Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, nóvember 30, 2007

Jájá nú er ég búin að vera út um allan bæ í dag með Brynju og stelpunum og kaupa og kaupa úff en gaman við hittum Svönu Nonna og Jakob og Agnesi og drukkum saman kaffi í Kringlunni,'Asdís nafna og Margrét Vera voru líka og Sylvía, 'Eg er búin að vera eins og gemsalaus geðsjúklingur eftir að ég uppgötvaði seinnipartinn að ég var ekki með símann. Og hélt á tímabili að ég hefði týnt honum. og komst að því óþyrmilega að ég ofan á allt annað er gsm símafíkill, tölvufíkill, bílafíkill, Jólasveinafíkill... Símann fann ég hinsvegar í bílnum mínum þegar við komum afturheim til Hönnusiggu. Brynja og 'Asdís verða þar í nótt og næstu...gott að vera þar, hún er að dandalast úti í löndum...
Og fréttir að heiman frá húsverðinum á höfðagötu 7. allt í steik í girðingamálunum sólpallshliðin með sólarskrattanum á lagðist útaf og partur af víggirðingunni á bakvið hús. þokkalegt eða hittþó þetta er bara eins og rokið á Kirkjubóli.
Það er kolbrjálað veður lá við að skrautfjaðrirnar fykju af mér þegar ég var á leiðinni í morgunmatinn og iðjuþjálfunina. og ekki komumst við 'Ardís norður eins og við vorum búnar að ráðgera. 'I staðinn verð ég að reyna að fara í bæinn og gera jólainnkaup. Brynja og stelpurnar eru í bænum og Svana og Nonni, og 'Ardís er líka veðurföst heima hjá sér. Hanska í danaveldi og Addi og Hildur í Barcelona og Brynjar hjá Sveinfríði og 'Asgeiri Og Pjakkur á Svanshóli hjá Höllu . Hvar ætli aumingja Grápési sé....alonhome... 'Eg er búin að vera á vatnslitaframhaldsnámskeiði hjá'Olöfu og það er æði ég gæti setið við það dag og nótt. svo er ég að búa til tvær jólagjafir á verkstæðinu.
Þess utan er ég í sundinu og sundleikfimi labbi og smá púli en þar er ég nú ekki með mitt klikkaða bak eins og fimleikadrottning. Heldur eins og niðursetningur fyrr á öldum sem búið væri að pína upp á hvern dag.
Það gengur líka hægt með þennan blindfulla kynóða jólasvein sem valt inn á gólfið hjá krökkunum í rafmagnsleysinu og fór uppá ömmuna í draugasögu fyrir börn, gengur semsagt ekki neitt.´'Eg fæ ekki neinar ábendingar ennþá frá vinum úti í bæ með þessi ósköp.
Vonandi að andinn komi yfir mig sem rithöfund um helgina...

mánudagur, nóvember 26, 2007

Sko mig komin í bæinn það var barasta gufurok á Kjalarnesinu en Simmi var með mér og var hinn hressasti í verstu vindhviðunum þegar ég var alveg að skíta á mig af hræðslu. Svo náðum við Hanzka því að fara tvisvar í bíó í kvöld. sáum Veðramót og Syndir feðranna. þá á ég bara eftir að fara á tvær til þrjár myndir og þá verður bíóhungri mínu svalað. góða nótt.

föstudagur, nóvember 23, 2007

'Eg vona að það verði gott ferðaveður næstu tvær helgar og reyndar helst lengur.
ég vona líka að ég tolli þarna og drepist ekki úr heimþrá. 'Eg þarf endilega að fara í bíó og sjá minnstakosti fjórar myndir ,ef ekki fimm.
'I dag náði ég langþráðum árangri með jólagjafir tíst tíst.. Svo á morgun koma "marglytturnar" mínar úr brennsluofninum..það er splunkuný leirhlunkahönnun. þá get ég klárað að setja á þær glerung svo þær brennist aftur meðan ég er ekki heima.
ég gerði líka tilraun með að búa til tröllkarl og kerlingu úr leir og tvo spýtukalla og konur. 'Eg hef bara daginn á morgun svo þarf ég að mæta á Reykjalundi á mánudagsmorguninn kl átta. mér finnst þetta hundleiðinlegur tími, það frestaðist um mánuð og stendur í þrjár vikur, en það skal svo vera, þegar ég verð búin í þessu prógrammi hef eg í hyggju í hyggju að hafa í staðinn fyrir langdreginn jólamarkað Strandakúnstar barasta tvo handverksmarkaðsdaga með handverki vöfflum og rjóma og kakói og einhverjum söng eða jólafígúrugangi, etv. Grýlum og Leppalúðum o.s.frv.. 'Ok. allir með.. nánar síðar...

