Gísli, Brynja, Sylvía og Ásdís. Hrafnhildur, Haddi, Harpa Hlín,
Árný Huld, Jón Örn , Guðmundína Arndís og Brynjólfur Víðir.Svo vorum við Ég, Hanna Sigga og Gústi,--- -- Vantaði bara Tómas, Hafdísi og Geira, Gunnar hennar Hönzku og Árdízi og Aðalbjörn....... Nú við horfðum á Árdísi á Vídeó spólunni af upptökunum á geisladiskinum hennar. Svo var spilað og etið og það var kátt í höllinni, höllinni, höllinni og það var kátt í höllinni, höllinni.
Þetta var eins og á Hellubæ.......kántrýjólin.

fimmtudagur, desember 26, 2002

Aðfangadagur jóla anno 2002.. Dásamlegt. þetta er alltaf svo spennandi. Við Hanzka fórum í Jólaskap strax kl átta . og hún og Lukka skipulögðu daginn . Ég skipulegg ekki. Ekki ræða það það verður alltaf einhvert klúður.
Í staðin verð ég að þola ýmislegt ,,,Ertu búin að taka þetta til...gleymirðu ekki skónum .... síminn þinn er inni á borði... varstu ekki búin að hlaða hann.. hvar eru kortin ... þú gleymdir að klippa mig ... veistu hvað klukkan er.... þú ætlar að sýna mér þarna í tölvunni ... ætluðum við ekki út í kaupfélag NÚNA...... og það allra fyndnasta..... Ég ætla í bað núna meðan þú ferð með kortin sem eftir voru....Svo þegar ég kom aftur..... Nú getur þú farið í bað mamma mín.... en veistu Sturtuhausinn datt í sundur slangan er eins og smokkfiskur...Ég var teymd inn á bað til að sjá þetta skelfilega fyrirbæri.. Alveg sama hvernig ég reyndi að sannfæra hana um að slangan væri búin að vera ónýt lengi og það væri allt í lagi... Næst var ég rekin í bað... Þú verður að fara að fara í baðið ef víð eigum að vera komnar heim í Steinó fyrir kl 6 . Ég lét renna í og skveraði mér ofaní...ííííííííííí ískalt. Með tiheyrandi óhljóðum skrúbbaði ég á mér boddíið og fór svo eldhress uppúr. Og heim vorum við komnar kl hálf sex.
Hlustuðum á messuna yfir rjúkandi hangiketinu og appelsínudesert á eftir að hætti mömmu.
Settumst svo fram í nýmálaða og stóra og breytta stofuna og opnuðum gjafirnar okkar.. Þær voru alveg stórkostlegar....

mánudagur, desember 23, 2002

Úpps Ég hlýt að hafa stáltaugar Lukka og Hanzka eru í þvílíku stuði... Og svo er okkur boðið í skötu hjá Nönnu og Hrólfi kl hálf sjö .
Kortin eru farin í Jólasveinakassann í kaupfélaginu og allar jólagjafir innpakkaðar nema ein. Næst á döfinni er að baka kleinur......
Hanna Sigga setti skóinn sinn út í glugga og fékk eitt kíló af kartöflum í hann. Lukka hefur ekki fengið neitt og þó breytti hún og setti
stígvél í staðinn fyrir fjallgönguskóna.
Brynjólfur og Guðmundína komu og Brynjólfur spilaði róandi lög á gítarinn minn. Hás of ðö ræsíng sönn. og fleira fallegt og Gamla Nóa
á harmonikkuna. Klukkan er half fjögur og ég er búin að skrifa á rúmlega 50 kort síðan kl hálf átta í morgun.
Hanna Sigga skrifar á kort með annarri hendinni og SMS ar með hinni. Það kalla ég nú góða nýtingu á tímanum.
Meira seinna.

