Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, júní 24, 2007

Jónsmessunótt og sólin dansar við hafflötinn. Hún varð reyndar soldið flöt að neðan vildi ekki sökkva í hafið. en var samt alveg einstök og afar björt á þessarri nótt galdra og gjörninga, flott að horfa í þessa Jónsmessumiðnætursól norður við Reykjaneshyrnu og út við sundlaugina í Krossnesi á Ströndum. og það sem eftir var þessarar mögnuðustu nætur ársins snerust draumarnir um allskyns sólargeisla, fljúgandi sólir og furðuhluti, skrítna kletta, tignarleg fjöll, fossa, allskonar blóm og spegilslétt hafið, og geðveikislega flotta trjádrumba í fjöru.
Síðan vaknaði maður í sól og logn og grillaðist og varð eins og bakað smábrauð með annarsstigs bruna.

miðvikudagur, júní 20, 2007

Það er svo gott veður alltaf og sólskin og fullt sem maður er að gera helst úti og ennþá meira sem mann langar til að gera svo maður sest ekki við að blogga númer eitt, nú ætla ég út í sólina ég er að verða eins og mold á litinn það sem stendur út úr fötunum .. í gær hitti ég dæmigerða Kollfirðinga í kauffóinu í svörtum vetrarfötum og reimað upp í háls...sem þótti ég léttklædd...ég held ég hafi nú samt ekki verið neitt ósiðlega klædd..... í gamla daga þá var fólk í úlpum þar og reimaði alveg fyrir svo rétt sást í nefið í sólskini ...það kallaðist að klæða af sér hitann,,, til hvers hef ég aldrei skilið.. við mamma vorum öðruvísi og reyndum að verða sólbrúnar og vorum skrítnar innan um allt úlpufólkið... Það er helst að maður hitti Sigga í Stóra. í ljósum sumarfötum. Siggi Brandar var með tvær kaupakonur í gamla daga Ebbu og Kristínu sem voru úti að raka á hlýjum sólardögum á brjóstahaldaranum og gallabuxum og man ég að þetta þóttu mikil firn og jaðra við velsæmisbrot. En Siggi var alltaf í nútímanum íþróttastrákur og hlaupari ,, skokkaði upp að Stóra-Fjarðarhorni eftir vinnu á kvöldin og til baka. Svo var það sund það virtist mér að fólki almennt væri frekar illa við þá tilhuxun ..nema Jóni heitnum í Stóra-Fjarðarhorni sem var mikill ungmennafélagsmaður og langaði að láta byggja sundlaug í Litla-Fjarðarhorni þar sem heita vatnið vellur upp úr jarðskorpunni....Þar hafði verið hlaðin sundlaug úr torfi og grjóti einhvern tíma í fornöld og sjást rústir af henni ennþá.
Við Jóna fórum eitt kvöldið út í Broddanes og sóttum sel til Siggu og Einars. fórum svo með hann heim í Steinó þar sem Gústi bútaði hann niður eftir kúnstarinnar reglum og fékk selbita að launum . Svo var selaveisla á Höfðagötu 7 og við Björk buðum Sigga Atla í mat og hann fékk uppstúf með selnum og þótt okkur öllum hið mesta sælgæti. Siggi uppástendur að það hafi alltaf verið uppstúf með selkjöti þegar hann var í Grænlandi í gamladaga. Nú gengur þetta blogghangs ekki lengur 'UT SKAL EK.....

fimmtudagur, júní 14, 2007

Fimmtudagur : 'I dag og í gær hef ég stundað það sem ég hef kallað þrælahald. fékk umráð yfir nokkrum þrælduglegum krökkum úr vinnuskólanum og þrælaðist með þau um borg og bý. Strákarnir fóru í skógarhögg að snyrta lasin tré, að vísu með sög en ekki öxi, það þarf sérstakt meirapróf á þær þeas axirnar, og stúlkurnar fóru í að snyrta runna og hreinsa blómabeð. 'Eg uppgötvaði það að tveir strákar saman eru hörkuduglegir séu þeir fjórir í sama verkinu breytist það og tíminn fer soldið í að stynja og setjast niður af því annars gætu þeir hugsanlega unnið meir en hvor hinna.
Stelpur eru alltaf þrælduglegar.
Fyndið.... Jæja svo var sól og ég kom ýmsu í verk sem ég er ánægð með. 'A morgun fer ég svo í sund hæ hæ. Best að fara snemma að sofa.

mánudagur, júní 11, 2007

Þetta er nú búinn að vera svakalega annasamur dagur ... eða þannig .. í morgun settist ég nú galvösk við tölvuna að loknum hávísindalega útreiknuðum morgunverði étnum.
Jamm meiningin vað að gera skipulega áætlun yfir það sem ég ætlaði að gera í dag. nú á listann komst eitt atriði sem sneri að húsvarðarstöðu sem ég gegni um þessar mundir,,, og síðan ekki söguna meir.... þeas. ekki ennþá...klukkan er ekki orðin tólf ennþá... en ég handskrifaði slatta, drakk kaffi með Attí og drakk meira kaffi úti í upplýsingamiðstöð hjá Jóni, drakk síðan kaffi með 'Astu og meira kaffi úti í Sævangi hjá Hrafnhildi..... Við þessar konur átti ég að vísu erindi líka ( það var á listanum)
Húsvarðarmálið leystist líka á einkar skemmtilegan máta. alveg er ég grjóthissa hvað svona smáatriði geta orðið flókin. Kl fimm átti ég að mæta á fundi en var of sein og þorði svo ekki að fara. o.k. það reddast vonandi.
'Eg gleymdi síðan að elda mér mat en bæti úr því á morgun. og nú verður sett hér framkvæmdaáætlun morgundagsins...

