Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Dagurinn byrjaði ekki vel ég fór öfugt fram úr rúminu og setti gleraugun mín í þvottavélina ásamt öðrum þvotti, skellti henni aftur og sá þá hvar gleraugun lágu ásamt bláu koddaveri og skildi ekkert í hvað þau voru að gera þarna ,en þau björguðust.
Síðan málaði ég dálítið í aldingarðinum Eden. Það var svo kuldalegt úti að ég reyndi ekki einu sinni að fara með ruslið heldur lufsaðist upp í rúm að lesa þegar ég var búin að fá mér bleksterkt og gott kaffi.
Svana kom svo með póstinn kl tólf og ég skutlaði henni heim og við fífluðumst smá yfir aldingarðinum, það var alveg eins kalt úti og ég hélt svo ég fór aftur upp í rúm og las meira.....
Ég fattaði ég svo að það var þriðjudagur kl hálf þrjú þegar ég fór upp að kíkja hvort tölvutengingin væri komin í lag og sá alla bílana hér úti hjá Hlein ,Svo ég fór út að hitta konurnar. þar ríkti hið notalegasta andrúmsloft að vanda....
Eftir Leiðarljós sem var aldrei þessu vant hundleiðinlegt , vippaðist ég upp úr veðurþunglyndiskastinu og málaði mynd af guði fyrir aftan frystikistuna, í stuði veifandi rauða spjaldinu. það tókst nú ekki betur en svo að Hrafnhildur sem kom í heimsókn til mín í kvöld fattaði alls ekki að þetta væri guð og fannst hann líkastur öldruðum bónda úr nálægri sveit.. svo ég málaði bara yfir fésið á honum og, skildi hendina eftir sem heldur á spjaldinu,, mjög dramatískt....
Neðst í ísskápnum undir körfu með lauk fann ég í kvöld stóra krukku af bláberjasultu sem ég hélt að væri búin, , ég er nefnilega búin að þjást ógurlega af sultufráhvarfseinkennum í sirka viku, svo það varð úr þessu kvöldmáltíð með sultu og ég fer södd og sæl og ekkert syfjuð ....upp í rúm að lesa....góða nótt....

mánudagur, apríl 28, 2008

Fjandinn hafi þetta ískalda veður, maður bara fer ekki út fyrir dyr...það er nú reyndar haugalygi ég fór tvisvar út í Káesshá í morgun að kaupa málningarrúllu og tómata og mjólk. Svo fékk ég visaflipparinn áfall þegar Svanhildur var búin að dúndra inn á borð hjá mér póstinum í morgun....(Lukka var með visakortsinnkaupaæði í bænum eftir sumarbústaðaferðina)... Satan í bergen....ég fór líka út að Hvalsárdrang á myndatökurúnt og myndaði grjótið sem datt á veginn....
En eins og bakaradrengurinn sagði... Fátt er svo með öllu gott...
Það er komið logn og flygsukafald, ég sat hér úti áðan og hlustaði á lognið, annars er ég að reyna að pússa hreindýrshornin sem ég veiddi. Svo er ég komin með alveg kolgeggjaða hugmynd aaallveg....reyndar held ég að það sé fröken Lukka sem er hvortsemer alveg kolgeggjuð. afraksturinn sést kannske á morgun. 'Eg ætla að vaka í alla nótt og vinna....'Eg er búin að drekka svo mikið og gott kaffi.

laugardagur, apríl 26, 2008

Það er aldeilis að sumarveðrið lætur eins og fífl... snjókoma og skítur...það er svo hráslagalegt að maður fer ekki út úr húsi....en eins og gamlafólkið sagði..í gamladaga "það er nú betra að fá þetta hret núna helduren í maí" ojá ojá.
Mér finnst nú alltaf að þessi bévítans norðanátt megi aldrei ná sér á strik og þá verður hún dögum saman.... fari það í fúlan pytt...Nú ætti maður að nota tækifærið og taka til hendinni inni en það er nú einhvernveginn þannig að það þarf að vera gott veður líka til þess að maður fyllist eldmóði og skúri allt milli himins og jarðar...þ.e.a.s. gólf og veggi, hafi opnar útidyrnar og veiti góðu frísklofti inn um þær.
Ég er farin uppí rúm og undir sæng með bók og hananú.

