Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, september 30, 2003

Gott að Árdís var búin að blogga helling í morgun, Það er heilnæmt að lesa öll bloggin , Ég þarf nú að heyra meira um Flókalund hjá Jóni.
Skotta sendi mér tölvupóst með hreim.. Námskeiðið sem ég ætlaði á kostar 65 þúsund og er allan október. Svo það frestast til næsta árs. þá ætla ég að vera orðin bæði rík og hávaxin og grönn. Hún ætlar að fara með mig á fjöll í millitíðinni , Þá verður hún líka orðin rík.. Ferlega er ,,orðið Rík´asnalegt hljómar eins og Tík.. Ég er ekki viss um áð ég kæri mig um að verða það..Rík--- Tík.. en það er ég nú reyndar óneitanlega Þ.e.a.s. Tík. Allavega er Lukka ferleg tík,, Svona Poodle.
Arnar bloggari aldarinnar fyrir þessar frábæru sögur úr fortíðinni. Meira meira...
Já Tómas minn fór með mér suður og við skemmtum okkur vel á leiðinni.. Lengi vel heyrðist ekkert nema smjatt úr aftursætinu.... Þá var hann að borða nestið sitt, þar var sittaf hverju góðgæti. Síðan heyrðist Vaaá hvað þetta fjall er hátt...það var Ennishálsinn..Förum við yfir mörg fjöll?'
Ég sagði að við færum yfir þrjú, Á eftir því spurði hann Holtavörðuheiði er það fjall... Svo fórum við fram hjá tröllakókinu og hann hélt að ef það væru einhver tröll þá myndu þau barasta drekka úr þessu á nóttunni. og kannske væri þetta bara búið til.... við komum í leikskólann og þar tóku nú konurnar aldeilis vel á móti honum. og hann sagði þeim að hann ætti þennan gítar og það væri alvöru.
Við Hannasigga fórum svo Í Domus þar sem var tekin röntgenmynd af hryggsúlunni á mér. Hún var öll í hlykkjum ( Djók ) fórum svo og kíktum bæði í Blómaval og Garðheima að gá að uglum fyrir Jón Gísla Engar uglur ...Það finnst mér nú lélegt... Svo fórum við með tvær dýnur til Árdísar og gistum hjá henni í Eskihlíð 15 ... ÞAð er 11 eða 12 íbúðin sem Árdís mín býr í sunnanlands .

Á Föstudaginn var Hanzka í sumarfríi og við fórum í Bílavarahlutaherferð Ég keypti risastóran afturhluta af púströri hjá Ásgeiri Jamil og það kostaði ekki mikið. Tróð
því inn í bílinn. Síðan keypti ég aðra varahluti í kveikju og loftsíu.
Um kvöldið fór Hanxzka snemma að sofa því hún var að fara í ferðalag á laugardeginum, en við Árdís fórum í Þjóðleikhúsið og sáum leikritið ,, allir á svið´´ Það var alveg stórgaman. Ég ætla að fara og sjá Dýrin í Hálsaskógi ef ég get....
Á laugardaginn fórum við Árdís að skoða bíla á Selfossi Þar var einn dökkblár sem henni leist vel á og mér líka, tojota Corolla... Og hún er nú væntanlega búin að eignast hann í dag.. Ég gisti svo hjá Simma og Dísu Og fór eldsnemma í Árbæjarlaugina á sunnudagsmorguninn. og við Hanna Sigga ...Besta flutningafyrirtæki í heimi...Skammstafað Há & á... settum stóra ísskápinn í OG VODAFON kaggann og ég brunaði bara með hann norður og ( niður) Og nú er hann kominn hérna inn í nýja eldhúsið mitt og ég tími ekki að selja hann..ojojojojoj

miðvikudagur, september 24, 2003

Já og þetta var ein af Lukkusögum fortíðarinnar.
Vonandi fær Árdís nettengingu sem fyrst.
Hananú þá er komið að því að fara suður á morgun. Tómas minn fer með mér . Ég vona að ég drepist ekki úr áhyggjum á leiðinni af því að ég er á nagladekkjum, og það má ekki fyrr en í nóvember. Annars er ég að drepast úr leti og kem engu í verk...pjaaa...
Annars: ég fann eina sögu af fröken Lukku síðan 1997.
Semsagt frá síðustu öld og hér kemur smá úrdráttur úr henni:
Lukka vaknaði kl 7 og reif sig á fætur. Minnisblaðið frá kvöldinu áður lá á eldhúsborðinu.
Efst stóð...Gleraugu, myndavél, Sjónvarp, Gítar, föt, Sæng, koddi,
Hún tíndi fullt af dóti úr bílnum , þar var fullt af fötum og hún ákvað að láta þau eiga sig, aldrei að vita nema hún þyrfti á þeim að halda---- Þrjár úlpur, flíspeysa, fisjakki, fóðraðar buxur, Önnur flíspeysa með rennilás þrír treflar, lambhúshetta, ennfremur gönguskór, stígvél og nagladekk.
Hún hugleiddi hvernig stæði á því að sumt fólk getur ekið um með sallafína galtóma bílana sína, gæru í afturglugganum og dúkkutígrisdýr. Lukku hafði alltaf langað til að hafa svoleiðis í bílnum sínum en af einhverjum ástæðum var aftursætið alltaf fullt af dóti sem gæti verið gott að hafa með.
Lukka flýtti sér út á þvottaplan og skrúbbaði bílinn að utan, fór svo í kaffi niður á hótel til að ná upp orku.
Síðan í K:S:H: og keypti rúsínur og A:B: mjólk og garn ef hún skyldi leggjast í handavinnu, fór síðan heim aftur til að gá hvort eitthvað hefði gleymst. Fór svo og keypti smurolíu á bílinn tróð öllu dótinu í hann , Sjónvarpinu , sænginni og gítarnum og lagði af stað vestur í Ögur að vinna hjá Fyllingu.
Leiðindaveður og slyddudrulla.... Inn hjá Grjótá mundi hún að hún hafðiu gleymt að kaupa bensín og sneri við. Fór heim í leiðinni og náði í naglaklippur vettlinga og ullarsokka, hangsaði pínu, og lagði síðan af stað aftur......

