Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, maí 31, 2008

Og að lokum í ...hér voru myndir frá nokkrum atvikum undanfarinna mánaða.
Ég er búin að baka heilt fjall af kleinum í dag.Hrafnhildur hjálpaði mér nú aldeilis og sneri uppá þær allar en ég steikti.
Á morgun er svo sjómannadagurinn og þá finnst mér að eigi að vera sjómannamessa eða hátíðastund kl ellefu og matur á Riis á eftir og fyllirí um kvöldið og lifandi músik. Mér þætti ennfremur við hæfi að festa risastóran blómakrans á stefnið á Hilmi gamla í tilefni dagsins, því til hvers að hafa hann þarna ef honum er aldrei nokkur sómi sýndur.
Það verður nú ,samt gaman því sauðfjársetrið opnar með sjómannadagskaffihlaðborði sem byrjar kl tvö og skemmtun kl fjögur þar sem Bjarni Ómar spilar syngur og kynnir lögin sín og Hrafn Jökulsson úr Árneshreppnum tekur á móti verðlaununum fyrir bestu ljósmyndina í kindaljósmyndasamkeppninni.
Þetta verður fjör og ekki er úr vegi að kíkja á ýmsar breytingar á safninu í leiðinni.
Ég kom þarna í dag þar sem starfsstúlkurnar voru að leggja síðustu hönd á undirbúninginn, og það var sko ekkert slor. Geggjað nammi sá ég.

Þetta er framtíðin ...Mataræði aldarinnar

Léttklæddar í sólinni hjá vitanum
Í bústaðnum var hollustan í fyrirrúmi, Hér er sýnishorn af morgunverðarborðinu,

Svona vorum við grand áðí á ammælinu mínu í kvöldverði á Narfeyrarstofu í Stykkishólmi, hljóðlátar og spakar sumarbústaðaskvísur.
Ásdís móðursystir með litla (stóra) frænku beibíið
Það er skrítið að halda á svona lítlli stelpu það er svo langt síðan Árdís var lítil
Bjartey Líf og Emilía Langömmustelpur á skírnardegi Emilíu
Dísa og 'Asi með ungfrú Emilíu sem var nýbúið að skíra

Diljá Hörn langömmustelpa brosir fallega og það er ekki laust við að það bregði fyrir prakkaraskap í augnaráðinu.
Svona var þetta í rokinu þegar ég var að negla upp stóru girðinguna , ég er bara ánægð með þessa mynd af sjálfri mér...

fimmtudagur, maí 29, 2008

Alveg er þetta ömurlegt þessir jarðskjálftar... Það var sérstaklega sorglegt að sjá gamla manninn sem var bóndi og útihúsið hrundi hjá ofan á kindurnar hans og svo inni í stofunni þeirra voru tveir rósóttir hægindastólar og allt í kássu. Og bara allt annað... 'eg var að koma inn í dag og fór inn í stofu og setti Álftagerðisbræður í geislaspilarann og um leið fór stóri sjónvarpsskápurinn minn að rugga og ég hélt að hann myndi detta um koll. Ekki gerði hann það nú samt...viðbjóðslegt... 'Eg fer ekki suður eins og ég var búin að ákveða...langar ekki að vera að þvælast á einhverju jarðskjálftasvæði...Það bíður bara betri tíma.
Árdís er að koma og fær þann heiður að kveikja á Vodafonesendinum á Kollafjarðarnesi á morgun.. 'Eg sé Blackfield koma niður sýslumannshallann...
Mér þótti merkilegt í ferð minni um Súðavík í gær að þar voru starfsmenn staðarins á ferð að tína smáruslið sem kemur alltaf þegar fólk hendir í kæruleysi. Þeir voru bara á gangi með ruslapoka. Súðavík er einstaklega snyrtilegur bær.

Hér hefur fólk verið að tína rusl og er ekki á launum hjá sveitarfélaginu.

miðvikudagur, maí 28, 2008

Er búin að vera alveg í því í dag að gera ekki neitt var samt að hanna umslag á geisladiskinn minn ægilega dugleg við það. það verður brunað á Flateyri 11 júní.oh hvað ég hlakka til..Hugs hugs...Vestur á morgun...hestur bestur gestur prestur klesstur mestur festur. Meira sem rímar ?? hmmmhaa??
Gera ekki neitt beitt feitt seytt þeytt greitt fleytt heitt reytt meitt þreytt gleitt deytt reitt.
'Okey Munið eftir öllum 54 orðunum yfir fyllerí.
Ég er enn illa haldin í reikningshausnum af prótínskorti eftir hádegismatinn.
samt er ég núna orðin hinn mesti reikningshaus og er ofsamontin af því.
Reikni svo aðrir betur.

