Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, mars 31, 2008

1. Það eru að minnsta kosti tvær manneskjur í þessum heimi Sem þú myndir deyja fyrir.

2. Það eru að minnsta kosti 15 manns í þessum heimi sem Elska þig á einhvern hátt.

3. Eina ástæðan fyrir því að einhver hati þig ER,viðkomandi Vill Vera eins og þú.

4. Bros frá þér getur fært einhverjum hamingju,jafnvel þótt viðkomandi líki ekki við
þig.

5. Á hverju kvöldi, hugsar EINHVER til þín áður en viðkomandi fer að sofa

6. Þú ert himinn og jörð hjá einhverjum.
7. Þú ert einstök og sérstök í þessum heimi

8. Einhver sem þú þekkir ekki, elskar þig.

9. Jafnvel þegar þú klúðrar málunum, verður eitthvað gott úr því.

Mundu alltaf eftir hrósum sem þú færð.
Gleymdu dónalegum hreitum.

sunnudagur, mars 30, 2008

Þetta er búið að vera ágætis sunnudagur ég fór strax kl hálf níu út að einangra og kláraði loftið fyrir hádegi, fór svo og borðaði hrygg og sykraðar kartöflur og sultu hjá Svönu og Nonna, lagðist svo í smá leti og fór svo aftur út , fór með fullt af rusli í gáminn, Og sem ég var að fara í gáminn með drasl sá ég þær mæðgur 'Astu og Sigrúnu skjótast frá Hlein og heim og reiknaði út að þær væru að fara í kaffipásu og henti mér á eftir þeim í kaffispjall og málsháttakökur.
Fékk ágætis málshátt ........sá nokkur gullkorn á netinu sem ég stel og set hérna og vona að mér fyrirgefist það..... Ekki tókst mér að stela gullkornunum en þau koma máske seinna

laugardagur, mars 29, 2008

Jæja einhverntíman hlaut að koma aððí.. það þýðir greinilega ekki að bíða eftir því að það hlýni í veðri... ég íklæddist kuldagalla...tróð mér í hann öllu heldur, skellti grænni lambhúshettu á hausinn og fór í mótorhhjólahanskana mína og réðist til inngöngu á litla smíðaverkstæðið mitt með brauðsög og stærra kúbeinið , dró út hundrað og fjörutíu nagla með því úr loftinu, sargaði sundur fullt af plasteinangrun með brauðhnífnum og tróð upp í loft og veggi, sargaði sundur rafmagnsinntak og skutlaði því út ( það var níðþungt), lokaði fyrrverandi inngangi sem mýs hefðu getað notað en hafa ekki gert, og tók til í leiðinni, Nú hefur þetta aldeilis breyttst, Það var varla hægt að komast þarna inn en nú er fínasta pláss, samt á ég eftir að setja í hálft loftið og búa til hillur og draga út nokkur hundruð nagla í viðbót. Tók nokkrar pásur á þetta. Og síðast í kvöld horfði á brosspaugstofuna sem vakti með mér kæti. Það eru engir eins fúlir á svip og fólk sem er að spila á harmonikkur. og þau voru að spila hláturspolka. mhohoo. Nú svo er ég búin að horfa á 3/4 af bíómynd kvöldsins. Þá hringdi Svanhildur og bauð mér í hádegissunnudagsmat,,mmmm það var nú gott.
Og þá vinn ég í plastinu eins og brjálaður bavíani fyrir hádegi og fer síðan eins og hungraður úlfur að borða hrygg. Af hverju fólk tali um hungraður úlfur veit ég ekki,, sennilega máltæki úr fornöld frá forfeðrum okkar Norðmönnum,, merkilegt að 'Islendingar hafi ekki flutt inn úlfa eins og þeir eru vitlausir í að flytja inn allskonar kvikindi, eins og krókódíla og útlendar beljur, margar tegundir af hundum og karakúlhrúta ofl ofl.