sunnudagur, desember 22, 2002

Úff púff Við Hanzka og ég erum aldeilis búnar að sitja við og pakka skrifa og búa til kort og föndra. Ég vakti hana með bjölluhringingu kl 9 í morgun og hún fékk sér kleinur og bjór í morgunmat. Ég er búin að falda rauðu gömlu gluggatjöldin og setja hjól í þau sem voru fyrir herberginu hans Adda. Þá er það klárt. Ég festi upp þrjár hansahillur á skrifstofunni minni. Jón Gísli kom og sagði mér að gluggakisturnar sem Ommi pantaði fyrir mig væru 40 cm. of stuttar. Hvur ansinn..... en það má nota þær í aðra glugga......
Ég gleymdi að ég bjó til fjórar skálar af appelsínu desert í gær. ( skal aldrei kalla þetta fromas) Við Hanzka erum að fara út í jólabúð og svo ætla ég að baka meiri kleinur...... Lukku langar í rúgbrauð með smjöri !!!!!!!!!!!
HÓ HÓ: Dagurinn í gær hófst með hangikjötsáti uppstúfi og tilheyrandi og kom sér nú vel jólagjöfin frá Hólmadrangi. Síðan fóru Hanna Sigga og Gunnar í heimsóknir Hann fór svo aftur suður, En Hanzka varð eftir í Steinó og hengdi upp jólaskraut sem datt jafnóðum niður aftur af því eitthvert andskotans lím ( eins og hún orðaði það svo fallega var ónýtt). Þvældist um keypti jólagjafir og sat uppi á borði úti á verkstæði Setursins og spilaði á harmonikku þegar tveir jólasveinar komu í heimsókn. Það var fullt af fólki og börnum og allir skemmtu sér vel nema jólasveinarnir þegar afi Nonni kallaði annan þeirra Adda, hvað eftir annað, og ég galaði Einar, Einar. syngdu eitt lag enn. Það svaraði náttúrlega enginn......Ég fór svo upp í dal að ná í Hönzku og tók með fjóra stóla sem komu með Gæja. Við skrúfuðum þá saman.. Fínustu stólar.

laugardagur, desember 21, 2002

Þetta er búinn að vera bæði annríkis og hangsdagur. það veit sá sem allt veit og veit þó ekki allt.......Fór í vinnuna kl 8.. Kl eitt fór ég út í félagsheimili og horfði á skemmtiatriðin hjá krökkunum , Þau voru fín eins og vant er. Svo var gengið í kring um jólatréð og spilaði ég jólalög á nikkólínuna mína . Fór svo í jólahlaðborðið hjá Hólmadrang mmmmmmmm. pott þéttur jólamatur hangikjöt og tilheyrandi, síld og rúgbrauð og bjór, Lýður frændi dró mig að landi með bjórinn. Svo sungum við dálítið og Hjörtur spilaði á gítarinn minn og ég á harmonikkuna, reglulega notalegt Svo fór ég upp á Skólabraut og náði í jólagjöf frá Pamelu, Lukku langar að kíkja í hana.
Að þessu loknu var ég komin í jólafrí og fór niður á 13. og hangsaði við skemmtilegt spjall . Þegar heim kom bakaði ég heilan helling af kleinum, og þegar ég var búin að því birtust Hanna Sigga og Gunnar... ekki meira í dag Bless bæ.

fimmtudagur, desember 19, 2002

Góðan daginn Verð að flýta mér Sendi Árdísi pottinn með Guja og Möggu. Fara á skráningarskrifstofuna til Salbjargar.
Ég fór á tónskólatónleika unga fólksins í gærkvöldi, það var virkilega flott. Svo eru seinni tónleikarnir í kvöld.
Síðan flytja Pamela og Steini. Hólmavík minnkar um helming. Vex aftur með Guðjóni Möggu og ungfrú Ágústu Höllu.
Lukka ætlar að syngja inn á disk með hljómsveitinni Þórgunnur nakin. Það verður gaman fyrir hljómsveitina. bless bæ.