þriðjudagur, maí 27, 2008

Búin að fara á Ísafjörð í dag og komin heim aftur, ætla að vera voða dugleg heima á morgun...Er voða dugleg...kv Lukka.

sunnudagur, maí 25, 2008

Annar í umhverfisdegi á Hólmavík í dag . Er fólk að pukrast með þetta eða hvað eða er bara ekkert til að taka til í. 'Eg sá nokkra með kerrur í gær en ekkert rusl í þeim . Hafa efalaust verið að koma frá því að fara með það.
Greinahrúgan hans Adda er ekki farin það á víst að bíða eftir því að vörubíll með krabbakló taki hana, hann getur varla látið hana úr fyrir lóðamörkin því þá lendir hún á götunni og teppir umferð, hann var að vonast til að setja þetta á bláa hreppsbílinn, það væri reyndar sjálfsagt ódýrast.
'Eg potaði niður blómunum í gær. HannaSigga og Birgir Valur komu í heimsókn og það var nú gaman, 'Islendingar stóðu sig vel í júróinu voru að endingu held ég í fjórtánda sæti. Búnir að rokka upp og niður. 'Eg var ekki ánægð með hvað Finnarnir mínir fengu af atkvæðum þeir voru góðir.

laugardagur, maí 24, 2008

Ég var flutningabílstjóri í gær frá kl 7 til kl 24.
Ég er mjög hamingjusöm með að hafa sloppið við að aka á og slasa eða drepa þrjár kindur og sex lömb í gærkvöldi, þar sem þær þustu alltí einu upp úr fjörunni við Bassastaði og yfir veginn.
En það fór allt vel og góðar bremsur og viðbrögðin mín björguðu málinu.... Um daginn keyrði ég um þar sem stóðu fjórir eða fimm hrútaskuddar á miðjum veginum alveg eins og bjánar... gjörsamlega heilalausir.. ég þurfti nærri því að ýta þeim útaf og las þeim pistilinn...ég held að þeim hafi fundist það bara gaman ...
sennilega verið búnir að berjast allan daginn eins og hrútar gera gjarnan þegar þeim er sleppt út á vorin.
Ég held að ef ég væri bóndi í dag myndi aldrei þora að sleppa kindunum nema bara á fjöll eða inn í einhverja girðingu þar sem engir ótætis bílstjórar eru á ferð í rökkrinu.

En er nú er umhverfistiltektardagur hér á Hólmavík.... er það ekki??? klukkan er orðin 9 og ég get ekki séð að það sé nokkur kjaftur á kreiki hér úti. 'Eg ætla að reyna að pota niður blómunum sem ég keypti á Ísafirði í gær. Og þarf síðan að negla upp girðinguna . Dagskrá dagsins.... er sú að liggja í forkastanlegri leti þess utan.

miðvikudagur, maí 21, 2008

Nei nú þykir mér týra á tíkarskarinu. Hvað haldið þið ég vann lagakeppnina... ég er nú alveg steinhissa og bit eins og stóð í frægu leikriti hjá leikfélagi Hólmavíkur.
Eins og hin lögin voru nú líka fín og flott. Lagið má heyra á forsíðu Strandir.is. Salbjörg aðal countrysöngskvísan okkar syngur flott eins og hennar er von og vísa, og ég er hjá henni alveg eins og "fífl í framan". með blómvöndinn minn og 50.ooo krónu ávísunina í verðlaun. Stebbi Jóns snillingur spilar undir "annast undirleikinn" á fínu máli, og Arnar syngur bakrödd sem heyrist ekki mikið en er líka flott. En þegar ég var búin að ná mér eftir fyrstu skelfinguna þá finnst mér þetta nú bara ægilega gaman...Takk takk...