miðvikudagur, apríl 23, 2008

ÞAð er aldeilis búið að vera nóg að gera, ÞAð er girðingarvinna og í gær vannst heilmikið í þeim viðgerðum þar sem Jóhanna kom og tók til hendinni með mér það munar svo miklu að hafa fleiri hendur við að negla upp girðinguna ég væri að gaufast við þetta til hausts annars.
'Aður var Nonni búinn að fara út á reka og keyra fyrir mig staura. og í gær vorum við Pat að draga viðbjóðslega rósarunna upp úr moldinni hér í hólnum. það ætlaði aldrei að hafast og voru ég reyndi að draga þá upp úr moldinni með bílnum og Pat gróf hyldjúpar holur í kring um þær. Þær náðust upp eftir heilmikinn barning. ÞAð er fullt af drasli komið í kerruna hans Lilla og meira eftir.
Ég er að verða búin að skrúfa saman sögina tek sirka 30 skrúfur á dag. Skrúfuhandleggurinn væri farinn af mér ef ég hefði ekki fundið hjá mér þetta forláta skrallskrúfjárn.
Svo er að moka úr malarbingjum ég var að leika jarðýtu og burraði með lpínulitla stunguskóflu við það, nokkrar skóflur í einu, það er bara orðið þónokkuð snyrtilegt í bakgarðinum.
'A dagskránni í dag er að rétta stuðarann af bílnum með heitu vatni, og baka kleinur fyrir ferðaþjónustuna,, Girðingarvinna í ígripum.

Takk kærlega 'Asdís og Sabba að senda okkur götuvökvara Það var ekki orðið hægt að anda hér í neðra.... Og sjálfsagt við hinar gamaldagsgöturnar... fyrir ryki af umferðinni... maður að reyna að vera úti í garði að vinna og öll skilningarvit stútfull af skít og ryki, komið gott veður og allir rosastífir á bensíninu að keyra hér framhjá.
Takk enn og aftur og aftur...

föstudagur, apríl 18, 2008

Eftir að vera búin að nota tölvuna hennar Hönnu Siggu finnst mér mín vera risastór.
'Eg fór í kjarnorku stríð í dag og var skotin með laserbyssu amk hundrað sinnum í andlitið. aaalveg hrikalega vont.. eftir það fór ég á málverkasýninguna hjá Einari Hákonarsyni, Rosalega flott. síðan í eina verslun og svo heim til Hönzu að horfa á Leiðarljós og ryðja dótinu sem eftir var í bílinn. brunaði svo upp í Mosó til Jamils og spjallaði um framtíð hinna ýmsu bílaparta og drakk kaffi. Þegar upp í Bifröst var komið heimsótti ég Möggu og Guðjón. þar er alltaf svo gaman að koma. Ágústa Halla var nýbúin að versla risademant til að gefa pabba sínum og þær mæðgur voru að koma úr verslunarferð.
'Eg brunaði síðan það sem eftir var leiðarinnar... og var snögg að...með Hemma Gunn og Þorgeir 'Astvaldsson í botni ....alveg ótrúlega skemtilegur diskur með frægum lögum eins og "Mumma þjöl" það er sérstakt fjör að keyra og hlusta á "Mumma þjöl".... Útvarpið virðist hinsvegar vera búið að segja upp og fari það bara fjandans til, (afsakið orðbragðið) ég ætla nú samt að laga það á morgun.
Þegar ég kom inn hjá Húsavík sá ég svo skemmtilega litla varðelda meðfram
ströndinni, það er gaman að það skuli vera hætt að banna að kveikja svona bál úti um sveitir, mig langar alltaf til að brenna rusli í fjörunni en ég hef bara einusinni grillað mat á fjörusteinum og það var norður í Skjaldarbjarnarvík...

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Þetta hefur verið góður afmælisdagur fullt af góðum vinum og ættingjum búið að hringja í mig. erindum mínum hér lýkur væntanlega á morgun og í dag framkvæmdi ég skrítna hluti, hitti afar merkilegan strandamann, fór í handverkshúsið í Bolholti fjárfesti þar í vírbursta og fokdýrum gæða útskurðarjárnum, fór í "Maður lifandi og keypti heilsuvörur kókosvatn og kókosolíu til að nota jafnt að innvortis og útvortis, Við Hannasigga fórum svo út og borðuðum vondan mat á uppáhalds vetingastaðnum mínum. Heimsóttum svo Önnu Jörgensen og Svein.
Úrið mitt eldgamla stoppaði og ég keypti nýtt fyrir bílnúmerahappdrættisvinninginn minn og átti smá afgang sem verður eytt á morgun. 'Eg hyggst koma heim annaðhvort annað kvöld eða á föstudagsmorgun.
'Eg er að verða að algjöru letidýri hér í bænum,

