Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, febrúar 29, 2008

Föstudagur logn og sól framan af degi síðan um kvöldmatarleytið norðan stormur og snjókoma hér á Höfðagötunni strax komnir stórir skaflar. 16 m. á sec og 24 m.sec. í hviðum... eins og að vera komin aftur í fornöld....Reglulega gamaldags vetur sem stendur vonandi stutt. Bifreiðin mín komin á kaf í himinháan skafl hér við dyrnar í neðra og ég er búin að moka ofan af henni og færa út að galdrasafnsendanum. þar sem skefur snjóinn burt. Alveg þoli ég ekki að sjá ekki út um gluggana fyrir snjó. EINTÓM FOKKING LEIÐINDI... En nú ætti maður að taka sér eitthvað föndur í hendur og hafa það viðbjóðslega huggulegt....Akkúrat núna virðist það þó ekki vera mjög aðlaðandi tilhugsun.

fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Það er alveg yfirmáta glaða sólskin, það er svo bjart að maður verður að vera með tvenn sólgleraugu ef maður fer út og þeir sem eru með skalla verða að vera með tvo hatta til að sólbrenna ekki til ösku og trefil fyrir andlitinu. Semsagt gott veður og flott til gönguferða og snjósleðaferða og allskonar útivistar og vera með bros á vör og með rösklegt göngulag og hafa helst hund í bandi. Þeir sem hafa hinsvegar óbeit á svona veðri verða bara að halda sig innan dyra og hafa dregið fyrir gluggana, helst að leggjast upp í rúm og breiða upp fyrir haus og vera fúlir á svip og hugsa ljótar hugsanir.

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Í dag er búið að vera leiðinda veður en nú er orðið frostlaust. oglogn. ég fór út á Drangsnes í gær og náði í hrogn og lifur til að smakka það finnst mér herramannsmatur.

sunnudagur, febrúar 24, 2008

Þá er nú þessi euróvision undankeppni búin og þetta ömurlega lag sem vann og minnti óneitanlega á Vaterloo og GeirmundVall þetta var góður flutningur en svo óendanlega venjulegur og eitthvað svo útþvælt.
Mér fannst fyrsta lagið flottast þar sem píanomaðurinn syngur, en mér finnst ekki spurning að Rebekka og gaurarnir hennar hefðu átt að vera í fyrsta sæti. þau voru svo sérstök , það klikkaði samt eitthvað fyrst í söngnum í gær en nógur tími til að hefla það allt. svo var hænsnið í bleiku buxunum og hælaskónum líka flott og sá í jakkafötunum sem dansaði eins og brjálaður bavíani innan um fígúrurnar. Mér fannst það eitthvað svo Hemúlskt og borin von um að við Hildur fáum hann til að syngja eitthvert "Love me tender í næsta Hólmavíkurkarókíi.
Mér fannst Ragnheiður Gröndal alveg ömurleg, og það hefði nú verið best að sleppa dúkkustelpunni , Magni var mikið betri einn.
Jæja bara hafa gaman af þessu Addi grillaði kótelettur og lærissneiðar í tilefni kvöldsins.

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

'I dag er sólskin og fínt veður Svana kom með fimmtíulítra plastkassa með loki fyrir mig úr júróprís fjögur stykki og nú er ég búin að pakka niður í þá 200 lítrum af jólaskrauti og sér ekki fyrir endann á því því enn´eru tvær seríur eftir úti og þetta er buið að vera að kaffæra mig hér á efri hæðinni mér til ama og eftir vandlega íhugun er ekki neitt af þessu dóti hæft til útrýmingar.
þetta eru flottir kassar með hjólum og hjólförum á lokunum til að hægt sé að stafla þeim með góðu móti.
það er afar snyrtilegt að verða í gamla skápnum á ganginum þar sem kassarnir standa og nú vantar mig fleiri aðeins minni kassa-- með loki-- því í norðaustan slagviðrum lekur niður í þennan annars ágæta skáp og ekki vill maður hafa fúkkalykt af dótinu,
'Ut í gám fóru tíu pappakassar sumir með drasli í og eftir er að fara í gegn um allskonar dót sem flokka má undir efnivið í föndur og væri fínt að koma því í svona kassa.
Þetta er ekki alveg draumastarfið en nú eru fimmtíu og átta dagar framundan sem verða helgaðir allskonar heilsubótum og þjálfun og síðan verður farið í hina árlegu ferð kvenna í fjölskyldunni þegar við leggjumst út í þrjá daga og enginn fær að vita hvar nema allra nánustu vinir og örfáir ættingjar. Það þýðir ekki að reyna að forvitnast.

