Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Það er nú svo að prógrammið er að vaxa mér yfir höfuð, 'Eg hökti hér endanna á mill í húsinu til að reyna að ná í skottið á öllu því sem ég á að gera, 'I morgun svaf ég yfir mig og vaknaði kl tíu mínútur yfir átta og hafði verið að dreyma þær Ennissystur frænkur mínar og missti af sundleikfimi sem búið var að skrá mig í. herfilegt það.... 'Eg laumaðist í morgunmat og reyndi að láta lítið fyrir mér fara og fór svo í tækjasalinn og hjólaði eins og skaðbrennt svín, klukka 11. fór ég í sjúkranudd þar sem nuddarinn reyndi fyrst að grilla á mér bakið með einhverri svakalegri græju. og síðan að úrbeina það í korter. ég var eftir þetta hjólliðug og fín.
Fór í kennslutíma í sundlauginni til að æfa betri tækni við að synda án froskalappa. Það gekk nú svona og svona. Maður verður að hugsa .... 'Aður en maður sekkur...
Síðan fór ég í svartar buxur og sniglabolinn minn og í kaffi og næst á dagskrá er hinn daglegi glæpaþáttur frá Springfield í sjónvarpinu..
'I fréttablaðinu í dag ..Þriðjudag.. er svo mynd af mér í sundlauginni ég er barasta nokkuð ánægð með hana, hausinn stendur uppúr en boddíið er í kafi að mestu leyti.
Nú svo er að labba smávegis á bretti á eftir og lýkur þessarri útsendingu frá deginum í dag hér með. 22 dagar eftir..

6 Comments:

  • At 5:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Vá ekkert smá fín mynd af þér í einkasundlauginni! Hafðu það sem allra best :) Söknum þín! Kossar & knús frá Adda, Hildi, Brynjari og Skotta.

     
  • At 5:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já rosa rosa rosa fín alveg !!!

     
  • At 10:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æ takk skinnin mín. ég elska að fá comment frá ykkur

     
  • At 11:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Kæra Snúlla, flott myndin af þér í einkasundlauginni í Fréttablaðinu, kveðja, Eyþór

     
  • At 8:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Vaaá bara fræg gamla skútukellingin
    Anna Pálína Jörgensen Presley þarf að sjá þessa sundmynd af mér

     
  • At 8:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hringi í hana heim til hennar á Graceland.

     

Skrifa ummæli

<< Home