þriðjudagur, apríl 15, 2008

Addi minn bloggar að hafragrautur minni sig á fjórar manneskjur, skyldi einhverjum detta í hug einhver matur sem minnir á mig, td súrmjólk,, nú eða lúða, eða einhvert grænmeti ....Rófur...sviðahausar... Matur minnir mig á ýmislegt, td.uxahalapottréttur og mismunandi tegundir af kaffi og koníak með....'Afram með smjörið... Við hannasigga fórum í æðislegan kvöldmat til Dísu og Simma og svo í bíó á Brúðgumann mjög skemmtileg.
Sumarið fer að koma það er ekki spurning. þetta er afardjúp yfirlýsing. 'Eg rakst á auglýsingu frá B.B. Hamingjudagastýru vorri, á spjalltorginu og nú er að fara að setjast við "samnings? borðið og hnoða saman afar væmnum texta við hamingjulagasmíð sumarsins. allir með !!!! þetta er svo spennandi, 'A lagið að vera í Geirmundarstíl, Mugisons, Elvis, Bítlanna, Kristjáns Sig eða dr Spock,, ? Eg verð að fara að reyna að fá söngvara. Hvað með Bó eða Megas???

sunnudagur, apríl 13, 2008

Jæja þá er þessari indælu helgi lokið, ég verð lengi að ná mér niður eftir allt sem búið er að gerast skemmtilegt, og nú er ég hér hjá Hönnusiggu og sit flötum beinum með ferðatölvuna hennar milli lappanna uppi í rúmi og kíki á Strandir og blogga, það er hlýtt úti og á morgun tekur við ný vika og mig langar ekki að fara snemma að sofa, plastið í afturglugganum á bílnum var að gera mig vitlausa á leiðinni suður mýrarnar en lagaðist þegar nær dró reykjavík. ég fann kókosvatn í ísskápnum síðan ég var hérna síðast, og svolgraði það í mig. 'Eg er búin að horfa á föstudagsþáttinn af Guiding light og sunnudagsglæpamyndina íslensku og nú er framundan að fara að sofa og gera helling á morgun fara í verkfæralagerinn og kíkja á bílaparta. ....Sól og sunnanvindur...alveg elska ég litla sæta símann minn ég elska að fá svona afmælisgjafir. Lukka veður uppi...

föstudagur, apríl 11, 2008

Búin að þvo upp og alles. húrra fyrir mér... kagginn að verða klár og ég hress..
Klæddi mig í föt (fyndið) og segi bless. Sólin skín og fuglar syngja í trjánum....nei....þeir eru allir að drepast úr kulda og geta ekkert sungið....Búin að taka til tannburstann og rauðvínið og dálitla hrúgu af appelsínum og lýsi. Er að huxa um að taka expressóuna með og búa til gott blek, Sundfitjarnar og tætlurnar af sundbolnum mínum (hann er að drafna í sundur) úr elli... Samt ekki nema tveggja ára. Svo þarf ég að kaupa uhulím og muna að hafa með mér skæri svo ég geti dundað við að klippa og líma þegar hlé verður á skemmtiatriðunum. Allur er varinn bestur er sagt.

miðvikudagur, apríl 09, 2008

Fékk ég ekki nema tækifæri til að láta ljós mitt skína sem skólabílstjóri í morgun og keyrði tvö börn til menntasetursins. Það var greinilegt að þetta vakti furðu þeirra sem vita ekki um meiraprófið mitt og rútupróf og vélhjólapróf vantaði bara fjármuni til að verða ökukennari....Hef sloppið sjálfsagt betur en ég á skilið til þessa, og ekki lent í neinum veltum eða árekstrum....Einni útafkeyrslu í hálku fyrir ofan braggann fyrir hundrað árum til að forða öðru verra.

