Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, apríl 28, 2006

Hæ hæ. nú er það flott. Galdramenn kíktu í morgunkaffi og spjall ,Jón og Siggi. og
Siggi eyddi allskyns óværu úr tölvunni minni sem hefur verið nánast ónothæf undanfarið
Hún er núna í fínu lagi hvað snertir hraða. alveg eldfljót, en finnur ekki litina sína og skjámyndin er risastór og furðuleg, en skítt með það ef maður þarf ekki að bíða í hálftíma eftir hverri aðgerð. Það hefur verið agalega þreytandi. en þetta er þrusu fínt.
Það var flott hjá okkur í Húsafelli þó ekki gæfi upp á Langjökul. Allar tegundir af stórskrítnu veðri frekar í vetrarkantinum en við spiluðum, grilluðum og sulluðumst í heita pottinum eins og vera ber, og höfðum það gott. Í gærkvöldi var næstsíðasta vatnslitanámskeiðskvöldið. og næsta fimmtudag förum við út að mála. Á mánudaginn 1.mai opnum við sölu handverks og höfum heitt á könnunni. í Steinhúsinu. Eitt finnst mér "alveg furðulegt". eins og Guðmundur í næsta húsi segir. Eftir að Ásta gerði tilboð í húsið. fékk hún bréf frá stjórn kaupfélagsins þar sem segir að það verði auglýst til sölu. brefið var sex línur og í því voru fjórar ritvillur...og svo er verið að agnúast út í stafsetninguna hjá Nonna Halldórs.
Ég er nú afskaplega eigingjörn og nú var ég búin að hlakka svo til að fá fjölskyldufólk til að búa í götunni minni, fyrir utan það að mér finnst Ásta og Gunnar bráðskemmtilegt fólk og litla dúllan og Silja.
Eru ráðamenn hér á móti fjölskyldufólki? Og vilja menn hafa auð draugahús?
Af hverju ekki að sýna þeim sem sýna lit á að setjast hér að og vilja kaupa, þá virðingu að ræða við þá, nú ef þeir vilja fá hærra tilboð og að ræða um það við viðkomandi. Kannske bjóða einhver félagasamtök í þetta og svo verður það autt megnið af árinu. Þykir það flottara?
Nei bara klóra sér í rassgatinu..satana perkula via vida...

mánudagur, apríl 24, 2006

Húsafell 2006 Gaman gaman

Fyrst er mynd af húsinu okkar , svo eru allar nema ég, síðan er Árdís að grilla, og svo er setið að snæðingi nema ég og Brynja sem vorum að mynda.


laugardagur, apríl 22, 2006

hæhæ héðan úr Húsafelli. Nú skín ´þetta stóra gula á himninum loksins eftir allskonar tegundir af snjókomu og hryssingi. Við erum komnar með sundbolaför núna síðasta hálftímann, og svo er grill framundan, Chelsea var í hálfleik með O á móti einu marki hjá Liverpool Skrattans.þetta er rosalega friðsælt hér hjá okkur. Ekki viðraði til að fara upp á Langjökul og í hellaskoðun svo það verður að bíða betri tíma. Vonandi verða Hildur og Ester með næst og við sendum þeim ástar og saknaðarkveðjur með lögum með Bubba, Snorra og Bó. það er glaumur og gleði í pottinum núna. Það kraumar. Meira seinna .

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Áður en lagt er af stað tvær Ísdrottningar

Myndir úr páskaferð 2006

Hér eru nokkrar myndir frá hinni frækilegu för okkar upp á Steingrímsfjarðarheiði þeir sem sjást ekki á myndunum eru ég og Hanna sigga og Brynja ég veit ekki af hverju en við vorum nú þarna samt.


sunnudagur, apríl 16, 2006

Páskadagur Við Hannasigga vorum í gærkvöld og fram á rauða nótt í Undralandi hjá Árdísi Að vinna í 1000 bita púsli það gekk eins og í sögu og ég er alveg að drepast í bakinu eftir það. og hreyfi mig afar varlega. það tekur svo á að öskra og hoppa upp í loftið við hvern bút sem tekst að koma í púslið. Árdís var líka að drepa skrímsli í Nintendo tölvu með tilheyrandi hávaða. Svo snæddum við lambakjöt og kartöflur og drukkum rauðvín og vatn með. Og skemmtum okkur konunglega. Nú er svaka sólskin og búinn að vera skafrenningur í allan morgun.
Ég er farin að halda að ég sé Ásdís hin ósigrandi í enska boltanum. en það er nú venjan að falla ef maður fer að ofmetnast. Annars voru það galdrasteinarnir og annað kukl sem þeim fylgdi sem gerði útslagið enda nýbúið að vera fullt tungl.
Hanna Sigga og Árdís voru að hjálpa mér að breyta hér á "skrifstofunni". Árdís kom með risaskrifborð til að lána mér og harðbannaði mér að troða þremur borðum inn í skrifstofuplássið ef hún ætti að vera innréttingahönnuður, til vonar og vara fór hún með eitt borð með sér.
Ég var að bögglast við að baka gulrótaköku áðan, og eldhúsið lítur út eins og eftir hryðjuverkaárás, úff og Hannas. var nýbúin að gera aldeilis svakalega fínt.