föstudagur, mars 28, 2008

Og nú eru allir sem heima eru á Hólmavík búnir að fara út að borða á Riis. þar voru Bára og Kiddi með alveg glæsilegan hádegismat fyrir alla sem vildu. Og verður vonandi framhald á þessu alla föstudaga eða oftar. Þarna mátti sjá allar tegundir af fólki, starfsmenn frá Strandabyggð, skólanum allskonar kennarar, mötuneyti, gangavörður, sjómenn, rafvirkjar, pípari, heilsugæslan, strandagaldur, orkubúsari, skólabílstjóri, pósthús og sparisjóður, tilberaklúbburinn, leikfélagið, menningarfulltrúi, og ritstjóri Gagnvegs svo eitthvað sé upptalið. Ester bókaverja og feðaþjónn kom á ofsahraða eftir að hafa keyrt Dagrúnu samfésfulltrúa inn í Brú, Ester nýbúin að fá gula bílinn sinn úr viðgerð, sléttaði Hrútafjörðinn Bitruna Kollafjörðinnog þann part af Tungusveitinni sem er ómalbikaður. Hún náði þessu á geigvænlega stuttum tíma og kom ekki einu sinni síðust í matinn..
Næst verða örugglega fleiri þegar kvenfélagskonur og þeirra menn verða komnir heim frá Akureyri þar sem þau eru að djamma og fara í leikhús.

Húrra fyrir þessu framtaki gott að borða kaffi á eftir og Kiddi á uppvöskunarvélinni. jibbí.

fimmtudagur, mars 27, 2008

'I morgun fékk ég skemmtilega upphringingu frá ókunnugri konu sem langar að fá lítinn burstabæ eins og hún sá mig vera að rogast með í sjónvarpinu ...Svo nú má ég aldeilis fara að vinna , fyrst í því að komast inn í skúrinn minn hann er fullur af efni upp í loft.. og siðan að hnoða saman tveimur pöntunum,, annar fer yfir í Djúp og hinn austur að Apavatni nálægt Laugarvatni,
Það þýðir greinilega ekki að "sitja heima og lesa" á næstunni.
Svo er skottlokið á bílinn minn að koma.... Litli gullvagninn hennar Esterar er að komast í lag og þau ætla að lána mér bíl á meðan verið er að laga minn.
Það væri nú gaman að vera búin að smíða húsið áður en við kellurnar förum í Hólminn þann ellefta apríl. Svo fer ég suður þaðan að hitta Sigurpál ,og svo og svo.frv.

þriðjudagur, mars 25, 2008

Laugardagurinn breyttist þegar líða tók á daginn og varð afar notalegur Gleðilegir páskar.
Seinni part páskadagsins stóðum við Svanhildur svo í stórkostlegum flutningum á ýmsum hlutum Svanhildur lagði til kerru og bíl. Við fórum í Lyngás og Undraland þar sem ruðningsframkvæmdir miklar stóðu yfir hjá 'Ardísi og Simma,
Lentum svo í afmælispáskatertu hjá Ester.
'I gær fór ég svo á fætur kl tvö og las heila bók eftir Sidney Sheldon,
Lauk við vatnslitamynd sem Ester fékk í afmælisgjöf og hékk svo yfir sjónvarpinu.

laugardagur, mars 22, 2008

Það er nú meira hvað ég get orðið niðurdrepandi leiðinleg þegar ég vakna á hátíðisdögum. ( mér finnst laugardagurinn fyrir páska vera hátíðisdagur )
'Eg hef bókstaflega ofnæmi fyrir mér, það lagast þó þegar ég er búin að fá mér gott kaffi og lesa eitthvað spennandi með því.
þá lifnar fýlupokinn við og fer að hugsa jákvætt og fyllist orku til að gera eitthvað skemmtilegt. Ofnæmið hverfur og sjálfsmyndin breytist í það sjálfumglaða monthænsni sem ég er í raun og veru.
Lukka tekur völdin fer í sturtu og sullar á sig alskyns boddílósjóni og setur háreyðingakrem á svarthærðu tærnar á sér,,Hún þolir ekki að vera með loðnar og svarthærðar tær) reyndar er hún með algjöra hobbitafætur nema ekki loðin á iljunum bara ofan á ristunum og á tánum. Svo fær hún sér meira kaffi og finnur svört föt til að vera í og hugsar síðan að fara út að labba og og spjalla við skemmtilegt fólk.is
Síðan afsakar hún sig með því að það sé of kalt til að labba og hangir í símanum í staðinn og talar um veðrið og vorið sem hlýtur að fara að koma, sáust ekki sumarfuglar á sveimi í gær....Íslendingar tala alltaf um veðrið...Best að taka smá rúnt á bílnum, með myndavélina og testa umhverfið, það má alltaf labba seinnipartinn....Hún lítur út um gluggann og sér að það er bústinn maður á labbi niður við sjóinn annars virðist enginn vera vaknaður í bænum. Enda ball á pöbbnum eftir tólf í gærkvöldi og margir farnir á rokkhátíðina á Ísafirði. Lukku langar á rokkhátíð.

