Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, mars 08, 2008

Það var gaman í gærkvöldi og Skúli ,Þórhildur og börnin eru á búgarðinum það var nú frekar kalt þar þegar þau komu en hlýnar í dag vonandi.
námskeið kl9. og hún Pat Burk er farin að vinna kl 8. Hún er hjá mér því það kom tannlæknir í rúmið hennar uppfrá og hún er ekki búin að gera ´það upp við sig að sofa hjá honum...grín...bara svo hinir húmorslausu viti það...
Það er ofsagott að hafa hana hér Hún er algjör matargerðarsnillingur og ég gæti margt af henni lært. Hún býr til hinar ljúffengustu súpur og í gærkvöldi var td. í kvöldmatinn litlar ristaðar brauðsneiðar með graflaxi og sósu og hálfur tómatur með kotasælu og einhverju góðu samanvið og lítið salatblað ofaná og þessu var raðað svo fallega á diskana að maður tímdi varla að borða það, svo var súpa úr lauksúpa og brauð með gullosti og hvítvín. og þetta var svo ævintýralega gott. 'I fyrradag bjó hún til súpu úr blómkáli og einhverju sem ég veit ekki hvað var.
Hún ætlar að kenna mér að búa til súrdeigsbrauð og það er nú líka tær snilld.

'A namskeiðinu hjá Skúla áttum við að standa upp og tala um "Eitthvað sem okkur finnst" Hvað okkur langar að gera" og hvernig við viljum að okkar sé minnst".
Þetta síðasta hrökk nú ofan í mig er búin að vera andvaka yfir því.
Auðvitað gleymumst við með tímanum en ég vildi helst að mín yrði minnst sem velviljaðrar bjartsýnismanneskju sem lætur ekki bilbug á sér finna, og lifir lífinu lifandi eins og einn þarna sagði svo fallega.

'Eg myndi líka vilja vera góður mannþekkjari og svolítið raunsæ...nei annars ég veit ekkert hvað ég vil. Ég er bara ákveðin í að gera eitthvað á þessu ári spennandi og skemmtilegt sem ég hef aldrei gert áður, veit ekki ennþá hvað.
'Eg held það sé maturinn hennar Pat sem kemur mér til að hugsa svona .
Ég ætla allavega að fara í einhverja ó ó óbyggðaferð. með þrjú hjól undir Tojotunni.

Kona eins og ég sem á svona risastóra og frábæra fjölskyldu og góða vini getur ekki verið annað en hamingjusöm..elska ykkur öll alveg rosalega mikið...

'Eg er að semja lag fyrir sumarið og texta sem er alveg hrikalega væminn eins og gerist í væmnustu countrysöngvum. Enda hlusta ég alltaf á útvarp Skagaströnd í bílnum..Þetta verður svona í stíl við lögin í Colmandens daughter. Það verður svona skröltandi pallbíll í textanum eins og í "Brýrnar í Madisonsýslu"sem keyrir burt með hjarta mitt. Reyndar hafa bílar alltaf verið mér mjög mikilvægir og ég elska gömlu skröltandi skrjóðana mína.hehehe.það fylgir þeim indæl frelsistilfinning.
En það þarf endilega að vera ákveðinn stíll yfir þeim.
Þa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home