Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, mars 07, 2008

ÞAð er heldur betur gaman að búa til eyru og skott og hlusta á sönginn í leikritinu sem verið er að setja upp. þetta er aldeilis frábært og til hamingju allir duglegu snillingar sem eru að vinna í þessu.
'Eg varð fyrir mjög einkennilegri lífsreynslu í gær. Og var minnt á það hvað hugsanagangur fólks getur verið skrítinn, sérstaklega þegar þarf að klekkja á einhverjum á einhvern hátt. Oft er þá óánægja sem lengi hefur kraumað undir niðri og einhverskonar öfund sem býr til hinar furðulegustu hugarsmíðar.
Samkvæmt þeim er ég hin mesta drusla og snargeðveik og hef alla mína hunds og kattartíð verið á miður geðslegan hátt og allt sem fer miður í lífinu stafar af þessum skít. Kannske er þetta rétt, en ég neita því alfarið að ÖLLUM hafi alltaf fundist það. það eru sem betur fer í mínu lífi bestu vinir sem ég myndi treysta alveg skilyrðislaust..yndislegum persónum. En aldrei skal gefast upp þrátt fyrir að maður hafi ferið svín fyrr á tíð. Vona samt að ég verði aldrei svona einhverskonar heilagur engill.
Eins og hún þorbjörg mín Einarsóttir( Tobba )á sautján sagði svo oft best að vera klikkuð manni líður mikið betur þannig. Hún var...að öllum öðrum ólöstuðum besta manneskja sem ég hef kynnst á æfinni.
Hlakka til páskanna og vorsins og sumarsins og haustsins sem er besti tími ársins.

2 Comments:

  • At 5:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ekki taka nærri þér þó einhver segi eithvað ljótt þú er ágæt eins og þú ert. Skilaðu fyrir mig kveðlu til Brynju og Jóns Gísla.
    Kveðja af Skaganum Birna Björnsd.

     
  • At 6:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það er gaman að fá svona kveðju frá þér. 'Eg er nú ekki að leggjast neitt í fýlu enda væri það nú bara buill og ekki vildi ég vera neitt öðruvísi sjáumst í sumar kv ásdís

     

Skrifa ummæli

<< Home