kl 8) borða morgunmat
kl 9) út á hrepp að hitta 'Asdísi Leifs.
KL10) út í Sævang að mála .
kl 12) heim elda hádegismat og borða hann.
kl 14) mála meira
kl 17) Guiding light. + Kvöldmatur.
Kl ? fara með Svanhildi með kerru eftir vinnu hjá hennimeð allt draslið á haugana'
Kvöldið Spurning ?

sunnudagur, júní 10, 2007

Það sem ég aðhafðist í Reykjavík síðustu viku var að mæta á hjartadeild Landspítalans að morgni mánudagsins kl sjö og Hanna Sigga keyrði mig þangað á sínum Pusjóska eðalvagni. 'Eg var rekin úr fötunum og látin fara í lítinn níðþröngan slopp...... með ermum ....og þær hallærislegustu nærbuxur sem utanyfir minn flotta og myndarlega rass hafa komið. Nú svo var ég gefin á vald bráðmyndarlegum hjartalækni sem þræddi vír inn í slagæð og kannaði ástand kransæða hjartans míns og útskýrði jafnframt fyrir mér hvað hann var að gera.... og viti menn rakst hann ekki á alveg kolstíflaða kransæð....Eitthvað hlaut það að vera miðað við mitt slæma þol til gönguferða í köldum veðrum... hann boraði nú í gegn um æð þessa og tókst það með ágætum skellti svo innan í hana stoðneti. það var líka þrenging í annarri hægra megin á hjartadruslunni . Og skal ég koma í lagfæringu á henni eftir fjórar til sex vikur.
Nú síðan var ég send upp á fjórðu hæð til að liggja þar grafkyr á bakinu í 14 klukkutíma og að þeim loknum var ég hreinlega að drepast í bakinu eins og það væri brotið í tvennt. hinu fann ég ekkert fyrir. og þvílíkur léttir þegar ég mátti fara að hreyfa mig og setjast upp.. það gekk allt að óskum og ég mátti fara heim til Hönnu Siggu daginn eftir. orðin vel hreyfanleg. Svo á þriðjudag, miðvikudag, fi,mmtudag, föstudag sat ég við prjónaskap. málaði myndir ,las blöðin, og sjúkrahússögur og glæpa og ástarsögur í gríð og erg.
Já já 'I gær hitti ég konu inni í Brú í Hrútafirði sem nefndi það að það væri langt síðasn ég hefði bloggað og skal nú bætt úr því 'Eg er nebblega búin að vera heila viku á stórReykjavíkursvæðinu. og kom heim í gær með Hönnusiggu á "Pusjóinum" upp að Bifröst og síðan áfram með Svanshóls-galdrafjölskyldunni heim. að vísu bættist talsvert við bílakostinn á leiðinni frá Brú þannig að við vorum komin á þrjá bíla þegar til Hólmavíkur kom.... Tíndum þetta upp á bæjunum á leiðinni. 'I Bifröst útskrifaðist Finnur úr viðskiftalögfræðideildinni og þetta var mjög hátíðlegur góður sólskinsdagur gaman að koma heim og geggjað flott veður í dag. Segir meira af því og vikunni á eftir.

laugardagur, júní 02, 2007

Takk Hildur mín!!! 'Eg fór svo suður kl hálf tólf í fyrrakvöld og var komin þangað kl fjögur af því ég varð syfjuð og lagði bílnum og svaf soldið á leiðinni. Þá var ég búin að mála helling í Sævangi og afskaplega ánægð með það.. nú og svo renndi 'Ardís norður í gær og ég skellti mér bara með henni og fer aftur vonandi ekki fyrr en á morgun. Tók litla gula Kirkjubólsbílinn svo með á Verkstæðinu á Borðeyri og má hafa hann í dag. Skaust í Bjarnarfjörðinn í gærkvöldi.
'Ardís var nú samt að tala um að fara aftur í kvöld. jæja það kemur bara í ljós.
Þau Jón Gísli eru á Undralandi að setja opnanlegu fögin í gluggana núna.
'Eg var að setja niður 98 kartöflur úti í garði áðan (FJANDANS andskoti) auka innskot.....þetta var arrrrgggh mjög þarft verk ..og skemmtilegt....

'Eg fór í þessa skoð'un sem ég átti að fara í á landsspítalanum í gærmorgun það kom bara afar vel út. með fínan vítamín og steinefnabúskap í skrokknum á mér. og kólesterol og sykurstuðull í fínu lagi. svo fer ég kl 7 á sunnudagsmorguninn í hjartaþræðingu....mér er ekki vel við að það sé verið að grautast í mínu göfuga hjarta.
en það er samt með einhver auka leiðindi sem á að kanna og laga ef þarf.