fimmtudagur, september 18, 2003

Það sem mér finnst mest spennandi þessa dagana er að lesa bloggið hans Jóns.
Og líka að sjá hvernig verið er að fínissera meðfram veginum út yfir kálfaneslækinn. Maður fer út á kvöldin bara til að horfa á nýju götulampana.
Ég fór til læknis í fyrradag og er alveg eins og spánný manneskja eftir það fékk einhverjar pillur og get nú hreyft mig.. Bjartsýn...
Meira hvað allir eru að hætta með öllum, Hafdís hætt með Geira. Árdís og Addi Tryggva hætt. Úff segi ég nú bara..
Vonandi hætta engir fleiri.
Ég fer út í Broddanesskóla og verð þar á förstudagskvöldið laugardaginn og sunnudaginn, siminn þar er 451 3350
Ekki stendur upp á Jón núna og nú er ég hætt að trassa bloggið. Árdís mín mætti fara að setja eitthvað inn. og svo sé eg ekki annnað en það mætti fara að gefa út blað,,, kannske bara af því að ég sjálf hef meiri tíma, Þá finnst mé rð allir aðrir hafi líka tíma.. Mér finnst líka kominn tími til að Hanna Sigga ætti að eignast tölvu hvernig svo sem ætti nú að fara að því.

mánudagur, september 08, 2003

Hvernig væri að hætta að trassa bloggið Jón...
Hvernig væri að leggjast í drykkjuskap.... eða ofát.... eða barasta eymd og volæði....
ég er að hugsa um að velja ofátið , enda hef ég alltaf gert það,
til hvers líka eiginlega að líta vel út...pjaaaaaaaaaaaaaa. A.H.og D.

laugardagur, september 06, 2003

Komdu Uggla Sif á ball.
Það er föstudagskvöld og eintómar fucking íþróttir á tívíinu, haldiðaðaðsénú.
Svo er bændaskrallið á morgun ekki veit ég í hverju ég á að vera..... Ég fór aðeins í búð og mátaði hvert tjaldið á fætur öðru og var jafn óhugnanleg í þeim öllum. A.D. og H.
Lukku datt í hug að gaman væri að fara á fyllirí en þá verður hún sér örugglega til ærlegrar skammar, Ég veit nefnilega ekkert jafn fáránlegt og fullar vælandi konur á hennar aldri ( (reyndar á öllum aldri) Ekki er það betra þegar henni finnst hún vera orðin obboðslega skemmtileg , Það getur leitt til eilífðarvandræða eins og dæmi hafa sannað.
Ég er í vandræðum með andskotansmúsardjöfulsómyndina, hún er örugglega að verða ónýt.
Hrafnhildur heldur að hún sé bara skítug en ég verð að fá einhvern sérfræðing til að rífa hana í sundur.
Ég er búin að afreka það í dag að skreppa til Reykjavíkur og ná í alla kassana hennar Hönzku sem hún ætlar að geyma heima í Steinó og þeir eru komnir á góðan stað heima í búri.
Ammælið hans Brynjars er á morgun litli stubburinn verður eins árs..Krúsí krúsí... Amma keypti handa honum dáldið skrítið.

mánudagur, september 01, 2003

Jæja nú er Sævangsævintýrinu lokið á þessu sumri og mér tókst að standa vaktina mína með sóma, held ég.. og allt var þetta bráðskemmtilegt, gott samstarf, og kaffi og kökur, og mjög góð sýning að mati þeirra sem hana sáu, Ekki síst þá hittist fólk og trallaði saman ungir og gamlir og allt þar á milli. það finnst mér ekki hvað síst..þ.e. að fólk á öllum aldri leiki sér saman. það er aldrei of mikið af því. Það er svo mikið að gera hjá öllum, pabbar og mömmur vinna og vinna, börnin hitta þau þegar allir fara að sofa á kvöldin. Fullorðna fólkið hittist við jarðarfarir o.s.frv. neyðist til þess. Þessvegna er svo mikilvægt að finna upp á einhverju sem allir taka þátt í og hvefa andartak frá hversdagsamstrinu og leika sér saman.
Sá er illa staddur sem þorir ekki að vera með í slíku eða gengur af einhverjum ástæðum með þær grillur að það sé hallærislegt , það eru ekki börnin sem eru með slíkar grillur. þær eru komnar frá þeim fullorðnu einhverskonar hræðsla. Börn eru miklu skynugri en margir halda og skilja alveg afhverju afi, amma eða pabbi og mamma geta ekki hlaupið eins hratt eða stungið sér kollhnís og fleira.