Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, mars 03, 2008

Þá er nú komið aftur gott veður en snjór yfir öllu. ekki samt Öllu.. og ég er búin að fara á góugleðina sem ég ætlaði ekki að fara á og þess er skemmst að geta að þetta var skemmtilegasta ball sem ég hef farið á í áraraðir. Í nokkur ár hef ég varla getað staðið á löppunum hvað þá dansað nema vera að drepast í bakinu en núna dansaði ég heilt ball og datt í það og borðaði heilan helling af þessum góða mat sem var þarna. Var eindregið hvött til að leggja niður heimkeyrslur með fólk eftir ball það gætu fleiri ljósastaurar orðið fyrir hnjaski. Stefni á eins og eina fjallgöngu í sumar, en þá má ég nú aldeilis þjálfa með skynsemi í farteskinu. Dansa meira og synda helling og labba pínulítið. og vera í fæði hjá Báru. Hún er þvílíkur snillingur í þessu matardæmi og Kiddi er ofsaklár ef þarf að búa til skreytingar og sker kjötið eftir kúnstarinnar reglum og er alveg farinn að vita hvernig bita íbúarnir vilja helst. það eru fínar myndir af matnum og fólkinu á síðu Nonna Bergs. Svo voru skemmtiatriðin flott og vel flutt og þeir höfðu m.a. elst skíðamennirnir okkar þegar þeir komu heim eftir fjörutíu ár og fundu loks vasann á sviðinu.
Eftir ball kom svo himnasending úr Bjarnarfirðinum 'Arni í Odda á fjallajeppa og bjargaði lífi mínu og keyrði mig og Dóra og Stefán hvert til síns heima.því ég hefði örugglega drepist úr kulda eða beinbrotnað á hálkunni ef ég hefði þurft að labba á glerhálum kúrekastígvélunum. Semsagt ekkert ljósastaurakjaftæði.
'I gærmorgun vaknaði ég svo eldsnemma þe kl tíu og reif mig á fætur og arkaði að vísu frekar hægfara (það var eitthvað í skralli með aðra stórutána á mér) upp á Vitabraut og fór í smá göngutúr með Pjakk (hundspottið) honum leiðist þegar hann er einn heima með Mjása. Eftir það var táin farin að liðkast.. Hildur og Brynjar komu svo í gærkvöldi heim úr skólaferð. Og nú er mánudagsmorgunn og ég þarf að fara að taka til í húsinu. Hildur keypti fyrir mig fleiri plastkassa með loki.
Yfir og út. Skipti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home