fimmtudagur, mars 20, 2008

Þá eru nú þessir páskar byrjaðir..veðrið er ágætt en skítkalt...allt orðið klárt á Kirkjubóli..Bíslagið trónar á toppnum ég fékk það í fóstur málaði það og er algjör montrass yfir því, miklir snillingar eru búnir að smíða þeir Jón Gísli, Diddi og Kiddi, Jón og Arnór skrúfa sundur og saman fullt af skápum og rúmum, setja loft og gólflista, Ester að mála, skúra, skrúbba breyta og bóna og við að sauma gluggatjöld . 'A meðan þetta allt var að gerast bakaði Ester hundrað skúffukökur og stríðstertur hélt kaffiveislu í Sævangi og var með hádegismat fyrir slatta af fólki, Aldeilis frábært stuð eins og stuð er alltaf og árangurinn flottur og nú hafa bættst við gistinguna átta rúm, svo nú eru tuttugu svefnpláss í boði á Kirkjubóli og hægt að koma fyrir tveimur í viðbót.....Allt splunkunýtt og fínt.

þriðjudagur, mars 18, 2008

Fátt er svo með öllu"Gott" að ekki boði nokkuð ennþá betra. Aðeins breytt eins og hjá Bakaradrengnum..Fór út að Kirkjubóli og settist við saumavélina hennar Esterar að sauma gardínur, 'Eg hef aldrei séð aðra eins handaskömm ( eða heitir það ekki handvömm) og á gardínuefninu, það var sniðið niður í rúmfatalagernum og var svo skakkt klippt að hliðarnar voru eins og hlykkjóttasta torfærubraut og við urðum að klippa af því...Og afklippið fór í tuttugu cm í aðra röndina. það hefur einhver gjörsamlega þekkingarlaus um kramvöru sniðið þetta. Ester er að gera kjallarann klárann fyrir gistingu á fimmtudaginn það voru smiðir í kjallaranum að vinna ýmis verkefni. Jón og Dagrún og Arnór eru í Reykjavík. Hún var líka búin að baka fjallháan stafla af risastórum tertum fyrir bingóið sem á að vera á miðvikudagskvöldið, og veislu fyrir fund í Sævangi....'Eg dræpist!!! ....en þetta minnti mig óneitanlega á þegar ég var að baka fyrir sláturhúsmötuneytið á 'Ospkseyri í gamla daga... bakaði upp á vikuna og ekkert smá..... Við Pjakkur vorum úti að labba smá í gær í góða veðrinu. Við rákumst á Villa Sig. Hann ætlar að fá sér Vespu eins og ég ætla að gera þegar ég verð rík...Bara miklu fleiri kúbik... það er logn ennþá og frostlaust...
Mig langar svo að verða sólbrún eins og Mundi Jó.... 'I dag er svo föndur... ég ætla samt út að Kirkjubóli og yfir í Bjarnarfjörð og eitthvað fleira ætla ég að gera. Mig dreymdi skringilega í nótt. 'Eg er í ofsastuði.. það gerðist dálítið svoooo skemmtilegt.
Addi ,Hildur og strákarnir eru í páskafríi í Reykjavík. Addi er að fara að spila í sextugsafmæli og ég heyrði þegar ég var að tala við Hildi að hann var að æfa
BOLLA BU !!!! á gítarinn....Hmm...Varla ætlar hann að spila það í afmælinu...nema kannske sem stef Tíhíhí.