þriðjudagur, maí 20, 2008

Já já 'Eg fór algjöra fýluferð upp í Steinó kl tólf í gærkvöldi með póstkassann sem ég var búin að setja snyrtilega bakhlið í og tjörupappa á milli. Semsagt ég hafði tekið kassann með mér inneftir um miðjan daginn vegna þess að skrúfvélin mín varð rafmagnslaus og svo þurfti að saga gamla bolta úr með járnsög sem var ekki á staðnum.
Staurarnir fóru hinsvegar skammlaust niður og án þess að ég missti járnkallinn ofan á tærnar á mér eða eitthvað þessháttar.
Semsagt ég kom þarna í góða veðrinu kl tólf og hélt að allir væru vakandi og í fjárhúsunum að fylgjast með ánum að bera eins og vera ber á sauðburði. ég kíkti í fjárhúsin ..þar var ekki nokkur sál.. ég kíkti heim og þar sem allir virtust vera sofandi var ég að huxa um að fá mér kaffi enn nennti því ekki og læddist ég út með það sama til að vekja nú ekki dauðþreytt sauðburðarfólkið.
Nú þá var að festa kassann á staurana og við fyrstu skrúfu bræddi skrúfuvélin úr sér. ( það er ekki hægt að kalla svona verkfæri skrúfjárn ) eða hvað ??
Svo ég fór með allt fokking draslið inneftir aftur....
Mér fannst nú þetta algjör óþarfi og hálf fúlt...... en hún er nú búin að gera það gott ég er búin að skrúfa saman með henni alla litlu burstabæina mína.
'I morgun fór ég svo í Ká Ess Háið = útleggst Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
og keypti aðra svaka flotta... Græna... fokdýra... Hélt síðan af stað með kassann og nú tókst að koma honum á sinn stað, bara að sletta málningu á staurana í góðu veðri síðar.
Seinni partur dagsins var líka allt í lagi. 'Eg fór á móti Jóhönnu og Þórdísi yfir í Lágadal að keyra Kristján litla í leikskólann. Þórdís kom svo og sótti hann kl fjögur.
Hringdi í Lilla sem er hálf krambúleraður eftir ógnir gærdagsins, en vonaðist til að koma norður á morgun. Svo fékk ég jeppann hjá Sigga og sótti kerruna og tók grasrótarhrúgurnar af götunni og fór með stútfulla kerru upp á hauga og nú næ ég ekki kerrunni aftan úr jeppanum hvernig sem ég reyni. Meiri bévítans lufsan.
'Eg ætlaði að synda en féll á tíma með það. klukkan var alveg að verða níu þegar ég var búin að þessu. Bara skelli mér í það á morgun.
.

mánudagur, maí 19, 2008

'eg vissi það..Mánudagar eru bestir þá fer allt í gang eftir leti og ofát .... sem er eitthvað sam veldur mér ennþá meiri leti...skipulagsstefna ríkir einnig á mánudögum..borða grænmeti og á matmálstíma hollt og gott og þannig.
Það er örugglega rétt og þeir voru búnir að finna þetta út í upphafi þetta með hvíldardaginn....

sunnudagur, maí 18, 2008

Sunnudagur...letidagur... Logn og suddi og hlýtt.
'Eg er lítið búin að gera í dag var að sofa og lesa frá tíu í gærkvöldi til ellefu í morgun og var nú farin að hafa grófar áhyggjur af þessarri leti, hélt ég væri alveg að drepast.
kláraði að lesa tvö sorprit úr bókasafninu og hundleiðinlega spennusögu um konu sem drap móður sína með handklæði. svo skellti ég mér í að skafa upp slatta af grasrót fyrir framan garðinn, á barasta eftir að taka það upp. Það er alveg hundleiðinlegt og vont að ná svona grasrót upp samt er ég ekkert lengi að þessu bara að hafa sig í það.ég myndi vilja einhverja vél sem hægt er að ryðja þessu upp með.
Það er svosem ekkert að gerast bara leti og aftur leti...en nú er mánudagur á morgun og þá lifna ég nú yfirleitt við....

laugardagur, maí 17, 2008

Það er blankalogn og góðviðri hið mesta.. ég þarf minnst 24 tíma svefn ef ég á að halda uppi dampi í garðvinnunni.. en það fer nú að minnka og þá er að snúa sér að ýmsu öðru meira spennandi en samt er eftir að festa saman girðingunni sem snýr að björgunarsveitarhúsinu fólk er farið að halda að hún tilheyri björgunarsveitinni af því hún lafir í áttina þangað. Átt þú þetta eða björgunarsveitin? var ég greyið spurð í gær...'Uffffff...hræðilegt.
Það kom full rúta af konum að skoða Galdrasafnið í gær og Siggi var á Ísafirði og bað mig að sýna þeim safnið, það gekk vel svo kom líka Hollendingur og ég skildi ekki baun hvað hann var að segja en rak í hann disk á ensku og hann varð bara að hafa það. Jæja best að hafa sig út fyrir dyr í góða veðrið.

