Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, apríl 30, 2003

Ég vildi að HanzkaStrand væri hér til að fara með mér suður í Borgarnes
Fyrstu útlendingarnir komu í gær og tóku myndir af garðinum mínum öllum í rusli, ég vona að það verði hægt að gera eitthvað í honum sem fyrst. Verst ég get ekkert sjálf. Lukka er svoddan pempía og drullusokkur og letihrúga, Langar ekki einu sinni að skemmta sér. hvað þá að hún nenni að hreyfa sig. Kannske fer hún að taka sig á aður en hún drepst úr leti.
Jæja langt síðan ég hef bloggað Það er fullt búið að ske he he (gerast) ég er búin að vera á fiskvinnslunámskeiði alla vikuna
Þ.e.a.s. hvorki meira né minna en átta námskeiðum og tvö eftir sem verða á föstudaginn. Þá fæ ég titilinn ,,Sérhæfður starfsmaður í fiskvinnslu´´ ekki dónalegt........ Og ekki nóg með það heldur á að pína mann í næstu viku til að fara til Ísafjarðar að skoða frystihús ooooo hvað ég nenni því ekki. ég held samt að það sé skylda, ætla nú samt að gá að því. Leikfélagið fór með Sexið til Bolungarvíkur í morgun rúta frá Guðmundi og Tryggvi bílstjóri. Ég var að koma úr skólanum þegar þau voru að leggja af stað. Símon litli sat svo sætur hjá ömmu sinni aftast og þar fyrir framan var Brynjar Freyr að fara í sinn fyrsta rútuleiðangur, við hliðina á mömmu sinni. svo litlir og fínir, svo var náttúrlega fullt af fullorðnu fólki.
Við Guji og Ágústa Halla fórum yfir að Eyri á sunnudaginn í messu. Séra Ágúst var að syngja sína síðustu messu þar. svo var veisla á Enni á aftir, svo skruppum við upp að Gili . Og þegar við komum inneftir aftur beið Magga með veislumat. Og Áslaug kom í mat. og gaf Ágústu Höllu flott pils og peysu.

þriðjudagur, apríl 22, 2003

Ég tíndi saman fullt af kvistum í mínum eigin garði í dag, andskoti vantar mig pallbíl..............
Fór á Sexið í fjórða sinn í kvöld, Það eru allir afmælisgestirnir mínir farnir til síns heima. ég var að lesa bókina sem Attí og Maggi gáfu mér., Hlaðhamar... Hún er alveg stórfín að ekki sé meira sagt, mjög sérkennileg saga. Þó undarlegt sé þá hef ég ekki þyngst nema um eitt kíló við öll þessi veisluhöld síðastliðinn mánuð, alltaf stanslausar veislur, tertur, rjómi, matarveislur og meiri rjómi,,svakalegt, allavega svakalega gott...

laugardagur, apríl 19, 2003

Nú er ég búin að sjá leikritið Sex í sveit tvisvar. og ætla að fara líka í kvöld. það er sko gaman að því.
Við fórum að kveðja Skúla, Þórhildi og börnin, í gær. Þórhildur átti líka afmæli í gær.
Svo fórum við til Adda og Hildar í dag Kristín systir Hildar á afmæli í dag.
Laugardagurinn fyrir páska, það er svo margt að gerast að maður hefur ekki við að melta það, bæði það sem maður innbyrðir í veisluföngum og samskiftum við fólk, allt er það af hinu góða, en veislukosturinn sest utaná mann, og samskiftin við fólkið setjast að í sálinni og ylja um hjartaræturnar. Afmælisveislan mín var alveg dásamleg og komu þar margir við sögu, ég fékk mikið af faðmlögum, kossum og árnaðaróskum, fallegum kveðjum og hlýleika og vináttu. Börnin mín og barnabörnin sáu um framkvæmdahliðina alfarið og það var ekkert smávegis sem þau lögðu af mörkum, þetta var alveg fullkomlega, meiriháttar flott. Svo gáfu allir mér stórgjafir, vinir og ættingjar, svo mér leið eins og ég væri algjör drottning, og þakka ég öllu þessu góða fólki fyrir gjafir þeirra og vináttu, söngva og ræður.
Ja hérna hér !!!!!!!!!!!!!!!! Yndislegt !!!!!!!!!!!!!

fimmtudagur, apríl 17, 2003

Afmælisdagurinn minn Rann upp bjartur og fagur..! Halla kom og spurði hvort þetta væri hretið sem ég bjóst við, og jamm nóg um alla hretsvartýni, þvílíkt Sólskin Logn og sumarveður

mánudagur, apríl 14, 2003

Jón skrifaði að veislan mín eigi að byrja klukkan sex, það er EKKI rétt hún á að byrja KL:SJÖ, Og annar misskilningur . Indriði frændi er búinn að segja einhverju fólki að það eigi að vera frumsýning á SEX Í SVEIT á miðvikudagskvöldið,
Það er rugl. Hún er á skírdagskvöld, Og svo og svo....

laugardagur, apríl 12, 2003

Ég er aftur hættað láta mig langa í föt í afmælisgjöf, það er þó ekki alveg hægt að komast af án þeirra, allavega ekki fyrir konur eins og mig. Kannske einhverjar fallega vaxnar spírur..... oooo ef maður væri nú svoleiðis spíra,,,, en það má lengi láta sig dreyma. Ef ég verð gömul þá verð ég kannske á endanum lítil beinaber spíra.... Hvort haldið þið að sé nauðsynlegra í lífinu föt eða parket ????? spurning dagsins.... Sumt fólk vappar um í parkettskóm... þ.e. labbið og bónið í leiðinni... Ég er búin að klippa runnana hjá Svanhildi og Nonna, Og laga gljávíðirunnana hjá Vitabraut 9, og saga af trjánum hjá Daníel.

