Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, september 30, 2004

Furðudagur og ég allt í einu komin í launaða vinnu. Einum vini mínum varð að orði að það væri ljóta helvítið.
Mér fannst nú skrítið að geta ekki farið að synda í morgun eins og venjulega, en tek það í fyrramálið..Lenti ég svo ekki í kvöld göngu skoðunarferð um staðinn í góða veðrinu. aldeilis frábært. Hólmavík er ofsalega falleg svona í kvöldrökkrinu .

miðvikudagur, september 29, 2004

Það er kominn 29 september og ég er að hreinsa frystikistuna er það ekki heila málið --að vera alltaf að gera eitthvað-- ég vaknaði ekki fyr en kl hálf níu í morgun... of seint a´ð fara í laugina..svei og fjandinn... en skal fara strax kl eitt því nú er búið að breyta tímanum aftur..gott mál það .
Svo er ég búin að liggja í mogganum og lesa og lesa eins og Goggur Glænefur. það eru moggar Höfðagötu þrettán sem voru svo einmana af því að enginn er þar heima til að lesa þá. en það rætist nú brátt úr því... Þaað gengur ekki vel með enskuna enn.... fokking enska.. Ég er annars hálf heiladauð og best í sundi án hugsunar... Fröken Lukka mætti nú fara að láta að sér kveða..Allavega með einhverjar hugmyndir...

fimmtudagur, september 23, 2004

Eg held ég sé að verða vitlaus . Það er allt ómögulegt .. þessi djöfulsins námsgrein sem ég er að vesenast í er alveg gjörsamlega óþolandi.. hvað var guð eiginlega að huxa þegar hann var af tómri illgirni að dunda sér við að búa til mörg tungumál.. þetta er ekki betra en bókfærsla með alla tölustafina á haus.. það er þó munur að vera séní í Íslensku Heilagur skítur....
Rosalega er ég búin að gera margt í dag við Halla fórum að skoða ungtré í Borgunum þau eru nú flott.. í morgun fór ég að synda eins og vant er .. ég hef undraverða hæfileika til að vera niðri í vatni. ég hef örugglega verið gedda í fyrra lífi.. Fór ég svo ekki og tíndi fullt af berjum eftir kl þrjú..mmmmmmmmmmm. svo fór ég út að Kirkjubóli að ná í nöfnu mína. Jongis er að vegagerðast norður í´'Arneshreppi. og kemur heim í kvöld,

þriðjudagur, september 21, 2004

Skotta mín var horfin þegar ég kom heim. Hún á nú samt eftir að koma aftur því hún hefur ekki tekið allar pjönkur sínar með og það er nú gott.. vonandi fer hún í hressingaferð í Öræfasveitina, ég bið að heilsa Sigga á Hnappavöllum. Gleymdu ekki að glugga í skræðurnar.
Ég er komin heim eftir viku útivist frá Höfðagötunni. Það var gaman og ég er alveg endurnærð og hress, fór að synda í morgun í þvílíku andskotans roki og rigningu að það hálfa væri nóg. Í gærmorgun synti ég í Árbæjarlaug í steikjandi sólskini og logni. Ég er búin að synd-a alla þessa viku á hverjum morgni. Svo er hér vikupistillinn. Takk Hanzka mín fyrir húsaskjólið, við erum mikið búnar að fara að versla, fara í bíó að sjá Dís, heimsækja Árdísi, fara á smá námskeið, ganga í eitt félag, ferðast smávegis, ofl ofl.
Í dag smíðaði ég í stóru stofunni og bætti við einu herbergi í húsinu. og nú er ég að fara snemma að sofa þetta er afar snubbótt blogg.....meira á morgun Lukka erlukkuleg í lukkunnar velstandi ...Bangsi er loksins kominn í gott skap.. það á ekki við hann að sitja alltaf í aftursætinu.

þriðjudagur, september 07, 2004

Og þa var fjör og þa var fjör og þa var fjör um borð í MSHerjólfi.....
í gær átti hún Hrafnhildur mín ammæli og í fyrradag fóru allir sem vettlingum gátu valdið í veislu Brynjars hjá Hildi og Adda og þa var fjör og nammi namm og afmælisbarnið var orðinn alveg óður undir kvöldið af nammiáti.gaman gaman.
Það er rigning og ekki myrkur og þriðjudagur og ég er búin að sauma fullt af gardínum bláum og grænum meðlaufblöðum og mér finnst ég bæði ofsa dugleg og gardínurnar mínar flottar. Það er nebblega þannig að þegar ég hef klúðrað upp gardínum þá hanga þær venjulega svo árum skiptir eða þar til þær drafna sundur í þvotti upplitaðar og sólbrunnar.. en nú verður breyting á... nú skal ég verða gardínulega séð afar góð húsmóðir í framtíðinni... hinar sem voru niðri voru orðnar eins og gamlar gólftuskur og ég var mjög klökk þegar ég lét þær í ruslakörfuna bless og nú sé ég ykkur aldrei meir.. en svona er nú lífið ojá ojá tíhíhí.....
ÞAð rignir svo mikið að Hanna Sigga er barasta komin upp í rúm með ástarsögu.
Björk leit upp úr ritgerðinni og rölti út á galdrasafn...
Ég er í þvílíku smíðastuði að ég ætla að fara að setja upp skilrúm í stóru stofunni.. þar sem eru Uppsalir...

sunnudagur, september 05, 2004

Góðan daginn nú eða góða nótt öllu heldur. Búin er ég að fara í gær til höfuðborgarinnar og koma þangað áríðandi bréfi og fara með Vodafoneeldflaugina í endurskoðun og losna við þennan andskotans græna miða. Kom til baka í dag á myljandi siglingu og Hanzka og Hildur með mér og hlóðum við vagninn ótæpilega og stóð hann vel undir því...þrusu flutningaatæki...
Á morgun á Brynjar minn tveggja ára afmæli. litli stubburinn. og sá var nú glaður að fá mömmu sína heim . Ég er búin að taka geggjaða skorpu í tiltekt í kvöld...orðið flott í Hönzku horninu. Hafdís Björk, Ási og Bjartey Líf komu í heimsókn.
Ferlega fannst mér fúlt að geta ekki farið í sund þegar ég kom . því það var lokað kl 3... myndu ekki allir einmitt koma í sund um helgar allan daginn meðan er svona gott veður...
nú maður fer þá bara í Bjarnarfjörð til hátíðabrigða.
Ég hlakka til að halda áfram að taka til á morgun, ég ætla að smíða dálítið... það er leyndó ennþá, og svo gerist dálítið í næstu viku sem er líka leyndó..tíhíhí.