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Bað.. hvað er nú það... eitthvað sjálfsagt... Hefur einhver í dag gert sér grein fyrir því hvað það er mikill lúxus að geta farið í bað???? Þegar ég var lítil ( það er frekar langt síðan) var ég böðuð í þvottabala. og krakkana mína baðaði ég lengi vel líka í þvottabala. Síðan kom baðker... og ég sem hef held ég verið hitabeltisfiskur í fyrra lífi og uni mér best niðri í hæfilega heitu vatni.. Var alveg ógisslega (eins og ungviðið segir) hamingjusöm...OG er enn...dásamlegt að fara í ilmolíu freyðibað með góðum ilmi..kveikja á kertum..hlusta á tónlist.....Osfrv. Eða útipott með útsýni og fuglatísti í kring.. Eða synda í góðri laug með froskalappir og glápa upp í himininn.( kann ekki að synda bringusund) en nú er ég komin frá upphaflega efninu.. semsé baðkerinu.. ÞAð er líka gott að fara í sturtu en alls ekki eins skemmtilegt.

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

'Eg fór á sjávarréttakvöld hjá Lions á síðasta sunnudag. Og þvílíkt nammi sem þar var á boðstólum. Oft hefur nú matur verið góður og ég kunnað vel að meta. En þetta er held ég barastra það albesta sem ég hef komist í..Slurp slurp.mmmm. Allt nema einhver sæskjóðusúpa,sem ég þorði ekki að prufa þegar ég sá svipinn á Steinu þegar hún smakkaði á henni.. En allt hitt... það voru að minnsta kosti þrjátíu réttir. Rúgbrauð og síldarsalat steiktar gellur. allskonar fiskur og rækjur í allskonar formi. og steiktar kinnar. amminamm. Og þetta var alveg himnesk hollusta og bragðið eftir því. og öfugt við það þegar maður fer í kjöthlaðborð þá er svona ekki þungt í maga.
'Eg hélt fyrst að þetta væri bara fyrir Lionsfólk en það var misskilningur og opið öllum!! og ég matarunnandi... hvet alla til að fara næst þeir verða ekki sviknir af því!!!

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

'Eg skil ekki hvað ég á erfitt með að þola neikvæðni og ætti ég þó að vera alveg útskrifuð í að láta mér vera sama, Það er eins og sumir nærist á þessháttar hugsanagangi..T.D. trallalallala alltaf má finna eitthvað til að finna að , og nú skal talað um allt þetta leiðinlega ahhahahaha.
'I stað þess að brosa og hugsa og segja eitthvað skemmtilegt.
ÞAð versta er að ég sem ætti að hafa vit á að láta allt neikvæðnisraus inn um annað og út um hitt, ýfist upp eins og broddgöltur sem er búinn að missa þolinmæðina.
'Ut með helvítis gaddana....Samkvæmt þessu rausi sýnist mér að mér sé best að fara og lesa eitthvað fallegt og þroskandi.
Sem betur fer er jákvæðnin í meirihluta og verður vonandi alltaf ofaná.

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Sérstaklega þegar veðrið er gott
Það eru ekki takmörk fyrir því hvað sumir sunnudagar geta verið hundleiðinlegir

