Langur laugardagur. Dugleg að strita í þjálfun. hjólaði á Selfoss þ.e. 12.km. á þrekhjólinu og það er nú það lengsta sem ég hef hjólað síðan ég kom.
Jórunn nokkur frá Reykholti bauð mér og annarri konu með á Selfoss síðdegis og við kíktum í Europris. og keyrðum einn hring á bílasölunni af því ég sá svo geggjaðan bláan bíl þar.
Karlakórinn kom og söng hér það var meiriháttar og þar var Gunni frændi frá Kirkjubóli og varð með okkur fagnaðarfundur eins og íslendingar sem hittast í útlöndum. Simbi var hinsvegar ekki með hann var uppi í Skorradal ásamt Guja að dytta að sumarbústað sem þau eiga svo hann fjúki ekki.
'Eg ræsti svo kaggann til að liðka hann aðeins ogkeyrði niður á Shell og hitti Villa Roy Shellstjóra, Villi er alltaf hress og sjálfum sér líkur og okkur kom saman um að það þyrfti endilega að fara að koma Indriða og Finnu hingað í grænmetisdvöl á Hælinu.
Til skýringar þá var Villi (fullu nafni Vilhjálmur Björn Hannes Roy) í sveit í gamla daga hjá þeim heiðurshjónum.
Bless í dag, sé ykkur eftir 19-20 daga.
Jórunn nokkur frá Reykholti bauð mér og annarri konu með á Selfoss síðdegis og við kíktum í Europris. og keyrðum einn hring á bílasölunni af því ég sá svo geggjaðan bláan bíl þar.
Karlakórinn kom og söng hér það var meiriháttar og þar var Gunni frændi frá Kirkjubóli og varð með okkur fagnaðarfundur eins og íslendingar sem hittast í útlöndum. Simbi var hinsvegar ekki með hann var uppi í Skorradal ásamt Guja að dytta að sumarbústað sem þau eiga svo hann fjúki ekki.
'Eg ræsti svo kaggann til að liðka hann aðeins ogkeyrði niður á Shell og hitti Villa Roy Shellstjóra, Villi er alltaf hress og sjálfum sér líkur og okkur kom saman um að það þyrfti endilega að fara að koma Indriða og Finnu hingað í grænmetisdvöl á Hælinu.
Til skýringar þá var Villi (fullu nafni Vilhjálmur Björn Hannes Roy) í sveit í gamla daga hjá þeim heiðurshjónum.
Bless í dag, sé ykkur eftir 19-20 daga.
3 Comments:
At 2:30 e.h., Nafnlaus said…
Sko það gerist sko margt skemmtilegt :)
At 3:48 e.h., Nafnlaus said…
Hann Villi þessi er sem sagt "gamall strákur" einsog þar stendur.
Kveðja
Jón Bragi
At 5:21 e.h., Nafnlaus said…
Já Jón manstu...
Skrifa ummæli
<< Home