fimmtudagur, apríl 10, 2003

Harpa Hlín!! HVAR verður önnur sýningin?
Ég er búin að uppgötva hvað mig langar mest í í afmælisgjöf...... föt ............... Ég er búin að ganga til fara eins og hræða í mörg herrans ár.. eins og það sé ekki nóg að hafa hlaupið í spik heldur er maður alltaf í sömu forljótu gatslitnu lufsunum. Svo langar mig í göngustafi svona lauflétta sem hægt er að fá í Intersport og draga saman þegar maður sest niður og stinga þeim ofan í bakpokann. Mig vantar líka skó. en aðrar áhyggjur mínar út af afmælisgjöfum má lesa um á Slektisblogginu.
Lukka er með öðruvísi hugmyndir, Sexý nærföt og sexý þetta og hitt. Það er hætt við að það hætti að vera sexý þegar það hætti að hanga á herðatrénu, og sexý undiföt eru nú ekki til annars en að rífa sig úr þeim ....eða hvað... það yrði ljóta skelfingin fokking horror.

miðvikudagur, apríl 09, 2003

Nú er komið kvöld og mér finnst ég vera búin að vera inni í öld.... ég var að horfa á gamlar vídeómyndir ... Litlu jólin í leikskólanum þegar Jón Örn var tveggja ára , Árný´og Sara pínulitlar,Gummó lék vitring og Harpa Hlín engil....Partý og ball með Gunnari og Gulla... Myndir úr leikferð í Árnes ofl ofl. Held ég sé aðeins að skána, núna líkist ég meira úlfalda en pelíkana. Lukka er með ýmsar hugmyndir...
Nú er ég orðin langamma Hæ og Hó, Hún Hafdís litla og hann Geiri eignuðust í nótt 16 marka stelpu sem tekin var með keisaraskurði.,, ja hérna hér ´´myndi hún Jóhanna mín segja, og nú er hún orðin afasystir ásamt Árdísi ,Hrafnhildi og Svanhildi. Jón og Addi afabræður og Gústi langafi, og svo mamma langa langamma. og svo aðalgaur slektisins hann Jón Gísli minn afi. ég er afar stolt af þeim ég verð að segja það.
Svo er það annað til tíðinda að ég hangi hér innanhúss eins og úldinn hundaskítur með streptókokka hálsbólgu sem skemmtilegi læknirinn sem er hérna núna uppgötvaði þegar hann var búinn að reka prik ofan í hálsinn á mér. Það fór reyndar ekki á milli mála að það var hálsbólga á ferðinni því að ég hef litið út eins og pelikani ... þetta er þó aðeins að byrja að lagast af því læknirinn lét mig hafa rótsterkt amoxillin

þriðjudagur, apríl 08, 2003

Og nú er mánudagur og ég er að drepast úr hálsbólgu, Ég fór í vinnuna af því ég hélt að ég ætti að vera inni í borðstofu í hlýjunni að líma merkimiða, en var svona asni að fara fram, Ég kann nú ekki við að neita því sem mér er sagt að gera, og svo gafst ég upp eftir smástund og fór heim og skalf þar eins og hundur undir sæng.... andskotans.... Reyndist svo vera með 39 stiga hita.. og hélt áfram að skjálfa og sofa. ég ætla að vona að ég skrimti fram yfir afmæli... Svo kom Saga mín með kvöldmat fyrir mig.. Það var uppáhaldsmaturinn minn rauðmagi MMMMMMMMM sem móðir hennar hafði eldað handa mér. Ég hresstist helling við þetta. og ætla svo að halda áfram að sofa. Addi minn kom og fékk eðalvagninn lánaðan.... það er einn sem ekki bregst þegar aðrir og nýrri bílar bila ekinn ca 400 000 km á vél... og eins og vegirnir hérna eru nú slæmir eftir allar rigningarnar.... Svo rífst fólk og skammast og heldur því fram að þetta sé vegagerðinni að kenna. Asnar...
Hæ Hæ það gerðist skemmtilegt á laugardaginn að ég Hrafnhildur og Haddi fórum í ferðalag á nýja jeppanum þeirra.
Við fórum suður í Borgarnes og versluðum í Bónus fyrir veisluna mína og fórum svo á Akranes og fórum á ,,Hárið´´þann gamla góða söngleik sem fjölbrautaskólinn setti upp. Þar sungu Guðmundína og Sylvía Hlynsdóttir aðalhlutverk og Árný huld söng líka minna hlutverk. þau voru alveg dásamleg allir þessir krakkar. Áður en við fórum á sýninguna fórum við í Deildartúnið og höfðum það náðugt Hrafnhildur lagði sig og ég fór í bað í risastóra baðkerinu stelpnanna þar sem bæði er pláss fyrir mig og vatn. þetta er alveg frábært baðker með ljónafótum.. Á meðan horrfðu Haddi og Harpa á knattspyrnu í sjónvarpinu. Hanna Sigga kom svo með rútu kl sjó og fór með okkur á sýninguna..