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Bíllinn er fullur af smíðaefni. Nóg til að dúlla við milli þess sem ég ligg í leti, gott mál það.
Vaknaði í morgun klár og hress. fékk mér morgunmat og sagði bless..Við köttinn. fór svo út að leita mér að smíðaefni.

sunnudagur, apríl 09, 2006

Þetta er einn af þessum hundleiðinlegu hátíðisdögum.
Ég fór samt og skrúfaði saman húsveggi úti í bílskúr í Kirkjubóli og það var svosem alveg ágætt nema bæði skrúfjárnin (rafmagns) urðu rafmagnslaus og samt var ég að mestu búin með það sem komið er og þá vantar mig efni.
Ég vann Sigga í tippleik enska boltans, og þykir mér það slæmt og nú verð ég að finna upp enn eina aðferð því ekki dugar að festast í einhverju fari með þetta. Einhverjir boltagaldrar hljóta að finnast. mér líst ekki á þetta...Knattspyrnunorn... Þokkalegt fyrir galdrakvennafélagið.
Ég fór í Idolferð út fyrir Drangsnes í gær og að Svanshóli þar sem við Hallfríður horfðum á Idolið endurtekið, Þetta er löng leið og alveg svaðaleg drulla á veginum hjá Stakkanesi og Sandnesi bíllinn flaut til og frá í þessu. Einn skafl var á leiðinni þegar komið var dáldið framhjá Kaldrananesi og djúp för í gegn um hann en Kagganum þeytti ég yfir með svona jeppastæl og svo hafði sólskinið brætt af honum á bakaleiðinni. Gamla seig.
Mér sýnist undanfarin blogg vera hálfgert svartagallsraus og svo eru að koma páskar...

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Jæja það kom að því Ösku þreifandi blindbylur. Þá held ég þeir sem eru alltaf að óska eftir norðanátt séu kátir og gera sér efalaust sérstaklega glaðan dag.
Það sést ekki einu sinni hér út í Sæsabæ. ég sópaði af skrifstofuglugganum hjá mér og það grillir varla í kaggann sem stendur hér fyrir framan girðinguna, ég vona að það sé enginn á ferðinni í þessu óveðri. Og vona svo að þetta hætti jafnskjótt og það hófst.
Skotta er einhversstaðar úti að djamma og í morgun sat hér spikfeitt fress fyrir utan eldhúsgluggann og góndi á mig, sjálfsagt að tékka á Skottunni.
Hann Jón minn á afmæli í dag og eitthvað hafa skolast til tölur á afmælisvefnum hjá honum.
8 breyttst í tvo,tíhíhí.
Sveimér þá húsið hristist í vindkviðunum sem eru komnar upp í 32 m á sekúndu samkvæmt vindhraðamælinum sem er hérna á tröppunum.

mánudagur, apríl 03, 2006

Og nú er kötturinn horfinn Fyrst var hálsbandið horfið og nú hefur hún ekki komið heim síðan í gær. Mér var nær að vera að argast út í hana í gærmorgun ,Ég er búin að vera að gá niður fyrir verksmiðju , þar er reyndar búið að brjóta glugga svo hún gæti verið þar inni og fullt af kattasporum og krakka, Kannske eru þetta óþarfa áhyggjur en þær stafa kannske af því að í fyrradag horfði ég á þrjá litla gutta sem voru í fjörunni utan við vélsmiðjuna. að henda í eitthvað. sem ég sá svo að voru tvær kisur, og svo tók einn þeirra sig til og náði í annann köttinn og ætlaði að henda honum í sjóinn, ég flautaði hressilega og litla skrímslið sleppti kettinum.

sunnudagur, apríl 02, 2006

Hundleiðinlegur sunnudagsmorgunn, skil ekki hvað þeir geta farið í taugarnar á mér. Kattarófétið traðkar hér ofan á blöðunum sem ég var að prenta út veit ekki hvað hann Hún heldur að hún sé, kannske aukaprentari, kattasporaprinter.
Raikkonen í sjónvarpinu.
Er að hugsa um að fara út í sjoppu og fá mér kaffi.
Veit ekki hvað ég á af mér að gera,
Mála sex bláar myndir.
Skil ekki þennan æsing út af nafni á sameinað sveitarfélag.

laugardagur, apríl 01, 2006

Ahhhh Idolið í gær fór þannig að Ína og Snorri eru eftir.
Nú er allt hvítt út að líta og kuldalegt. Snjór og frost og sólskin.
Enn um grasflatir hreppsins !!! Mannkertið sem tróð bátnum sínum við hliðina á Sæsabæ hefur nú tekið hann, en notað tækifærið til að bæði keyra út í flötina og henda þar fokking brettadrasli.... ARRRRGH. Sem liggur þar auðvitað til eilífðarnóns...
Nú er ég farin út í Steinhús að mála eitthvað ljótt, einhverja skemmipúka með horn og hala.