mánudagur, mars 17, 2008

Já nú er búið að fara í leikferð í Króksfjarðarnes og auðvitað fórum við Ester líka sem ætluðum ekki að fara í gærkvöldi.. þetta var feikna gaman og fullt af fólki og góð sýning, mjög góður salur, Við vorum að koma heim núna kl hálf tólf.Ester, Sigfús og JónValur komu með mér til baka en Jón Arnór og Dagrún fóru suður.Allir komu við í Skriðulandi á heimleiðinni og sungu og dönsuðu og borðuðu samlokur og drukku kaffi og gos.

sunnudagur, mars 16, 2008

Nú eru búnar tvær frábærar sýningar á leikritinu og á þriðja hundrað manns búin að sjá það. Og nú er liðið að fara í Króksfjarðarnes í leikferð í dag í glaða sólskini komið fullt af miðapöntunum. Ég hef verið að dekra við tilhugsunina um að fara með en held ég geri það ekki, verð bara heima og labba með Pjakk og verð sólbrún í góða veðrinu, og fer kannske í huggulega grænmetisheimsókn.
Ég ætlaði að gera svo margt í gær en gerði bara eitt og gærkvöldið fór í að hanga yfir sjónvarpinu en horfði samt ekkert á það. Leiðinda myndir og þeirri sem var skemmtileg svaf ég yfir.. það vantar meiri hreyfingu....Dansa synda og labba...Hljómar verulega vel og kannske gerist eitthvað af þessu á næstunni.
Það er æðislegt að sjá allar þessar sparisjóðshúfur með eyrum.
'Eg ætlaði að fara að gefa Email og Enter en sá að faðir þeirra var kominn heim.
Nú þá eru það Pjakkur og Grái.

föstudagur, mars 14, 2008

Jú jú,ég fékk tvo málshætti sem hljóðuðu þannig "Allur er varinn góður" og"Vandratað er meðalhófið" 'Eg er nú alltaf fyrir öfgarnar Það fylgir stjörnumerkinu mínu...og þetta með meðalhófið...Hmm veit það nú ekki...Og vinkona mín sem var hér í gærkvöldi fékk málsháttinn "Vinum er vandi sannsöglum að vera" út frá því fengum við hressilegt hláturskast...Sem er hollt og gott...Svokölluð hreinskilnisköst geta aftur á móti verið hvimleið og dapurleg ef þau eru sprottin af illgirni sem kraumar undir niðri. Undanfarna daga hef ég verið innan um unglingana og leikfélagið og það er alveg yndislegt hvað þetta eru góðir krakkar, og þeir fullorðnu sem koma að þessu er samhent lið og úrræðagott og ættu öll upp til hópa að fá medalíur og próblemin eru bara leyst ef einhver eru. 'Eg verð alveg klökk hvað unglingarnir eru að vera góð og indæl við mig gamla kellínguna, og svo eru þau svo skemmtileg og hugmyndarík og dugleg að ég á ekki bara orð yfir það.
Afsakið en maður verður nú að vera væmin við og við.