miðvikudagur, desember 18, 2002

Næsta atriði: Skrifa á jólakort til klukkan tíu.-Spila á litlu jólunum í leikskólanum klukkan tíu.- Fara í vinnuna kl hálf tólf.- til hálf fimm. Horfa á Leiðarljós.- Taka tvö nudd.- Fara á tónleika tónlistarnemenda grunnskólans kl átta.- Skrifa á fleiri jólakort. Ferlega sein í því .-Fólk fær ekki kortin frá mér fyr en eftir jól með þessu háttalagi.
Góðan daginn.góðan daginn..Nú hefur verið svo mikið að gera að ég hef ekki mátt vera að því að tjá mig hér í dagbók. Söngæfingar og fleira skemmtilegt.Ég fór að vinna kl átta í gærmorgun og límdi merkimiða á þrjúþúsund rækjupoka af miklu offorsi og var búin að því kl hálf fimm. Ég er með harðsperrur eftir líminguna.
Svo var söngæfing, kl átta var svo aðventukvöldið í kirkjunni, mjög hátíðlegt, litlu krakkarnir í skólanum léku helgileik sem Hrafnhildur mín stjórnaði. Kór með litlum stelpum sem Steingrímur stjórnaði söng. Nú og svo litli kirkjukórinn hans Steingríms söng Má segja sitt síðasta.. því hann og Pamela eru að flytja til Reykjavíkur þar sem hann er ráðinn organisti í Neskirkju. Þessi tími í þessum kór er búinn að vera mjög skemmtilegur. Ekki var allur söngur búinn því nú komu fram eldri nemendur í tónskólanum og sungu og spiluðu. Við vorum búnar að vera hræðilega stressaðar í heila viku, en þetta tókst vel. Ég, Rúna Stína og Birna sungum einsöng og Maja og Sigga hjúkka spiluðu á flygilinn. Það er síðan algjört spennufall eftir þetta. púff . En Lukka er ekki af baki dottin. Hún er alveg kolrugluð. Segist elska jólasveininn og er búin að láta.. og takið eftir !!! ekki annan heldur báða kuldaskóna mína fram í anddyri undirheima. Þar standa þeir á frystikistunni minni og hún heldur að hún fái nammi í þá Ég segi nú bara obbobbobb Gleðileg jól

sunnudagur, desember 15, 2002

Jæja Það hefur nú ýmislegt skeð síðan síðast hehehe. Byrjaði á að skreppa út að Kirkjubóli í morgun og róta þar svolítið í frystikistum hjónanna, notfærði mér að þau voru ekki heima.
Fór að því loknu afar glöð inneftir aftur og aðstoðaði Jón Gísla minn við að setja upp ljós í báðar stofurnar mínar, nokkuð sem mig hefur lengi dreymt um að gerðist. Það varð mjög fínt. Skrapp svo út í jólabúðina, Hrafnhildur var að afgreiða í dag.
Kl rúmlega tólf í kvöld komu svo Einar og Mundi á flutningabílnum með búslóðina Möggu og Guja. Ég fór og hjálpaði til við að bera inn úr bílnum. Mannskapurinn myndaði bara keðju og dótið var handlangað inn.
Ég skrifaði ekkert í gær en þá spilaði ég á harmonikku við varðeld sem var upp við skóla og öll skólabörnin og kennararnir sungu
svo fengu allir grillaðar pylsur það var endir á vinaviku og allir héldust í hendur og mynduðu vinahring.
Í gærkvöldi var söngæfing hjá kirkjukórnum hans Steina við syngjum á aðventukvöldi á þriðjudaginn.
Góða nótt og ókey bless bæ. ´ p.s. Ég er hrædd um að jólin verði að sumu leyti erfið út af Lukku, Hún er svo bremsulaus.