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Allt er hér atburðasnautt snjóar í logni og alhvítt samt er frostlaust og hundleiðinlegt.
Fór út að labba og labbaði tuttugu metra sirka.

mánudagur, febrúar 18, 2008

Setningin "það er nú ekki í frásögur færandi " hvað merkir það ?? að það sé svo ómerkilegt að það taki því ekki að segja frá því...... eða að það sé svo merkilegt að það sé ekki hægt að segja frá því með neinum fátæklegum orðum??? Svar óskast !!

'Eg ætlaði að fara að búa til annál síðasta árs.sem varð svo hundleiðinlegur að hann líktist veðurdagbók eða læknaskýrslu... veðrið - boddíviðgerðir..hjarta, bak osv.frv. Samt var þetta alveg kolgeggjað og meiriháttar stórkostlega frábært viðburðaríkt ár.
Smáfuglafræðsla óskast!!
'I gær fór ég heim í Steinó og sá þar í garðinum tvo pínulitla fugla sem líktust músum að stærð og voru grádröfnóttir á skrokkinn og með ferkantaðan skærrauðan koll, ég fletti uppá glókolli í tölvunni og myndir af honum eru þar eins nema kollurinn á þeim í tölvunnier gulur það sem var rautt á hinum, mér er samt nær að halda að þetta sé samskonar fugl,en hafi breytt um lit út af einhverju, (kannske farið til Heiðu), Það var þvílíkt tíst og kjaftagangur í þessum fuglum. EN ég hef aldrei séð svona fugl áður frekar en haftyrðlana í vetur.

laugardagur, febrúar 16, 2008

Föstudagur: Seinna erindið mitt stóðst ekki heldur, ég sit hér heima eins og aumingi með hor. það er frekar þunglyndislegt og kvefað. Veðrið er samt alveg prýðilegt og sundlaugin lokuð. Hver andskotinn stjórnar þessu eiginlega...

Yfir í annað.... Hildur var að hjálpa mér með myndasíðuna mína... setti inn á hana myndir af litlu krílunum á Kársnesbrautinni.Bjarteyju og Emilíu langömmustelpum.
Eg ætla að reyna að setja fleiri myndir í dag.

Laugardagsmorgunn: Núna er ég staðarhaldari og morgunmatari á Kirkjubóli og það er nú ekki leiðinlegt hlutverk.

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Það er hláka 'Eg frestaði suðurför allavega til kvölds... nú eða morguns... forritið fyrir ákvarðanatöku er..bilað...Erindinu sem átti að vera í dag frestaði ég allavega fram í apríl, morgundagurinn stendur enn. ég er farin að sauma Í

mánudagur, febrúar 11, 2008

Veðrið veðrið veðrið.fokking bylur svo allt hverfur í uppskrúfuðum skafrenningi og sól á milli og hvassviðri og alles.. Við Halla fórum í matarboð í gærkvöldi til Sigga sem eldaði mjög ljúffengan kjúkling handa okkur, Ekki slæmt að.. "stytta sér aldur".. með því að skreppa í mat. Fórum svo heim og horfðum á tvær glæpamyndir og Silfur Egils. það var nú algjör hrollvekja.
'Eg varð vör við dularfullt fyrirbæri í dag, sem átti sér upptök í kring um brunninn úr Tobacco Road sem er hér í garðinum mínum. haldiði ekki að það hafi verið komnir smáfuglaskrattar sem heggðuðu sér eins og þeim hebbði verið gefið þarna.
HOHOHO málið upplýstist svo. Siggi bannsettur skúrkurinn játaði að hafa skvett þarna ögn af fuglafóðri.
Hallfríður er rokin norður á Blönduós og ætlar að koma aftur í kvöld, ég heyrði í henni í Staðarskála. og hún sagði að versta færið þangað hefði verið út Tungusveitina. Hmmm skil það nú ekki. Er ekki allt morandi í mokstursbílum hér.