miðvikudagur, maí 14, 2008

Góðviðrisdagur hinn mesti, ég var alveg búin að vera í gær eftir grasreytingarnar og grjótpuðið...og komst ekki í gang fyr en eftir hádegi..Þá kom Jóhanna og dró fyrir mig kerruna fulla af garðaúrgangi út á hauga og svo fórum við í kaffi til Esterar.
'Eg tók til á pallinum síðdegis og prófaði að saga þetta er alveg súper verkfæri þessi sög en ég er ekki alveg búin að átta mig á smáhlutum eins og því hvar á að setja slönguna sem sagið á að fara út um svo þessi fyrsta sögunartilraun sendi sagið beint framan í mig og niður um hálsmálið á bolnum mínum, ég ætlaði líka að fá mér eyrnahlífar en þær eru hryllilega rándýrar í Káessháinu svo ég verð bara með tappa í eyrunum svo þau fyllist ekki af sagi ( Grín ).
Hér er svo uppskrift að góðri gulrótaköku:
1 og 1/2 bolli matarolía
2 bollar sykur
4 egg
2 tsk lyftiduft
2 tsk kanell
1 og 1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
2 bollar hveiti
2 bollar rifnar gulrætur setja þétt í bolla
1 bolli kurlaður ananas sem búið er að sigta vel
2 tsk vanilludropar

1 bolli saxaðar valhnetur ( má sleppa )
1 bolli saxaðar rúsínur (má líka sleppa )
Hrærið saman olíu og sykri og bætið einu eggi útí þurrefnunum blandað saman og að síðustu gulrótunum ananas ( valhnetum og rúsínum) setjið í stórt eldfast mót eða tvö minni og bakið í vel smurðu formi við 180 gr hita í eina og hálfa klukkustund.

Nú veljið þið annaðhvort kremið !!!
Hefðbundið krem:
50 gr rjómaostur (vel mjúkur)
350 gr flórsykur sítrónusafi.

Finnskt krem = hann hét Finnur sem fann það upp tíhí
90 gr rjómaostur (vel mjúkur)
4 og 1/2 msk smjör eða smjörvi ( vel mjúkt)
Flórsykur eftir smekk

þriðjudagur, maí 13, 2008

'Eg var að lesa bloggið hennar Árdísar minnar og það er pottþétt að eg er á sama máli og hún með að ég þoli ekki að eitthvert fólk er að ætla mér það sem ekki er rétt á nokkurn hátt, og vera að einhverju helvítis blaðri út um hvippinn og hvappinn um eitthvað sem á sér ekki nokkra stoð í veruleikanum, mér finnst það afar lélegt að ekki sé meira sagt, og fari það bara í rassgat með smjattið og skáldsagnagerðina. Og auðvitað má manni vera sama og allt það. EN maður finnur nú til með því og hefur áhyggjur af að deyja á undan þá verða kannske skrifaðar um mann hryllilegar ósannar minningargreinar. 'Eg er að huxaa um að skrifa sjálf um mig minningargrein það sem kemur fram að ég hafi nú verið góð manneskja inn við beinið þrátt fyrir allt.
Hehe frekar djúpt á beinunum.....
Er farin frá þessum heimspekilegu pælingum út í garð að reyta gras.....
Er búin að vera í garðhreinsun í allan morgun, það gengur hægt og hljótt. núna er sólskin og hiti og mig dreymir um sundlaug...ætla samt að puðast áfram...var að reyna að festa bútinn í kerruhjólið sem skemmdist í fyrra með límkítti. Tröllin fóru út á tröppurnar áðan það þyrfti nú að setja límkítti á tærnar á þeim greyjunum.
'Eg vildi að þrælahald væri ennþá til þá myndi ég fá mér þræl sem gerir þetta allt, þrælast með möl og mold og grastorfur fram og aftur...setur járnplötur á götin á húsinu...málar framhliðina...kíttar í tröppurnar...Smíðar pall...Þvær bílinn og tjöruhreinsar hann...
ryksugar og eldar huggulega litla grænmetisrétti hnda mér , þvær upp á eftir og setur í þvottavél......
'Eg gæti svo bara dundað við að setja niður blóm og smíða litla og lekkera burstabæi... lesa skáldsögur...fara í sund og slæpast.... og drekka expressókaffi... ÞAð skaðar ekki að láta sig dreyma hah.

