Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, mars 20, 2008

Þá eru nú þessir páskar byrjaðir..veðrið er ágætt en skítkalt...allt orðið klárt á Kirkjubóli..Bíslagið trónar á toppnum ég fékk það í fóstur málaði það og er algjör montrass yfir því, miklir snillingar eru búnir að smíða þeir Jón Gísli, Diddi og Kiddi, Jón og Arnór skrúfa sundur og saman fullt af skápum og rúmum, setja loft og gólflista, Ester að mála, skúra, skrúbba breyta og bóna og við að sauma gluggatjöld . 'A meðan þetta allt var að gerast bakaði Ester hundrað skúffukökur og stríðstertur hélt kaffiveislu í Sævangi og var með hádegismat fyrir slatta af fólki, Aldeilis frábært stuð eins og stuð er alltaf og árangurinn flottur og nú hafa bættst við gistinguna átta rúm, svo nú eru tuttugu svefnpláss í boði á Kirkjubóli og hægt að koma fyrir tveimur í viðbót.....Allt splunkunýtt og fínt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home