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Búin að berjast um af lífs og sálar kröftum í dag fór með fullan bíl af rusli í morgun Gaman gaman. húkkaði svo tvö burðardýr með stóra spónaplötu sem ég greyið réði alls ekki við ég sagað svo af henni og kom henni fyrir á veggnum sem hún átti að fara á . Eftir hádegið lánaði Haddi mér bíl og kerru og 'Eg neyddi Jóhönnu sem hafði brotist yfir Steingrím í drullusnjókomu með Kristján litla í leikskólann,til að rogast með fullt af plötum í kerruna og úr henni, Henni finnst ekkert svoleiðis neitt mál en ég er hrædd um að ég geri útaf við hana með einhverju kraftaverkaveseni hún verður alveg útjöskuð. Síðan fórum við út í orkubú þar er gott að koma, sötra kakó, lesa moggann og spjalla um daginn og veginn... Og ég svo í Hlein þar sem var notaleg stemming með konunum ,Málaði pínkulítið og fór svo heim að saga aðra spónaplötu og negla þær á vegginn í undirheimaforstofunni og þrífa eftir allar þessar framkvæmdir. það er bara orðið ótrúlega fínt þar. bara eftir að mála og sparsla pínulítið og setja eina hillu til að byrja með. 'Eg er búin að mála i skúrnum og saga sundur hilluna sem var í forstofunni og gera úr henni tvær koma þeim fyrir. og nú ætla ég bara að leggjast í haugaleti.... Mér finnst samt ekki hægt að kalla þetta forstofu ,,,inngangur væri kannske betra...Ekki er það bíslag,,þau eru utaná.... kíki í orðabók hjá Höllu þegar færi gefst.

sunnudagur, apríl 06, 2008

Þá erum við ég og JónGísli, Brynja og stelpurnar búin að fara og vera við skírn litlu nýjustu manneskjunnar í fjölskyldunni Hún heitir Emilía og er algjör krúsindúlla. Bjartey Stórasystir hennar hélt upp á fjögra ára afmælið sitt í leiðinni, Þarna voru þrjár langömmur og tveir afar og tvær ömmur og svo fullt af ungu fólki. falleg skírnarathöfn í Digraneskirkju, og sterkasti prestur á landinu og hress eftir því. Svo vegleg veisla heima hjá Dísu og 'Asa... ég set hér myndir frá því á myndasíðuna mína bráðum.

Þegar heim var komið voru hér tveir rauðmagar í poka á tröppunum mínum Þökk sé þeim sem hefur látið þá þar , þeir skulu nú verða matreiddir og etnir í hvelli.

föstudagur, apríl 04, 2008

'Eg var að lesa fundargerðir Strandabyggðar og allra þessara nefnda og rak augun í þá klausu að BUS eru með athugasemdir við framkvæmdir þær sem hafa komið upp um breytingu á húsinu hans Sævars. Hvenær er þetta fiskislóðanafn orðið fast á strandgötunni Hefur formleg skírn farið fram. Mér finnst þetta minna á slor og drasl í kring um gáma. Það þarf að breyta þessu svæði úr rusla og gámasvæði með tilheyrandi hávaðamengun, (Hvers á fólkið að gjalda sem býr í húsinu hans Magga Jó.) þar er þrumugnýr dag og nótt og ýldufýluna leggur upp úr ruslagáminum. væri ekki snjallt að fara með beitingagámana inn með sjó þar er nóg pláss, Stóragrund fínt svæði fyrir þá með hreinu lofti fallegu umhverfi og ekki nein íbúðarhús. hægt að horfa út á hafið og pissa út um dyrnar í friði.
'Eg er ekki að meina þetta sem einhverja aðför að bátasjómönnunum þeir eru nauðsynlegir, en ætli þeir yrðu ekki ánægðari að vera ekki með svona áberandi drasl og hávaða svæði. þeir yrðu ekki í vandræðum með að keyra balana sína niður að höfnþarna innanað . á stóru jeppunum sínum með stórar kerrur. og laust við alla þröngsýni.
Mér ferst nú svosem ekki að tala um drasl eins og garðurinn minn lítur út eftir veturinn algjörlega megnið af honum allt í rúst. en það skal verða tekið áðí strax og veður skána.
'Eg er að drepast úr vinnugleði..... fer kollhnís um sjálfa mig.

fimmtudagur, apríl 03, 2008

'Eg er svo svakalega önnum kafin að það er alveg rosalegt þessvegna finnst mér að það eigi að fara að koma hlýindi í veðrið og vor.. það eru komnir tveir nýir gluggar í húsið mitt algjörlega rosalega fínt flottara að hafa gler í stofugluggum heldur en einangrunarplast og krossviðarbúta. þetta er það sem er svo gaman við að búa í eldgömlu húsi. alveg séstök tilfinning.
Svona fyrir Adda þá kom strax einhver og spurði "Ætlarðu að láta skipta um alla gluggana "hehehe onei ekki ætla ég það. Ekki aldeilis....
Já gullkorn dagsins frá eigin brjósti...gott er að fara snemma á fætur og seint að sofa. og borða mikið af grænmeti. hreinlega slafra það í sig við öll tækifæri,... fara oft í sund og syngja mikið og glamra með á gítar.