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Er ekki kominn tími til að uppfæra bíómenninguna hér á Hólmavík...Kiddi ... plíííís!!!
Sýna allar íslensku myndirnar og villta vestra og myndir frá Hólmavík og nágrenni, Þorra og góu og leikfélagsmyndakvöld sem þú átt í massavís algerar perlur . gera lítið bíóhús í horni á Vélsmiðjunni..oooh það væri gaman. Það væri ekki vitlaust að styrkja það framtak.
Nöldurhornið: Jákvætt í dag, það er búið að vera gufurok í nótt og morgun og skætings snjókorn eitt og eitt. Seltuskánin á bílunum okkar hér við sjóinn hlýtur að vera orðin þónokkuð þykk. 'I gærkvöldi voru haglél sem dundu á gluggunum eins og byssukúlur. JónGísli, Brynja og stelpurnar eru á leið úr Borgarnesi. 'Eg hef símann hjá mér og ætlast til að þau hringi í mig í Brú og segi að það hafi verið gott að fara yfir Holtavörðuheiðina...Það er einn og einn bíll á stangli á leið um götuna. Smáfuglar eru fáir á flögri.
það er notalegast að skríða undir sæng í lopapeysu og buffi með spennandi bók en maður verður nú að taka sér pásur frá því við og við.
Fyrir liggur að fara út og reyna að þétta gluggann undir tröppunum , nú þegar veður hafa staðið beint uppá hann hafa rúðurnar sigið niður í grautfúinn karminn og vantar alveg upphalarana..sjitt...Næsta framkvæmdaskref verður að fjárfesta í nýjum gluggakarmi. Það er svosem ekki stórt, þetta er það sem er svo heillandi við gömlu húsin, maður hefur óteljandi lítil áhugamál sem lífga upp á umhverfið þegar þau eru framkvæmd. Best að bíða ekki lengur með að gá hvenær glugginn fjúki úr hann gæti kannski hangið svona næstu tíu árin.
Það er allt í skralli með girðinar hér utan um lóðina. mér hefur dottið í hug að gera eitthvað frumlegt í girðingamálum í vor Er reyndar með hugmynd, skítt að vorið skuli ekki vera komið.
því verður allavega ekki frestað lengur þetta er allt búið að fjúka og meir og minna súrrað upp með snærum. Mig vantar slatta af gömlum hesta vagnhjólum og er tilbúin að borga fyrir þau. Allt í lagi líka að fá þau gefins ef einhver áhugalaus er að láta þau grotna niður heima hjá sér. Kannske ég ætti að athuga hvort þau eru til hjá Þorbirni á Garðsstöðum.
Það er að lægja og birta til.

laugardagur, febrúar 09, 2008

Frostlaust og fínt veður í gær og SUNDLAUGIN LOKUÐ:::AAARGH, 'Eg vildi óska að sveitarstjórinn og þeir hinir fleiri sem eru í borgarstjórninni væru með ólæknandi sunddellu. Þá væri kannske opið á morgnana og kvöldin og föstudögum þegar er gott veður...
Það kom upp í gær sú spurning hví fólk ( ég) fer ekki snemma heim að sofa þegar eru þorrablót..Mér varð nú eiginlega orðfall. 'Eg var að kryfja þetta mál og get bara svarað fyrir mig ,ég held það sé andsk.. nógur tími til að sofa þegar maður er dauður, og rétt að grípa tækifæri til að vera innan um fullt af fólki þegar það gefst, nóg af hundleiðinlegum kvöldum þegar maður húkir dottandi yfir sjónvarpinu horfir á allskonar morð og vesen, OG laugardagur að morgni. Og svo er þarna tækifæri til að vera með hlutverk þegar er vont veður, gaman að keyra fólk heim til sín og í partý og sona. 'Eg er samt sjálf hætt að nenna í partí og er föst undir stýri, en ég sé að aðrir hafa gaman af því. 'Eg hef hinsvegar gaman af að keyra...Jafnvel þó maður lendi við og við á ljósastaurum sem er plantað út um allt og sjást ekki nógu vel í skafrenningi. Besta mál.. Skrítin..Nei nei..

Alveg er ótrúlegt hvernig fólk verður á þessum árstíma og aðallega ef snjóar. 'I gær fór ég út í kaupfélag og þaðan fór enginn út nema vera með níðþunga poka með hænsnakorni, meir að segja meðan ríkið var opið ...enginn með öllara fyrir helgina ..nei nei hænsnakorn fyrir helgina... og svo er þessu ausið út í snjóinn fyrir smáfuglana... Mér dettur í hug að þetta sé hræðsla, þ.e.a.s. guðhræðsla, sko að Guð verði ánægður ef fólk er að henda þessu korni út og fyrirgefi því þá allar syndirnar... S.b.r. " Guð launar fyrir hrafninn" Það var sagt í gamla daga og ég held að það sé búið að yfirfæra þessa trú yfir á smáfuglana. Svo er líka til í því að þetta sé keppni.. "Hver gefur mest af korni og hvar eru flestir fuglar..´Já Já.. "það voru nú flestir fuglar hjá mér í gær hoho" En það er nú stundum gaman að horfa á þessa litlu skratta og spekúlera í því hvaðan þeir komi allir og hvar þeir halda til á kornlausum dögum.