fimmtudagur, mars 13, 2008

Það er snjóhreytingur og einhvernvegin verð ég döpur að horfa út í þetta, vil að það fari að vora almennilega og það er komið nóg af snjó.
En í gærkvöldi var árshátíð grunnskólans og það var nú eitthvað sem maður verður ekki dapur af að upplifa, allar yngri deildirnar að leika og syngja og stóru með atriði úr "Dýrunum í Hálsaskógi" Alveg eru kennarar ótrúlegir allt sem búið er að gera fyrir krakkana, og hvað þetta gerir fyrir fólkið, að njóta þess með börnunum.
Kennararnir voru mjög stolt af hópnum sínum ekki síður en foreldrarnir.
Allt er þetta ómæld vinna og síðan er páskafríið að byrja og eftir páskana taka við próf og þessháttar....denslags...sagði hún mamma.... með Akureyrardönskusletturnar sínar. Dagrún mín og hún Agnes Kristjáns voru með tíu efstu í stærðfræðikeppninni . til hamingju stelpur.
Það er svo til augljóst að ekki hefur Dagrún þetta frá mér- ömmu sinni, ég er alltaf í vandræðum með stærðfræðikúnstir og tölurnar fara á hvolf og alla vega þegar ég les mikið af þeim. en þá er að nota reiknivélar. Maður verður nú að vera óklár í einhverju hehehe.
Á morgun er frumsýning á leikritinu og ég get ekki hætt að sauma eyru, í dag ætla ég að sauma tuttugu eyru... klára efnið úr gráa gervipelsinum mínum hvílík ánægja að klippa hann niður í eyru, það er næsta sjúklegt.
'Oska eftir góðu veðri sem fyrst takk fyrir, Hanna Sigga mín hefur tekið bón mína um páskaegg í fyrra bloggi alvarlega, og eins og hennar er von og vísa hugsar hún sér að senda mér egg.....en ekki gera það !!! mig langar bara í ...Helst góðan ..málshátt...
Fáðu þér egg og dragðu út úr því málshátt handa mér og segðu mér hann ekki ef hann er mjög leiðinlegur og rætinn.
'Eg get alveg þolað svona "Morgunstund gefur gull í mund" og allt í þá áttina. segi svo eins og Árdís mín... luv and respect.

miðvikudagur, mars 12, 2008

Hún 'Ardís mín er komin til Ísrael til TelAviv í vinnuferð fyrir Vodafone fyrirtækið sitt... alein núna. Síðast fór hún með starfsfólkinu sínu. Það er ég gamla mamma á Íslandi sem verð voða fegin þegar hún er komin aftur heim.

Páskar páskar páskar................'Eg hlakka til....Þá fara allir á skíði samkvæmt auglýsingunum og drekka sprite zero svo þeir detti ekki.
Vill svo einhver gefa mér páskaegg.
ÞAð er nú að verða búið að sauma búningana fyrir Dýrin í Hálsaskógi það koma samt enn upp atriði eins og skott sem vilja ekki tolla á tilheyrandi persónu og þá saumar maður þau á í ofboði.
Eftir er aðeins að gera fótasmokka á Bangsapabba, og uglufjaðrir, Það er svo gaman að vera innan um þetta fólk sem stendur að þessu. 0g svo er í dag árshátíð skólans og allir velkomnir og þar eru yngri krakkarnir að verki og svo þessi elstu með atriði úr stóru sýningunni. gaman að sjá flottar myndir af þeim á strandir.is.
það er skemmtilegt þetta stress og heldur áfram að vera gaman.

sunnudagur, mars 09, 2008

Fari það í kolað það eru bæði kaffiboxin mín galtóm. Satan í Bergen. Og ég sem fór eldsnemma á fætur að sauma eyru og ætlaði að búa mér til gott kaaaffffi...Allt í einu mundi ég að ég á nesara ... oft er gott að eiga góðan nesara... málsháttur. 'Upp í skóla kl tíu og ég hef ekki fundið ennþá eitthvað til að lesa nema greinar í dagblöðunum. shitt . ÞAð er skafrenningur úti og ekkert útlit fyrir að það sé að hætta ég VIL fá auða fjallvegi og vel fært um allar trissur,,,aðallega trissur...
Garnirnar í mér gaula eins og heil lúðrasveit á sumardaginn fyrsta.