miðvikudagur, desember 11, 2002

Ferlega stressandi dagur. Æddi um allt í morgun og reddaði allskonar hlutum í sambandi við tryggingar.
Pakkaði inn jólagjafir til að senda Hafdísi og Geira. Ég er alveg handviss um að ég hef gleymt einhverju púff.
Jón Gísli og Brynja tóku þær með suður..... Svo kom ég á síðustu stundu í vinnuna, gleypti í mig matinn á mettíma
þar á meðal tertu sem einn vinnufélaginn kom með af því hann er að fara til Los Angeles að læra hárgreiðslu.
Var íllt í maganum alla vaktina. Óli Palli var óvenju leiðinlegur.
Fór svo í söngtíma kl 5.og hitti Pamelu og Steina, og uppgötvaði svo að ég hafði gleymt því í gær að ég ætlaði að nudda kl hálf sjö
og sat þá bara og hámaði í mig kvöldmat hjá Höllu og Lóa. Ég var líka búin að finna á mér í allan dag að ég hefði gleymt einhverju.
Fyllti bílinn af hillum sem Kristján var að losa úr bílskúrnum. Ein þeirra datt ofan á hendina á mér þegar ég ætlaði að skipta um gír.
Okey- bless bæ.

þriðjudagur, desember 10, 2002

Lukka vildi endilega koma að mottóinu sínu og hafa það fyrir orð dagsins :Gerðu það sem þú vilt, þar sem þú vilt og þegar þú vilt.
Ég segi ekki orð. Addi Hildur og Brynjar Freyr koma á morgun.
Ég fór og gáði að fiskinum hann var búinn að troða í sig öllu sem ég gaf honum en var hálf fúll.
Góða nótt aftur.
Það er 10.tíundi des. í dag Góðan daginn sama góða veðrið. Árdís hringdi eldsnemma og skipaði mér að fara strax með nýju bókina um Bridget Jones og skila henni upp í bókasafn. Maður veit nú hvað svona tilmæli þýða rétt fyrir jólin, hehe.
Fór eftir vinnu og keypti fullt af kertum úti á markaði og mynd til að senda Hafdísi og Geira pakkaði því inn og fór með það til Brynju því þau fara suður á morgun.
Og vitiði hvað ?????????? Alltaf gerist eitthvað spennandi. Þegar ég kom heim var Jón Gísli búinn að steypa niður í garðinum þennan líka forkunnarfagra flaggstangarfót...
aldeilis dásamlegt..
Halla lánaði mér bók sem heitir Coloradodraumurinn eftir Jane Amund, Eitthvað verð ég að lesa.
Það eru komin þrjú jólakort hingað til mín. Ég fór svo á kirkjukórsæfingu kl 8, við sungum skemmtileg lög sem við eigum að syngja á aðventukvöldi næsta þriðjudag, Steingrímur er að drepast úr kvefi. Góða nótt

