Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Þetta gengur bara fínt hér ég er búin að dinglast í ýmsu í dag búin að bíða eftir að Heiða hársnyrtidama opni stofuna sína á Hólmavík og var farin að líta út eins og lukkutröll sem ég verð alltaf þegar hárið á mér síkkar.
Og nú gafst ég upp við að safna hári og fór í klippingu.
Síðan fór ég í andlitsbað og nudd hjá snyrtifræðingnum.
Hún var næstum búin að æla þegar hún sá andlitið á mér sem er illa flagnað eftir klórinn í sundlauginni.
Hún dekraði við mig í klukkutíma og eftir það er ég með mjúka og verulega gljáandi húð í andlitinu en nýja hárgreiðslan farin fjandans til.. Já já svo keypti ég náttúrlega doldið af kremi og andlitsvörum eins og kona sem ætlar að koma heim eftir tuttugu daga með voða fínt andlit.
Það er hér kvöldvaka í kvöld og vaktin sem þekkir mig frá fornu fari kom trillandi með gítar og nú ætlum við tvær kellur...Anna Kristín frá Seyðisfirði og ég að syngja nokkra gamla slagara og láta hina syngja með.. við höfum aldrei rekið upp bofs saman fyr en áðan og æfðum í fimm mínútur og gekk vel Bara vaða í það.

1 Comments:

  • At 11:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ohhh enn gaman! Skemmtu þér rosa vel, verðum með þér í anda og syngjum með :Þ

     

Skrifa ummæli

<< Home