Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, nóvember 17, 2006

Bloggið mitt komið í lag þökk sé Jóni. Hann sagði mér hvernig ég gæti lagfært það. 'Eg gat ekki komið inn því sem ég var að skrifa af því það var hornklofi á undan...SSSS eins og Kiddi frændi segir.
'Eg er boðin í afmælisveislu á morgun hjá Hörpu og Hinna.. Prinsessukrílið Diljá Hörn á eins árs afmæli. Litla skottan.
mig langar á stórtónleika í Laugardagshöllinni 5.des en það er svo dýrt að ég held ég kaupi frekar sög sem mér finnst að ég þurfi endilega að eignast til að saga niður jólagjafir.
Hafið þið heyrt máltækið að eitthvað sé manni (fjöður um fót).
Það gengur maður fyrir mann (fram af manni) við að þakka manni fyrir að stytta því stundirnar (stytta því aldur) með skemmtilegheitunum í gærkvöldsvökunni.
'Eg er að reyna að vera ekki útbelgd af monti yfir því.
Hinsvegar hef ég svosem ekkert fyrir því að vera svona svakalega skemmtileg, og fólkið sem með mér var Anna Kristín og Magnús Már ekki heldur.
Það hefur nú verið lengi haft á orði hjá skemmtinefndum að þær skemmti sér langbest sjálfar yfir því sem þær hafa verið að gera.
Sem dæmi um þetta breyttum við og sungum Grasate í staðinn fyrir Jameson og viskýglösin breyttust í grasaglös. eða þannig

3 Comments:

  • At 9:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það er aldeilis, vinsældir þínar koma mér samt ekkert á óvart :o) Tómas er kominn og ætlar að vera fram á mánudag. Hafðu það súper gott elskan. Kossar Hildur, Addi, Tómas, Brynjar og Skotti.

     
  • At 11:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    gott að það er hægt að skemmta sér með söng og sjáumst svo á morgun,knús.

     
  • At 9:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já ég hlakka til að hitta ykkur

     

Skrifa ummæli

<< Home