Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Búnir fimm dagar, 23 eftir. Þetta hefur verið eiginlega góðviðrisdagur hér sólskin af og til ogekkert svakalega hvasst. 'Ardís og Hannasigga komu í heimsókn og færðu mér Blóm og fullt af blöðum. svo borðuðu þær kvöldmat með mér . Þeim gekk vel heim og það var lítil hálka á veginum yfir heiðina. Það var rosa gaman að fá þær.og kvöldið hefur verið ágætt .
'I morgun synti ég í útilauginni 600 metra .þetta er 25 metra laug. mér finnst ekki hægt að synda í innilauginni ,hún er lítil og heit eins og pottur. en svo eru góðir pottar bæði með nuddi og án þess.
'Eg er alltí einu farin að geta synt skriðsund. það er svolítið gaman. og svo fór ég og labbaði á bretti og gerði æfingar í tækjasalnum eins og ég á að gera.
Eitthvað hefur þetta verið í meira lagi því nú drattast ég áfram með meiriháttar slagsíðu.
Veit ekki hvort ég nenni að horfa á Örninn. fer kannske bara í bólið með rómantískan
glæpareyfara.
Rúmið sem ég sef í er eins og hænsnaprik það er svo mjótt.
ég á areiðanlega eftir að velta fram úr því. En það er góð dýna í því
og ég sef eins og klessa og dreymi helling af skrítnum draumum.

1 Comments:

  • At 8:05 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Takk fyrir mig maturinn var mjög góður:)

     

Skrifa ummæli

<< Home