Núna datt útvarpið og sjónvarpið út og ég sem er alveg fréttasjúk heyri ekki fréttir af veðri og umferð. Það sem maður verður háður þessu dóti. Næst þegar ég get skal ég fá mér langlínuútvarp.

föstudagur, febrúar 08, 2008

Nú er komin hláka og vor í lofti, það er verið að moka götuna einmitt þar sem ég festi bílinn minn í morgun og týndi símanum mínum þar sem 'Einar frændi minn var að draga bílinn út úr skaflinum, Símakrílið fann ég svo aftur í snjónum eftir að vera búin að fara upp í skóla og uppgötva að hann væri týndur.
Mig dreymdi hinsvegar að í nótt var ég að labba á sokkaleistunum á Akureyri og var að leita að bílnum mínum sem var týndur.
Mig dreymdi líka að ég var að fara að leggja gólfteppi á stóra eldgamla skemmu sem gaflinn var alveg að detta úr,... hún var líka á Akureyri.
'Eg var að klára að lesa "Guðna" í morgun og er alveg að deyja úr pólitískum fornum framsóknarhugsunum.... Það hefur ekki verið létt fyrir Guðna Ágústsson að þurfa að horfa uppá hvernig fór fyrir Framsóknarflokknum en ekki við öðru að búast. Með fláttskap hafi tekist að ganga endanlega frá flokknum. Jæja ég hélt að ég væri alveg laus við pólitískar hugsanir og ætlaði bara að lesa um uppvaxtarár Guðna en bókin er frábær og vel skrifuð og maður leggur hana ekki frá sér fyr en að lokum.
Fór með hana upp í rúm og las og las og er alveg með harðsperrur eftir að halda á bókinni.
Mér virðist það sem maður sér í sjónvarpsfréttum núna á hverjum degi að það sé margt rotið í gangi á öðrum stöðum í pólitíkinni, menn fá allskonar vammir og skammir og tárast hver á fætur öðrum á viðeigandi stöðum í sjónvarpsþáttum allt virðist þetta stafa af valdagræðgi og djöfulskap.

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Skjótt skipast veður í lofti í morgun var blindbylur og um hádegið bjart og ég keyrði Svönu heim með pósttöskurnar eins og ekkert væri.
Nú er bara komið sólskin, horfur góðar fyrir skíðagöngu, og Siggi Atla er greinilega búinn að gefa smáfuglunum út um alla galdrasafnsflöt til að spara áburðargjöf fyrir hreppinn í vor. Milljón smáfuglar skíta nefnilega alveg helling og túnáburður hefur hækkað gífurlega í verði..

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Mikið ógeðslega er þessi febrúarmánuður kaldur og leiðinlegur. Tístandi smáfuglaskrattar út um allt, snjór, frost og viðbjóður.

mánudagur, febrúar 04, 2008

Lukka lukkulega er ekki í stuði og finnst ekkert spennandi þessi bollulausi bolludagur en þannig skal ég hafa hann trallalallala. 'Ég fékk þó alveg hræðilegan græðgisfíling þegar ég brunaði framhjá bolluhillunni í kaesshá í morgun og sá liggja þar nokkrar hunangsbollur sem bókstaflega æptu á mig að éta sig.. ég veifaði pínkulítið og keypti saltkjöt og mús og baunir.

sunnudagur, febrúar 03, 2008

Þá er þetta þorrablót liðið með tilheyrandi áti á framúrskarandi mat og frábærum skemtiatriðum og flottri hljómsveit og fallegu og fínu fólki... (allir nema ég) hrakfallabálkur... mér tókst að fara í snyrtingu sem átti að lappa upp á andlitið en fékk strax ofnæmi fyrir maskaranum sem var eldgamall... síðan 'Ardís var að selja NU SKIN snyrtivörur fyrir aldamót.
'Utlitið batnaði semsagt ekki og mátti þó alls ekki við því að versna.

'Eg hef þó sjálfsálitið verulega í lagi hvað snertir bílstjórahæfileika mína , en svo bregðast krosstré sem önnur tré. því þegar ég var að láta ljós mitt skína í því að keyra fólk til og frá eftir ballið, heim til sín og í partí. .....Tókst mér að klessa á LJÓSASTAURSFJANDA.
að ég er.. fer ekki ofan af því að Þrátt fyrir ÞETTA að ég ER algjört séní við að bakka. En ég bakkaði semsagt af krafti bara ekki alveg nógu langt og beygði of snemma og gaf í og krassaði á staurinn. Hér með auglýsi ég eftir afturenda á Tojotuna mína Skottlok með rúðu, og Stuðara.
Nonni Tengdó fór í dag og mokaði upp afturrúðunni minni sem var út um alla götu. Stofnaði svo viðgerðateymi sem er nú búið að líma plast fyrir brotna gluggann með marglitum límböndum með michelinköllum á..

