Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, mars 27, 2008

'I morgun fékk ég skemmtilega upphringingu frá ókunnugri konu sem langar að fá lítinn burstabæ eins og hún sá mig vera að rogast með í sjónvarpinu ...Svo nú má ég aldeilis fara að vinna , fyrst í því að komast inn í skúrinn minn hann er fullur af efni upp í loft.. og siðan að hnoða saman tveimur pöntunum,, annar fer yfir í Djúp og hinn austur að Apavatni nálægt Laugarvatni,
Það þýðir greinilega ekki að "sitja heima og lesa" á næstunni.
Svo er skottlokið á bílinn minn að koma.... Litli gullvagninn hennar Esterar er að komast í lag og þau ætla að lána mér bíl á meðan verið er að laga minn.
Það væri nú gaman að vera búin að smíða húsið áður en við kellurnar förum í Hólminn þann ellefta apríl. Svo fer ég suður þaðan að hitta Sigurpál ,og svo og svo.frv.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home