mánudagur, desember 09, 2002

Orð dagsins: Gerðu aldrei það í dag sem þú getur látið aðra gera á morgun !!!
Týpiskur mánudagur, vaknaði eldsnemma og fór að grauta í jólagjöfinni sem ég er að búa til. það er að komast mynd á þetta, Fór upp í skóla og skilaði bókum, fékk nýju bókina um Bridget Jones. Hún heitir Á barmi taugaáfalls, vonandi er hún eins skemmtileg og , Dagbók Bridget Jones´ Lukka finnur einhverja samsvörun með sér og Bridget Jones, nema hvað hún er ekki skotin í yfirmanninum og reykir helst ekki og drekkur mest lítið. Fór út á pósthús og upp á hrepp og í kauffóið og hitti fullt af skemmtilegu fólki. eftir vinnu kíkti ég út í Jólabúðina og keypti sementspoka í ksh. Jón Gísli minn kom og klifraði upp húsvegginn og setti perur í ljósaseríuna. Lukka er búin að týna veskinu mínu. Leitaði þrisvar um allt húsið og fann það loks ofan í poka með eplum. Borðaði kvöldmat hjá Brynju og Jóni Gísla ég elska að borða kartöflumús út á allt.Bless-bæ
Smá viðbót fyrir svefninn. var að skoða bloggið hjá Jóni og Árdísi. Dvergur tvö er ennþá vitlausu megin á síðunni hér og ég get lesið það sem kemur niður undan honum.
Nei Nei Takk við hættum nú ekki að gefa út slekti. hugsum um alla sem ekki eru tölvuvæddir.. Það væri hreinasta illmennska. Hanna Sigga hringdi meira að segja í dag til að spyrja hvort hún ætti að senda mér eða ritstjóranum jólahugleiðingu sína. Lukka er farin að sofa. Ég segi eins og Bjössi í Hjalta bókunum. Það búa nefnilega í mér tveir menn/ í þessu tilfelli konur. Þær voru þrjár, sú þriðja er alveg að hverfa. Gaman væri að geta skroppið á köttinn í morgunkaffi. Há fún = góða nótt á kínversku.
Komið kvöld og ég er búin að finna myndir til að klára jólagjöf handa forstjóra slektisins. Klukkan er að verða tólf og Lukku langar alveg herfilega að fara út á café riis hún er svo skemmtanasjúk en þorir því ekki. Þar fer jólahlaðborði eldri borgara senn að ljúka og fín músik og svoleiðis. Fúlt að það sé ekki einhver jólasveinn sem býður henni á svonanokkuð. jæja skítt og lagó með allar jólasveinadruslur. Svo er hún heldur ekki nógu gömul skjátan. þetta er búinn að vera annars góður dagur, kláraði að lesa heila bók eftirArnald Indriðason Röddin heitir hún , mjög spennandi og athyglisverð. Fór út á markað og heimsótti Jónu. Hún gaf mér flotta blússu.
Er farin að safna saman fréttamyndum frá árinu. Og auglýsi eftir Jólapistlum í jólablað slektisins. Hvaða væntingar gera börnin og fullorðna fólkið sér um jól og jólahaldið og áramótin? góða nótt bless-bæ ÉG sjálf og Fröken Lukka.

sunnudagur, desember 08, 2002

Orð dagsins : Margs verður vís sá er árla rís ( úr rekkju ) Góðan daginn blogg, Það er sunnudagur og ég er búin að hlakka til frá því um miðja nótt ( í svefni ) að setjast hér niður og tjá mig. Fréttir dagsins: Það eru fokin 10 smjörlíkisstykki ( dulmál ) það hefur verið svo hvasst undanfarið ) Gaman gaman og gleðileg jól. nú er glatt í hverjum hól. Megi allir gera sér glaðan dag og hálkan á vegunum hverfa. Best að fá sér morgunverð og kveikja á radíóinu. síðan eru það jólakort. Ég er ekki búin að skipuleggja daginn frekar. Bless-bæ Lukka.
Eitthvað er nú fröken Lukka ekki beinlínis syfjuð. Það er svo spennandi að skrifa svona. . Og bráðum koma jólin. hún ætlar samt að fara að sofa . það heitir af einhverjum dularfullum ástæðum ;að ganga til hvílu´ Frekar asnalegt. Já já nú geng ég til hvílu, eða göngum vér til hvílu í eintölu, Látum oss ganga til hvílu. Hvíla er bjánalegt orð. Gakk til rekkju, nei rúm er skásta orðið. Svo eru rekkjusiðir, hvílubrögð og rúm hvað? rúmfræði - eða rúmenska - rúmrusk Hó hó. og góða nótt aftur. Lukka
Já ekki veit ég hvar ég væri án þín Jón,, ó já sennilega steinsofandi í rúminu mínu. > Orð dagsins er Allir í stuði--með guði.> þannig er að ég var að aka heim jólahlaðborðsneytendum. Er þetta ekki kórrétt orðatiltæki? Og kórfíkill flott orð sem ég fann upp. Kannske ég ætti að snúa mér að því að betrumbæta íslenska tungu. þ.e.a.s. bæta við orðum. og klukkan er tvö að nóttu. altílæ- ókey - bless- bæ og góða nótt. Lukka lukkulega.
Nú er ég að sýna mömmu. Jón

laugardagur, desember 07, 2002

Þetta er alveg að koma, svo verður þrautin þyngri að kenna henni að nota þetta. Hehe. Jón.
Ég er að hjálpa mömmu að búa til bloggsíðu sem hún getur skrifað inn á. Jón.