laugardagur, mars 08, 2008

Góður dagur í dag. Námskeið fyrir hádegi, Nappaði Víðidalsárfólkið mitt heim til mín til að snæða með mér hrísgrjónagraut og slátur í hádeginu. Lagðist á sæng eftir hádegið, Eftir mikil heilabrot fæddist partur úr texta, Eftir kaffi skellti Pat sér norður með Lóa... mig langaði að fara líka en... Námskeið í fyrramálið...Kvöldið rólegt með heilmiklum heimspekilegum pælingum...með Adda og Hildi.
Það var gaman í gærkvöldi og Skúli ,Þórhildur og börnin eru á búgarðinum það var nú frekar kalt þar þegar þau komu en hlýnar í dag vonandi.
námskeið kl9. og hún Pat Burk er farin að vinna kl 8. Hún er hjá mér því það kom tannlæknir í rúmið hennar uppfrá og hún er ekki búin að gera ´það upp við sig að sofa hjá honum...grín...bara svo hinir húmorslausu viti það...
Það er ofsagott að hafa hana hér Hún er algjör matargerðarsnillingur og ég gæti margt af henni lært. Hún býr til hinar ljúffengustu súpur og í gærkvöldi var td. í kvöldmatinn litlar ristaðar brauðsneiðar með graflaxi og sósu og hálfur tómatur með kotasælu og einhverju góðu samanvið og lítið salatblað ofaná og þessu var raðað svo fallega á diskana að maður tímdi varla að borða það, svo var súpa úr lauksúpa og brauð með gullosti og hvítvín. og þetta var svo ævintýralega gott. 'I fyrradag bjó hún til súpu úr blómkáli og einhverju sem ég veit ekki hvað var.
Hún ætlar að kenna mér að búa til súrdeigsbrauð og það er nú líka tær snilld.

'A namskeiðinu hjá Skúla áttum við að standa upp og tala um "Eitthvað sem okkur finnst" Hvað okkur langar að gera" og hvernig við viljum að okkar sé minnst".
Þetta síðasta hrökk nú ofan í mig er búin að vera andvaka yfir því.
Auðvitað gleymumst við með tímanum en ég vildi helst að mín yrði minnst sem velviljaðrar bjartsýnismanneskju sem lætur ekki bilbug á sér finna, og lifir lífinu lifandi eins og einn þarna sagði svo fallega.

'Eg myndi líka vilja vera góður mannþekkjari og svolítið raunsæ...nei annars ég veit ekkert hvað ég vil. Ég er bara ákveðin í að gera eitthvað á þessu ári spennandi og skemmtilegt sem ég hef aldrei gert áður, veit ekki ennþá hvað.
'Eg held það sé maturinn hennar Pat sem kemur mér til að hugsa svona .
Ég ætla allavega að fara í einhverja ó ó óbyggðaferð. með þrjú hjól undir Tojotunni.

Kona eins og ég sem á svona risastóra og frábæra fjölskyldu og góða vini getur ekki verið annað en hamingjusöm..elska ykkur öll alveg rosalega mikið...

'Eg er að semja lag fyrir sumarið og texta sem er alveg hrikalega væminn eins og gerist í væmnustu countrysöngvum. Enda hlusta ég alltaf á útvarp Skagaströnd í bílnum..Þetta verður svona í stíl við lögin í Colmandens daughter. Það verður svona skröltandi pallbíll í textanum eins og í "Brýrnar í Madisonsýslu"sem keyrir burt með hjarta mitt. Reyndar hafa bílar alltaf verið mér mjög mikilvægir og ég elska gömlu skröltandi skrjóðana mína.hehehe.það fylgir þeim indæl frelsistilfinning.
En það þarf endilega að vera ákveðinn stíll yfir þeim.
Þa

föstudagur, mars 07, 2008

Nú er það leiklistarnámskeið í kvöld hjá Skúla og einhver sagði að Þórhildur kæmi líka það verður aldeilis gaman að hitta þau.
Ég er búin með fötin á refinn hann verður fínn hann Mikki.
ÞAð er heldur betur gaman að búa til eyru og skott og hlusta á sönginn í leikritinu sem verið er að setja upp. þetta er aldeilis frábært og til hamingju allir duglegu snillingar sem eru að vinna í þessu.
'Eg varð fyrir mjög einkennilegri lífsreynslu í gær. Og var minnt á það hvað hugsanagangur fólks getur verið skrítinn, sérstaklega þegar þarf að klekkja á einhverjum á einhvern hátt. Oft er þá óánægja sem lengi hefur kraumað undir niðri og einhverskonar öfund sem býr til hinar furðulegustu hugarsmíðar.
Samkvæmt þeim er ég hin mesta drusla og snargeðveik og hef alla mína hunds og kattartíð verið á miður geðslegan hátt og allt sem fer miður í lífinu stafar af þessum skít. Kannske er þetta rétt, en ég neita því alfarið að ÖLLUM hafi alltaf fundist það. það eru sem betur fer í mínu lífi bestu vinir sem ég myndi treysta alveg skilyrðislaust..yndislegum persónum. En aldrei skal gefast upp þrátt fyrir að maður hafi ferið svín fyrr á tíð. Vona samt að ég verði aldrei svona einhverskonar heilagur engill.
Eins og hún þorbjörg mín Einarsóttir( Tobba )á sautján sagði svo oft best að vera klikkuð manni líður mikið betur þannig. Hún var...að öllum öðrum ólöstuðum besta manneskja sem ég hef kynnst á æfinni.
Hlakka til páskanna og vorsins og sumarsins og haustsins sem er besti tími ársins.

