Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, mars 28, 2008

Og nú eru allir sem heima eru á Hólmavík búnir að fara út að borða á Riis. þar voru Bára og Kiddi með alveg glæsilegan hádegismat fyrir alla sem vildu. Og verður vonandi framhald á þessu alla föstudaga eða oftar. Þarna mátti sjá allar tegundir af fólki, starfsmenn frá Strandabyggð, skólanum allskonar kennarar, mötuneyti, gangavörður, sjómenn, rafvirkjar, pípari, heilsugæslan, strandagaldur, orkubúsari, skólabílstjóri, pósthús og sparisjóður, tilberaklúbburinn, leikfélagið, menningarfulltrúi, og ritstjóri Gagnvegs svo eitthvað sé upptalið. Ester bókaverja og feðaþjónn kom á ofsahraða eftir að hafa keyrt Dagrúnu samfésfulltrúa inn í Brú, Ester nýbúin að fá gula bílinn sinn úr viðgerð, sléttaði Hrútafjörðinn Bitruna Kollafjörðinnog þann part af Tungusveitinni sem er ómalbikaður. Hún náði þessu á geigvænlega stuttum tíma og kom ekki einu sinni síðust í matinn..
Næst verða örugglega fleiri þegar kvenfélagskonur og þeirra menn verða komnir heim frá Akureyri þar sem þau eru að djamma og fara í leikhús.

Húrra fyrir þessu framtaki gott að borða kaffi á eftir og Kiddi á uppvöskunarvélinni. jibbí.

2 Comments:

  • At 2:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    bíddu nú við ekki hafði ég heyrt um þetta skúra þó framhjá aulýsingatöflunni í K.S.H á hverjum degi og les strandir.is oft á dag hvar var þetta auglýst. En hlakka samt til næst..

     
  • At 11:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já sæl vertu.
    kv snúlla

     

Skrifa ummæli

<< Home