Svo bjuggu þeir til viðvörunarþríhyrning á plastið með límbandinu. Mér datt nú í hug að líma x-B á það til minningar um Framsóknarflokkinn en fékk ekki að ráða því.
'Eg var að bauka við í nótt að breiða yfir ósómann og festa grænt ullarteppi aftan á bifreiðina svo snjóaði ekki inn um gatið. Það var komið undir morgunn, og ég duglega með hræðilegt naglakul en það hafðist nú samt.
Síðan var ég ekki´alveg í stuði til að fara að sofa svo ég dreif í því að klára "Dauða trúðsins" sem ég var að lesa. og sofnaði loks um sjöleytið og vaknaði eldhress kl 10.

laugardagur, febrúar 02, 2008

'Eg þakka kærlega fyrir commentið frá þér Svanný mín. einhvernvegin hefur mér tekist...( held nú samt að það sé ekki mér að þakka)... að brotna ekki í þessum byltum sem ég er að lenda í ...Flumbrugangur hefði´ "Gamli" á Undralandi sagt ..Mér kæmi ekki á óvart að það sé meðfram því að þakka að eg er með svo fína stuðpúða allsstaðar.
'Eg hef samt smá áhyggjur af Þorrablótinu. að dansa á glerhálu nýja parketinu í félagsheimilinu í kvöld.
Og verða þar að auki að halda nýbrenglaðri hægri löppinni í ákveðnum skorðum...

Doktorinn kvaðst ekki vilja ákveða danshæfni mína fyrir kvöldið í kvöld þegar ég fór til hans í fyrradag...en ráðlagði mér að éta íbúfen og sjá til...

'Eg át eina töflu og svaf það sem eftir var af deginum og alla nóttina og fram á tíu um morguninn svo ég held ég láti það nú vera í dag annars gæti ég sofnað ofan í súrmatinn við borðhaldið það væri nú skandall.
Hákarlinn myndi klessast í andlitið á mér og allir borðfélagarnir skammast sín ógurlega fyrir mig.. Nei þá er betra að láta dópið eiga sig. allavega til morguns.

Við Svana erum búnar að taka þessa hefðbundnu yfirferð á föt fyrir skemmtunina, það hefst alltaf fyrripart dagsins og felst í því að rífa allt sem til er út úr skápum og skúffum og máta og dreifa því út um allt og sjá ekki eina einustu flík sem verandi er í.
Húsið eins og ruslahaugur á eftir,, Við fórum upp á loft hjá mér og rótuðum í fötum og vorum nærri króknaðar við að máta því það er ískalt uppi.
Næsta aðgerð felst svo í því að, rífa fram saumavélina og verja næstu klukkutímum í ´geðveikislegu kapphlaupi við tímann að breyta einhverjum fötum sem við þurfum endilega að vera í.. svo þegar kvöldið nálgast dettum við venjulega og óvænt ofan á....Aha þarna er gamla góða....eitthvað...pils buxur eða blússa . og demba sér bara í því með slæðu eða nælu eða sjal....
Málið leyst. Mjög merkilegt..
'Eg má til með að fara nokkrum orðum um dragtir, það eru merkilegur fatnaður sem aðrar konur eru oft mjög fínar í. 'Eg álpaðist einu sinni til að kaupa mér dragt og það var nú meiri hryllingurinn,,...þeas. ég í dragtinni ...Hún var samt bara fín, og mér fannst að ég þyrfti að koma svo svakalega vel fyrir á reunion, skólasystramóti frá Löngumýrarskóla.
það er skemmst frá því að segja að þetta var svo langt frá því að "VERA 'EG" að mér leið alveg skelfilega og lærði að ég er gegnsýrð mussu og kögurflaksandi hippakellíng,, semsagt ekkert terelín og dragtarfyrirbæri. Nú myndi einhver frænka mín hugsa kannske segja " verulega ósnyrtileg. en ég verð þá bara að vera það..og líður vel.

'A endanum er ég nú buin að finna fyrir kvöldið ermalausa framsóknargræna blússu með pallíettumunstri framan á og pils sem ég get troðið mér í en er svo þröngt að ég er ekki viss um að geta sest í því. Nú er Lukka í essinu sínu og vill endilega fara í pilsinu. en ég er ekki eins viss. Þá er að draga fram saumavélina og víkka pilsið....