mánudagur, maí 12, 2008

Búin að vera í garðinum með smá hléum í allan dag, Harpa, Hinni og Diljá komu í heimsókn, Diljá kann öll lögin úr dýrunum í Hálsaskógi algjört krútt, fallegt af þeim að heilsa upp á ömmu gömlu.
Veðrið er himneskt og allur gróður er að taka við sér mér til hrellingar samt er ég búin að stinga upp helling af óæskilegri grasrót í garðinum en það er hellingur eftir, ég hef reglulega óbeit á grasrót þar sem hún á ekki að vera.
'Eg ætla bara að panta hundrað ljót blá sumarblóm og sulla þeim niður allsstaðar,
'Ut af bláa hverfislitnum.
'Eg veit ekki hvar ég væri ef Lýður frændi lánaði mér ekki kerruna sína og svo kemur hann við og við og fær hana lánaða ( kerruna sína) og losar grasdraslið úr henni og fullt af öðru drasli.
Það er allt of mikið um drasl hér á tanganum og það fer ofboðslega í taugarnar á mér t.d. af hverju er ekki gert neitt við Hilmi, ef mönnum er svona rosalega annt um hann ,eða þennan bát sem er hjá honum , á hann enginn eða hvað????

laugardagur, maí 10, 2008

Hann JónValur á afmæli í dag...
ÞAð er alveg ljóst að ef mér tekst að vera einhverntíman búin að gera við þessa girðingu hér kring um garðinn á Höfðagötu 7, já þá ætla ég aldrei að gera við girðingar meir þó ég hafi gaman af að negla. já þá skal bara verða neglt með einhverju öðru en treitommu..... og smíðað eitthvað lítið og sætt með sko fínum pínulitlum nöglum....Girðingin mín sem ég er svo stolt af skal fá að fjúka og grotna niður í framtíðinni án þess að ég geri svo mikið sem að líta á það. en núna er svo mikið eftir að gera við að ég verð varla búin að því fyrir haustið og ´fjandinn hafi það. mín fræga þolinmæði er alveg að fara í kássu því ég ætlaði að vera obboðslega fljót að þessu og fara svo að fást við önnur og þægilegri verkefni.... Hægri hendin á mér er í rúst og vinstri er öll uppásnúin eftir stóru hjólaferðina um daginn...en skítt með það meðan þær hanga á.
Það var skítkalt í gær og hvasst en ég sá nú við því og keypti mér bankaræningja húfu með tveimur pínulitlum götum fyrir augu og munn og yfir þetta fór ég í úlpu og lopapeysu, og svo þrennar síðbuxur og kláraði að negla upp og pússla stóra grindverkinu, ( það er að vísu vitlaust á einum stað en það skal bara vera þannig), Það var ekki kjaftur úti meðan ég var að þessu, og það var gott því ég var hálffeimin ef ég hefði þurft að líta framan í fólk með þennan útbúnað á andlitinu. en mér var allavega vel hlýtt á hausnum. 'I dag er svo gott veður en allt hvítt af snjó. oj bara...

fimmtudagur, maí 08, 2008

'I dag hef ég verið að reyna að púsla saman hljóðmúrnum ..þ.e. girðingunni minni hér að norðanverðu við húsið...þið vitið sem dregur úr hávaðanum frá öllum gámunum.... Og þvílíkt andskotans basl ...ekkert passar og ég var nærri því króknuð þarna áðan því það brá alltíeinu til norðanáttar 'Eg fer þarna út reglulega eins og þetta væri þung krossgáta og get kannske raðað einni spýtu í einu í hvert skifti... það er allt útlit fyrir að þetta standi til hausts með þessu fokking áframhaldi aarrrrg...

Og þegar ég var búin að setja efri þverslána og festa henni vel í augnhæð þá æddi ég á hana með hausinn svo söng í og er alveg hissa að ég skuli ekki vera með risaglóðarauga þetta var svo vont, en ég er samt með kúlu sem er falin í hárinu á mér.
kannske gefst ég bara upp og geri úr þessu abstrakt girðingu.