sunnudagur, nóvember 04, 2007

góða veðrið mitt breyttist strax og ég kom suður fyrir Hólmavík, nánar tiltekið hjá Hrófá ,og ég er búin að vera alein á Kirkjubóli síðan á hádegi og bíða eftir útlendingum sem eru ekki komnir.. ÞAð er mjög rólegt og notalegt hér og ég er búin að skoða alveg í gegn um eitt hefti af Pálsættinni, lesa reyfara sem heitir Blekkingavefur og ferðast til Berlínar með Hörpu Hinna og Diljá á myndasíðu Hörpu Hlínar, Fyndið að sjá dúlluna með nef eins og Hrafnhildur, bros eins og mamman hár eins og Hinni, Og svona mætti lengi telja,,, 'Eg hef aldrei séð dýragarð en myndirnar af fílunum minna mig óneitanlega á sjálfa mig´
Reglulega myndarlegar skepnur.
Já það er að verða dimmt og ég heyri forfeðurna trítla fram og aftur hérna á ganginum......það er flott að sjá stóra tréið sveiflast hér fyrir utan skrifstofugluggann, ég ætla að reyna að sannfæra Ester og Jón um að þau verði að losa sig við aspirnar tvær, það er ómögulegt fyrir þau að hafa tré sem hallast svona í vestur , Mig vantar nebblega einmitt svona tré í garðinn minn..mmhööö.
'Eg er strax orðin hundleið á því að hafa dottið niður þennan stiga þarna heima hjá mér, það veldur mér ómældum óþægindum eins og til dæmis að geta ekki látið fara vel um mig í góðum hægindastól og hallað mér afturábak með prjóna.... Það skrítna er að áður en ég meiddi mig í stiganum nennti ég alls ekki að prjóna... Nú sit ég hér á skrifstofu Kirkjubóls og hallast bara áfram og til hægri. þetta er góður skrifborðsstóll sem Jón á hér.
Þau eru á leiðinni frá Akureyri og Arnór og Dagrún líka... Sigfús og Jón Valur eru hjá ömmu Sædísi og hér verð ég þar til þau koma.
'Eg er eiginlega alveg viss um að ef að væri keppni í þvíað vera með hæsta og brattasta innistigann á Hólmavík þá er það minn. og ég hef alltaf verið svo montin af þessum stiga . Já ég er það hreint ekki lengur, ÞAð fer hrollur um mig í hvert skifti sem ég horfi nú á þessar fallegu skörpu silfurlitu brúnir á hverri tröppu. Shit.
Það er nú ekkert smávegis sem er búið að rigna.. einhverntíman í fornöld þegar var búið að vera snjór og ófærð síðan í september hefði mér nú fundist þetta vera alveg himneskt á þessum árstíma og hugsaði öfugt við alla aðra sem fannst betra að hafa eilífan viðbjóðs skafrenning og norðaustanátt af því að "svoleiðis átti það að vera á veturna". en í gærkvöldi lá nú við að mér þætti nóg um.. það góða við þetta er að það er allt orðið autt. 'Eg fór í gærkvöld um upp á Vitabraut í gula húsið í skóginum og passaði Brynjar meðan foreldrar hans voru á árshátíð hreppsins, Jón Gústi var fyrst og fór svo partíþyrstur heim að ungra manna hætti eftir að hafa svæft Brynjar. Það er virkilega notalegt þarna í skóginum og ég og Kisi horfðum á myndina "Köld Slóð" Sem ég er reyndar búin að sjá áður í bíó. Mjög spennandi.
Hér fruðast Jón Gísli á stóra jeppanum niður götu þó klukkan sé ekki nema hálf tíu á sunnudagsmorgni...svo það eru ekki allir sofandi allsstaðar...

laugardagur, nóvember 03, 2007

'Eg get ekki annað sagt en að ég er himinlifandi yfir þessu commenti Tíhí. Hinsvegar ætlaði ég að setja mynd inn á bloggið og hún vill ekki koma,en...kemur ei.

föstudagur, nóvember 02, 2007

'Eg gat sofið í rúminu mínu í nótt það var nú aldeilis indælt. Svo prufaði ég að setjast inn í bílinn minn áðan því ég þarf að fara og ljósrita..Það var ekki beinlínis gott bara fjandi slæmt 'Okey ég lagast með tímanum.
'Eg ligg hér enn eins og nautstirð klessa nú er ég að bíða eftir að hann Jón minn hringi og segist vera kominn heim ég heyrði í honum kl hálf tólf og þá var hann að koma niður í Hrútafjörðinn og vegurinn var með glærasta móti. búinn að keyra í sex tíma yfir alla þessa hryllilegu hálsa, Hálfdán ,Kleifaheiði, Klettsháls,Hjallaháls,'Odrjúgsháls, Laxárdalsheiði, og eftir Stiku og Ennisháls, og Smáhamraháls...Þvílíkur viðbjóður....

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

'eg hrapaði niður allan innistigann í gær og bakið á mér og hausinn er eins og landakort í öllum hugsanlegum bláum og svörtum litum, fokking vesen. Hildur og Halla dekruðu aldeilis við mig því ég var eiginlega illa hreyfanleg.. Núna er ég farin að geta staulast um og þykir gott að vera þó bara blá og marin og óbrotin, ég ætlaði að taka Tarsansveiflu á niðurleiðinni sem tókst ekki ,,sennilega of þung til að hanga á annarri hendinni,,HEHE... og svo var gemsinn minn í hinni. 'Eg hef aldrei verið sterk í höndunum...(frekar þó þeirri sem hélt á gemsanum) Nú er bara að lesa og taka það frekar rólega var nýbúin að fá glæpasögur hjá Ester. Svo halda þær áfram að dekra við mig í dag líka.. JónGísli keyrði mig heim og svo komu þau hann og Siggi og Hrafnhildur líka að kíkja á mig og spjalla og ekki má gleyma Brynjari mínum. 'Eg nýt þessa út í æsar og fíla mig eins og (mislita) hofróðu.. er ekki Hofróða sama og dekurdúkka? Halla kom í morgun og Æsa með henni svo fékk ég kaffi í rúmið og meira dekur.