miðvikudagur, mars 05, 2008

Viðtalið okkar Gísla kom í fréttatímanum í sjónvarpinu í kvöld, það var doldið gaman að því, ég var að drepast úr stressi.
'Eg fór á æfingu á "Dýrunum í Hálsaskógi hjá leikfélaginu og skólanum í kvöld og það var gaman, ´'A morgun fer ég að búa til eyru á dýrin. Vonandi kemur vorið í hvelli.
Var einhver að hæla veðurfarinu 'Asdís Jónsdóttir? Hmm veit það nú ekki....Ekki er gott að ferðast um hina ýmsu vegi.... glerhált.... ófært....Snjóskratti af öllum áttum og tegundum...Hlakka til þegar vorið kemur með hlýindi, gult sólskin, bláan himinn og grænan lit á jörðinni, Þá ætla ég að leggjast út. sbr. útilegumennsku fyrr á öldum.

mánudagur, mars 03, 2008

Þá er nú komið aftur gott veður en snjór yfir öllu. ekki samt Öllu.. og ég er búin að fara á góugleðina sem ég ætlaði ekki að fara á og þess er skemmst að geta að þetta var skemmtilegasta ball sem ég hef farið á í áraraðir. Í nokkur ár hef ég varla getað staðið á löppunum hvað þá dansað nema vera að drepast í bakinu en núna dansaði ég heilt ball og datt í það og borðaði heilan helling af þessum góða mat sem var þarna. Var eindregið hvött til að leggja niður heimkeyrslur með fólk eftir ball það gætu fleiri ljósastaurar orðið fyrir hnjaski. Stefni á eins og eina fjallgöngu í sumar, en þá má ég nú aldeilis þjálfa með skynsemi í farteskinu. Dansa meira og synda helling og labba pínulítið. og vera í fæði hjá Báru. Hún er þvílíkur snillingur í þessu matardæmi og Kiddi er ofsaklár ef þarf að búa til skreytingar og sker kjötið eftir kúnstarinnar reglum og er alveg farinn að vita hvernig bita íbúarnir vilja helst. það eru fínar myndir af matnum og fólkinu á síðu Nonna Bergs. Svo voru skemmtiatriðin flott og vel flutt og þeir höfðu m.a. elst skíðamennirnir okkar þegar þeir komu heim eftir fjörutíu ár og fundu loks vasann á sviðinu.
Eftir ball kom svo himnasending úr Bjarnarfirðinum 'Arni í Odda á fjallajeppa og bjargaði lífi mínu og keyrði mig og Dóra og Stefán hvert til síns heima.því ég hefði örugglega drepist úr kulda eða beinbrotnað á hálkunni ef ég hefði þurft að labba á glerhálum kúrekastígvélunum. Semsagt ekkert ljósastaurakjaftæði.
'I gærmorgun vaknaði ég svo eldsnemma þe kl tíu og reif mig á fætur og arkaði að vísu frekar hægfara (það var eitthvað í skralli með aðra stórutána á mér) upp á Vitabraut og fór í smá göngutúr með Pjakk (hundspottið) honum leiðist þegar hann er einn heima með Mjása. Eftir það var táin farin að liðkast.. Hildur og Brynjar komu svo í gærkvöldi heim úr skólaferð. Og nú er mánudagsmorgunn og ég þarf að fara að taka til í húsinu. Hildur keypti fyrir mig fleiri plastkassa með loki.
Yfir og út. Skipti.