'Eg var að huxa um að það verði að skella á svona umhverfisdegi þar sem allir fara svo himinlifandi og fegra staðinn og laga til allsstaðar það verður nú bókstaflega að hafa svoleiðis dag, annað væri skandall svo fara allir á Riis á eftir í pitsur og öl og eru ægilega glaðir yfir því sem áunnist hefur.... auðvitað yrði sveitarstjórnin að gangast fyrir þessu og þau og starfsmenn Strandabyggðar og Ásdís í fararbroddi með bláa bílinn og einhvern kranabíl og ruslabílinn og gera þennan dag að einskonar sumarhátíð hah væri þetta ekki frábært ? ,,,

miðvikudagur, maí 07, 2008

Frámunalega góður dagur í dag það sem af er, ég fór í steypuvinnu strax í morgun og bjó til steypu í þremur hrærivélum og það voru einn og hálfur poki af sementi í uppskriftinni.. Bónaði svo hrærivélina,, spilaði á nikku fyrir fólkið á sjúkrahúsinu, horfði á leiðarljós og fór svo í sumarfrí. veðrið er dásamlegt ,,, logn og blíða sumarsól ,,,sveipar gulli dal og hól, það er annars ekki sólskin en skítt með það.

þriðjudagur, maí 06, 2008

Dapurlegur dagur.
Og lognið kom !!! OG Stuðið !!! OG Drifkrafturinn...Fékk reyndar þrusu hjálp í girðingarvinnuna...Jóhanna og Gerða komu. Á trukknum hennar Jóhönnu drógum við litlu sætu kerruna hans Lilla frænda og sóttum steypumöl sem Gústi steypustjóri leyfði okkur að fá...Settum sólstól fyrir Gerðu sem var nýbúin að fara í klippingu til Heiðu, svo hún var hér á sólarströndinni á meðan við sóttum mölina og sement til Hjörta í Káessháið. Eftir það var þrumað út á flugvöll með trukkinn í skoðun og var Jóhanna alsæl með að þurfa ekki með hann spes ferð á Ísó.
Eftir heimatilbúnahamborgaragrænmetisoglaukmáltíð fóru þær konur heim í Djúp en ég út á flugvöll með torfærutojotuna í biðröð dauðans eftir skoðun og hafði með mér hnausþykka bók sem ég er að lesa og það veitti nú ekki af því ég var sat þarna í sólskininu á þriðja tíma og svo þegar kom að mér vantaði annað númersljósið og annað framljósið sneri öfugt þ.e.a.s. peran
ég tætti niður í sjoppu þar sem Jóngísli var að háma í sig prinspóló og gos og hann hjálpaði mér að laga þettað og skammaði mig og sagði að ég ætti ekki að vera í fýlu
yfir svona smotteríi. svo ég fór aftur og urraði á vesalíngs skoðunarmanninn sem tók því bara vel.

Seinnipartinn fórum við 'Asta svo í herferð niður á Höfða að ná í sag fyrir hana í leirbrennsluna og ég komst í fræga tunnu og fékk fullt af smíðaefni.
Svo lánaði JónGísli mér ljósrauða firnaflotta steypuhrærivél sem við Ásta trimmuðum með yfir í garð til mín og sungum "Tveir fílar lögðafstað í leiðangur" svo glumdi í nærlægum húsum....og svo var sett í gang og steyptur niður risarekaviðarstaur af Kirkjubólsrekanum.
ÞAð er svo gaman að steypa... ÞAð er svo gaman að steypa... 'Eg er að hugsa um að gera nokkrar hrærur í dag og steypa styttur og hvaðeina.....

sunnudagur, maí 04, 2008

það er lítið að gerast alltaf einhver vindbelgingur og ekki beint aðlaðandi að vinna það sem maður þarf að gera utanhúss. Samt á nú að hlýna í veðri en ég hef ekki einu sinni gáð að því í morgun . það er einhver lognmolla í gangi hér á H/7, vantar meira stuð og drifkraft, en ég held að sú leti og hengslisháttur, það myndi nú lagast allt ef kæmi logn svo sé gott að lagfæra aðeins í garðinum, þeirri bévítans ruslahrúgu og fara að smíða. það gefur auga leið að ég myndi svífa á haf út þótt þung sé ef ég færi að fást við stórar krossviðarplötur í roki. 'Eg yrði eins og frægur járnkall sem fauk í Bitrunni í gamla daga. Shit.